Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 20
20 | 7.12.2003 starfs við Landlæknisembættið um ítarlegri skráningu upplýsinga. Fegrunaraðgerðir eru gerðar án þátttöku TR og Landlæknisembættið vill fá sams konar upplýsingar um þær og allar aðrar aðgerðir. Landlæknir segir það ekki síður mikilvægt að hafa yfirsýn yfir fegrunaraðgerðir en aðrar aðgerðir vegna þess að þær eru gerðar á heilbrigðu fólki. „Þess vegna er ekki hægt að fallast á jafnháa aukaverkanatíðni eins og í öðrum aðgerðum sem gerðar eru til lækninga.“ Til nánari útskýringar tekur hann dæmi af tveimur aðgerðum, annars vegar skurð- aðgerð til að fjarlægja hluta af lunga vegna lungnakrabbameins og hins vegar brjósta- stækkunaraðgerð. „Lungnaaðgerðin er ekki gerð nema til þess að lækna sjúklinginn af krabbameininu og því föllumst við á nokkuð háa aukaverkanatíðni eftir slíka að- gerð. Við mundum hins vegar ekki telja sams konar tíðni aukaverkana eftir brjósta- stækkunaraðgerð viðunandi því hún er gerð í allt öðrum tilgangi. Aðgerðir sem ein- göngu eru gerðar í fegrunarskyni mega ekki hafa háa tíðni aukaverkana ef af siðferðilegum ástæðum á að vera unnt að fallast á að þær séu gerðar. Hins vegar get- um við aldrei komið þeirri aukaverkanatíðni niður í núll. Brjóstastækkunaraðgerðir og aðrar fegrunaraðgerðir hafa allar í sér fólgnar aukaverkanatíðni sem í sumum til- vikum nær upp í eitt tilfelli af hverjum hundrað og það er stærð sem allir þurfa að gera sér grein fyrir.“ Á afmörkuðum sviðum heilbrigðisþjónustunnar er þegar byrjað að safna mjög heildstæðum upplýsingum og er Slysaskrá Íslands gott dæmi um það eins og Sig- urður bendir á. Heilbrigðisþjónusta, Lögreglan, tryggingafélög, Vinnueftirlitið og Umferðarráð koma þar að því að skrá upplýsingar um öll slys í landinu. Landlækn- isembættið og aðrir sem að skránni standa fá þannig altækt yfirlit yfir orsakir slysa eftir aldri, kyni, búsetu, árstíma o.s.frv. „Með þessu er til dæmis hægt að meta hvort forvarnir eða íhlutun beri einhvern árangur. Á sama hátt er hægt að sjá fyrir sér upplýsingasöfnun á öðrum sviðum. Segj- um sem svo að okkur þætti fullmikið um tíðni einhverra tiltekinna aðgerða og mynd- um benda á það. Með altæku yfirliti væri hægt að sjá strax hvort slík tilmæli hefðu áhrif á fólk. Gildi forvarna er háð því að geta mælt hvort þær gera gagn, annars eru þær fálmkenndari en ella. Þetta er aðaltilgangurinn með svona upplýsingasöfnun, ekki að safna persónugreinanlegum upplýsingum,“ segir landlæknir. Bandarískar tölur gefa vísbendingar Í Bandaríkjunum birtir þarlent félag lýtalækna reglulega upplýsingar um heild- arfjölda aðgerða og sundurgreindar upplýsingar eftir kynjum, aldri, landshlutum og mismunandi aðgerðum. Íslenskir lýtalæknar hafa mismunandi skoðanir á því hvort þörf sé á slíku hér á landi. Sumir telja það myndu vera forvitnilegt fyrir þá sjálfa og e.t.v. almenning, aðrir telja slíkar upplýsingar ekki nauðsynlegar, að þær eigi frekar heima hjá hverjum og einum lækni og ekki sé ástæða til að dreifa þeim. Með samræmdum upplýsingum og tölfræði eins og þeirri bandarísku, má átta sig á umfangi fegrunaraðgerða, og sem dæmi má nefna að yfir 230 þúsund konur