NT - 09.01.1985, Síða 22
IU'
Miðvikudagur 9. janúar 1985 22
Landsliðið fer
til Frakklands
Enska bikarkeppnin:
■ íslenska landsliðið í
handknattleik heldur
utan þann 28. janúar til
keppni á rnóti í Mónaco.
Leikið verður við Ung-
verja, Frakka A og B lið,
ísrael og Tékka. Fyrsti
leikurinn verður þann 30.
janúar gegn Ungverjum.
Pessi keppni verður
góður undirbúningur fyr-
ir A-keppnina sem fram
fer í febrúar á næsta ári.
Allir okkar bestu leik-
menn geta tekið þátt í
mótinu í Mónacó.
Eftir að komið verður
úr þessari keppni verða
þrír landsleikir hér heima
gegn Júgóslövum dagana
12. 13. og 14. febrúar.
Júgóslavar eru mjög
sterkir svo það verður
jafnvel enn meira álag á
leikmönnum íslands en í
keppninni við Svía í des-
ember.
Sem sagt, framundan
eru 8 landsleikir á hálfum
mánuði og spennandi að
sjá hvort Islendingar geti
haldið áfram á þeirri
beinu braut sem mörkuð
var í fyrra.
Einn stórleikur
Liverpool'Tottenham í 4. umferð?
■ í fyrradag var dregið í
ensku bikarkeppninni, fjórðu
umferð. Ekki var drátturinn
merkilegur og aðeins einn stór-
leikur gæti verið í uppsigl-
ingu. Það er leikur Liverpool
við Tottenham ef Tottenham
tekst að sigra Charlton í dag.
Þessi leikur Liverpool og Tott-
enham, ef af verður, verður
leikinn á Anfield Road í
Liverpool þar sem Tottenham
hefur ekki unnið síðan 1912.
Annars leika eftirtöld lið
saman í fjórðu umferð:
Nott. Forest/Newcastle-Wim-
bledon
ChelseaAVigan-Millwall/
C.Palace
Everton-Doncaster
Notts Co/Grimsby-Watford
Barnsley-Brighton
Man. Utd-Coventry
Middlesb./Darlington-Telford
West Ham-Birmingh/Norwich
Oxford-Portsmouth/Blackburn
Luton/Stoke-Wolves/
Huddersf.
Orient-Southampton
Liverpool-Tottenham/Charl-
ton
Leicester-Carlisle
Ipswich-Gillingham/Cardiff
York-Arsenal
Sheff.Wed-Oldham
Leikirnir í 4.umferð verða 26.
janúar.
■ Einar Þorvarðarson,
landsliðsmarkvörður.
■ Kenny Dalglish (til vinstri) og Glenn Hoddle. Mætast þeir á
Anfíeld Road í bikarkeppninni?
’ll
■ Wolfang Schmidt er kominn í kasthringinn á ný.
Wolfang Schmidt
aftur í hringinn
eftir 2ja ára keppnisbann
■ Nauðsyn brýtur lög segir
málshátturinn og það gildir líka
í Austur-Þýskalandi.
Nú er kringlukastarinn
heimsfrægi Wolfang Schmidt
kominn í kasthringinn aftur
eftir 2ja ára fjarveru. Hann var
settur í keppnisbann vegna
pólitískra yfirlýsinga sinna þess
efnis að hann myndi flýja til
Vestur-Þýskalands hvenær sem
tækifæri gæfist.
Schmidt hefur auk þess að
vera settur í keppnisbann þurft
að gista í steininum vegna þess-
arar yfirlýsingar og pólitískra
skoðana sinna.
En nú er kappinn sem sagt
kominn í hringinn aftur og
ástæðan fyrir því er einfaldlega
sú að Austur-Þjóðverjar eiga
engan annan frambærilegan Schmidt er fyrrum heims-
kringlukastara á alþjóðlegum methafi og Evrópumeistari í
mælikvarða. grein sinni.
Björn Borg er tennis-
leikari áratugarins
■ Samband atvinnutennisleikara hefur útnefnt Svíann
fræga Björn Borg, tennisleikara áratugsins. Borg vann á
ferli sínum 5 sinnum í Wimbledon-keppninni og 6 sinnum
í Opna franska meistaramótinu og hlaut titilinn „tennis-
leikari ársins“ 5 sinnum á árunum 1976-1980.
John McEnroe hlaut þann titil þetta árið og hann ásamt
Peter Fleming voru kjörnir „par ársins“ í 3. sinn.
Bandaríkjamaðurinn Robert Green var kjörinn „nýliði“
ársins.
Hann fór úr 369. sæti á lista yfir bestu tennisleikara
heims og alla leið í 40. sæti á árinu.
Knattspyrna:
Þrír leikmenn
úr 1. deild með KS næsta sumar?
