NT - 25.01.1985, Blaðsíða 7
Vettvangur
Föstudagur 25. janúar 1985 7
Hvað er kjör íþróttamanns
ársins?
Kjör íþróttamanns ársins á
íslandi hefur farið fram frá því
íþróttamaður ársins 1956 var
kjörinn. Sami aðili hefurstaðið
að kjörinu síðan, Samtök
íþróttafréttamanna á íslandi.
Hver fjölmiðill hefur atkvæðis-
rétt, og skilar einum atkvæða-
seðli, þar sem efsti maður fær
10 atkvæði, næsti 9 o.s.frv.
Fjölmiðlarnir sex. sem höfðu
atkvæðisrétt í þetta sinn og
kusu allir.voru Sjónvaip, Útvarp,
Morgunblaðið, NT, DV og
Þjóðviljinn. Mismunandi
margir íþróttafréttamenn
starfa á þessum fjölmiðlum,
þannig að ekki eru endilega
jafnmargir íþróttafréttamenn
að baki hverju atkvæði. Þar
með er ein af reikningskúnst-
um verkfræðingsins Stefáns
Ingólfssonar fallin.
íþróttafréttamenn meta
hvern og einn íþróttamann út
frá afrekum hans á nýliðnu ári.
íþróttamaður ársins er kjörinn
sá sem að mati íþróttafrétta-
manna sem heildar hefur unnið
bestu afrekin, hvort sem þau
eru unnin í Bandaríkjunum í
V-Þýskalandi eða á íslandi,
hvort sem viðkomandi er at-
vinnumaður eða áhugamaður.
íþróttamaður ársins 1984
Margir góðir íþróttamenn
komu til greina í kjörinu um
íþróttamann ársins 1984. Ás-
geir Sigurvinsson var kjörinn,
hlaut 58 atkvæði af 60 mögu-
legum. Hann varð í fyrsta sæti
hjá fjórum fjölmiðlum og í
öðru sæti hjá tveimur. Bjarni
Friðriksson varð í öðru sæti
með 55 atkvæði, var í fyrsta
sæti hjá tveimur fjölmiðlum,
öðru sæti hjá þremur og í þriðja
sæti hjá einum. Einar Vil-
hjálmsson varð í þriðja sæti
með 49 atkvæði, í öðru sæti hjú
einum fjölmiðli og í þriðja sæti
hjá fimm. Þarna eru þrír
íþróttamenn í þremur ólíkum
íþróttagreinum, það er erfitt
að bera þá og afrek þeirra
saman, en hér á eftir skal lýst
því sem lá til grundvallar.
Ásgeir
Ásgeir Sigurvinsson náði
þeim árangri að verða V-.
Þýskalandsmeistari í knatt-
spyrnu með félagi sínu VFB
Stuttgart. Hann var almennt,
af þjálfurum þar, leikmönn-
um, blaðamönnum og áhorf-
endum talinn vera maðurinn á
bak við þennan fyrsta meist-
aratitil VFB Stuttgart í 32 ár.
Hann var af leikmönnum
Búndeslígunnar, einnar bestu
knattspyrnudeildar heims,
kjörinn besti leikmaður ársins.
Þar var deildac.og bikarkeppn-
in til viðmiðunar. Karl-Heinz
Rummenigge, einn dýrasti og
hæst metni knattspyrnumaður
heims, var í öðru sæti, langt á
eftir. V-þýskir íþróttafrétta-
menn gátu litið til landsleikja
V-Þýskalands einnig í sínu
vali, en samt varð Ásgeir í
öðru sæti hjá þeim, á eftir
Tony Schumacher, sem talinn
er af mörgum besti markvörð-
um heims. ÁsgeirogSchumac-
her voru síðan valdir sem
„heimsklassaleikmenn," það
er: „Hæfir í heimsliðið,“ af
hinu heimsfræga knattspyrnu-
tímariti, Kicker. World Soccer
valdi Ásgeir 13. besta knatt-
spyrnumann heims á árinu.
