NT - 25.01.1985, Page 20

NT - 25.01.1985, Page 20
 Föstudagur 25. janúar 1985 20 Baskar kjósa forsætis- ráðherra Vitoria, Spáni-Reuter ■ Heimastjórnarþing Baska á Spáni kaus í gær þjóðernissinn- ann Jose Antonio Ardanza til embættis forsætisráðherra. Ardanza hlaut samt ekki meiri- hlutakosningu þar sem aðeins 34 af 75 þingmönnum á þinginu greiddu honum atkvæði. Þing- menn sósíalista, þrjátíu talsins, sátu hjá við kosninguna. Sósíal- istar hafa að undanförnu unnið að auknu samstarfi við þjóðern- issinnaflokk Baska sem Arda- nza tilheyrir. Þeir telja að með því móti verði auðveldara að einangra öfgasinna sem berjast með ofbeldi fyrir algjöru sjálf- stæði Baskahéraða Spánar. Forsætisráðherra Spánar, Felipe Gonzalez, lagði til við basknesku sósíalistana að þeir greiddu Ardanza atkvæði við kosninguna en meirihluti þingmanna sósíalista í bask- neska þinginu taldi að svo stór og skyndileg stefnubreyting væri óæskileg og kaus frekar að sitja hjá. flugfélög öruggust I ondon-Reuter ■ Breskt alþjóðatímarit um flugmál skýrði frá því í gær að á undanförnum þrjátíu árum hefðu áströlsk flugfélög sýnt mesta flugöryggið. Flugfélög á Norður- löndunum koma næst í röðinni en flugfélög í Sovétríkjunum, Tyrk- landi, Egyptalandi og Indónesíu eru neðst á ör- yggislistanum. Tímaritið komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa athugað flugslys hjá átján helstu fluglöndum heims. Að sögn þess er gott öryggi hjá áströlskum flugfélögum því að þakka að flugstjórar þar sýna mikinn aga og virðingu fyrir skipunum án nokk- urrar hræðslu. Stokkhólmsbúar kaffærðir í snjó ■ Þótf höfuðborg íslands sé nú með öllu snjólaus verður ekki hið sama sagt um höfuðhorg frænda okkar í Svíþjóð. Þar kaffærðist fólk bókstaflega í snjóruðningum í gær eins og þessi mynd ber með sér. Símamynd-POI.FOTO Áætlun um símavæðingu þróunarlanda Washington-Reuter ■ Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum Santeinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niður- stöðu að á tuttugu árum þurfi að fjárfesta 240 milljarða dollara í símakerfi þróunarlandanna til þess að allir íbúar heimsins geti öðlast greiðan aðgang að síma. Eins og málum er nú háttað býr um helmingur mannkyns í löndum þar sem eru færri en eitt símtæki á hverja hundrað íbúa. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar, sem var sett á laggirnar árið 1982 með það að markmiði að kanna þróun síma- og fjarskiptakerfa í heiminum. Samkvæmt skýrslu nefndarinn- ar þarf að fjárfesta 12 milljarða dollara á hverju ári til að bæta símaþjónustu í þróunarlöndun- um. Sem stendur nota þróunar- lönd um átta milljarða dollara á ári í þessum tilgangi. Það er álit nefndarinnar að ríkisstjórnir þróunarlandanna verði að líta á þróun símakerfis landa sinna sem forgangsverk- efni vilji þau tryggja auknar fjárfestingar erlendra stórfyrir- tækja. Nasistaforingi laus úr fangelsi - átti aðild að morðum 600 ítala ■ Fangamyndin af SS-foringj- anuni Waiter Reder sem nií liefur verið látinn laus. Símainynd-POLFOTO Róm, Vín-Rculcr ■ ítalir liafa látið lausan stríðsglæpamanninn Walter Kedcr sem sagður er hafa átt aðild að fjöldamorði sex hundruö ítala í heimsstyrjöld- inni síöari. Reder var foringi í SS-sveit- um nasista. Hann átti enn eftir að afplána fimm mánuði af fangelsisdómnum þegar hann var látinn laus rétt í tíma til aö halda upp á sjötíu ára afmæli sitt sem er 4. febrúar. Hann var styttur niður í 33 ár. ríkisborgari. Mikil leynd hvílir Austurríkis segja að hann hafi upphaflega dæmdur í lífstíðar- Eftir að Reder losnaði úr yfir því hvar hann heldur til en verið fluttur á hersjúkrahús að fangels............. 