NT - 25.01.1985, Blaðsíða 12

NT - 25.01.1985, Blaðsíða 12
Föstudagur 25. janúar 1985 12 Andrew Lloyd Webber, höfundur CATS o.fl. söngleikja lofsyngur eiginkt „Rödd hennar er einstc il® ■ „Auövitaö verður Sarah aðalsöngkonan í næsta söng- leik niínum, um það eru allir ráðamenn hér í lcikhúsinu sammála," sagði Andrew Lloyd Webber söngleikja- höfundur við blaðamenn ný- lega. „Rödd hennar cr alveg einstök og sömuleiðis dans og sviðsframkoma. Allir tala um að ég sé margmilljónari og frægðarljómi yfir söngleikjun- um sem ég hef samið, - en lánið er fallvalt. Alltaf getur höfundi mistekist, eða ég hreinlega verið útspiluð plata. En hæfileikar eins og Sarah hefur eru ósviknir og sígildir. Kannski verður hún farin að framfleyta ntér eftir 5 ár eða svo, hver vcit?" Sara fékk hlutverk í CATS þegar ráðið var í söngleikinn í fyrstu. Webber prófaði hana sjálfur og segist lítið muna um það, - nema hann réði hana í kór og danshópinn. Síðan var Sarah í söngleiknum til I982, en þá bað hún um frí til að fá að koma fram í óperunni „Nightingale" í Buxton Pera House. Webber sá hana þar og varð mjög hrifinn. Um þetta leyti fór kunnings- skapur þeirra að breytast í ást - og það þýddi ekkert fyrir rnig, segir Webber, að vera að læðupokast ncitt. Ég kann það ekkil Hann lét blaðafulltrúa sinn tilkynna blöðunum, að nú væri hann að skilja við cigin- konu sína og ætlaði að,kvænast Sarah Brightman söngkonu. - Líklega licfur hann þó sjálfur verið búinn að tilkynna eigin- konunni það fyrst! Ýmsar athugasemdir komu í blöðunum um það, að það væri þægilcgt fyrir hann að þurfa hvorki aö skipta um húsnæði né nafn á eiginkonu, - því að báðar konurnar heita Sarah, og Webber hélt stór- eigninni Sydmonton við skilnaðinn. Sydmonton er rnikið óðals- setur, sern mestan part var byggt á 16. öldinni, en er bæði endurbyggt og byggt hefur ver- ið við húsið. I hinum stóra garði hefur Webber árlega eina hátíð fyrir vini og starfsfólk. S.l. sumar voru þar um 150 manns í veislu. Þar söng Sarah óperutónlist og fólkið varð svo hrifið, að það klappaði hana upp aftur og aftur og stóð á fætur í virðingarskyni við hana. í viötali við Carol Nielsson (áður Janis) söngkonu, sem birtist í Mbl. eftir nýárið, er Carol var á ferð hér á landi, segir meðal annars:.....And- rew er fæddur í fiskamerkinu. Fyrir þá sem á slíkt trúa, er það e.t.v. skýringin á því livað hann er ákaflega tilfinninga- næmur maður. Hann er hins vegar ekkert óskaplega við- felldinn, og sumum finnst erfitt að vinna með honum. Ég er þó ekki ein af þeim, okkar sam- starf hefur gengið vel, og það er óhætt að segja að hann viti sínu viti í þessum málum. Hinn skyndilegi áhugi á léttklassík er kannski til kominn af því, að hann er nýgiftur ungri konu með klassískan tónlistarbak- grunn.“ Webber segist nú vita ná- kvæmlega hvar hann standi fjárhagslega, allt hafi vcrið gert upp í sambandi við skilnaðinn. Hann hafi lesið stundum í blöðunum um óskaplcgt ríkidæmi sitt, en al- veg rennt blint í sjóinn með fjárhaginn. „Ég kann ekki að vera ríkur. Ég hata að fara i búðir, en kaupi á nokkurra ára fresti þau föt sem ég þarfnast. Ég er hættur að keyra, en hef bílstjóra. Ég held að bíllinn rninn sé BMW. Mér leiðist að fara í frí, og ég legg peningana mína í nýjá söngleiki.” Nú er Webber að Ijúka við nýtt verk „Requiem Mass“ heitir það. Það er auðvitað kjörið fyrir konuna hans að syngja aðalhlutverkið, því að nú hefur hann sem sagt hallast nokkuð í áttina að klassískri tónlist, og það er hennar svið. Tim Rice var samstarfsmað- ur Andrews Lloyd Webber og saman gerðu þeir verk eins og Jesus Christ Superstar og Evita. Þessi stykki, ásamt Cats,hafagengið árum saman. ■ Sarah Brightmai dans- og kórstúlkna, e Sarah Webber og nú ert í leiknum! ■ Sarah II er hun stundum kvölluð, því fyrri kona And- rews Lloyd Webber hét líka Sarah. „Ég er ástfanginn upp yfir haus!“, segir tón- skáldið, „en það er ekkert þess vegna sem hún Sarah mín er orðin stjarna, - hún k er einfaldlega svo góö“.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.