NT - 09.01.1985, Side 8

NT - 09.01.1985, Side 8
Miðvikudagur 9. janúar 1985 tidur haf Svavar svíkur fé lagshygg jufól k ■ ' Það er með ólíkindum livað félagshyggjufólk á íslandi á erfitt með að taka höndum saman og starfa að upphygg- ingu nútímavelferðarþjóð- fclags á íslandi og tryggja mannsæmandi laun og afkomu þeirra sem vinna heiðarlega vinnu og standa í skilum með skattana sína. Eitthvað á þessa leið varð mér hugsað þegar ég las for- síðufrétt NT síðast liðinn mánudag. Alþýðubandalagið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga, hvort það á að starfa með íhaldinu cða vinstriöflun- um. Forystumenn í Alþýðu- bandalaginu ætla að bcita flokksfélaga sína bolabrögðum til að komast í cina sæng mcð Sjálfstæðisflokki Þorsteins Pálssonar og hans leiftursókn- arhyski. Svavar Gestsson og Þröstur Ólafsson ætla sér að beita fyrir sig stalínískum vinnubrögðum og hafa að engu samþykkt flokksráðsfundar frá því í nóvember um að flokkur þeirra starfi með félagshyggju- flokkum komi til stjórnarslita og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þessir menn eins og andlegir ættfcður þcirra hafa aldrci vitað hvað lýðræðisleg vinnubrögð eru. En það sem er grátbrosleg- ast af öllu er að það skuli vera til fólk í Alþýðubandalaginu sem er svo siðferðilega brengl- að að ætla sér að starfa með flokki atvinnurekenda á Al- þingi á sama tíma og atvinnu- rckendum hefur tekist að fá flutt til sín fjármagn frá launþegum, í þvílíkum mæli að dænii um slíkt er ekki til í sögu lýðveldisins, og á santa tíma og fasisminn hefur sýnt klærnar og sjálfsögð mannrétt- indi cins og samningsréttur vérkalýðsfélaga hefur veriö afnuminn. Hugsun þcss fólks’cr svo úrkynjuö af flokkslegri græðgi og atkvæðaútgerð að það skírr- ist ekki við að hella sér út í pólitískan stórfiskalcik fremur cn að gæta hagsmuna laun- þega. Það scm þetta fólk held- ur að því muni takast er að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn cnn frekar en nú er orðið og vckja upp gamlan draug, arm Gunn- ars Thoroddscns. En þetta cru alvarlcg mistök því mcö slíku cr það citt unnið að styrkja fyrrvcrandi kjósend- ur Sjálfstæðisflokksins í trúnni um að flokkurinn sé þrátt fyrir allt ekki leiftursóknartlokkur. Núverandi ríkisstjórn hefur lítið annað gert en að auka þaö dekur við atvinnurekendur sem hefur viðgengist áratugum of lengi. Þrátt fyrir að mikið fjármagn hafi verið flutt í vasa atvinnurekenda hefur ekkert gerst i framleiðslumálum því íslenskir atvinnurekendur hafa ekki nýtt fjármagnið í skynsamlegar fjárfestingar heldur hafa þeir og fjölskyldur þeirra sóað fjármunum í óhóf- legri einkaneyslu. Nánast eina fjárfestingin hefur verið í versl- unarhöllum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Til langs tíma þýðir þetta ekkert annað en aukna verðbóglu því útþensla í þjón- ustugeiranum þýðir verðbólga ef samfara henni fer ekki rnikil framleiniaukning í framleiðslu atvinnuvegunum. Félagshyggjuflokkarnir allir fjórir ættu að sameinast um að ganga milli bols og höfuðs á atvinnurekendum því þeir hafa sýnt það og sannað að þeim er ekki treystandi fyrir auðæfum þessarar þjóðar. Fyrirtækin cru auk þess svo smá að þau hafa ekki bolmagn til að beina fjár- magni inn á ný svið sem arðbær verða í framtíðinni. Þau hafa ekki einu sinni bolmagn til að kanna hvar möguleikar framtíð- arinnar liggja. Frantsækið félagshyggju fólk verður að taka höndum saman og taka í sínar hendur atvinn- uþróunina á næstu árum ef næsti áratugur á ekki að vera áratugur glataðra tækifæra eins og sá síðasti. En félagshyggju- fólk hefur jafnvel enn mikilvæ- gara verk að vinna en að tryggja skynsamlegar fjárfestingar í framleiðslunni. Það er nauösyn félagshyggjunnar að byggja upp á íslandi jafn öflugt velferðar- samfélag og er á hinum Norður- löndunum. Þrátt fyrri að tekjur á mann á Islandi séu með því 1 hæsta sem gerist á Vesturlönd- unt