NT - 25.01.1985, Síða 9

NT - 25.01.1985, Síða 9
 Ólafur Zakaríasson bóndi á Geirastöðum Bolungarvík Fæddur 24. mars 1901 Dáinn 15. jan. 1985 Ólafur Zakaríasson bóndi á Geirastöðum Bolungarvík, andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar 15, þ.m. Hann er horfinn af þessum heimi til annarrar til- veru. Efhel í fangi minn hollvin ber, þá sakna ég einhvers af sjáfum mér. S.F.H. Það verður sjaldan héraðs- brestur þótt einstakiingur í al- þýðustétt. karl eða kona hverfi af sjónarsviði jarðneska lífsins, en við sem eftir stöndum finnum fyrir tómleikanum, en þetta er gangur lífsins. Mér er þakklæti efst í huga er ég kveð vin minn og frænda eftir svo langan og farsælan starfsdag. Ólafur var fæddur að Einfæt- ingsgili í Krossárdal við Bitru- fjörði í Strandasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir frá Borgum Jónssonar og Zakarías Einars- son Þórðarsonar frá Snartar- tungu (Snartartunguætt) og Guðrúnar Bjarnadóttur og vor- um við því bræðrasynir að skyldleika. Hann fermdist í Garpsdals- kirkju 1915 (af séra Sveini síðar í Árnesi). Þar var fermt löngu fyrr heldur en á Óspakseyri hjá séra Jóni Brandssyni. Það lá svo mikið á fermingunni til að geta látið Ólaf passa féð um sauð- burðinn, því þetta vor flutti öll fjölskyldan að Bæ í Króksfirði, var þar 1 ár, svo að Fjarðarhorni í Gufudalssveit Barðstr. Því var það að Ólafur varð snemma að sinna búsmala og vinna alla vinnu við frumstæð búskaparskilyrði, eins og víða var á þeim árum. í Fjarðarhorni var erfitt til aðdráttar fyrir 14-15 manna heimili, verslunin aðal- lega norður á Arngerðareyri, yfir veglausa heiði að fara. Þess- ar ferðir sagði Ólafur mér að hefðu verið sér oft erfiðar í misjöfnu færi og ótryggri vetrar- veðráttu. Annar verslunarstaður fyrir Gufudalssveit var Flatey á Breiðafirði. Vorið 1921 flytur þessi stóra fjölskylda að Gili í Bolungarvík, voru þá systkini Olafs farin að létta undir við bústörfin, enda þótt allur þun'gi stárfsins utanhúss hvíidi á Ólafi bæði með heyskap og búfjárhirðingu, því faðir hans var allur í viðskiptalífinu. Veturinn 1926-’27 var Ólafur vetrarmaður við búfjárhirðingu hjá séra Árna í Görðum á Álfta- nesi, þarlíkaði honunt vel. Séra Árni gat þess við Stefán Jónsson móðurbróður minn í Eyvindar- stöðum að leitun væri að slíkum hirðumanni. Eftir að foreldrar Ólafs hættu búskap keypti Ólafur hús á Grundunum í Bolungarvík og hélt þar heimili nokkur ár með móður sinni. Alltaf átti hann nokkrar kindur og hest sér til gagns og ánægju, stundaði þá alla vinnu sem gafst en einna mest hjá Bjarna Eiríkssyni kaupmanni. Vorið 1935 í maí veikist hann uppúr langvarandi vosbúð í beinavinnu á Brimbrjótnum í Bolungarvík, þá fékk Ölafur svæsna liðagigt, sem var nærri búin að ríða honum að fullu, hann lá lengi heima hjá sér stórþjáður. Alltaf minnist ég þess við þá glímu í endaðan maí að við Sigurmundur læknir vöktum yfir honum heila nótt þar sem tvísýnt var með líf eða dauða, þá var hitinn kominn ■ yfir 41 stig, ég þerraði öðru hvoru svita af enni hans en Sigurmundur gekk um gólf, tal- aði við sjálfan sig að venju og tvítók hverja setningu: „Hver þeirra hefur það dauðinn eða lífið? Úrslitastundin er í nótt, en ef Ólafur sigrar þarf hann ekki að óttast þessa veiki framar.