NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 27.08.1985, Qupperneq 7

NT - 27.08.1985, Qupperneq 7
Imfin Þriðjudagur 27. ágúst 1985 Heróínmet í Hollandi Amsterdam-Kcuter ■ Hollenska lögreglan skýröi frá því að hún hefði lagt hald á 45 kíló af heróíni og handtekið níu Kínverja sem hugðust smygla því til Frakklands. Þetta er mesta magn heró- íns sem hollenska lögregl- an hefur lagt hald á í einu til þessa. Að sögn talsmanns lög- reglunnar kom heróínið frá „Gullna þríhyrningn- um" íThailandi. Söluverð þess var metið á um fimm milljónir dollara (200 milljónir ísl. kr.) í Hol- landi en í Frakklandi hefði það tvöfaldast í verði. Utlönd Saklaus leyniþjónusta? Franska leyniþjónustan sögð hugsanlega saklaus af því að sökkva Rainbow Warrior París-Reuter ■ Franska stjórnin birti í gær skýrslu rannsóknarnefndar, sem skipuð var til að kanna hvort franska leyniþjónustan hefði átt aðild að sprengjutil- ræðinu gegn Rainbow Warrior skipi grænfriðunga, sem var sökkt í nýsjálenskri höfn í sein- asta mánuði. í skýrslunni kemur fram að nefndin fann ekkert sem sannaði að franska leyni- þjónustan hefði átt aðild að tilræðinu. En á hinn bóginn kom ekkert fram í rannsókn nefndarinnar sem afsannaði slíka aðild. Bernard Tricot, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni. segist sjálfur telja að franska leyniþjónustan hafi ekki sökkt Rainbow Warrior. En hann viðurkenndi að hann byggði þetta álit sitt fyrst og fremst á persónulegu mati sínu á því að þeir yfirmenn leyniþjónustunn- ar. sem hann hefði rætt við. hefðu sagt satt og rétt frá. Franska leyniþjónustan hefur viðurkennt að starfsmenn lienn- ar fylgdust með skipinu Rain- bow Warrior og að „hjón" sem handtekin voru á Nýja Sjálandi skömmu eftir sprengjutilræðið séu félagar í leyniþjónustunni. Ennfremur hefur hún viður- kennt að þrír aðrir meðlimir leyniþjónustunnar hafi fylgst með skipinu. Einn maður lést þegar Rain- bow Warrior sökk þann 10. júlí síðastliðinn. Iran: „Hitler“ glæpon tekinn höndum Tchvrun-Keutcr ■ Lögreglan í Tcheran höfuð- borg írans hcfur handtekið þrettán manna gkcpahóp sem var undir forystu 6I árs gamals þorpara sem var kallaður „Mahmoud Hitler". Að sögn íranskra blaða er talið aö glæpahópur þessi beri ábyrgð á að minnsta kosti tíu moröum og um 40 vopnuðuni ránum. Blöðin vitnuðu í heimildamcnn innan lög- reglunnar sem sögðu að glæpa- mennirnir liefðu oft dulhúist scm lögreglumenn eða sem byltingar- vcröir þegar þeir frömdu myrkra- verk sín. ffl s g i i- i ' A .. *,.> ,.v. -1* ’ y - ■ Mörg svört börn í Suður-Afríku neita að mæta í skóla í mótmælaskyni við kynþáttastefnuna. Lögreglan hefur nú gripið til þess ráðs að handtaka þau ef þau sjást á ferli á skólatíma. Trevor Tutu í fangelsi: Sonur friðarverðlaunahafa fangelsaður í Suður-Afríku Fann að fangelsun átta ára barna Jóhanncsarborg-Kcuter ■ Lögregluyfirvöld í Suður- Afríku skýrðu frá því í gær að Trevor Tutu sonur Desmonds Tutu biskups og friðarverðlauna- hafa Nóbels hefði verið hand- tekinn. Handtaka Trevors Tutu var gerð í nafni neyðarlaga sem lögreglan hefur notað til að handtaka mikinn fjölda stjórn- arandstæðinga í Suður-Afríku undanfarnar vikur. Sjónarvottar segja að Tutu hafi veriö handtekinn fyrir að segja í heyrenda