Þar voru fyrir ofan leikmenn
víðast hvar að úr heiminum,
þó flestir sem höfðu getið sér
góðan orðstír í úrslitum Evr-
ópukeppninnar í Frakklandi,
með Michel Platini fyrirliða
Evrópumeistara Frakka,
handhafa gullskósins og
íþróttamann ársins í Frakk-
landi í fararbroddi. Iþrótta-
maður ársins í Danmörku,
Preben Elkjær-Larsen var í 13.
sæti ásamt Ásgeiri. - Mörg
önnur heimsblöð hafa sett Ás-
geir á svipaðan stað í uppröðun
bestu knattspyrnumanna
heimsins, þó hann hafi ekkert
stjörnulandslið til að geta auk-
ið orðstír sinn með. Ásgeir var
þó fyrirliði Islands í 1-0 sigrin-
um gegn Wales.
Bjarni
Bjarni Friðriksson vann það
fágæta afrek á árinu að verða í
þriðja til fjórða sæti í 95 kg
flokki í júdó á Ólympíuleikun-
um í Los Angeíes. Hann er
annar íslendingurinn sem
kemst á pall á slíkum leikum,
fékk bronsverðlaun. Að auki
varð Bjarni í öðru sæti í 95 kg
flokki á opna skoska meistara-
mótinu, þriðji á opna enska
meistaramótinu, Norður-
landameistari í opnum flokki
og annar í 95 kg flokki, og
íslandsmeistari í 95 kg og opn-
um flokki. Bjarni Friðriksson
varð sjálfum sér og þjóð sinni
til sóma ekki síður en Ásgeir
Sigurvinsson og Einar Vil-
hjálmsson.
Einar
Einar Vilhjálmsson varð í 6.
sæti í spjótkasti á Ólympíu-
leikunum og var eftir árið
skráður fimmti besti spjótkast-
ari heims. Ef miðað er við
þetta má kannske telja skrýtið
hví Einar varð ekki ofar í
kjörinu, eða hví ekki munaði
minnu.
Einn fjölmiðill af sex setti
Einar í annað sæti, og mun
íþróttadeild viðkomandi fjöl-
miðils áreiðanlega gera upp
við sig hvort hún tekur áskorun
Stefáns Ingólfssonar í NT. -
Við afrek Einars má bæta því
að hann varð í öðru sæti í
forleikum á Ólympíuleikvang-
inum í Seoul í sumar, og kast
hans sem áður var nefnt,
fimmta besta kast ársins, er
glæsilegt íslandsmet, 92,42
metrar.
Erfitt að velja
Eins og allir geta séð sem
lesið hafa upptalninguna hér
að framan er erfitt að velja.
Hvað er best á heimsmæli-
kvarða? Hvað er mesta afrek-
ið? Hver á heiðurinn skilinn?
Það að Ólympíuleikarnir
voru aðeins leikar með þátt-
töku sumra af bestu íþrótta-
þjóðum heims dregur þá niður,
og þar með árangur Bjarna.
Það má einnig segja sem svo,
að þar sem júdómönnum er
skipt í þyngdarflokka, sé
þriðja til fjórða sæti í einum
flokki, sé miðað við aðalflokk-
ana fimm, sæti í flokki þeirra
10-20 bestu. Það má nefnilega
skipta knattspyrnumönnum
upp í stöður ef út í það er farið.
Og það voru ekki ýkja margir
sóknartengiliðir framar Ás-
geiri Sigurvinssyni í kjörum
heimsblaðanna áðurnefndu. -
En hér verður ekki metist um
það hver átti að verða íþrótta-
maður ársins, aðeins hefur ver-
ið bent á út frá hverju valið
var, og einnig á það að það eru
til röksemdir í báðar átti. í
greinum þeirra Stefáns og
Kristjáns Gunnars var rök-
stuðningur nefnilega mjög í
aðra áttina.