“ Enda fór það svo að hann sigraði og fékk góða heilsu, sem leiddi til búskapar og síðar hjúskapar í farsælu heimilislífi. Ég kynntist Ólafi fyrst sem dreng í farskóla í Snartartungu, hann var prúður og samviskan sjálf við námið, en léttur og kátur í leikjum, en umfram allt friðsamur og kappfullur í leik. Þessum léttleika í lífi og starfi hélt hann alla tíð, hann erfði þetta einstaka geðslag frá móð- ur sinni, sem var einstök þrifn- aðar kona með sitt gleðibros og velvilja til allra þrátt fyrir ómegð og erfiða aðbúð í sínu lífi, en fæðuskortur var aldrei á heimilinu. Eftir að hann flytur til Bol- Föstudagur 25. janúar 1985 9 ungarvíkur' slitnar samband okkar í 18 ár. Eftir að Olafur fer að búa á Gili í Bolungarvík kynnist ég honum og hans högum betur því vorið 1933 flyt ég undirritað- ur með fjölskyldu mína að Han- hóli, sem er næsti bær við Gil. Við höfðum mikla samvinnu bæði með smölun og slátrun á haustin. I Bolungarvík varekk- ert sláturshús en við fengum lánað fiskihús hjá Bjarna Ei- ríkssyni kaupmanni sem var mikiíl bændavinur, og greiddi fyrir okkur með ágætum. Þarna slátruðum við í samvinnu og aldrei var sett út á kjötið, og skoðaði Bjarni þó náið áður en vigtað var, þá voru færri afætur á þessum lið heldur en nú er í dag. En alltaf blundaði í Ólafi bóndinn eins og svo mörgum frændum okkar. Og syðri dalur- inn heillaði hann með sínu stóra vatni og stararengi. Vatnið var að vetri til í norðurljósadýrð hrein paradís fyrir skautaunn- endur, enda naut Ólafur oft þeirrar góðu íþróttar að þeytast um gljána með æskufólki úr Víkinni og draumadísum dalsins. Skauta og skíðaferðir hér áður voru hans mesta yndi. Nokkru eftir að ég flyt á Hanhól fer Ólafur að búa á Gili í félagi við einhleypan mann frá Hóli, svo hirtu þeir búféð að vetri til sinn veturinn hvor, en hinnvarívinnuog þénaði. Einn þessara vetra hélt Olafur til á mínu heimili að Hanhóli, það var skemmtilegur vetur og þá var mikið spilað. Svo er það 1942 að Ólafur stígur það gæfuspor að giftast heimasætunni á Geirastöðum Ingveldi K. Þórarinsdóttur. Og þau búa á Gili til 1965 að þau kaupa Geirastaði og flytja þangað, og hafa búið þar síðan í farsælu hjónabandi og góðri afkomu, eignast fjögur mannvænleg börn sem öll eru löngu gift og búsett í Bolungar- vík, nemaMargrétsemeryngst, búfræðingur að mennt og stund- ar nú búskap með móður sinni, því hennar maður er vélsmiður Arnór Jónsson. Þau eiga einn son Hjört. Elst er Guðrún (áður símamær), gift Jóni Hálfdáns- syni frá Hóli, og eiga 4 börn. Svo Hreinn línumaður, giftur Jónu Sigurðardóttur, þau eiga 3 dætur. Þá Sigurður Z trésmið- ur, giftur Þóru Hansdóttur frá Miðhúsum við Djúp, eiga tvo drengi. Börn þeirra hjóna eru öll myndar og dugnaðar fólk og barnabörn vel efnileg. Hvað er gæfa í þessu lífi ef ekki að eiga hrausta og góða afkomendur, sent nenna að vinna sér og þjóð sinni gagn með trúmennsku og ábyrgðar- tilfinningu? Eftir að Ólafur flytur að Geirastöðum kem ég þar venju- lega tvisvar til þrisvar á ári, alltaf á haustin til að mæla jarðarbætur, svo seinnipart vetrar til að hitta fólkið og sjá búpeninginn, því öll umgengni við búféð var alltaf hreinasta snilld hjá Ólafi alla tíð, kapp- fóður og þrifnaður í heystæðum og skepnuhúsum ágætur, enda mun hans góða kona, sern er sannur dýravinur ekki hafa latt bónda sinn í neinu á því sviði. Eins tók ég fljótlega eftir í búskaparsögu Ölafs umhirðu á túnum hans, hún var til fyrir- myndar. Þegar hann kom að Geira- stöðum var það tún mishitt með sprettu en Ólafur hafði alltaf þann gamla góða Ólafsdals sið að bera.allan búfjáráburð sem til var á túnið íyrir göngur, en það brást aldrei grasspretta hjá Ólafi, hann varði túnin líka frá vorbeit. Enda voru venjulega tvö stór hey til fyrir utan nægi- legan forða í hlöðu og votheys- geymslum. Meðan orfið og hrífan' voru