NT - 13.12.1984, Blaðsíða 5

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 5
 jpfT Fimmtudagur 13. desember 1984 5 LlL Fréttir Dulmálslykill á VISA-kort - og gervihnattaviðskipti í náinni framtíð ■ Persónulegur dulmáls- lykill mun innan skamms fylgja hverju VISA-krítar- korti sem gerir handhafa kleift að taka út skotsilfur í skyndibönkum á um 6 þús- und stöðum víða um heim, jafnt á nóttu sem degi. Þá er í undirbúningi að skjóta á loft sérstökum VISA- gervihnöttum til að auð- velda enn frekar verslun og viðskipti milli landa. Eitt ár er nú liðið frá því að viðskipti hófust hér á landi með VISA-kortum, og eru notendur slíkra korta hér á landi orðnir rúmlega 26 þúsund. í frétt frá VISA-ísland, segir að aukning hjá fyrirtækinu hafi verið meiri en hjá nokkru öðru VISA fyrir- tæki í heiminum á sama tíma, og hér eru hlutfallslega fleiri notendur VISA-korta en með- al annarra þjóða. AUs eru kort- hafar í heiminum 111 milljónir í yfir 160 löndum og verslunar- og þjónustuaðilar sern taka við VISA-kortum sem greiðslu eru 4,1 milljón. VISA-ísland hefur gefið út þjónustuhandbók þar sem gefið er yfirlit yfir alla þá staði á íslandi sem taka við VISA- kortum. Flokkað er bæði eftir verslunar- og þjónustugreinum, og kaupstöðum og kauptúnum á landsbyggðinni IíÓNADAI.’Uwki ísi ands V/SA ^OIHSOOOOO 3 3'Q 31^ Eg sé engan til- gang í að skrifa leiðinlegar bækur Rætt við Pétur Eggerz um nýja skáldsögu hans ■ Pétur Eggerz blaðar í nýju bókinni. NT-mynd: Ámi iijama. ■ „Þessi saga gerist í Þýskalandi og segir frá samskiptum ákaflega ólíks fólks, sem bregst mjög ólíkt við því sem fyrir það ber.“ Viðmælandi okkar er Pétur Eggerz, sendi- herra, en ný skáldsaga eft- ir hann „Sendiherra frá sagnalandi og samferða- menn hans,“ er nýkomin á markað. „Ég hef jafnan skrifað um iíf sem ég þekki eða hef upplifað sjálfur, og auðvitað spretta skáld- verk ekki upp úr engu. Það eru hins vegar engar beinar fyrirmyndir að persónunum í þessari nýju sögu. Höfuðpersónan í þess- ari sögu er sendiherrann Markús, og einnig kemur mikið við sögu ung thai- lensk stúlka. Milli þeirra tveggja tekst mikil og djúp vinátta. Hann er mennta- maður, en hún er ómennt- uð en náttúrugreind. Hann er fremur haminn og finnur ákveðið frelsi í persónuleika hennar sem hann saknar hjá sjálfum sér og hann vill gjanra verða henni að liði. Vin- átta þeirra tveggja skiptir miklu í bókinni. eins og vinátta hefur alltaf skipt mig miklu máli.“ Pétur Eggerz segir að skáldsagan sé heillandi form, sem gefi tækifæri til að segja skemmtilega frá. „Persónulega finnst nrér mikið atriði að geta sagt lesendanum eitthvað sem er skemmtilegt. Ég sé eng- an tilgang í því að skrifa leiðinlegar bækur." Pétur Eggerz lét af störfum sem sendiherra fyrir u.þ.b. einu ári, eftir langt og viðburðaríkt starf í utanríkisþjónustu íslands, sem hann hefur að hluta greint frá í fyrri bókum stnum, er hlotið hafa miklar vinsældir. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna fjölbreytileg störf og öðlast margþætta reynslu. Ég hef ávallt haft gaman af að umgangast fólk úr öllum stéttum og frá ólík- um löndum og virða fyrir mér mannleg viðbrögð." Jólabækur Máls og menningar: íslensk skáldverk fyrirferðarmikil ■ Ný íslensk skáldverk setja mikinn svip á jólabækur Máls og menningar í ár. Þegar hefur verið sagt frá Uglunum tyeimur, Með kveðju frá Dublin eftir Árna Bergmann og Milli skinns og hör- unds eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þær bækur, sem koma eingöngu út á hefð- bundinn hátt. eru Þel, skáldsaga eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Maður og haf, skáldsaga eftir Véstein Lúðvíksson, Bogga á Hjalla, barnasaga Vilborgar Dagbjartsdóttur, TöfT týpa á föstu, ung- lingabók eftir Andrés Indriðason og Vertu ekki með svona blá augu, safn smásagna fyrir unglinga eftir ýmsa höf- unda. Þá kemur út 9. bindið í Ijóðasafni Jóhannesar úr Kötlum og eru það barna- Ijóð. Glæpur og refsing eftir Dostojefskí í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur er höfuðprýði listans yfir þýdd skáldverk. Önnur eru: Glataðir snillingar eftir Will- iam Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þor- geirssonar. Er þetta síðasta þýðing Þor- geirs á verkum Heinesens að sinni. Loks er Ditta mannsbarn eftir Martin Ander- sen Nexö í þýðingu Einars Braga. Eins og gengur heitir bók, sem hefur að geyma endurminningar Sigurðar Thoroddsens verkfræðings, sem hann skráði sjálfur. Nær bókin fram til um 1950. Sigrún Guðmundsdóttir sendir frá sér bók, sem hún nefnir Föt fyrir alla og er það saumabók með leiðbeiningum, teikningum og litmyndum. Síðasta ís- lenska bókin er svo Skaftáreldar 1783-84, sem hefur að geyma samtímaskýrslur sýslumanna og fræðigreinar. Þýddar bækur fyrir börn og unglinga eru nokkrar og má þar nefna Flugið heillar, eftir K.M. Peyton í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur og myndabækur um Högna Hinriks. FISHER skákar keppinautunum í verði og gæðum VHS P-618 myndsegulband □ tlægspilun „slowmotion □ 5 íaldur myndleitarhraði. □ fiymnynd. □ 9 daga upptökuminni. □ Fjarstýring. myndbandsspólur á einu árí. Ein myndbandsspóla á dag. Pú kemur og semur Fisher, fyrsta flokks. LAGMULA 7. REYKJAVÍK - SÍMI 685333. Kl R 4 4.900 ) -9> Jólaglaðningur sem endist allt áríð

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.