Dómur er fallinn
Kjöri íþróttafréttamanna er
lokið. Menn sem fylgjast allra
Islendinga mest með íþróttun\
enda atvinnumenn, hafa kveð-
ið upp sinn dóm. Menn hafa
vegið og metið, það verður
aldrei gert svo öllum líki, enda
voru íþróttafréttamenn ekki
sammála eins og sést af kjör-
inu. En dómur er fallinn,
íþróttafréttamenn hafa fellt
hann og taka við ágjöfinni sem
af hlýst.
íþróttafréttamenn taka við
ágjöfinni. Ágjöfin frá Kristjáni
og Stefáni er að alltof miklu
leyti skítkast til að mark sé
takandi á henni. Þetta er held-
ur ekki skrifað fyrir þá, heldur
þá sem hafa lesið greinar þeirra
og eiga heimtingu á leiðrétt-
ingu. Við skrifum þeirra er
ekkert annað að gera, það eru
til sjálfskipaðir sérfræðingar á
flestum sviðum og verða alltaf
til.
Menn geta aldrei orðið sam-
mála um alla hluti. Síst val
íþróttamanns ársins 1984, þar
var um svo marga glæsilega
íþróttamenn að velja. Hér hef-
ur verið reynt að bregða betra
Ijósi á atkvæðagreiðsluna
sjálfa, og forsendur hennar.
Hér hafa verið nefnd þau rök
sem lágu til grundvallar, og
það hefur vonandi einfaldað
málið fyrir einhverjum.
Samúel Örn Erlingsson.
Formaður Samtaka
íþróttafréttamanna.
■ Það segir sína sögu að flestir nefna látna leiðtoga. F.v. Ólafur Jóhannesson, Ólafur Thors og
Bjarni Benediktsson.
og lærðar hagfræðistefnur úr
ýmsum áttum.
Stólabrölt formanns-
ins
En af hverju tapa stjórnar-
flokkarnir?
Eins og greint var frá í
fréttum NT í gær, og sjá má
á bls. 4-5 í dag, hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn tapað tiltrú
kvenna í Reykjavík. Og það
er ekkert skrýtið. Flokkurinn
og ráðherrar hans gengu hart
fram í verkfalli BSRB í haust
en innan vébanda þess eru
margar af fjölmennustu
kvennastéttum á landinu.
Þá hefur stólabrölt for-
mannsins véikt flokkinn all-
mjög. 1 fyrstu vakti það kát-
ínu, síðan leiða og nú skömm.
Ríkisstjórn, sem virðist ekki
fást við annað en innbyrðis
deilur og tilraunir til að koma
mönnum inn og úr stjórn,
heldur ekki tiltrú fólksins.
En ástæðurnar fyrir fylgis-
tapi stjórnarflokkanna eru
aðrar og meiri en þær er að
framan greinir, þótt þær spili
einnig rullu í þessum leik.
Almennt efnahagsástand
heimilanna í landinu, óstjórn
í efnahagsmálum, kreppa í
húsnæðismálum, aukinn milli-
liðagróði og vaxandi stéttta-
skipting eru megin ástæður
þess að stjórnin er að falla.
Sundurlyndi á þingi
Þingstörf í haust báru
merki sundurlyndis og ósam-
komulags. Nefndarfundir
voru fáir og lítið kom frá
þinginu utan nokkur rútínu-
mál. Rifist var um útvarp,
verkfallið og stefnuræða
stjórnarinnar var flutt þrisvar
við mismunandi tækifæri.
Stefnan fór hins vegar fram
hjá fólki, ef einhver var.
Daginn áður en skoðana-
könnunin var gerð sagði for-
sætisráðherra í blaðaviðtali
að ekki væri hægt að treysta
þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins. Það er sami flokkurinn
og hann er í stjórnarsamstarfi
með. Og hann treystir honum
ekki. Hvað er þá eftir?
S.AIb.