aðal heyskapartækin minnist ég þess að Ólafur gekk oft fast að verki um sláttinn eins og svo margir stéttarbræður okkar urðu að gera. Bóndanum hefur aldrei hæft að styðja sig við amboðin og bíða eftir daglaunum að kveldi. Ólafur var ekki einn að verki í búskapnum, hin styrka hönd hans ágætu eiginkonu var hon- unt sá ráðgjafi og skjól sem traust eiginkona getur verið. Við hjónin flytjum Ingveldi á Geirastöðum, börnum hennar og tengdabörnum innilegar samúðarkveðjur. Fagrahvammi 21. jan 1985. Hjörtur Sturlaugsson. ■ Garðar Cortes sem Don Jose og Anna Júlía Sveinsdóttir í hlutverki Carmenar. Ný Carmen ■ Alltaf er eitthvað skemmti- legt að ske hjá íslensku óper- unni. Nú hafa þeir tekið upp á því að skipta um „gengi" til að gefa aukna tilbreytingu, svo þeir sem voru búnir að sjá Carmen áður með Sigrúnu Ellu og Ólöfu Kolbrúnu geti gert sér erindi til að sjá hana með Önnu Júlíönu og Sigrúnu Valgerði. Og ekki nóg með það: Nýr nautabani er komin í stað Símonar Vaug- han, og heitir Anders Josephs- son, sænskurguðfræðinemi með talsverða söngkunnáttu, og Við- ar Gunnarsson í stað Ólafs Ólafssonar í hlutverki Zuniga lögregluliðsforingja,- Raunar söng Kristinn Sigmundsson hlutverk Escamillo nautabana nokkrum sinnum kringum nýár- ið, með miklum myndarbrag svo sem vænta mátti, þótt ekki væri hann eins glæsilegur í hlut- verkinu og ég hafði ímyndað mér fyrirfram, enda æft það upp á skömmum tíma. Þótt hlutverk Escamillos sé ekki stórt, þá eru aríur hans alþekktar og allir heyra hvort vel, mjög vel, eða glæsilega er sungið; þess vegna er ekki auðhlaupið í það að „slá í gegn í hlutverkinu" með litlum fyrirvara. Hljómsveitin er sem áður of lítil, þannig að forleikurinn, svo dæmi sé nefnt, missir mikið af Tónabíó: Þegar bræðralagið ber Rússadekrið ofurliði Rauð dögun (Red Dawn). Bandaríkin 1984. Handrit: Kevin Reynolds og John Mi- lius. Leikendur: Patrick Swa- yze, C. Thomas Howell, Lea Thompson, Ben Johnson, Harry Dean Stanton, Ron O’Neal, William Smith, Pow- ers Boothe. Leikstjóri: John Milius. ■ Þar kom að því, að við fengum að sjá reaganíska kvikmynd uppi á lslandi, kvikmynd, sem endurspeglar að einhverju leyti hugfjötra bandarískra stjórnvalda. Kommúnisminn er á uppleið í heiminum og einn góðan veðurdag svífa sovésk-kúb- anskar hersveitir ofan úr himinblámanum, svona eins og þruma úr heiðskýru lofti, og hertaka hluta Bandaríkjanna. Við fáum fyrst að sjá til óvinar- ins, þegar hann lendir fyrir utan unglingaskóla í litlum bæ í Klettafjöllunum. Og eins og af einskærri tilviljun eru aum- ingja börnin að læra um bar- dagaaðferðir hinna villtustu af öllum villimönnum, sjálfra mongólanna, sem umkringja óvini sína og færa sig síðan nær og nær, rétt eins og kommarn- ir. Efnileg byrjun, sem vekur upp margar spurningar um varnarmátt samherja okkar. Og enn fleiri spurningar vakna síðar, og þá um bardagahæfni þrautþjálfaðra sovéskra og kúbanskra hermanna, sem hafa fengið sinn skerf af skæru- hernaði. En kommúnismanum verð- ur ekki kápan úr því klæðinu að ætla sér að hertaka þennan litla smábæ, ímynd liinnar sönnu Ameríku, alveg átaka- laust. Nó sör! Fífldjörf ung- menni halda til fjalla og gerast skæruliðar (hvernig þau kom- ast burt frá bænum undan skothríð og sprengjukasti inn- rásarhersins er með ólíkind- um. En hérerþaðekki raunsæ- ið, sem ræður ferðinni, heldur karlmennskufrelsiskomplexar höfundarins, sem eru löngu kunnir og hafa gert hann að hálfgerðum kjána). í hálft ár eða svo, tekst unglingunum, sem aldrei hafa hlotið þjálfun í meðferð skotvopna, hvað