hljóði „skammarlegt" þegar nafn á átta ára gömlum dreng var lesið upp í réttarsal í svertingjaborg- inni Soweto. Drengurinn var í hópi 92 barna sem voru leidd fyrir réttinn vegna ákæru um aö þau mættu ekki í skólann. Tutu, sem er 29 ára, fékk aðvörun frá lögreglunni um að hafasighægan. Enhannmanaði lögreglumennina að handtaka sig sem þeir og gerðu. Margir svartir skólanemend- ur hafa mánuðum saman neitað að mæta í skólann í mótmæla- skyni við kynþáttamisréttið sem m.a. kemur fram í því að skólar blökkumanna fá miklu lægri fjárveitingar frá ríkinu til að kaupa kennslugögn en skólar hvítra. í seinustu viku voru mörg hundruð skólabörn hand- tekin fyrir skróp. Nemendurnir 92, sem mættu fyrir réttinn í Soweto fengu aö fara frjálsir ferða sinna eftir að foreldrar þeirra greiddu trygg- ingarfé eða lofuöu að tryggja að þeir mættu i skólann eða yröu heima á skólatímanum ella. Lögfræðingar Trevors Tutu segja að hann verði líklega hafð- ur í haldi í fjórtán daga en lögreglan hcfur ekki viljað stað- festa að svo verði. Bretland: Ónæmistæring banamein fyrrverandi ráðherra? I.ondon-Kcutcr. ■ Breskt sunnudagsblað hcldur því fram að fyrrverandi ráðhcrra í íhaldsstjórninni, Avon lávarður. sem lést fyrir rúmri viku, hafi verið með ónæmistæringu. Læknar, sem önnuðust Avon lávarð, hafa hvorki viljað ncita né staðfcsta frétt blaðsins. Avon lávarður var 54 ára gamall. Hann hafði umsjón með umhvcrfismálum í ríkisstjórn Thatcher þar til í mars síðastliðn- um að hann fékk lausn frá cmbætti vcgna sjúkleika. Opinberdánaror- sök var heilabólgur scm útilokar ekki að hann hafi verið meö ónæmistæringu þar sem ónæmis- tæring brýtur niður varnarkerfi líkamans við sjúkdómum. Avon lávarður var sonur fyrr- verandi forsætisráðhcrra Brctlands, Anthonys Edens lávarðs. EBE-atvinnuleysi I.uxembourg-Reutcr ■ Atvinnuleysi í ríkjum Efna- hagsbandalags Evrópu var 11 % í júlímánuði að sögn reikni- stofnunar bandalagsins. Þetta er nokkur aukning frá því í júní og einnig nokkuð meira at- vinnuleysi en í júlí í fyrra þegar það var 10,6%. Atvinnuleysingjar í ríkjum EBE teljast nú vera 12,4 millj- ónir. Atvinnuleysingjum fjölg- aði því sem næst um 400.000 frá því í júní. Fjölgun atvinnu- lausra kvenna var sérstaklega áberandi. Tölur EBE um atvinnuleysi ná ekki yfir Grikkland þar sem aðrar aðferðir eru notaðar þar við skráningu atvinnuleysingja en í öðrum EBE-löndum. Fjöldi atvinnuleysingja í EBE-löndum: írland JÚIÍ1985 Júní 1985 JÚIÍ1984 17,8 17,6 16,4 Holland 13,6 13,2 14,6 Belgía 13,5 12,3 14,7 Ítalía 12,9 13,1 11,7 Bretland 12,3 12,1 11,8 Frakkland 9,8 9,6 9,5 8,2 V-Þýskaland 8,2 8,0 Danmörk 7,9 7,9 8,9 Luxembourg 1,5 1,5 1,6 EBE 11,0 10,8 10,6 Aftökulistarnir lengjast stöðugt í Bandaríkjunum Washington-Rcutcr. ■ Samkvæmt upplýsing- um, sem bandaríska dóms- málaráðuneytið birti um helgina, biðu 1.405 dauða- dæmdir fangar aftöku sinnar í 32 ríkisfangelsum um sein- ustu áramót. Allir voru þessir fangar dæmdir til dauða vegna morðs. Aðeins 17konurvoru í hópnum og aðeins um helmingur var af hvítum litarhætti þótt mikill meiri- hluti Bandaríkjamanna sé hvítur á hörund. Um helm- ingur var á aldrinum 25-34 ára. Samkvæmt skýrslu dóms- málaráðuneytisins voru 280 fangar dæmdir til dauða á seinasta