Málsvarl frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
‘ Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Úlafsson (ábm).
Markaösstj.: Haúkur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Úddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
Wf 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
' 686538.
Verð i lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrift 300 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Skoðanakönnun
NT
■ NT birtir í dag og í gær niðurstöður skoðana-
könnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna.
Sex hundruð voru spurð: „Hvað myndir þú kjósa
ef kosið væri í dag?“ Ef fólk treysti sér ekki til að
svara ákveðið var spurt hvað fólk teldi líklegast að
það myndi kjósa.
í nóvember gerði NT hliðstæða könnun á fylgi
flokkanna. Sé miðað við þá könnun kemur í ljós að
fylgisaukning Alþýðuflokksins er mikil. Hann fær
fylgi 15,8% þeirra sem afstöðu tóku. Hafði 8,9% í
síðustu könnun og 11,7% í síðustu kosningum.
Það er athyglisvert að fylgisaukningin er nær öll á
landsbyggðinni að hún hlýtur að vera nýja for-
manninum, Jóni Baldvin Hannibalssyni, gleðiefni en
hann hefur varið miklum tíma til ferðalaga utan
höfuðborgarsvæðisins.
Framsóknarflokkurinn tapar verulega miðað við
síðustu könnun. Þá hafði hann 23,6% en 18,2% nú.
Hann heldur hins vegar hlut sínum nokkuð vel miðað
við síðustu Alþingiskosningar en þá hafði hann 19%.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar jafnt og þétt fylgi. í
síðustu Alþingiskosningum hlaut hann 39,2%. í
nóvember var hann í 37,8%, en hefur nú 36,4%
samkvæmt könnuninni. Þetta er þeim mun athygl-
isverðara þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf
komið mun betur út úr skoðanakönnunum en
kosningum.
Alþýðubandalagið má greinilega fara að hugsa
sinn gang. Það hlýtur samkvæmt könnuninni 15%
atkvæða, en hafði 17,3% í síðustu Alþingiskosning-
um. Að vísu hefur það heldur rétt úr kútnum miðað
við nóvember en þá fór fylgi þess niður í 13% Þetta
eru alvarleg tíðindi fyrir flokk sem er í stjórnarand-
stöðu á tímum þegar erfiðleikar eru í þjóðar-
búskapnum.
Bandalag Jafnaðarmanna heldur sínum hlut
nokkuð. Fékk 7,3% í síðustu Alþingiskosningum,
7% í nóvember, en 6,7% nú. Athygli vekur að
hlutfallslega margir telja bandalagið næst besta kost
og þá jafnt þeir sem fylgja flokkum til hægri og
vinstri. Bendir það til að bandalagið sé hressilega
opið í báða enda, eins og sagt var um einn
ágætisflokk hér áður fyrr.
Kvennalistinn eykur fylgi sitt miðað við síðustu
kosningar. Fékk þá 5,5% en 7,9% nú. Tapar hins
vegar miðað við nóvember en þá var fylgið í 9,4%.
Það er ljóst mál að hinn „nýi“ Alþýðuflokkur
hefur sópað til sín miklu fylgi og er nú orðinn stærstur
stjórnarandstöðuflokkanna. Kvennalistinn má vel
við una og einnig Framsóknarflokkurinn miðað við
að hann situr við stjórnvölinn og líka vegna þess að
tilhneigingin er sú að hann komi verr út úr skoðana
könnunum en kosningum. Því er öfugt farið með
Sjálfstæðisflokkinn og því benda niðurstöðurnar til
þess að „hinn stóri flokkur“ sé að dragast saman.
Þá er greinilegt að Alþýðubandalaginu hefur
mistekist að festa sig í sessi sem forystuafl á vinstri
væng stjórnmálanna.
NT mun halda áfram að gera skoðanakannanir um
fylgi stjórnmálaflokkanna og þá án tillits til þess
hvort vel eða illa árar hjá einstökum flokkum.