NT - 25.01.1985, Blaðsíða 21
Föstudagur 25. janúar 1985 21
Agatha Christie:
Músagildru-
byssan seld
á 30.000 kr
London-Reuter
■ Byssa sem notuö var í leik-
riti Agöthu Christie, „Músa-
gildrunni,“ var seld á uppboði
í gær í London. Hún fór á 600
pund (30 þús. kr.). „Músa-
gildra“ Agöthu fékk metað-
sókn í London á sínum tíma.
Colt skambyssan var notuð á
sviðinu í 10 ár, en leikritið hefur
verið sýnt í 32 ár. Ekkert leikrit er
talið hafa verið svo lengi á fjölun-
um.
Kona, sem keypti byssuna, ósk-
aði nafnleyndar og fylgdi ekki
fréttinni hvað hún hefði í huga
með kaupunum.
Fríðarleiðtogi syrgir
■ Alfonsin forseti Argentínu lagði í gær blómakrans við minnismerki Indiru Gandhi á bökkum hins heilaga fljóts
Yamanu. Á þessum stað var Indira brennd samkvæmt siðvenju Indverja. Alfonsin er á fundum með leiðtogum fimm
ríkja sem ræða um afvopnunar- og kjarnorkumál. Markmið funda þeirra er að leggja grunn að alþjóðlegu frumkvæði
sem ætlað er að stuðla að raunverulegum afvopnunarviðræðum risaveldanna. Auk Alfonsin taka þátt í fundunum
forsætisráðherrar Indlands, Grikklands og Svíþjóðar og einnig forsetar Mexíkó og Tansaníu. Fundunum verður
framhaldið í Aþenu 31. janúar n.k.
Ítalía:
■ Bandaríska geimferjan, Discovery, tafðist um 24 klukkustundir
vegna ísingar á Canaveral-höfða. Hér er tæknimaður bandansku
geimferðastofnunarinnar að kanna spenni rétt hjá skotpalli ferjunn-
ar í fyrradag þegar ferðinni var frestað. Geimferjan lagði síðan af
stað í hinn dularfulla herleiðangur klukkan 19.50 að íslenskum tíma.
Símamynd-POLFOTO
Geimferjan í
herleiðangri
Þúsundir sofa
úti vegna jarð
skjálftahættu
Houston-Reutcr
■ Bandaríska geimferjan,
Discovery, lagði í gær af stað í
leyniferð fyrir bandaríska her-
inn eftir eins sólarhrings töf
vegna ísingar.
Engar fréttir verða birtar af
för ferjunnar þar sem banda-
ríski flugherinn hefur fyrirskip-
að fréttabann og lítið er vitað
um markmið ferðarinnar. Hern-
aðarsérfræðingar telja að ferjan
hafi innanborðs háþróuð tæki
til að hlera boðskipti Sovét-
manna en talsmenn flughersins
hafa hvorki viljað staðfesta það
né neita því.
Það er ekki einu sinni vitað
hvað ferð geimferjunnar á að
standa lengi að öðru leyti en því
að tilkynnt verður um lending-
una með sextán klukkustunda
fyrirvara.
Prátt fyrir fréttabannið hefur
bandaríska geimferðastofnunin
skýrt frá því að í ferðinni verði
prófaður sérstakur búnaður sem
nota á til að senda gerfihnetti á
braut úr ferjunni. Þessi búnaður
hefur einu sinni verið notaður
með þeim árangri að það mis-
tókst að senda tvo fjarskipta-
hnetti á braut sína.' Takist að
laga búnaðinn verður hann not-
aður í fjórum af ferðum geim-
ferjunnar nú í ár en samtals er
áætlað að hún fari í 12 ferðir á
árinu.
Lucca, Ítalíu-Reuter
■ Mörg þúsund ítalir létu
fyrirberast úti undir berum
himni í fyrrinótt vegna jarð-
skjálftaaðvörunar á Mið-
Italíu.
Eftir nokkra væga skjálfta
í Mið-Ítalíu í fyrrakvöld lýstu
stjórnvöld yfir 48 klukku-
stunda hættuástandi í tíu litl-
um borgum og bæjum í hér-
uðunum Lucca í Tuscany og
Modena í Emilia-Romagna.
Samtals búa um 56.000
manns í þessum bæjum.
Flestir sváfu í bílum, sem
Sharon tapaði málinu
gegn tímaritinu Time
- en telur sig hafa unnið siðferðilegan sigur
New York-Reuter
■ Kviðdómur í Bandaríkjun-
um sýknaði í gær tímaritið
Time af skaðabótakröfu land-
varnarmálaráðherra ísraels,
Ariel Sharon, sem höfðaði
meiðyrðamál gegn Time vegna
ummæla tímaritsins um aðild
hans að fjöldamoröi á Palest-
ínumönnum í flóttamannabúð-
um í Beirút 1982.