ári en aðeins 21 tekinn af lífi. Algengustu aftökuaðferðirnar cru raf- magnsstóll eða bænvæn eit- urgjöf í æð. Gasaftökur eru notaðar í átta fylkjum, heng- ingar tíðkast í fjórum og í þremur fylkjum eru dauða- dæmdir fangar skotnir. Dómsmálaráðuneytið gaf ekki upp tölur yfir þetta ár. En samkvæmt upplýsingum samtaka, sem berjast fyrir jafnrétti fólks af dökkum lit- arhætti, hafa 16 verið teknir af lífi það sem af er árinu og dauðadæmdum föngum hef- ur fjölgað uppí 1.540. Dauðarefsing var aftur tekin upp í Bandaríkjunum árið 1976 eftir að hæstiréttur kvað upp þann úrskurð að hún bryti ekki í bága við stjórnarskrána. Síðan hefur dauðadómum fjölgað stöð- ugt og hafa aldrei verið fleiri dauðadæmdir fangar í bandarískum fangelsum en einmitt nú. S i NEWSIN BRIEF~\ August 26 Reuter. BONN - Chancellor Hel- mut Kohl will decide on possible dismissals in West Germany‘s gravest spy scandal after getting a det- ailed report this week, the government said. The scandal surrounding the defection of top spy-catc- her Hans Joachim Tiedge to East Germany last week escalated with the arrest of a suspect in Pres- ident Richard Von Weiz- aecker‘s office. • NAIROBY - Uganda's new military rulers began peace talks in Nairoby witli the rebel National Resistance Army (NRA), most important of the gu- errilla groups opposed to ousted President Milton Obote. • PARIS - An official rep- ort gave a highly qualified „not guilty“ verdict on allegations that the French secret service sank the Greenpeace environmen- talist group‘s ship Rain- bow Warrior in New Zea- land last inonth. • UNITED NATIONS - The Prcsident of the U.N. General Assembly, Amb- assador Paul Lusaka of Zambia, called for mand- atory sanctions against So- uth Africa to force it to grant indcpcndence to Namibia (South West Afr- ica). MIAMI - Prosecutors in the trial of two men accus- ed of conspiring to kill the s Honduran President filed Of a motion seeking to bar CQ testimony that the U.S. ^ central intelligence agency (CIA) authorized the al- lcged plot. • BRASILIA - Brazilian Financc Minister Fra- ncisco Dorncllcs submitt- ed his resignation and it was accepted by Presidcnt Jose Sarney. The move followed the sacking of a scnior finance ministry ollicial who publidy critic- ised Sarney‘s handling of the cconomy. COLOMBO - Security forces killed 10 Tamil sep- aratist guerrillas in a jungle battle in Eastcrn Sri Lanka while in the north rcbels held up a train, the Defence Minis- try said. «/> & s BEIRUT - Scattercd shclling punctured a fra- ^ gile four-day-old ceasefire t/> in Beirut and State Radio §£ said a bomb was found last Uj night at a mosque where ^ Lebanon's Sunni Moslem leader was due to preach. Experts dcfused the bomb. • MANAGUA - Vice-Pres- I ident Sergio Ramirez al- , leged the Unitcd States 1 had drawn up contingcncy plans for the assassination of Nicaragua‘s entire le- ' adership in the event of a I U.S. invasion. • I STOCKHOLM Sweden’s opposition Con- ' servative Party demandcd i an investigation into a I Swedish-aided paper mill . project in Vietnam which it said was using some 117.000 women as forced , labourers. NEWSIN BRIEF.l

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.