NT

Ulloq

NT - 18.01.1985, Qupperneq 20

NT - 18.01.1985, Qupperneq 20
líl Föstudagur 18. janúar 1985 20 Utlöncfl Gary Harl í heimsókn hjá sovéskum leiðtogum Moskva-Kcuter: ■ Banduríski öldungardcild- arþingmaðurinn, Gary Hart, sem náði mjög langt í prófkjöri Demokrutaflokksins fyrir síð- ustu forsctakosningar, er nú í Sovétríkjunum þ;ir sem hann hefur m.a. rætt við sovéska leiðtoga. Hart ræddi í tvær klukku- stundir við utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Andrei Grom- yko, í gær. Eftir fund sinn með Gromyko sagði llart frétta- mönnum að þeir hefðu aðal- lega rætt um samkomulagið sem Gromyko og George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerðu í síð- ustu viku um að hefja viöræður um bann við geimvopnum og takmörkun kjarnorkuvígbún- aöar. Hart sagði að Gromyko heföi lagt sérstaklega mikla áherslu á andstöðu Sovét- manna við „stjörnustríðs"- hugmyndir Bandaríkjaforseta. Gromyko heföi endurtekið fyrri fullyrðingár um aö sam- komulag um takmörkun lang- drægra kjarnaflauga gæti ekki náðst nema Bandaríkjamenn féllust á að hætta við stjörnu- stríðsáætlanir sínar. Hart kont til Sovétríkjanna í boði vísinda- og þingmanna- samtaka. Hann segir að sov- éskir leiðtogar hafi tekið mjög vinsamlega á móti sér. ■ Gary Hart. Fimm tonna hassfundur í Kanada Montreal-Reuter: ■ Nú síðastliðinn mánudag fann kanadíska lögreglan fimm og háíft tonn af hassi falið í vöruhúsi sem lögreglan hafði lengi fylgst með. Talsmaður kanadísku lög- reglunnar segir að þetta sé mesti hassfundur hingað til í Kanada. Hassið sé af þeirri tegund sem kölluð er „svart pakistanskt" hass. Söluverðmæti hassins í Kanada var lauslega áætlað um 70 milljónir dollara. Súdan: Dæmdir í gálgann Kartoum-Keuter: ■ Leiðtoga Bræðra- flokks lýðveldissinna í Súdan, 76ára M.M. Taha. og fjóra flokksbræður hans á að hengja í dag. Þeirn er gert að sök að vera andvígir íslömskum lögum. Forseti Súdan staðfesti dóminn í gær. Fimm menningarnir voru dæmd- ir fyrir að dreifa bækling- um gegn lögsetningu ís- lamskra laga og gegn stjórnvöldum. Mennirnir voru dæmdir til dauða í síðustu viku en áfrýjunardómstóll mild- aði síðan dóminn. Sam- kvæmt honum höfðu f i m m m e n n i ngarn i r mán uð til að iðrast, að öðrum kosti verða þeir hengdir. Forseti Súdan, Jaafar' Nimeiri. hefur stytt iðr- unartímann í þrjá daga. Talta stofnaði tlokk sinn á fimmta áratugnum en hann túlkar Kóraninn á grundvelli einstaklings- hvggju. Margir Súdanir telja túlkanir hans vera villutrú. Fjöldaframleiðsla hafin á rafknúnum dvergbílum | Bret- I land: I.ondon-KculLT: ■ Clive Sinclair lávarður, sem hingað til hcfur aðallcga verið þekktur fyrir framleiðslu á vasa- tölvum ogheimilistölvum, heíur nú hafið fjöldaframleiðslu á raf- knúnum dvergbílum, sem hann vonast til aö verði jafnvinsælir og smátölvurnar hans. Dvergbíllinn gengur undir nafninu Sinelair C5. Hann er þriggja hjóla, opinn og aðeins fyrir einn farþega en verðið er heldur ekki nema 400 pund (tæpl. 20.000 ísl. kr.). Bíllinner úr mótuöu plasti og liægt er að aka honum 32 km á einni hleðslu. Hámarkshraðinn er 24 km/klst. Sinclair stefnir að því að framleiða 100.000 rafdvergbíla á þessu ári. Hann spáir því að þeir muni gjörbreyta markaðin- um fyrir hagkvæm einstkalings- farartæki þar sem þeir séu mjög hentugir í stuttar innkaupaferð- ir og þeir séu öruggarj farartæki fyrir unglinga en mótorhjól. Samkvæmt nýjum umferðar- reglum í Bretlandi mega allir eldri en 14 ára aka dvergbílun- um sem eru tæplega einn metri á hæð og tveir metrar á lengd. Sumir hafa gagnrýnt Sinclair C5 fyrir að vera hættulegur í umferðinni en Sinclair lávarður segir að öryggisbúnaður bílsins hafi verið kannaður af yfirvöld- um og hann sé algjörlega full- nægjandi. Með því að hvetja fólk til að aka á