Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 4
H ann var nú að kvarta undan því pilturinn sem skrifaði hér um daginn að fólk undir miðjum aldri fengi ekki boð á opnanir á listasöfnum og þvílíku. Það var svo sem eftir öllu að þessi ofdýrk- uðu ungmenni gætu fundið eitthvað til að nöldra yfir. Það er aldrei nóg, alltaf skortur á einhverju þótt ekki sé endilega vilji til að eiga það skilið. Vilja bara fá, fá, fá. Það er ekki eins og hafi neitt frekar verið tyllt undir okkur sem er- um komin vel af léttasta skeiði. Ekki erum við að fá boðskort á allt en það er allt í lagi, vegna þess að á langri ævi höfum við lært að mæta bara samt. Já, lesandi góður, ef þér er ekki boðið, þá taktu að þér hlutverk boðflennunnar. Það tekur yfirleitt enginn eftir því. Það var nú ástæðan fyrir því að flugan ykkar að þessu sinni rambaði inn á tvö teiti þar sem útgefendur voru að fagna með sínum höf- undum, fyrst á fimmtudagkvöldi hjá Eddu miðlun og hjá JPV útgáfu á föstudag. Frekar ólíkar veislur, verður að segjast. Mætti að vísu dá- lítið seint í fyrra teitið, sem er alltaf öruggara þegar maður er boð- flenna. Þar var gríðarleg stemmning og kneifuðu menn ölið af miklum dugnaði, ákveðnir í að standa sig. Það má segja að menn hafi verið orðnir nokkuð ölvaðir, eiginlega svo að þeir voru farnir að reka augun í eitt og ann- að sem átti ekki að vera þarna og spyrja hvaða kerling ég væri eiginlega. Dreif mig út og ákvað að bjóða mér aðeins fyrr í JPV-boðið, þó ekki of snemma. En þar fór allt á annan veg. Þar stóðu allir í hrúgu í kringum mat- arborð og gúffuðu í sig góðgerðir. Biðraðir langar og strangar, þar sem óra- tíma tók fyrir hvern og einn að hrauka á diskinn en það var allt í lagi, allir röð- uðu upp í sig á meðan þeir biðu. Kvörtuðu ekki. Rólegt, huggulegt boð með fyrsta flokks veitingum, allir prúðir og penir, standandi á blístri. Helsta um- ræðuefnið í boðinu var kaupæði Bónusanna. Nú ku þeir eiga matinn sem við borðum, búsáhöldin sem við notum, blómin og pottana og kertin og servíett- urnar sem við skreytum heimili okkar með, byggingarefnið sem við smíðum húsin okkar úr, dagblöðin sem við lesum, sjónvarpið sem við horfum á, ein- hver af flugsætunum sem við sitjum í, peningana okkar í bönkunum og hálft Bretland. Skyldu þeir ekki vilja eignast holræsakerfið? Þá er þetta komið! En þar sem lítið er spennandi við að flugan flögri á milli staða þar sem ekki annað ber til tíðinda en að rithöfundar annað hvort eti eða drekki of mikið um leið og þeir hafa skoðanir á þjóðmálum, dreif hún sig á Írafárstón- leika á laugardeginum. Dró þangað með sér dótturdóttur sína til þess að líta ekki út fyrir að vera óskilamunur frá ísöld. Reiknaði með að þarna yrði nokkuð ungt fólk, sem og var raunin. Eiginlega yngra en það. Dótturdóttirin líklega elst í barna- og unglingaflokki, amman í flokki fullorðinna. Og hvernig okkur fannst? Jú, þetta fór ágætlega af stað en fljótlega var eins og alltaf væri verið að spila sama lagið þar til þetta var allt saman hætt að vera lag og orðið að linnulausum hávaða. Á eftir keyrðum við út á Laugarnestangann til þess að hlusta á hafið. Dugði þó ekki til, erum enn með brak og bresti í miðeyranu. Var svo heppin á sunnudaginn að dóttur minni og tengdasyni var boðið á frumsýningu á nýrri kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Opinberun Hannesar, en tengdasonurinn erlendis svo sú gamla fékk að fljóta með í þrjú- bíó. Og þar var nú saman kominn heilmikill rjómastéttarflokkur; bara stór hluti þingheims með ráðherrum og flestum þeirra spúsum. Myndin bara býsna skemmtileg og er eiginlega alveg synd og skömm að höfundur sög- unnar, Davíð Oddsson, skyldi lenda í því að verða stjórnmálamaður. Hefði orðið svo miklu skemmtilegra hér ef hann hefði orðið rithöfundur sem rifið hefði voldugan kjaft, til dæmis um viðfangsefni myndarinnar, það völund- arhús sem opinberar stofnanir eru. Ætli hann geri sér grein fyrir því að Op- inberun Hannesar er að öllum líkindum eitt helsta raunsæisverk íslenskra bókmennta? Vona að hann skrifi annað raunsæisverk um líf eftirlaunafólks. L jó sm yn di r: J im S m ar t Egill Örn Jóhannsson,Þráinn Bertelsson og Thorsten Henn í útgáfuveislu JPV.Lj ós m yn di r: Á rn i S æ be rg Boðflenna um víðan völl Er eiginlega synd og skömm að höfundur sögunnar, Davíð Oddsson, skyldi lenda í því að vera stjórnmálamaður. FLUGAN Ólöf Rún Skúladóttir, Sigurður Þór Ásgeirsson, Þorsteinn Helgi Guðbjörnsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Sigríður Harðar- dóttir og Nína Sig- urðardóttir í út- gáfuveislu JPV. L jó sm yn di r: E gg er t Brynja Ólafsdóttir og Matthías Matthíasson á tónleikum Írafárs í Austurbæ. Eva Lind og Elísa á Írafárstónleikum. HÉR OG ÞAR Það var ýmislegt að gerast í bæjarlífinu um síðustu helgi. Hrafn Gunnlaugsson frum- sýndi nýja mynd sína, Opinberun Hannesar, í Háskólabíói. JPV bauð í jólagleði og Írafár var með tvenna tónleika í Austurbæ. Hrafn Gunn- laugsson og Helga Braga leikkona. Páll Bragi Kristjónsson, Kristín Hallgrímsdóttir, Björgólfur Guðmundsson og Stefanía Pétursdóttir. Sigríður Arnardóttir, þáttastjórnandi á Skjá 1, og Kristján Franklín leikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.