Sharon hafði krafist 50 millj-
ón dollara skaðabóta vegna
fréttar Time-tímaritsins. Þeirri
kröfu hans var hafnað þar sem
samkvæmt bandarískum lögum
varð að sýna fram á að Time
hefði með vilja birt logna frétt
til að ófrægja Sharon.
Áður hafði kviðdómurinn
hins vegar komist að þeirri
niðurstöðu að frétt tímaritsins,
um að Sharon hefði rætt um
nauðsyn hefndar við leiðtoga
Falangista, væri tilhæfulaus en
það voru liðsmenn Falangista
sem stóðu að fjöldamorðunum.
Kviðdómurinn, sem í voru fjór-
ar konur og tveir karlmenn,
taldi að Time hefði sýnt kæru-
leysi við öflun og staðfestingu
fréttar sinnar en hefði samt
ekki ætlað að ófrægja Sharon
viljandi með ósannindum.
Eftir réttarhöldin sagðist
Sharon ánægður með niður-
stöðuna þótt hann hefði tapað
skaðabótakröfunni. Hann
sagðist hafa komið til að sanna
að Time hefði logið og sér
hefði tekist það.
Það tók kviðdóminn ellefu
daga að komast að niðurstöðu.
lagt var á bersvæði, fóru til
ættingja sem búa annars
staðar, eða sváfu í opinber-
um byggingum.
Mikil skelfing greip marga
þegar útvarp og sjónvarp
gáfu út tilkynningu um
hættuástandið, símalínur
lokuðust vegna ofnotkunar
og miklar umferðartafir urðu
á vegum frá borgunum.
Jarðfræðingar sögðu að hætt-
an væri að mestu liðin hjá í
gærkvöldi þegar 24 klukku-
stundir höfðu liðið án þess
að frekari jarðskjálftar yrðu
að undanskyldum smájarð-
hræringum sem ekki fundust
en mældust á jarðskjálfta-
mæla.
Þótt hættan sé nú að mestu
liðin hjá verða skólar í bæj-
unum lokaðir í dag.
Þetta er í fyrsta skipti sem
ítalir grípa til varúðarráð-
stafana af þessu tagi. í mikl-
um jarðskjálftum árið 1980
létust 2.500 manns og voru
stjórnvöld þá harðlega gagn-
rýnd fyrir seinagang við
björgunaraðgerðir.
V-Þýskaland:
Springer fundinn
- ræningjanna leitað
Ziirich-Reuter
■ Sven Axel Springer,
sonarsonur blaðakóngsins
Axel Springer, er fundinn
heill á húfi. V-þýska lögregl-
an taldi á miðvikudag að
honum hafi verið rænt og
sagði talsmaður lögreglunnar
að gífurlegs lausnargjalds
hefði verið krafist (195 mill-
jóna kr.)
Sven Axel hringdi í móður
sína seint á miðvikudgskvöld
og sagðist vera á Zúrich-flug-
velli. Hann sagði að ræningj-
arnir hefðu komið sér þang-
að og að honum hefði ekki
verið gert neitt mein.
Lögreglan hefur efast um
að mannrán hafi átt sér stað.
Framkvæmdastjóri útgáfu-
fyrirtækis Springers í
Hamborg, hefur sagt að
lausnargjald hafi ekki verið
greitt.
Talsmaður lögreglunnar í
Chur sagði í gærkveldi að
lögreglan hefði hafið um-
fangsmikla leit að ræningjum
Springers. Lögreglan hefur
nánast engar upplýsingar
veitt fjölmiðlum um málið,
en þó hefur komið fram að
bíll af tegundinni Ford Fiesta
og gamall Mercedes Benz
eru viðriðnir málið. Einnig
hefur komið fram að einn
ræningjanna talaði ensku en
þó virtist enska ekki vera
móðurmál hans.
Mercedes Benz 200 1978
Munið skiptimöguleikana hjá
okkur.
Mercedes Ben/. 230 1974
Engin sölulaun eru af bílum
sem við tökum uppí.
Fial panda 34, 1983.
HV-K.IÓR eru sérkjör.
l ial Uno 45 Super 1984.
I'iat Uno var mest seldi bíll á
íslandi I9S4.
AMC Malador 1978.
Hinn með öllu á spes-kjörum.
Ford Fairmonl 1978.
CJott verð - góð kjör.
Alfa Sud 1978.
Flestir gcta cignast bíl með
okkar frábæru EV-kjörum.
Fiat 125, 1982.
Allir fara akandi frá EV því
enginn gcngur framhjá EV-
K.IÖRUM.
EV-salurinn
Egill Vilhjálmsson hf.
Smiðjuvegi 4.
Símar 79944-79775