NT - 27.08.1985, Blaðsíða 10

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 10
varahlutir ■ varahlutir Hedd hf. Skemmuvegi M-20 Kópavogi Varahlutir - ábyrgi-r viðskipti Höfum 'fyrirliggjandi varahluti í flestar tegundir bifreiöa, m.a. Galant 1600 arg '7$ wolvo 343 árg 79 Subaru 1600 árg 79 Honda Civic árg 79 Datsun 120 A árg 79 Mazda 929 árg 77 Mazda 323 árg 79 Mazda 626 árg 79 Mazda 616 árg 75 Mazda818árg 76 Toyota M II árg 77 Toyota Cressida 79. Toyota Corolla árg 79 Toyota Carina árg 74’ Toyota Celica árg 74 Datsun Diesel árg 79 DatSun 120 árg 77 Datsun 180 B árg 76 Datsun 200 árg 75 Datsun 140 J. árg 75 Datsun 100 A árg 75 Daihatsu Carmant árg 79 Audi 100 LS árg 76 Passat árg 75 (^pelfleesfd árg 74 VW 1303 árg 75 C Vega árg 75 • Mjniarg 78 Ránge Rover árg 75 Bronco árg 74 Wagoner árg 75 Scout II árg 74 Cherokee árg 75 Land Rover árg 74 Villis árg '66 Ford Fiesta árg '80 Wartburg árg '80 Laaa Safir árg '82 Landa Combi árg '82 Lada'Sporl árg'80 Lada 1600 árg '81 Volvo 142 árg '74 Saaþ99 árg 76 Saáb 96 árg 75 Cortina 2000 árg 79 Sc&Jt árg 75 V-díhevelle árg 79 A-$egro árg '80 Tráhsit árg '75 Skpdi 120 árg'82 Fiat 132 árg 79 Fiat 125 P árg'82 F-Fprmont árg '79 f-i5ranada árg 78 Ábyrgð á öllu, allt inni þjöppumælt' og gufuþvegið. Vélar yfirfarnareða uppteknar með allt að 6 mánaða ábyrgð. ísetning ef óskað er. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs og jeppa. Staðgreiðsla. Opið virka daga frá kl. 9-19 laugardaga kl. 10-16. Sendum um land allt. Hedd h.f. síma 77551 og 78030 Reynið viðskiptin ökukennsla Kenni á Audi ‘82. Nýir nemendur geta byrjað strax og greiða aðeins tekna tíma. Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi. Æfing í borgarakstri. Læriði þar sem reynslan er mest. Greiðslu- kjör, ennfremur Visa og Eurocard. Símar 27716 og 74923. Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar. húsnæði óskast Húsnæði óskast Barnlaust par í námi óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð til vors. Reglu- semi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 94-3348 eftir kl. 19.00. Aðalpartasalan Sími 23560 Autobianci 77 Buick Appalo 74 AMCHornet'75 HondaCivic’76 AustinAllegro'78 Datsun100A’76 AustinMini'74 Simca1306'77 !ChevyVan’77 ' Simca1100'77 ChevroletMalibu’74 Saab99 '73 Chevrolet Nova'74 Skoda120L'78 DodgeDart'72 Subaru4WD'77 DodgeCoronet'72 Trabant’79 Ford Mustang 72 Wartburg 79 FordPinto’76 ToyotaCarina'75 Ford Cortina 74 ToyotaCorolla'74 FordEscort'74 Renault4’77 Fiat 131 77 Fiat 132 76 Fiat 125 P 78 Ladai 600 '82 Lada 1500 '78 Lada 1200 '80 Mazda323’77 Mazda929'74 Volvo145 74 VW1300-1303 '74 Renault5'75 Renault12’74 Peugout 504 74 Jeppar Wagonéer 75 RangeRover'72 Scout 74 Ford Bronco '74 VW Passat '74 MetcuryComet 74 Abyrgð á öllu, kaupum bíla til niðurrifs, sendum um land alit. Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga frá kl. 10-16. Aðal- partasalan Höfðatúni 10, sími 23560. bílaleiga REYKJAVÍK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN HORNAFIRÐI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent Forstöðumaður Búnaðardeild Sambandsins óskar að ráða forstöðumannfyrirvélaverslunarsviðdeildar- innar. Leitað er eftir manni með haldgóða þekkingu á innflutningi og markaðssetningu ásamt áhuga með undirstöðuþekkingu á vélum og tæknibúnaði. Starfið er umfangsmikið og fólgið í daglegri stjórnun rekstursins ásamt miklum samskipt- um við innlenda sem erlenda viðskiptaaðila, Kunnátta í ensku og minnsta kosti einu Norðurlandamáli ásamt reynslu í erlendum bréfaskiptum nauðsynleg. Upplýsingar um starfið gefur starfs- mannastjóri og framkvæmdastjóri Bún- aðardeildar Sambandsins. Umsóknir sendisttil starfsmannahalds Sam- bandsins. Umsóknarfresturtil 10. september SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALO LINDARGÖTU 9A fff Þriðjudagur 27. ágúst 1985 10 uJJ Kvi kmynd i r ■ Madonna er geysivinsæl um þessar mundir og nú gefst okkur tækifæri til að sjá hana sem efnilega leikkonu í kvikmyndinni „Örvæntingarfull leit að Susan“. Þrælskemmtileg leit að Susan ■ Rcgnboginn: Örvæntingarfull leit að Susan (Desp- erately Seeking Susan) Stjórn: Susan Seidelman. Handrit: Leora Barish. Kvikmyndataka: Edward Lachman. Framleiðendur: Midge Sanford og Sara Pillsbury. Dreifandi: Orion kvikmyndasam- steypan. Helstu hlutverk: Madonna, Rosanna Arquette, Aidan Quinn. Fjör, spenna, plott, góð tónlist, mismunandi gildismat „góðborgara" og „utangarðsmanna" - vá, ef ég væri