eru meðaltekjur fyrir hverja vinnustund svipaðar því sem gerist í löndum Suður-Evrópu og velferðarkerfið hér á landi er aðeins 1/3 af því sem gerist á Norðurlöndunum ef útgjöld til félagsmála eru borin saman við þjóðartekjur. Félagslegt öryggi er markmið sem allir félags- hyggjuflokkarnir fjórir geta sameinast um og er beinlínis hluti sögu þeirra. Garðar Björnsson. ■ Það cru ekki allir sammála um val íþróttafréttamanna á íþróttanianni ársins. Bréfritara fínnst að Bjarni Friðriksson hcfði vcrið hctur að titlinum koininn en... Óvæntur jólabúðing- ur á þrettándanum ■ Óvænt reynsla unt síðustu helgi, af því sem væntanlega má ílokka undir vöruvöndun Mjólkursamsölunnar, varð til þess að mig langaði til að færa hcnni þakkarorð á prenti. Ekki vantar að ergelsið komist á prent þegar miður fer, sem kunnugt er. Sunnudaginn 6. janúar komst ég sem sagt að því að í kæliskápnum leyndust tveir pelar af jólarjómanum, sem keyptur var laugardaginn 22. desember og ég hafði lialdið mig lögnu búna að nota. Síð- asti söludagur var stimplaður 28. desember, þannig aö 15 dagar voru liðnir frá því rjóm- inn var keyptur og ó dagar frá síðasta söludegi. F.kkert nema ruslafatan sýndist blasa við þessu góðgæti. Af eðlislægri forvitni fannst mér þó ekki saka að kanna innihaldiö áður - og viti menn. rjóminn var enn eins og nýr, hvorki vottur af súr- eða þráabragði. 1 staöinn iyrir að tóðra rusla- fötuna var hrærivélin drifin upp á borð og framleidd á stundinni full skál af rjóma- búðingi rneð ávöxtum. Fjöl- skyldan naut því með ánægju hins ágæta og óvænta jólabúð- ings á þrettándanum, en rusla- fatan varð af bráöinni. Rjómalind. Rangur maður kjörinn! ■ Með fullri virðingu fyrir Ásgeiri Sigurvinssyni, þá finnst mér sem mörgurn öðrum, ákaf- lega leitt, já satt að segja skömm að því, að júdókappinn og Ólympíubronsverðlauna- hafinn okkar Bjarni Friöriks- son hafi ekki verið kjörinn íþróttamaður ársins, 1984. Ásgeir hefur hlotiö þennan titil einu sinni áður, honum. sem og öðrum fótboltamönn- um, er sífellt hampað í fréttum og Ásgeir mun örugglega halda áfram að skjóta í mark nteð sömu prýði næstu árin. Því hefði mátt bíða með að út- nefna hann til næstu áramóta. En það var á árinu 1984, sem Bjarni hlaut bronsið og það ár kemur ekki eftur. „Óánægö“ ... Ásgeir Sigurvinsson. Eru stefnuljósin til skrauts? ■ Svavar Gestsson stefnir staðföstum skrefum á stjórnar- ráðið. Aö áliti hréfritara er hann nú að svíkja félags- hyggjufólk. ■ Kæra lesendasíða. Nú get ég ekki lengur orða bundist. Eftir tveggja áratuga reynslu sem ökumaður í höfuðborginni er ég búinn að fá nægju mína af akstursvenj- um borgarbúa og verð að koma mótmælum á framfæri í þeirri veiku von að sumir þeirra sjái sig um hönd og fari að sýna meiri tillitsemi og íhugun í akstri. Enda þótt ég gæti skriíað hcila doktorsritgerð um akst- ursvenjur Reykvíkinga. vildi ég þó helst fá að minnast á ■ Eru stefnuljósin notuð til að sýna að maður hafí nýlega tekið beygju? notkun þeirra á stefnuljósum. Svo virðist nefnilega sem þeir haldi að þau ljós séu aðallega til skrauts eða þá til að sýna aö þeir hafi nýlega tekið beygju! Takið eftir þessu, lesendur góðir. Fyrst tekur R-bíllinn beygju og í henni miðri setur hann ljósin á. Og leigubílstjór- arnir eru auðvitað langverstir. Einu sinni heyrði ég ágæta sögu um Breta, scm kom til að fylgjast með breytingunni yfir í hægri umferð 1968. Sá var sérmenntaður á sviði umferða- mála og sendi hann skýrslu sína til Islands skömmu síðar. í henni stóð að umferðamenn- ing á íslandi væri slæm, en þó væru lærlingarnir lang verstir. í Bretlandi stendur nefnilega L á þeim bílum, sem notaðir eru við kcnnslu. Hér villtist sérfræðingurinn greinilega á leigubílstjórum og nemum. Ágætu bílstjórar, fyrir alla muni farið að nota stefnuljósin 02 varið vkkur á leigubílunum. Valli.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.