NT - 25.01.1985, Blaðsíða 8
rs ag-^ fÚÆ
ir
Ráðstefna um
flogaveika
■ Ráðstefna varðandi mál-
efni flogaveikra verður haldin
laugardaginn 26. janúar næst-
komandi í Slysavarnarhúsinu,
Grandagarði, kl. 14. Dagskrá-
in hefst á ávarpi landlæknis,
Guðjóns Magnússonar. Fram-
sögumenn verða læknarnir
Gunnar Guðmundsson, Pétur
Lúðvíksson og Þorkell Jó-
hannesson. Að loknum fram-
söguerindum verða pallborðs-
umræður. Aðgangur er ókeyp-
is og allir eru velkomnir.
Stjórn Landssamtaka áhuga-
fólks uni flogaveiki
Samtök kvenna
á vinnumarkaði
■ Skrifstofa Samtaka kvenna
á vinnumarkaði í Kvennahús-
inu, Hótcl Vík, veröuropin kl.
18-20 eftirtalda miðvikudaga í
febrúar og mars:
6. 20. og 27. febrúar.
13. og 27. mars.
VII. Jarðabók
Árna og Páls
■ Sjöunda bindi Jarðabókar
Arna Magnússonar og Páls
Vídalín er nú komin út og er
það unt ísafjarðar- og Stranda-
sýslu. Þetta er Ijósprentun á
fyrstu útgáfu bókarinnar frá
1940 en þessi hluti Jarðabókar-
innar var skrifaður á árunum
1706-10.
Sögufélagið stendur að þess-
ari endurútgáfu og er hægt að
fá bókina keypta í bókaversl-
unum eða hjá félaginu í
Fishersundi.
A bókarkápu segir meðal
annars að Jarðabókin hafi einu
sinni áður verið Ijósrituð, það
var árið 1945, en þá hafði
mestur hluti frumútgáfunnar
frá 1940 eyðilagst í sprengingu
í prentsmiðju S.L. Möllers á
stíðsárunum.
Málverka-
uppboðá
Borginni
■ í kvöld verður málverka-
uppboð á Hótel Borg á vegum
Lionsklúbbsins Þórs, þar sem
boðnar verða upp 23 myndir
eftir kunna málara, s.s.
Kjarval, Eyjólf Eyfells, Kristj-
án Hall, Eirík Smith og Jó-
hannes Geir. Allur ágóði af
uppboðinu rennur til líknar-
mála.
Föstudagur 25. janúar 1985 8
Einkaréttur
vídeóeigenda
■ Hvernig í ósköpunum Mér finnst þetta alveg fram-
stendureiginlegaáþvíaðvíde- úrskarandi ósvífið af íslenska
óeigendur hafa einkarétt á því sjónvarpinu. Það getur vel ver-
á íslandi í dag að fá að horfa á ið að Dallas hafi af einhverjum
almennilega bandaríska fram- ástæðum farið í taugarnar á
haldsþætti. (slenska sjónvarp- hámenningarsnobburunum en
iðsteinhættiaðsýnaDallas.án allt venjulegt fólk hafði ofsa-
þess að taka neinn sambærileg- lega gaman af þessum þáttum.
an þátt í staðinn. Auk þess ættu þeir hjá sjón-
Ef ekki mátti halda áfram að varpinu að geta gert sér grein
sýnaþennanágætisþátt (Dallas fyrir því að það eru ekki allir
á ég við) í sjónvarpinu, af sem hafa efni á því að kaupa
hverju var þá ekki hægt að sér vídeó. Og það eru jú bara
taka Dynasty í staðinn? (Eða þeir sem eiga vídéó sem geta
þá að minnsta kosti Falcon séð þessa þætti.
Crest).
■ Nú er það einkaréttur víde-
óeigenda að (ylgjast með
ástum, hatri og erjum í Dallas,
Texas.
Hvað er að
f rétta af
Eþíópíu-
söfnuninni?
■ Mcr linnst langt síöan cg
hcvr.Ai nokkutl um þaO i hlotV
uinim Incrniu lv|Viópiusorium
Hjálparstot'iuinar kirkjunnar I
hcíur gcngiO. I.r húiA aö sciula
tc<V tit og cru íslcridingarnir
scin átti ad scnda út tarnif?
Il\ad V(»ru þcir annars inargir
og Incrnig voru þcir valdir?
Vid crum hcrna tvær vinkonur
scm sottum um ad tá ad t’ara og
vid ícngum ckkcrt svar. \’oru
hara valdir hjúkiunarlræding-
ar og kcknar cda hara
karlmcnn?
28, janúar fara fjörtíu tonn til hjálpar sveltandi fólki í Eþíópíu.
Hjálparstofnun kirkjunnar:
Skrifið til:
... eða hringið í
síma 686300
milli kl. 13 og 14
Lesendasíðan
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Enginn með magakveisu
af skreiðartöflunum
Svar til einnar óléttrar
■ í NT birtist í lesendadálki
21.1. s.l. bréf, með fyrirspumum
til Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar í franthaldi söfnunar Hjálp-
arstofnunarinnar „Brauð
handa hungruðum heimi." frá
„Einni óléttri".
Um leið og bréfið er þakkað
og sá hlýhugur, sem þar kemur
fram til starfa Hjálparstofnun-
arinnar, skulu hér gefin um-
beðin svör við fyrirspurnun-
um.
Spurt er hvort búið sé að
senda féð út og þá íslendinga,
sem senda átti.