dvergbílunum frekar en mótorhjólum ykist umferðaröryggið í raun og veru við tilkomu Sinclair C5. Sinclair lávarður segir að dvergbíllinn sé aðeins upphafiö. Hann stefni að því að hefja framleiðslu á stærri rafbílum fyrir almennan markað á næsta áratug. Japönskuin mótmælenduin og lögreglu lýstur saman í nágrenni Naritaflugvallar í gær. Símamvnd: -POLFOTO. Japanskir vinstrisinnar slást við óeirðalögreglu ■ Nú í vikunni kom enn einu sinni til átaka ntilli japanskra vinstrisinna og lögreglu við hinn nýja alþjóðaflugvöll Jap- amt við Narita skammt fyrir utan Tokyo. Þegar bygging flugvallarins hófst t'yrir mörgum árum neit- uðu sumir bændur á Itinu fyrir- hugaða flugvallarsvæði að selja jarðir sínar þótt þeim væri boðin ríflcg greiðsla fyrir. Stjórnvöld vildn samt ekki hætta við flug- vallarbygginguna og fluttu bændur í burt með valdi. Fljótlega komu ýntsir hópar vinstrisinna bændunum til að- stoðar og á síðasta áratug ríkti oft stríðsástand á flugvallarsvæð- inu þar sent mótmælendur hlekkjuðu sig saman til að hindra störf við flugvallarbygg- inguna. Þótt Narita-flugvöllur hafi nú verið starfræktur í nokkur ár gera hópar vinstrisinna samt allt- af atlögu að honum öðru hvoru til að minna á andstöðuna viö flugvöllinn. í átökunum núna voru 43 mótmælendur liand- teknir. Portúgal: Verkföll gegn atvinnuleysi Lissabon-Kcutcr: ■ Portúgalskir sjóntenn á kaupskipum og málmiðnaðar- ntenn boðuðu verkfall í gær og kröfðust atvinnuöryggis. Tals- ntenn verkalýðsfélaganna sögðu verkfallið beinast gegn niður- skurðarstefnu ríkisstjórnarinn- ar í atvinnumálum. Sjómennirnir og hal'nar- verkamenn starfa hjá skipafé- lagi sem er í ríkiseign. Stjórn- völd hafa gert áætlun um að leggjtt niður fyrirtæki sem ekki skila hagnaði og er ætlunin að stofna tvö ný hagkvæmari skipa- félög og fækka starfsmönnum. Ttilsmaöur verkalýðsfélagsins sagði að yfir 60% meðlima fé- lagsins í störfum hjá fyrirtækj- unum tveimur, sem leggja á niður, krefðust þess að starfs- mönnum yröi ekki fækkað við breytingarnar á rekstrinum. A sama tínia og sjómenn boðuðu verkfall fóru málmiðn- aðarmenn í helstu borgum Port- úgal í fimm klukkustunda verk- V-Þýskaland: Sýrlenskir diplo- matar setja umferðabrotamet Konn-Kculcr: ■ Sýrlendingar voru cístir á lista untferðaþrjóta úr hópi sendiráös- fólks á síðasta ári í V-Þýskalandi. Pólverjar voru hins vegar neðstir á listanum með fæst umferðabrot. Bílstjóri sendifulltrúa páfa fylgdi fast á hæla Pólverja. Meðaltal umferðabrota sýr- lcnskra sendiráðsbíla var 30 á ár- inu. Meðaltalið hjá Pólverjum var aðeins 4 umferðabrot. Þrátt fyrir diplómataréttindi sín er sendi- ráðunum gert að greiða a.m.k. hluta sektanna. Tekjur Bonn- borgar af akstursafglöþum sendi- ráðsfólks eru óverulegar. fall-til að mótmæla utvinnuleysi og efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar. Samsteypustjórn sósíalista og sósíaldemókrata hefur lofaö að ríkisfyrirtæki, sent rekin eru með htilla, verði lögð niður áður en Pórtúgal gengur í Efna- hagsbandalag Evrópu á næstii ári. Svíar efla kafbátavarnir sínar: Keyptu tvo júgó- slavneska kafbáta l.ondon-Kcutcr: ■ Svíar hafa keypt leyni- lcgii tvo smákafbáta scm nota á í kafbátavarnar- kerfi þeirra. Frétt þessi er í tímaritinu Jane's Def- ence Weekly í gær. Svíiir telja ;iö erlendir kafbátar hafi margsinnis rofið sænska landhelgi á undanförrium árum, en Svíum hefurekki tekist að ná þeim. Jane's vitnar í sænskan embættismann í utanríkis- þjónustunni, Hans Dahlberg, sent segir aö kafbátamir verði notaðir til að prófa kafbátavarna- kerfr Svía. Svíar telja að kafbátar liafi rofiö landhelgi þeirra að minnsta kosti 7 sinnum á síðasta ári. 1981 strand- aöi sovéskur kafbátur við herstöðina í Karlskrona.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.