NT - 25.01.1985, Blaðsíða 23

NT - 25.01.1985, Blaðsíða 23
Föstudagur 25. janúar 1985 23 Iþróttir Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: Víkingar í eldlínunni leika fyrri leikinn gegn Crvenka í Höllinni í kvöld Eldvarnir eru okkar fag Fullkomin þjónustustöð fyrir öll slökkvitæki, eldvarnarkerfi, slökkvikerfi, neyðarlýsingar SEUUM: Allar gerðir handslökkvi- tækja: Eldvarnarteppi, Brunaslöngur, Neyðarlýsingar, Eldvarnarkerfi, Sprinklerkerfi, Halon 1301 kerfi, Reykræstilúgur og margt fleira til eldvarna. ■ Jón Páll Sigmarsson kastar trjábol í 15 stiga frosti. Eins og sjá má þýtur trjábolurinn langt, og varla hafa aörir gert betur en íslenska heljarmennid. Símaniynd: Mora Tidnigar. Mskvlsk liffiii w ntuamiftH „vdíid iygu ir uivarpiu - sagði Jón Páll Sigmarsson þegar NT spurði hann hvort útvarpið hefði sagt það satt að hann hefði verið krýndur „sterkasti maður heims“ í gær ■ í kvöld leika Víkingar fyrri leik sinn gegn Crvenka frá Júgóslavíu í Evrópukeppni bikarhafa í hapdknattleik í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 20.30, en síðari leikur liðanna verður á sunnu- dagskvöld kl. 20.30 Ljóst er að heldur verður á brattann að sækja hjá Víking- um gegn júgóslavneska liðinu, sem eins og júgóslavnesk lið yfirleitt, leikur hraðan og skemmtilegan handknattleik og er eins og búast má við frá landi sem á Ólympíumeistur- um í greininni á að skipa, sterkú Crvenka Bló í síðustu umferð út rúmenska liðið Dynamo Búkarest, eitt af frægari hand- knattleiksliðum heims. Crvenka vann nauman sigur, vann með fjórum mörkum heima eftir þriggja marka tap úti. „Fyrri leikurinn skiptir sköpum," sgir Hilmar Sigur- gíslason, línumaðurinn sterki hjá Víkingi, í samtali við NT í vikunni. „Ef við fáum góðan stuðning áhorfenda, stöndum okkur og náum sæmilegum úrslitum fáum við enn moiri stuðning í síðari leiknum. Okkur hefur tekist að sýna okkar besta í Evrópukeppn- ■ „Ég má ekkert segja. En ég trúi því ekki að útvarpið fari vísvitandi með rangt mál, varla lýgur útvarpið,“ sagði krafta- jötuninn Jón Páll Sigmarsson í samtali við NT í gærkvöld eftir keppnina „sterkasti maður heims“ sem haldin var á út- kjálka í Svíþjóð, í Mora. Eins og landslýð er kunnugt tók Jón Páll þátt í þessari keppni ásamt nokkrum útvöld- um kraftajötnum, og var keppt í alls kyns jötnaþrautum. Blaðamönnum var leyft að fylgjast með keppninni fyrri daginn, í fyrradag, og eftir þann dag hafði Jón Páll for- ystu. Síðari daginn fékk enginn að fylgjast með, og kraftajötn- arnir voru þá fengnir til að skrifa undir skjal þess efnis að þeir mundu ekki segja frá úr- slitum, svo T.W.I. sjónvarps- samsteypan gæti selt sjón- varpsréttinn á keppninni án þess að úrslit væru kunn. Is- lenska útvarpið náði upplýs- ingum í gær frá keppninni eftir krókaleiðum að því er það sagði og líklegt verður að telja að þær upplýsingar séu réttar. Samkvæmt því sigraði Jón Páll, og fékk titilinn „sterkasti maður heims,“ fékk 57 stig. Hollendingurinn Waulters varð annar með 51,5 stig og Bretinn Geoff Capes þriðji með 49 stig. Jón Páll sagði í samtali við NT í gær að hann væri búinn að skrifa undir „þagnarsamn- ing“. Hann sagði að keppnin hefði gengið mjög nærri sér, hefði tekið tíma frá morgni til kvölds og hefði verið mjög erfið. Fyrri daginn var keppt í því að draga vöruflutningabíl. kasta trjábol, halda á „dala- hesti“ útréttum örmum í sem lengstan tíma og aö lyfta stór- um grjóthnullungum. Eftir fyrri daginn hafði Jón Páll forystu í keppninni, en Bretinn Capes var annar. I gær var svo keppt í því að hlaupa 80 metra með sleða hlaðinn 400 kg hlassi eftir ís, hlaða vörubíl með átta 80 kg ískíumpum, lyfta trjábolum. og var sá þyngsti 240 kg, og Jón Páll Sigmarsson beri titil- inn „sterkasti maður heims". inni til þessa, og ég hef trú á því að við getum unnið ef við fáuni dyggan stuðning," sagði Hilmar. Allir sterkustu leikmenn Víkings eru heilir. Áfram Vík- incur. ■ Þorbergur Aðalsteinsson og félagar í Víkingi standa í ströngu í kvöld. Ásgeir frá í 2-4 vikur ■ Ásgeir Sigurvinsson knatt- spyrnumaður í Stuttgart, íþróttamaður ársins 1984, meiddist í hné í vikunni, og verður frá keppni í tvær til fjórar vikur, samkvæmt heim- ildurn NT. Þetta er mikið áfall fyrir Stuttgart, sent hefur átt sterka leikmenn á sjúkralista í allan vetur, en búist var við að nú mundi birta. Það er þó ekki að sjá, Guida Buchwald fótbrotn- aði að nýju á dögunum, og varnarmaðurinn sterki Hans Peter Makan er meiddur. Nú þegar Ásgeir, sterkasti maður liðins, er meiddur er ástand liðsins slæmt. síðast var farið í sjómann. „Ég gekk,“ sagði Jón Páll. má ekkert segja hvernig þetta En líkur benda allar til að ■ „Dalahestur" í heljargreipum. Ein þrautin í keppninni var sú að halda sem lengst á þessum „dalahesti" útréttum örmum. Símamynd: Mora Tidni^ar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.