NT - 13.12.1984, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 13. desember 1984 8
Síðustu
forvöð
fyrir
jólapóst
■ Einn góðan (?) veðurdag
uni miðjan desember (eða
laust fyrir miðjan mánuðinn ef
heppnin er með), klórar maður
sér í höfðinu og hugsar: Síðasti
dagur fyrir jólapóstinn; hve-
nær skyldi hann vera í ár?
Mann rámar í að hafa fengið
bækling frá Póstinum inn um
bréfalúguna um mánaðamót-
in og hann á að vera á vísum
stað, þaö er bara það, að vísi
staðurinn er týndur.
Eftir nokkra leit eða sím-
hringingar til vina og vanda-
manna kemst maður til allrar
hamingju að raun um það að
tínrinn er enn ekki útrunninn.
Hvort sem um er að kenna
gleymsku af þessu tagi, eða
þeim eiginleika sem stundum
virðist okkur Islendingum
meöfæddur.að geyma alltifram
á síöustu stundu, þá er það víst
að þá daga sem frestur til að
skila af sér jólapóstinum renn-
ur út, er mikil örtröð á pósthús-
urn um land allt.
Neytendasíðan birtir í dag
ýntsar upplýsingar um jóla-
póstinn og hefur að mestu
veriö stuöst við upplýsinga-
bækling póstþjónustunnar. Að
vísu er því miður þegar orðið
of seint að senda póst til annarra
útlanda en Norðurlanda, svo
öruggt sé að hann berist fyrir
jól.
Frestur til að setja í póst
sendingar til Norðurlanda
rennur hins vegar út á laugar-
daginn, 16. desember en þann
dag eru pósthús í Reykjavík
opin til kl. 16. Og eftir að of
seint er orðið að koma flug-
pósti til Norðurlanda gefst ekki
langur tími til að hugsa fyrir
jólakortum eða öðrum sending-
um til vina og vandamanna
innanlands. Síðasti dagur fyr-
ir jólapóst innanlands er sem
sé mánudagurinn 17. desem-
ber en á rnóti kemur að þann
dag eru pósthús í Reykjavík
opin til kl. 20.00.
Að ööru leyti verða pósthús
höfuðborgarinnar opin til kl.
I8 fram að jólum, eða klukku-
tíma lengur en venjulega.
Opnunartímar í Kópavogi,
Garðabæ og Hafnarfirði eru
eins og í Reykjavík að því
undanskildu að opnunartími á
virkum dögum er ekki fram-
lengdur. Þar er sem sé aðeins
opið til kl. 17 eins og venju-
lega.
Landsbyggðin
Opnunartímar pósthúsa á
landsbyggðinni eru nokkuð mis-
jafnir og fara að verulegu leyti
eftir aðstæðum og ferðum. Á
hinum stærri stöðum, svo sem
Akureyri, Egilsstöðum og ísa-
firði verður þó opnunartímum
hagaö mjög líkt og í Reykja-
vík. Þannig verður opið á þess-
um stöðum til kl. 20 á mánu-l
dagskvöldið og opið verður
tvo síöustu laugardaga fyrir
jól.
Á minni stöðum er í mörg-
um tilvikum reynt að skipu-
leggja opnunartíma í samræmi
við ferðir en þær fylgja ekki
alltaf fyrirfram gerðum áætlun-
um á þessum árstíma svo sem
kunnugt er.
■ Það getur orðið mannmargt á pósthúsununi síðustu dagana áður en skilafrestur fyrir jólapóstinn rennur út og vissara að vera
heldur fyrr en seinna á ferðinni.
Póstburðargjöldin:
Kauptu rétt frímerki
Innanlandspóstur:
Bréf 20 g kr. 6.50 Bögglar
100- kr. 13.00 -
Bréfspjöld kr. 6.00 -
Prent 20- kr. 6.00 -
1 kg. kr. 34.00
1 kg. kr. 39.00
5 kg. kr. 60.00
10 kg.kr. 94.00
Flugpóstur til útlanda:
Norðurlönd:
Önnur Evrópulönd
Lönd utan Evrópu:
20 g. kr.
lOg.kr.
250 g. kr.
Bréfspj. kr.
20 g. kr.
lOOg. kr.
250 g. kr.
Bréfspj. kr.
20 g. kr.
100 g. kr.
250 g. kr. 106.00
Bréfspj.kr. 6.50
Bréf
6.50
13.00
26.00
6.00
7.50
18.00
35.50
6.00
13.50
38.50
Prent
20 g. kr. 6.00
lOOg. kr. 11.00
250g. kr. 18.50
20 g. kr. 6.00
100 g. kr. 11.00
250g. kr. 18.50
20 g. kr. 6.50
lOOg. kr. 18.50
250g. kr. 38.00
Sjópóstur til útlanda:
Til Norðurlanda er burðargjaldið fyrir bréfasendingar sama
og innanlands.
