Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 3
7.12.2003 | 3 4 Flugan Það var vængjasláttur á Flugunni í tveimur útgáfuteitum, á frumsýningu Opinberunar Hannesar og Írafárstón- leikum. 6 Birna Anna óttast að samfara aukinni hnattvæðingu verði fegurðarskynið æ einsleitara og smám saman verði allir eins á að líta. 6 Lofar góðu Heiðrún Lind Marteinsdóttir laganemi setur markið hátt og ætlar að grípa þau tækifæri sem gefast í framtíðinni. 8 Púlsinn Rebekka Rán Samper dregur upp mynd af Þórhalli Guðmundssyni miðli og spyr hann út í þennan heim og annan. 10 Stríðið við illskuna í manninum Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, lítur á starf sitt sem hugsjón og sinnir því af köllun. Baráttan um hið góða og hið illa í manninum er hugð- arefni hans í lífi, trú og starfi. 16 Allt fyrir fegurðina Augnlokaaðgerðir eru algengustu fegrunaraðgerðirnar hér á landi, því næst brjóstastækkanir og fitusog. Gera má ráð fyrir að fegrunaraðgerðir af ýmsu tagi séu um 900 á ári. 24 Fjölskyldan og ættarleyndarmálið Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörð- ur segir meðal annars frá leyndum ættar- tengslum við Grím Thomsen ljóðskáld, en hann er sagður faðir Sigurlaugar langömmu hennar. 29 Straumar Egill Ólafsson hefur um árabil fengist við leikhústónlist og sendir frá sér disk með 29 lögum úr átta leikritum. Ferðalag í frumskógum Afríku, tíska, hönnun, kvikmyndir, matur og vín. 42 Jamie Oliver 42 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkrum hliðum á mannlegum málum. 45 Kona eins og ég Marta Nordal leikari svarar nokkrum spurningum eftir bestu samvisku. 45 Frá mínum sófa séð og heyrt Valgeir Guðjónsson mælir með geisla- diski, myndbandi, sjónvarpsþætti, bók og vefsíðu. 46 Pistill Þorsteinn J. heldur að fátt sé okkur til jafnmikils andlegs tjóns og orðið: Hag- ræðing. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. Forsíðumyndina tók Golli í stúdíói Morgunblaðsins þriðjudaginn 2. desember 2003. 10 L jó sm yn d: G ol li 32 3024 Hver er þinn mesti veikleiki? Þetta er spurning sem fáir kæra sig um að svara hreinskilnislega, a.m.k. á opinberum vettvangi. Flestir eru efalítið varir um sig og telja einlægt svar til þess eins fallið að gefa höggstað á sér. Raunar hikaði Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, svolítið áður en hann svaraði þessari spurningu í samtali við Árna Þórarinsson. „Ég er kannski of opinn. Bæði í þeim skilningi að ég segi stundum mína skoðun of umbúðalaust og svo þeim að ég hleypi ýmsu að mér, langar til að trúa fólki og er kannski full trúgjarn. Því miður er reynslan í starfinu sú að margir skrökva,“ sagði hann. Blekkingarnar eru allt um kring og birtast með marg- víslegum hætti - og ekki bara í orði. Í eðli sínu eru fegrunaraðgerðir ein tegund blekkingarinnar, en þær ganga út á að breyta ásjónu manna og hafa átt síauknum vinsældum að fagna nánast um allan heim. Í pistli sínum kemur Birna Anna fram með þá tilgátu að um leið og allir verði jafn fallegir eftir fegrunar- aðgerðir verði þeir nokkurn veginn eins. „Allir fallegir og hégómi úr sögunni. Nema að hégómi fari að snúast um að „skera sig úr fjöldanum...“ , segir hún. Kannski er hégóminn einmitt helsti veikleiki fólks sem og að eiga erfitt með að segja satt af hræðslu við að koma sér í bobba. Í greininni Allt fyrir feg- urðina eftir Steingerði Ólafsdóttur er sterkum líkum leitt að því að um 900 íslenskar konur gangist und- ir fegrunaraðgerðir á ári og eru þá undanskildar aðgerðir sem beinlínis teljast til lýtaaðgerða, til dæmis eftir brjóstmissi vegna krabbameins. En nú er í tísku að konur séu mjóar og með stór brjóst og þykkar varir. Ef áskapað útlit samræmist ekki slíkum fegrunarstöðlum eru góð ráð dýr, eða 300 til 500 þúsund krónur fyrir fitusog, brjósta- og varastækkun. 7.12.03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.