ennþá unglingur hefði ég hiklaust farið að sjá kvikmyndina „Örvæntingarfull leit að Susan“ mörgum sinum því hún er þrælskemmtileg og ég yrði ekki hissa ef hún slægi í gegn meðal íslenskra unglinga því rokkstjarnan Madonna leikur annað aðalhlutverk- ið og skilar því bara ansi vel. Það er athyglisvert að aðstandend- ur kvikmyndarinnar eru aðallega konur. Og ég leyfi mér bara að óska þeim til hamingju því þótt konur standi körlum síður en svo að baki í kvikmyndgerð hafa þær átt erfiðara uppdráttar, sérstaklega í Bandaríkj- unum þar sem karlveldið og gróða- hugsunin er alls ráðandi. Islendingar ættu að kannast við leikstjórann, Susan Seidelman því kvikmynd henar „Brot“ (Smither- eens) var sýnd á kvikmyndahátíð Listahátíðar 1983 og síðar í sjónvarp- inu. Seidelman er úr hópi þeirra leikstjóra sem gert hafa hinarsvoköll- uðu „New York myndir“ sem hug- myndafræðilega sækja meira til evr- ópskra kvikmynda en Hollywood- glansmynda þar sem söguþráðurinn eða atburðarásin er ekki þungamiðja myndanna heldur byggjast þær á sam- spili tilfininga, tóna, takti, Ijósa og lits - til að skapa sérstakt andrúmsloft eða ákveðna spennu. „New York myndirnar" eru yfirleitt ntjög ódýrar í framleiðslu á mælikvarða Hollyw- ood glansmyndanna og gjarnan tekn- ar á svart/hvíta filmu. Kvikmyndin „Stranger than Paradise“ eftir Jim Jarmusch sem sýnd var í Laugarásbíói í vor er einmitt ein slík mynd. Hvað unt það, í „Örvæntingarfullri leit að Susan" rær Seidelman á mið Hollywoodmyndanna en blandar stíl þeirra og New York myndanna og eigin kímnigáfu, sem hún virðist hafa í ríkulegum mæli. sarnan og útkoman er þrælskemmtileg mynd sem þó er orðin helst til farsakennd og útþynnt I UMSÖGiX í lokin en við látum það liggja á milli hluta. Myndin er fyrst og fremst skemmtileg, leikurinn góður og tækni- mennirnir skila snoturri vinnu. Söguþráður „Örvæntingarfullrar leitar að Susan" er margslunginn og ég ætla ekki að gera væntanlegum áhorf- endum það ógagn að rekja hann í smáatriðum. En Róberta, önnur aðalpersónan (Rosanna Arquette) er gift hrútleiðinlegum og sjálfselskum efnuðum manni sem rekur sund- laugabúð (sundlaugabúð! af öllu, það hefði varla getað verið hallærislegra, jú. nema maðurinn hefði átt verk- smiðju sem framleiðir pulsuskinn). Fæddur 25. júní 1911 Dáinn 14. ágúst 1985 ■ Nú er skarð fyrir skildi, þegar fallinn er Þórður Hjálmsson. Þykir okkur vinum hans það vandfyllt. Ég var einn þeirra sem áttu því láni að fagna að kynnast honurn náið. Tíður gestur var ég á heimili hans. Par var oft spjallað um landsins gagn og nauðsynjar enda bar marga að garði. Hjá Þórði var öllunt tekið af sama höfðingsskapnum. Á þessari stundu er mér efst í huga hjartahlýja Þórðar og hressilegur frá- Róberta er vansæl í hjónabandinu en hún er kona sem gerir ekki miklar kröfur og bætir sér leiðann upp með því að lesa einkamálasíður dagblað- anna og horfa á gamla slagara með Laurence Olivier í sjónvarpinu á síð- kvöldum. Hún hefur um nokkurt skeið fylgst með örvætingarfullri leit Jims nokkurs að Susan (Madonna) á einkamálasíðunum en Jim hefur verið að leita Susan í nokkrum fylkjum Bandaríkjana og þegar myndin hefst hefur leitin borist til New York. Jim biður Susan í auglýsingunni nú að hitta sig í ákveðnum almenningsgarði og þar sem Róberta býr eimitt í borginni ákveður hún að fara á stúf- ana til að sjá þessar „frægu" persónur, hina eftirsóttu Súsan og hinn örvænt- ingarfulla Jim. Og síðan hefst sögu- flækjan þar sem ýmislegt óvænt gerist. Susan og Roberta hittast ekki fyrr en um síðir en þær flækjast inn í skartgriparán og morðmál fyrir tilvilj- un og vafasamur maður er á höttun- um eftir þeim. Og svo blómstrar ástin og alvöruleysið... Góða skemmtun! Margrét Rún Gumundsdóttir. P.S. Steini poppskríbent segir mér að LP-plata Madonnu „Like a Virgin“ sé aftur komin á topp 10 í Bretlandi. Það skyldi þó ekki vera vinsældum þessarar myndar að þakka? sagnarmáti. Oft bar æskustöðvarnar á góma í okkar tali. En þó voru það menn og málefni á Akranesi sem mest var um fjallað og iðulega í léttum tóni, því gamansemi Þórðar oggóðlátleg fyndni var annáluð. Eg hef ekki í hyggju að rekja í þessari stuttu grein uppruna eða ævi- feril þessa öðlings, heldur vil ég með þessum fáu orðum þakka honum að leiðarlokum hvern kynningar- og samverudaginn öðrum betri. Eg votta fjölskyldu hans innilega sarnúð. Guðmundur Björnsson Þórður Hjálmsson framkvæmdastjóri, Akranesi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.