þá í skæruhernaði, að gera óvinin- um margan ljótan grikkinn. En enginn má við ofureflinu, og frelsishetjurnar týna smám saman tölunni. Og einhvern tíma löngu síðar lýkur stríðinu og enginn veit hver vann. Ekki pargáfulegt. Hinuskal þó ekki neitað, að John Milius kann sitthvað fyrir sér í kvik- myndagerð. Sérstaklega er hann lunkinn við að filma bar- dagasenur og fagurt fjalla- landslagið. En þegar mann- eskjan kemst í návígi við myndavélina, og maður talar nú ekki um þegar hún opnar munninn, þá fýkur allt út í veður og vind. Bæði eru flestir leikararnir vondir og Milius kann ekki að stjórna þeim. Myndin er þrátt fyrir allt þetta svolítið spennandi á köflum, sérstaklega í síðari hlutanum. Og meistarabragðið kemur, þegar kúbanski foring- inn og fyrrum skæruliðinn, læt- ur Rússadekrið lönd og leið og gefur amerískum skæruliðum tækifæri á að komast undan til að deyja drottni sínum á ísköldum garðbekk. Já, bræðralagið þekkist enn. Guölaugur Bergmundsson. krafti sínum og fjöri. Þetta staf- ar sjálfsagt mest af því að hljóm- sveitargryfjan er þröng, þannig að illt er að rúma þar svo marga strengleikara sem æskilegt væri. En auk þess kann mannfæðin að vera í sparnaðarskyni gerð. Með stærri hljómsveit held ég mundi nást upp meiri „stemmning" en raun hefur orð- ið á þau skipti sem ég hefi séð Carmen. Hins vegar vantarekki að hljómsveitin geri bráðfallega hluti, enda valinn maður í hverju rúmi. Lííið heldur áfram engu síður en listin, og þegar Sigríður Ella hverfur af vettvangi tekur önnur ung og glæsileg söngkona við. Það stendur hins vegar óhagg- að, að torvelt er að hugsa sér sannari Carmen en Sigríði Ellu - ofsi hennar og dyntir, útlit og hreyfingar, söngur og orð, virt- ist allt svo trútt Carmen sjálfri sem framast mátti verða. En Anna Júlíana Sveinsdóttir slær hvergi af heldur og gerir hlut- verkinu ágæt skil. Hennar Carmen er mildari, meira „sann-kókett" og ekki eins dæma- laust brjáluð og Carmen Sig- ríðar, en mjög glæsileg og trú- verðug. Þetta mun vera stærsta hlutverk Önnu Júlíönu - raunar held ég að Carmen sé mesta mezzósópranhlutverk óperunn- ar - og ástæða til að óska henni, og íslensku óperunni, til ham- ingju. Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngur nú hlutverk Micaelu sem Olöf Kolbrún Harðardóttir fór með áður, og eru það sömuleið- is hnökralaus skipti. Sigrún Val- gerður syngur hlutverkið mjög fallega, leikur prýðilega og af öryggi, og fellur í hvívetna vel inn í sýninguna. Viðar Gunnarsson, sem tók við hlutverki Zuniga af Ólafi Ólafssyni, er ungur og mjög efnilegur bassasöngvari sem hélt sína fyrstu einsöngstónleika í Norræna húsinu nú í haust. Sönglega séð voru þeir Ólafur Ólafsson og Simon Vaughan að vissu leyti veikir hlekkir í fyrri sýningu, og verður að telja þá Viðar og Anders Josephsson báða forverabetrunga í hlut- verkum sínum. Josephsson hef- ur verið hér á landi í nokkur ár, en frumsýningar-taugaspenna mun hafa valdið því að torvelt var að skilja hvaða tungumál hann var að syngja, einkum í upphafi. Það lagaðist þó verulega þegar á leið, enda mun hann vera mjög frambærilegur ís- lenskumaður. Og syngur prýði- lega fallega, þótt talsvert vanti á myndugleika Kristins Sig- mundssonar svo sem við var að búast. Það verður enginsvikinn af því að sjá Carmen með hinum nýju söngvurum; raunar gat eíckert gerst gleðilegra en þetta, því nú er sýnt að fullburða íslenskum söngvurum er að fjölga nóg til þess að ofnotkun og ofnotkunarleiða verði forðað. Sig. St.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.