Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 45
7.12.2003 | 45
L
jó
sm
yn
d:
Á
rn
i S
æ
be
rg
Frá mínum sófa
séð og heyrt
Valgeir Guðjónsson
Ertu hrædd við dauðann?
Já.
Hvað óttast þú mest?
Að eldast, fá alvarlegan sjúkdóm og
deyja.
Hver gæti verið tilgangur lífsins?
Að virkja það besta í manni sjálfum.
Hvaða auka-hæfileika myndir þú helst vilja
öðlast?
Að geta sungið eins og engill, spilað á
hljóðfæri, botnað í stærðfræði og mun-
að allt sem ég les.
Hvað viltu helst gera á síðkvöldum?
Fara út að borða, í góða veislu eða að
sjá sýninguna sem breytir lífi mínu.
Hvaða bók breytti lífi þínu?
Myndin af Dorian Gray eftir Oscar
Wilde.
Hvaða persónu mannkynssögunnar metur
þú mest?
Jesú Krist.
Hvaða dýr finnst þér flottast?
Kötturinn, hreyfingarnar eru ómót-
stæðilegar.
Hvaða lífsspeki ferðu eftir?
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig
við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til
að breyta því sem ég get breytt og vit til
að greina þar á milli.
Hefur þú verið í lífshættu?
Man ekki eftir því.
Hefur þú unnið góðverk?
Um daginn hjálpaði ég gamalli konu
yfir götu.
Hvaða dyggð viltu helst læra?
Iðjusemi og bjartsýni.
Hvaða tilfinning er þér kærust?
Ást á annarri manneskju.
Hvað metur þú mest í fari ann-
arra?
Heiðarleika, húmor og
gæsku.
Hverju viltu helst breyta
á Íslandi?
Er ekki kominn tími til
að leggja niður forseta-
embættið?
Hvenær varstu glöðust?
Alltaf glöð þegar ég næ
árangri í því sem ég er að
fást við.
Hver er uppáhalds erlenda
borgin þín?
Madrid á Spáni.
Hvers vegna fæst ekki friður á
jörðu?
Út af löstum mannanna.
Hvaða starfssétt berðu
mesta virðingu fyrir?
Læknum – þeir bjarga
mannslífum.
Hverjar eru fyrirmyndir
þínar í starfi?
Margir af kollegum
mínum eru fyrir-
myndir mínar.
Kona eins og ég
Fara út að borða, í góða veislu eða að sjá
sýninguna sem breytir lífi mínu
Marta Nordal leikari
L
jó
sm
yn
d:
G
ol
li
Út er komin breiðskífa, sem ber heitið Fugl tímans, þar
sem tónlistarmaðurinn og fyrrverandi stuðmaðurinn Valgeir
Guðjónsson vinnur með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Okkar ástsæla
söngkona Diddú flytur á plötunni lög eftir Valgeir við ljóð Jóhann-
esar úr Kötlum. Fyrir margt löngu unnu þau Diddú og Valgeir sam-
an í Spilverki þjóðanna, en svo sneri Diddú sér að
klassíkinni og Valgeir fór í stuðið, en nú taka þau höndum saman
á ný þar sem frá var horfið. Plötuna prýða tólf lög, samin við vel
valin ljóð skáldsins sem spanna tvo áratugi á ferli hans. Valgeir
Guðjónsson er í sófanum að þessu sinni.
Geisladiskur: „Má það vera vínyll? Ég nefni Surf’s Up með Beach
Boys, meistaraverk sem fáir virðast þekkja nema einstaka eldra fólk.
En úr því spurt er um disk ætla ég að segja La Dolce Vita með King
Singers, sem er oft spilaður á heimilinu. Þetta eru fleiri hundruð ára
gömul gleðikvæði, sem segir okkur enn og aftur að mannkynið
breytist ekki hvað varðar þörfina fyrir að lyfta sér upp.“
Myndband: „Það hlýtur að vera Babbettes Gæstebud, danska mynd-
in um frönsku konuna, sem eldaði svo góðan mat handa vanþakk-
láta fólkinu á Jótlandi. Hún situr límd í minninu og svo eigum við
líka spóluna. Annars er sérkennilegt hvað maður getur orðið hug-
myndasnauður þegar horft er eftir öllum hillumetrunum í vídeóleig-
unum.“
Sjónvarpsþáttur: „Allar stærstu upplifanirnar gerast á æskuárunum.
Ég horfði á Kanann, Combat, My Three Sons, Perry Mason og
Dobie Gillis, sem er svo gamall þáttur að ein aðalpersónan var bítn-
ikk, alveg ógleymanlegur bítnikk. Derrick var glataður en Taggart
og Morse flottir. Já og vandaður fótbolti gleður mig alltaf.“
Bók: „Ástin á tímum kólerunnar greip mig heljartökum og ég er um
það bil að fara að lesa hana aftur. Sveik svíkur aldrei og ekki heldur
Gerpla, Njála og félagar. Svo hef ég unun af að skoða landakorta-
bækur.“
Vefsíða: „Ég fer oftast á Moggasíðuna því hún er upphafssíðan mín.
Annars er ég óttalega ónýtur við að þvælast á Netinu.“