fóru í brjóstastækkunaraðgerð í Bandaríkjunum á síðasta ári. Í tölfræði American Society of Plastic Surgeons, bandaríska lýtalækna- félagsins, kemur m.a. fram að nefaðgerðir eru algengastar meðal karla en brjóstastækk- anir meðal kvenna. Því verður ekki á móti mælt að slíkar upplýsingar eru fróðlegar en engar slíkar samræmdar upplýsingar liggja fyrir á Íslandi. Hins vegar er hægt að spegla bandarísku tölurnar yfir á Ísland að nokkru leyti, eins og lýtalæknar staðfesta. Á síðasta ári voru framkvæmdar 236.888 brjóstastækkunar- aðgerðir í Bandaríkjunum og sé deilt í þá tölu með 1.000 til að fá sambærilega tölu fyrir Ísland, miðað við fólksfjölda, fæst talan 236,9. Og það er ekki ólíklegt að um 237 brjóstastækkunaraðgerðir hafi verið gerðar hér á landi á síðasta ári. Á sama hátt má t.d. skoða augnlokaaðgerðir, fitusog, andlitslyftingar, brjóstalyft- ingar og nefaðgerðir, sem ásamt brjóstastækkunum eru algengustu fegrunaraðgerð- irnar hér á landi eins og í Bandaríkjunum, þótt röðin frá eitt til sex sé e.t.v. ekki sú sama. Augnlokaaðgerðir í Bandaríkjunum á síðasta ári voru 230.672 og yfirfært á Ís- land um 230 en sumir lýtalæknanna sem rætt var við telja að augnlokaaðgerðir hér á landi séu um 300 á ári. Fitusogsaðgerðir voru 282.876 í Bandaríkjunum á síðasta ári, þ.e. um 282 hér á landi. Þá tölu telja íslensku lýtalæknarnir ekki endurspegla fjölda fitusogsaðgerða hér á landi, þær séu nokkru færri eða undir 200 og jafnvel nær 100. Andlitslyftingar voru 117.831 talsins í Bandaríkjunum og má gera ráð fyrir með sama hætti að þær hafi verið um 117 talsins hér á landi á síðasta ári, en á sama hátt telja læknarnir að það sé nokkuð ofáætlað og að þær séu frekar undir 100. Nefaðgerðir eru algengustu aðgerðirnar í Bandaríkjunum og eru einnig meðal sex algengustu hér á landi þótt a.m.k. augnlok, fitusog og brjóstastækkanir hafi forskot. Í Bandaríkj- unum var 354.327 nefjum breytt á síðasta ári en miðað við samtöl við íslensku lýta- læknana er ekki hægt að gera ráð fyrir að 354 Íslendingar hafi farið í nefaðgerð á síð- „Aðgerðir sem eingöngu eru gerðar í fegrunar- skyni mega ekki hafa háa tíðni aukaverkana ef af siðferðilegum ástæðum á að vera unnt að fallast á að þær séu gerðar. Hins vegar getum við aldrei komið þeirri aukaverk- anatíðni niður í núll.“ Brenna þarf fyrir allar blæðandi æðar inni í brjóstinu áður en fyllingin er sett inn í það. ALLT FYRIR FEGURÐINA U m áramótin verða sjö ár liðin síðan hún fór í brjóstastækkun, þá 24 ára móð-ir tæplega ársgamals barns. Hún var mjög ánægð með útkomuna allt þar tilhún varð ólétt í annað skipti fyrir um þremur árum. Hún er nú 31 árs tveggja barna móðir og segist ekki myndu fara í brjóstastækkun, gæti hún valið aftur. „Þetta var á Pamelu Anderson tímabilinu og mikið mál að líta sem best út á barminn. Mér fannst ég þurfa smáupplyftingu.“ Henni fannst brjóstagjöfin með fyrra barn fara nokkuð illa með brjóstin og vildi fá þau eins og þau voru áður en hún eignaðist barn og fór þess vegna í aðgerðina á sínum tíma. Hún var vel búin undir aðgerðina sem tókst vel, engin ör eru sjáanleg og henni finnst brjóstin líta eðlilega út. Hún var með um- búðir í 4–5 daga og var u.