- Colin Thacker verður áfram á Siglufirði
Frá Gylfa Krisljanssyni, fréttamanni
NT á Akureyri:
■ „Við gerum okkur vonir
um að fá til liðs við okkur þrjá
leikmenn úr 1. deild, en það er
ekki tímabært að segja hverjir
það verða“ sagði Karl Pálsson
formaður Knattspyrnufélags
Siglufjarðar er tíðindamaður
NT á Akureyri ræddi við hann,
en Siglfirðingar ætla sér stóran
hlut í 2. deildinni í knattspyrnu
næsta sumar eins og sjálfsagt
fleiri lið.
„Ég segi ekkert um það“,
sagði Karl þegar hann var
spurður hvort einhverjir eða
einhver þessara þriggja hefði
leikið áður með KS, og er því
enn ósvarað þeim sögusögnum
að Hafþór Kolbeinsson ætli að
leika með KS.
„Það kemur ekki í Ijós fyrr
en í mars hverjir þetta eru “
sagði Karl.
Siglfirðingar hafa samið við
Skotann Billy Hodgson um að
þjálfa næsta sumar og verður
þetta fjórða ár Skotans með
liðið.
Þá hefur enski leikmaðurinn
Colin Thacker ákveðið að leika
áfram með KS en hann var
besti maður liðsins síðastliðið
sumar.
Fyrsti
sigur
Biirglers
■ Thomas Biirgler frá
Sviss vann sinn fyrsta sig-
ur í móti í heimsbikar-
keppninni á skíöum er
hann sigraði í stórsvigi í
Schladming í Austurríki í
gær, stórsvigi sem frétta-
menn Reuters lýstu sem
„því erfíðasta á þessu
keppnistímabili“ Marc
Girardelli, Lúxemborg,
varð annar í stórsviginu
og jók forskot sitt á annan
mann, Pirmin Zurbrigg-
en frá Sviss í stigakeppni
heimsbikarsins í 36 stig,
þar sem Zurbriggen,
heimsbikarmeistari í
fyrra, keyrði á hlið
snemma í síðari ferðinni í
gær, og féll þar með úr
leik.
Búrgler fékk tímann
2:36,65 mín. samanlagt,
en það var aðeins 0,11
sekúndum betri tími en
Girardelii náði. Martin
Hangl frá Sviss varð
þriðji á 2:38,33 og Aúst-
urríkismaðurinn Gúnther
Mader varð fjórði á
2:38,57 mín. Mader var
hvattur til dáða af öflug-
um áhorfendahópi
heimamanna, sem gerði
sig ánægðan með að hafa
þrjá Austurrfldsmenn á
meðal tíu fyrstu,
Frjálsar íþróttir:
Mary Decker
Carl Lewis og Brisco-Hooks ekki
með á heimsleikum innanhúss
■ Bandaríkjamenn hafa nú
tilnefnt lið sitt sem taka mun
þátt í heimsleikunum innan-
húss í frjálsum íþróttum. Mótið
verður í París dagana 18. og 19.
janúar næstkomandi.
Það sem vekur hvað mesta
athygli er að Carl Lewis mun
ekki vera með á þessu móti og
ekki heldur Mary Decker né
Valerie Brisco-Hooks. Þessi
þrenning ásamt fleirum hefur
ákveðið að taka heldur þátt í
miklu boðsmóti sem fram fer í
Los Angeles þann 18. janúar.
í stað þessa frjálsíþróttafólks
þá munu spretthlaupararnir
Sam Graddy og Mel Lattany
verða helsta von Bandaríkja-
manna. ÞámunuKanarnirekki
geta tekið þátt í neinum milli-
vegalengdarhlaupum á mótinu
né í þremur greinum sem
venjulega hafa verið mjög
sterkar af þeirra hálfu þ.e.
langstökk, hástökk og kúlu-
varp.
Þrátt fyrir að margar stjörn-
ur verði fjarstaddar þá eru
Bandaríkjamenn ekki hræddir.
„Þetta lið mun standa sig,“
segir Pete Cava, fréttafulltrúi
bandaríska frjálsíþróttasam-
bandsins.
Innanhúsknattspyma
■ {slandsmótið í knattspyrnu
innanhúss verður í tvennu lagi
þetta árið. Fyrri hlutinn verður
helgina 19. og 20. janúar, en sá
síðari seinnihluta febrúar. {
fyrri lotunni verður keppt í 2.
og 4. deild en í þeirri síðari í 1.
og 3. deild.
Nú er búið að draga í riðla í
2. og 3. deild og líta þeir þannig
út:
2. deíld:
A-riðill: Léttir, Njarðvík, Grótta og
Austri.
B-ridill: Leiftur, Týr, Selfoss og
Bolungarvík.
C-riöill: Grindavík, Haukar, ÍR og Aftur-
elding.
D-ridill: Þróttur N, KS, Ánnann og Árroö-
inn.
4. deild:
A-riðill: KDR (gestir), Eyfellingur,
Stokkseyri og Vorboðinn.
B-riðill: Hafnir, Sindri, Efling og Mýr-
dælingur.
C-riðill: Hvöt, Víkverji, Hveragerði og
Ösp.
D-riðill: HSS, Þór Þ. Leiknir R, og
Vaskur.
Eitt lið færist á milli deilda.