NT - 18.01.1985, Page 5

NT - 18.01.1985, Page 5
 Föstudagur 18. janúar 1985 5 LlL Fréttir Nýtt mötuneyti, íþróttahús og sundlaug Frá fréttaritura NT í ilor^urfirói M.M.: ■ Óvenjulega miklar bygg- ingaframkvæmdir standa nú yfir í Reykholtsdal í Borgar- firði. Bygging á íþróttahúsi við Barnaskólann á' Kleppjárns- reykjum var hafin í haust. Mikil þörf er á íþróttahúsi þar sem allar innanhúsíþróttir hafa til þessa verið kenndar á einum gangi skólans. Stutt er síðan lokið var við byggingu sund- laugar á Kleppjárnsreykjum og er það myndarlegt mann- virki. Áætlað er að byggja síðar sameiginlegar sturtur og búningsaðstöðu fyrir sundlaug og íþróttahús. En til bráða- birgða er notast við björgunar- sveitarskýli. sem flutt var að lauginni. í Reykholti var í haust hafist handa við byggingu hinnar svokölluðu A-álmu við Her- aðsskólann. I Itenni á m.a. að vcra mötuneyti, kcnnslustof- ur. þvottahús, heimavist og íbúðir. Mötuneytið kentur til með að leysa af hendi það gamla, sem í haust var lýst ónothæft af heilbrigðisyfir- völdum, sem jafnframt hótuöu að loka skólanum yrði ekki hafist handa viö byggingu nýs mötuneytis. Lægsta tilboð í I. áfanga byggingarinnar - kjallara og plötu - átti Trésmiðjan Jaðar sf. á Akranesi. Framkvæmdir ganga vel og er búist viö að áfanganum Ijúki á tilsettum tíma, þ.e. í júní 1985. Hitaveita hefur verið lögð á 3 bæi í nágrenni Reykholts. Vatnið kemur úr Skrifluhver. Framkvæmdir gengu vel, enda einmuna góð tíö hcr í Borgar- firði í haust og fram eftir vetri. ■ Grunnur íþróttahússins á Kleppjárnsreykjum við hlið sundlaugarinnar. Björgunarsveitarskýli þjónar nú sem búningsaðstaða við laugina. NT-myndlr: Magnús Sjávarútvegurinn 1984 gerður upp Mikil loðnuveiði gerir árið að 3. mesta aflaári sögunnar ■ Þorskaflinn á s.l. ári varð rúmar 274 þús. lestir samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands og er það tæpum 20 þús. lestum minni þorskafli en árið 1983. Togararnir hafa fengið nær H) þús. tonnum meira af þorski en I983 en bátaflotinn um 30 þús. tonnum minna. Heildar botnfiskafli varð nú um 551 þús. lest. sem er rúmum 53 þús. Icstum (um 9‘X.) minna en árið áður. Mest helur þessi ntinnkun komið fram hjá báta- flotanum. Tekið skal fram að Fiskifélagiö spájr því að um Kl-ll þús. lestiraf botnfiski eigi enn eftir að bætast við í endan- legum tölum ársins 1984. þar af 6-7 þús. lestir af þorski. Það er fyrst og fremst mjög mikil loönuveiöi sem gerir 1984 3. besta aflaár i sögunni; 1978 og 1979 voru betri. Loðnuaflinn var 865 þús. lestir á síðasta ári, sem er mesta loðnuveiðiár að undanskildum 1978 og 1979 þegar veiðin náði milli 960-970 þús. lestum. Af síld veiddust nú rúmlega 50 þús. lestir, saman- boriö viö tæpar 59 þús. lestir 1983. Miðað viö verðmæti aflans í lok októbers.l. áætlaðar Fiskifé- lagið að brúttó verðmæti afla upp úr sjó ntuni aukast um a.m.k. 37% frá árinu 1983, sem þýðir þá um 8.480 milljóna króna aflaverðmæti. Tekjur af útflutningi sjávar- afuröa frá áramótum til nóv- emberloka námu 14.820 mill- jónum króna. og voru tæplcga 71% af útflutningstekjum þjóð- arinnar á þessu tímabili. ■ Hugmyndir heimamanna um vegabætur í Kauðasandshreppi. Óhrotna línan sýnir núverandi vegi og bæi viö þá, brotalínumar sýna hvar heimamenn vilja fá nýja vegi. Til frekari skýringar má nefna að Patreksfjörður (byggðin) er skáhallt á inóti Orlygshöfn hiiiiim megin við fjöröinn. íbúar í Rauðasandshreppi: Vilja nýja vegi og brú á Vaðal ■ Heimamenn á 23 af alls 27 heimilum í Rauöasandshreppi hafa undirritað kröfubréf um brú á Örlygshafnarvaöal og vcgalagningu um Tungurif hið allra fyrsta. Bréfið hafa þeir sent þingmönnunt Vestfjarða- kjördæmis, Vegagerð ríkisins, vegamálastjóra ásamt dag- blöðunum. Tilgangur undir- skrifasöfnunarinnar er m.a. sagður sá. að sýna fram á aö vilji hcimamanna standi ekki á móti þessu verkefni. þó því hafi verið boriö við. Þvert á móti sé jafn- alrncnn samstaöa og þar komi fram eflaust fátíð i slíkum málum. Nauösyn þessara frarn- kvæmda er m.a. rökstudd með því að lciö fólks er býr innan Vaöals og sækja þarf þjónsutu í byggðakjarna hreppsins barnaskóla, félagsheimili. kaupfélag, sparisjóð, vcrkstæði og fleira - styttist um 7 kíló- metra, auk þess sem öryggi í umferð mundi stóraukast þar sem fjöldi af blindbeygjum og blindhæðum sé á núverandi vegi umhvcrfis Örlygshöfn. Vegur um Tungurif yrði Itins vegar um 1.7 km., undirbygging hans yrðf ódýr og brú ekki ntjög stór. Fyrir íbúa utan Vaðals rnundi vegurinn og brúin hins vegar stytta leiðina til Patreksfjarðar samsvarandi. Þá er bent á. að eigi áfram að treysta á gamla veginn þurfi nánast að byggja hann allan upp. þar sern víöa séu engar vatnsrásir auk þeirrar umferðar- hættu sem áður er nefnd. Saga 1984: Ritdeila um ■ í nýjasta hefti Sögu grufla tveir fræðimenn í þeirri gömlu sögn hvort í alvöru hafi nú staðið til hjá yfirvöldum að flytja íslendinga á jósku heið- arnar í lok 18. aldar. Birt er lærð ritgerð Sigfúsar Hauks Andréssonar þar sem hann heldur fram þeirri kenningu að sögn þessi sé af misskilningi sprottin og aðeins hafi staðið til að flytja bjargþrota fólk og Jótlandsflutninga lausingja. Sigurður Líndal mót- mælir þessari kenningu í at- hugasemd aftan við greinina sem Sigfús gerir svo enn sína athugasemd við. Snýst deilan meðal annars um þaö hvort samtímaheimildir íslenskar af hugmyndum danskra stjórnvalda hafi átt við rök að styðjast. Af öðru efni Sögu má nefna uppgötvun Jóns Hnefils á nýrri stétt Þjóðveldisaldarinnar, önnungum. Páll í Sandvík skrif- ar um herflugvöllinn í Kaldað- arnesi og ráðuneytisstjóri í danska utanríkisráðuneytinu skrif- ar um aðskilnað ísl. og Dana.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.