þ.b. viku að jafna sig eftir aðgerð. Hún segir að með 260 ml sílikonpúða í hvoru brjósti hafi brjóstagjöf seinna barnsins gengið vel en brjóstin stækkuðu mikið á meðgöngunni og henni fannst nóg um. „Þá vildi ég helst láta fjarlægja púðana.“ Hún segist þó ekki hafa ákveðið að láta gera það og sé nú frekar komin á þá skoðun að láta púðana vera. „Ég vil ekki fara í aðra aðgerð og eiga það á hættu að eitthvað mistakist eða brjóstin verði bara eins og tvær jólasveinahúfur,“ segir hún brosandi. „En svo hugsa ég stundum um að ég er með að- skotahluti í mér,“ segir hún hugsi. „Mér finnst miklu fallegra að vera með lítil brjóst. Það er eðlilegra.“ Hún segir að tískan hafi þar sitt að segja og líka aldur kvenna. „Ég vil ekki alltaf hafa brjóstin al- veg upp í hálsi. Á meðgöngunni var það þannig að ég gat varla kyngt af því þau voru svo hátt uppi. Nú vil ég varla sjá skoru,“ segir konan sem klædd er í ullarpeysu með rúllukraga og ber það alls ekki utan á sér að hafa látið stækka á sér brjóstin. „Mér finnst fegrunaraðgerðir sjálfsagðar, en vil benda konum á að fara ekki í brjósta- stækkun fyrr en þær eru búnar að eignast börn. Ef konunni líður betur með stærri brjóst þá er það bara frábært. En mér finnst þetta algjört rugl með stelpur sem eiga eftir að taka út fullan þroska. Ég held að margar stelpur geri þetta bara til að líta betur út í fjöldanum.“ Eftir aðgerð fékk hún þau fyrirmæli að nudda brjóstin í tvær vikur til að mýkja upp sílíkonið og laga púðana að brjóstunum. Hún segist ekki hafa gert mikið í því og ann- að brjóstið hefur alltaf verið svolítið harðara en hitt. Hún segir að á þeim tíma sem hún fór í aðgerðina, í árslok 1996, hafi verið mikil áhersla á að vera með stór brjóst. „Ég var bara bæld og fannst ég ekki líta vel út. Mér fannst þetta hafa mikið að segja fyrir kynlífið, að vera með flott brjóst. Það er bara ekki málið. Maður á bara að vera sáttur við það sem maður hefur.“ Hún segir þetta spurningu um sjálfstraust og nefnir aldurinn 28 ára sem þann aldur sem hún sjálf hafði öðlast það sjálfstraust sem hún hefur nú, og segist hefðu gert það þótt hún hefði ekki farið í brjóstastækkunaraðgerð. „Maður gengur í gegnum ákveð- ið tímabil, er alltaf að djamma og vill líta vel út. Ég var full af sjálfstrausti þegar ég var nýkomin úr aðgerðinni og hafði þörf fyrir athygli. Var alltaf í þröngum bolum og fannst mikilvægt að strákum þætti ég flott.“ Hún segist hafa verið seinþroska, fékk ekki brjóst fyrr en 16 ára gömul, var strítt á því og það hafi kannski haft sitt að segja um framhaldið. „Stelpur eru bara að eltast við ímyndirnar sem sjást í myndböndunum og tískublöð- unum. Þar er bara allt gert í tölvu þannig að það getur enginn náð því útliti. Ég er sjálf búin að fara í gegnum þetta.“ Hún segist ekki hafa áhyggjur af því að þetta fari úr böndunum og fleiri og fleiri vilji stærri brjóst. „Ég held að læknarnir séu með báða fætur á jörðinni og kunni sín takmörk. Foreldrar myndu heldur ekki samþykkja fegr- unaraðgerðir ungra stúlkna. Pabbi var nú hneykslaður á mér á sínum tíma.“ BRJÓSTASTÆKKUN Fannst mikilvægt að strákum þætti ég flott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.