Svar: Ekki hefur staðið til
að senda út peninga, fyrir þá
munu keypt hjálpargögn, s.s.
mjólkurduft, næringarríkt
kex, teppi, lyf, fatnaður
o.þ.h., svo og flutningur alls
þessa. Ekki er búið að senda
alla íslendingana, sem á för-
um eru út, en þegar eru farnir
4, þar af tveir til undirbúnings
hjálparstarfsins og hina tvo til
tveggja ára við fiskveiðiverk-
efni.
Spurt er hve marga íslend-
inga Hjálparstofnun kirkjunn-
ar hyggist senda.
Svar: Auk þeirra sem að
framan greinir, fara ásamt
flutningavél hlaðinni 40 tonn-
um hjálpargagna, 28.1. n.k., 4
hjúkrunarfræðingar. Tveir
björgunarsveitarmennn fara
n.k. föstudag. Því til viðbótar
fara þrír hjúkrunarfræðingar,
einn læknir og einn björgunar-
sveitarmaður innán tíðar í
sérstakt hjálparverkefni. Enn-
fremur a.m.k. einn hjúkrun-
arfræðingur í mjög erfitt verk-
efni, einn til tveir bifvélavirkj-
ar og einn til tveir tölvufræðing-
ar í stjórnstöð hjálparstarfsins
í Addis Ababa, svo og einn við
fiskveiðiverkefni.
í bréfinu er spurt hvort að-
eins hafi verið valdir hjúkrun-
arfræðingar og læknar, eða
bara karlmenn og hversvegna
bréfritari hafi ekki fengið svar
við umsókn sinni.
Svar: Fyrrihluta spurningar-
innar er þegar svarað, en hvað
síðari hlutann áhrærir, þá
verður að segjast eins og er að
4 manna föstu starfsliði Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar hefur
ekki auðnast. vegna anna að
svara þeim hundruðum manna
og kvenna, sem til starfa buð-
ust en einbeitt sér að vali fólks
í ofangreindar stöður. Hins
vegar á ég bágt með að trúa því
að „ein ólétt“ hafi sótt um starf
í fullri alvöru, og bágt á ég með
að trúa því að hún hefði verið
valin til þessara starfa i svo
viðkvæmu ástandi.
Iþróttir en ekki skauta, takk!
■ Af hverju ekki að sýna
íshokkí?
■ Bjarni Felixson, kærar
þakkir fyrir góðan íþróttaþátt
síðastliðinn laugardag. Þó var
hvimleiður galli á þættinum. í
lok þáttarins fengunt við
íþróttaáhugamenn enn eina
vatnsgusuna í andlitið. Skautai;
úff, úff. Ég vil sjá íþróttir í
sjónvarpinu, í íþróttaþáttum,
ekki einhverja and... skauta-
hlaupara. Af hverju ekki sýna
íshokkí fyrst skautar eru jafn
vinsælir hjá íþróttafrétta-
mönnum sjonvarpsins og raun
ber vitni.
Síðar unt kvöldið var sýndur
í sjónvarpinu þáttur með
dönsurum sem unnið höfðu til
verölauna sem kölluð eru gyllti
dansskórinn. Sú tímasetning
var út í hött. Skauta- og dans-
þætti hjá sjónvarpinu, á að
sýna sér, svo eðlilegt fólk geti
setið fyrir framan sjónvarpið
unt helgar og horft á sínar
kvikntyndir í friði.
Það væri nær að sýna eitt-
hvað frá yngri flokkunum okk-
ar í hvaða íþrótt sem er, heldur
en að sýna frá verðlaunahöfum
unglinga í skautarugli. Eða
hvernig væri að gera júdó og
öðrum uppgangsíþróttum
hærra undir höfði í íþróttatím-
um sjónvarpsins, bara í guðs
bænum Bjarni og Ingólfur ekki
meira af skautafólki í íþrótta-
þættina.
Iþróttaunnandi
Spurt er hversvcgna ekki
hafi verið keyptar skreiðartöfl-
ur.
Svar: Hjálparstofnun kirkj-
unnar hefur sannarlega keypt
skreiðartöflur, ekki færri en
750 þús. skammta.
Enginn hefur fengið maga-
kveisu, eins og bréfritari er
hræddur um, og stendur til að
senda meira af þeim, þar sem
þær henta. Hins vegar var
mælt með því að stofnunin
legði áherslu á mjólkurduft, til
þeirra svæða, sem nú er unnið
á og þar eð samningur náðist
um mjög gott verð 100 tonna
af því, hefur megináherslan
verið lög á sendingu þess, þ.e.
mikill skortur er á því, en
duftið einhver besta uppistaða
í þeirri tegund fæðublöndu
sem nú er notaðst við . Þess
má geta að nú er unnið við
frekari tilraunir með efnabæt-
ingu fisktöflunnar, og t.a.m.
frændur okkar Danir hafa sýnt
mikinn áhuga á samstarfi um
það verkefni.
Að lokum er spurt hvort
söfnun verði fyrir páska, og er
því til að svara að fyrirhuguð
er söfnun í tilefni árs æskunnar
í samvinnu við framhaldsskóla
landsins í samnorrænu átaki
gegn „apartheid" í S-Afríku.
Um leið og endurteknar eru
þakkir til „einnar óléttrar" fyr-
ir áhuga og hlýhug, vona ég að
svörin teljist fullnægjandi.
Með bestu kveðjum,
f.h. Hjálparstofnunar
kirkjunnar,
Guðmundur Einarsson
framkvæmdastjóri