1980 ngelsi fyrir glæpi sína en árið fangelsinu fór hann til Austur- heimildamcnn Reuter-frétta- eigin ósk þar sem hann eigi við '80 var fangelsisdómurinn ríkis en liann er austurrískur stofunnar í forsætisráðuneyti slæma heilsu að stríða. Japan: Samvinnuáætlun við Sovétríkin hafnað Grindavík - Hveragerði Umboðsmenn vantar fyrir NT í Grindavík og Hveragerði. Upplýsingar gefur dreifingarstjóri (Kjartan Ásmundsson) í síma 686300. Tokyo-Rcutcr ■ Japanir hafa hafnað sovésk- um tillögum um langtíma el'na- hagssamvinnu milli Japans og Sovétríkjanna eftir tveggja daga viðræður í Tokyo fyrr í þessari viku. Japanir telja að stjórnmála- samskipti sín og Sovétmanna séu ekki nægjanlega stöðug til að réttlæta samninga um lang- tíma samvinnu á sviði efnahags- mála. Japanir féllust samt á að hefja viðræður um endurnýjun fimm ára verslunar- og greiðslu- samnings við Sovétríkin en hann rennur út nú í árslok. Viðskipti milli Japans og So- vétríkjanna námu um 5,58 mill- jörðum dollara árið 1982 en hafa síðan minnkað niður í 3,91 milljarð dollara á síðasta ári. Nígeríumenn takmarka innflutning Vestur-Þýskaland: Mengunarlítil farar- tæki fá skattaafslátt Bonn-Rcutcr ■ Ríkisstjórn V-Þýskalands samþykkti í gær tilslakanir á vegasköttum sem ætlað er að hvetja bílaeigendur til að koma mengunarvamabúnaði á bða sína. Nýju reglurnar taka gildi 1. januar á næsta ári og niunu gjöld bifreiða sent ekki hefur verið breytt hækka um þriðjung. Gjöld bíla sem hafa mengunarvarnabúnað verða lækkuð um nær 10%, V-þýska stjórnin hefur hvatt til þess að farið verði að dæmi hennar í öðrum löndum EBE. Lagos-Rcuter ■ Viðskiptaráðherra Níg- eríu, Malunud Tukur, segir að stjórnvöld hyggist gera ráðstafanir til að draga úr innflutningi á fullunnum vör- um og Ieggja þess í staö áhcrslu á aö flytja inn hrá- efni. í efnahagsáætlun stjórnar- innar er gert ráð fyrir að flytja inn vörur fyrir um 3,9 milljarða dollara samanborið við tæpa fimm milljarða á síðasta ári. Innflutningssam- drátturinn stafar af því að Nígeríumenn skortir sárlega gjaldeyri til að greiða erlend- ar skuldir. Lækkun olíuverðs í heim- inum hefur komið sér mjög illa fyrir Nígeríumenn sem fyrst og fremst treysta á olíu- útflutning til þess að afla sér gjaldeyris. Mörg fyrirtæki í Nígeríu hafa að undanförnu átt í erfiðleikum með að útvega sér hráefni til fram- leiðslu sinnar og hafa sum þeirra neyðst til að hætta starfsemi um tíma. Nú verð- ur aðaláhersla lögð á að afla þessum fyrirtækjum hráefna. Tukur viðskiptaráðherra segir að Nígeríumenn hygg- ist hefja útflutning á bílum í náinni framtíð og þeir muni selja vefnaðarvörur, stál og aðrár vörur til nágrannaríkja sinna í Vestur-Afríku um leið og landamærin við þessi ríki verði aftur opnuð en þeim var lokað á síðasta ári til að koma í veg fyrir smygl.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.