Til annarra landa en Norðurlanda.
Bréf Prent
20 g. kr. 7.50 20g.kr.6.00
lOOg.kr. 18.00 I00g.kr.8.00
Pósthús í Reykjavík
Reykjavík-1, Pósthússtræti 5 Reykjavík-8, Ármúla25
Reykjavík-4, Kleppsvegi 152Reykjavík-9, Arnarbakka2
Reykjavík-5,Laugavegi 120 Reykjavík-10,Hraunbæ 102
Reykjavík-6, Umferðar- PósthúsiðSeltjarnarnesi,
miðstöð við Hringbraut Reykjavík-11, Lóuhólum 2-6
Reykjavík-7, Neshaga 16 Mýrarhúsaskóla.
Öll póstþjónusta er veitt á þessum pósthúsum.
Hér fást frímerki
Frímerkjasölur í
Reykjavík
Pósthússtræti 5, pósthús
Hringbraut, Umferðarmiðstöðin, pósthús
Lækjargata 2, Bókabúð Braga
Hafnarstræti 18, Penninn (aðeins fyrir jól)
Vesturbær:
Ásvallagata 19, verslunin Kjötborg
Hringbraut/Birkimelur, Birkiturninn, söluturn
Vesturgata 53. söluturn
Öldugata 29, verslunin Aldan
Neshagi 16, pósthús
Einarsnes 36, verslunin Skerjaver
Hagamelur 67, verslunin Úlfarsfell
Framnesvegur 44, Söluturninn Svalbarður
Seltjarnarnes:
Nesvegur, verslunin Vegamót
Mýrarhúsaskóli, póstafgreiðsla
Austurbær:
Stigahlíð 45-47, Bókaverslun Suðurvers
Hallarmúli 2, Penninn (aðeins fyrir jól)
Ármúli 6, Póstgíróstofan
Háaleitisbraut 68, Verslunin Ástund
Háaleitisbraut 58, Bókabúð Safamýrar
Laugavegur 84, Verslunin Penninn (aðeins fyrir jól)
Laugavegur 120, pósthús
Skaftahlíð 24, Verslunin Sunnukjör
Miklabraut 68, Bókabúðin Bók
Skipholt 70, Bókabúðin Flatey
Sogamýri:
Réttarholtsvegur 1, verslunin Réttarholt
Hólmgarður 34, Bústaðabúðin
Efstaland 26, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ
Hvassaleiti/Háaleitisbraut, biðskýlið
Ásgarður 22, verslunin Áskjör
Grensásvegur 50, Söluturninn
Laugarneshverfi:
Brekkulækur 1, verslunin Lækjarkjör
Sundlaugarvegur 12, verslunin Lundur
Dalbraut 1, Söluturninn
Langholtshverfi:
Gnoðarvogur 78, verslunin Kjalfell
Kleppsvegur 152, pósthús
Langholtsvegur 126, Holtablómið
Glæsibær, Bókhlaðan
Árbæjarhverfi:
Hraunbær 102, pósthús
Rofabær 7, Bókav. Jónasar Eggertssonar (aðeins f. jól)
Breiðholtshverfi:
Arnarbakki 2, pósthús
Vesturberg 76, verslunin Straumnes
Lóuhólar 2-6, pósthús
Lóuhólar 2-6, Verslunin Hólagarður
Drafnarfell 10, Bókabúðin Embla
Tungusel 3, söluturn
Soda stream:
Neyt-
endur
borga
■ Auglýsingar um Fiat Uno í
happdrættisvinning til eins af
„Soda stream" eigendum, hafa
verið nokkuð í sviðsljósinu að
undanförnu, enda hefur Verð-
lagsstofnun talið auglýsingarn-
ar brjóta í bága við lög.
Nú hafa Neytendasamtökin
sent frá sér ályktun um þessi
mál og kemur þar m.a. fram að
samtökin telja kostnaðinn við
happdrættisvinninga af þessu
tagi koma fram í hækkuðu
vöruverði. Ályktun Neytenda-
samtakanna er á þessa leið:
Stjórn Neytendasamtak-
anna telur það grundvallaratriði
góðra viðskiptahátta, að
neytendur greiði aðeins fyrir
þá vöru sem þeir eru að kaupa.
Það er með öllu óeðlilegt að
blanda happdrætti eða kaup-
bæti inn í viðskipti, enda eru
það neytendur sem borga
kostnaðinn af slíku með hærra
vöruverði. Samkvæmt lögum
um verðlag, samkeppnishöml-
ur og óréttmæta viðskiptahætti
er óheimilt að örva sölu á vöru
og þjónustu á þennan hátt.
Stjórn Neytendasamtak-
anna telur jafnframt óeðlilegt
að útgefendur blaða og tíma-
rita séu undanþegnir þessu
ákvæði laganna.“