NT - 25.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 25.01.1985, Blaðsíða 10
■ Hótelbruni, tvö inn- brot og eitt hjartaáfall var afrakstur af ferð NT með öryggisþjónustunni Vara eitt fimmtudagkvöld fyrr í mánuðinum. Allir þessir atburðir voru settir á svið, en það dregur ekki úr því að öll viðbrögð þeirra starfsmanna hjá Vara voru eins og best verður á kosið. Baldur Ágústsson eigandi Vara leiddi okkur í sannleik- ann um hvernig fyrirtæki á borð við öryggisþjónustuna væru rekin. „Starfsemi fyrir- tækisins er bundin við uppsetn- ingu og eftirlit með þjófavarn- arkerfum, vöktun á fyrirtækj- um bæði mannaða vöktun og fjargæslu með tækjum og við- búnaðarþjónustu við sjúklinga í heimahúsum.“ Blaðamaður NT fór með einum af öryggisvörðum Vara og fylgdist með hvernig starfið gengi fyrir sig.Þetta tiltekna | ® 25. janúar 1985 10 ■ Fyrir utan höfuðstöðvarnar. Öryggisvörður í fullum skrúða við merktan bíl frá vaktþjón- ustunni. kvöld var allt með rólegasta móti sem betur fer. Eftir að eftirlitsferðinni var lokið sett- umst við niður með Baldri og lögðum fyrir hann spurningar varðandi fyrirtækið. Byssur-hundar - kylfur - karate Það samræmist engan veg- inn stefnu og starfi fyrirtækis- ins að nota byssur eða kylfur við störf. Hundar geta hins vegar verið gagnlegir í vissum tilfellum. Við erum ekki lög- regla, og höfum ekkert leyfi til þess að hafa afskipti af fólki nema innan vissra marka. Handtökur eru mál lögregl- unnar og við látum þá um sín mál. Hinsvegar erum við sam- starfsaðili lögreglunnar, og hún kann vel að meta okkur sem slíka. Byssur væru ein- göngu til þess að gera starfsemi okkar flóknari, og ég er alger- I heimsókn hjá ör* yggisþjónustu Vara Baldur Ágústsson eigandi og forstjóri tekinn tali Jj MMi ■ ■ Heili starfseminnar er á Þóroddsstöðumvið Reykjanesbraut. Tölvan sem sést á myndinni tekur við olhirn boðum sem þjófavarnarkerfin og sjúklingarnir senda frá sér.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.