Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 40
40 | 7.12.2003 Frá vesturhluta Ástralíu kemur vínið Palandri Margaret River Shiraz 2001 og er það að mínu mati það besta af Palandri-vínunum sem hér fást. Þurrkaður ávöxtur, leður og tóbak í nefinu í bland við sæta vanillu. Fágað og þægilegt, verulega gott matarvín. 1.990 krónur. 18/20. Suður-afrísk vín njóta stöðugt vaxandi vinsælda. Ágætur framleiðandi á svæðinu Robertson er Bon Cour- age. Það er í eigu Bruwer-fjölskyldunnar, sem upphaflega kemur frá Loire-dalnum í Frakklandi, en hefur stundað vínrækt á þessu svæði um þriggja kynslóða skeið. Bon Courage hefur verið í sókn í Suður-Afríku að undanförnu og m.a. unnið til æðstu verðlauna í tveimur af helstu vínkeppnum landsins á árinu, Young Wine Award og Veritas-keppninni. Þetta eru vín í sígildum stíl Suður- Afríka, ekki síst rauðvínin, og gefa mikið fyrir peninginn. Eikin ræður ríkjum í hvítvíninu Bon Courage Chardonnay 2002 með þeirri sætu og vanillu sem henni fylgja. Ávöxturinn er þægilegur og mjúk- ur en ræður ekki ferðinni. Gott en hefðbundið. 1.090 krónur. 16/20 Bon Courage Cabernet Sauvignon 2000 er þungt og farið að sýna þroska, mikil jörð, eikin brennd, ávöxturinn út í þroskaðar plómur og fíkjur og jafnvel má greina piparkökur jafnt í nefi sem munni. Sjarm- erandi vín af gamla skólanum. 1.190 krónur. 17/20 Bon Courage Cabernet Sauvignon-Shiraz, er ilmríkt og heitt, tóbak og sulta í nefi heitt, þroskaður ávöxtur, þurrt, nokkuð tannískt í munni. 1.090 krónur. 16/20 Bon Courage Shiraz 2002 angar af vanillu og reyk, jafnvel reyktu kjöti í nefi, töluverð jörð og sultaður ávöxtur. Kaffi og kókos. Í munni nokkuð þungt, þungur ávöxtur, mild sýra. Mjög góð kaup. 1.190 krónur. 17/20 VÍN Austur-Indíafjelagið við Hverfisgötu hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem„indverski“ staðurinn á Íslandi og ekki spillir fyrir að hann stendurvönduðum indverskum veitingastöðum í nágrannaríkjunum síst að baki. Styrkur Austur-Indíafjelagsins frá upphafi hefur verið stöðugleiki í matargerð- inni, það hefur verið hægt að ganga að því vísu að fá þar ind- verskan mat í hæsta gæðaflokki í ágætu umhverfi. Stöðugleikann hefur einnig mátt merkja í starfs- fólkinu en þar má sjá sömu andlit- in ár eftir ár. Starfsfólkið þekkir greinilega sína viðskiptavini og fastakúnnarnir eru margir. Að mörgu leyti er Austur-Indíafjelagið vin í veitingahúsaflórunni þar sem hægt er að ganga inn í annan menningarheim og njóta. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að Austur-Indíafjelagið beri af ekki einungis þegar kemur að ind- verskri matargerð heldur meðal as- ískra veitingastaða á Íslandi yfir- leitt. Metnaðurinn hefur verið mikill frá upphafi, þetta er ekki matstofa, það er ekki verið að búa til indverskan gerviheim með plaststyttum af fílum og framandi gyðjum og Bollywood-tónlist rétt eins og stundum er raunin. Hjónin Chandrika og Gunnar Gunnarsson, sem hafa rekið staðinn frá upphafi, hafa sýnt og sannað að það er ekki alltaf nauðsynlegt að fara auðveldu leiðina. Þau hafa ekki einungis ávallt flutt inn krydd sín og kaffi beint frá Indlandi heldur hefur eldhúsið ávallt verið skipað úrvalssveit indverskra matreiðslumanna. En þótt stöðugleiki einkenni Austur-Indía- fjelagið er hann langt í frá staðnaður. Það sást best fyrr á þessu ári þegar allróttæk umskipti urðu á starfseminni. Útibúið Austurlandahraðlestin var opnað ofar á Hverfisgötunni og þangað fór kokk- urinn Lakhsman Rao, sem um árabil hafði haldið utan um eldamennskuna á Austur-Indíafjelaginu. Jafnframt voru margir sígildir réttir staðarins teknir af seðli og eru nú einungis seldir á Austurlandahraðlest- inni. Austur-Indíafjelaginu var hins vegar breytt töluvert, matsalurinn gerður léttari og nútímalegri og kannski meira í anda nútímalegri indverskra veitingastaða í London. Breytt var um borðbúnað og meðal annars sett á borð hágæða Riedel- kristall. Það sama á við um matseðilinn sem var tekinn í gegn. Þar er ekki lengur hægt að fá t.d. tandoori og vindaloo (hraðlestin sér um það) heldur er matargerðin orðin flóknari og fín- legri. Kryddblöndurnar og mar- íneringarnar fínlegar og marg- slungnar. Að sama skapi virðist verð hafa hækkað aðeins, án þess þó að hægt sé að halda því fram að staðurinn sé dýr. Forréttirnir eru ágætir en hefðu að mínu mati notið sín betur á stærri diskum. Karwar-humar hefði mátt vera ögn meira eldaður en naut sín vel með fínlegu engifer og túrmerikbragði. Kempu-kjúklingur var sömuleiðis mildur og hefði mátt vera meira afgerandi. Shammi Kebab bar hins vegar af. Mjúkir pönnusteiktir hakkbitar með kardi- mommukeim og dýrlegri myntu- sósu með. Með öllum forréttunum var blandað grænmeti, sem líklega var meira upp á skraut. Það er aftur á móti í aðalréttunum sem Austur- Indíafjelagið brillerar en þeir eru flestir bornir fram með lauk. Kjúklingarétturinn Murgh Zaffr- ani var fín upplifun þar sem engifer og saffran léku saman. Engifer kom aftur ásamt hvítlauk í Kashmiri Gosht Kebab sem er fínlegur lambarétt- ur. Báðir réttirnir áttu það sameiginlegt að kjötið og kryddlögurinn höfðu sameinast í eina und- ursamlega heild, kjötið það meyrt að það þurfti vart að tyggja og kryddin léku við bragðlaukana. Báðir réttirnir eru frekar mildir en Kori Gassi er góður fyrir þá sem vilja töluverðan hita í matinn. Kókoseldaður kjúklingurinn er í góðri sósu þar sem mýktin úr kókosnum og hitinn úr sterkum chilipipar takast á. Flottar andstæður. Ég held að Austur-Indíafjelagið hafi veðjað rétt þegar tekin var ákvörðun um að breytast í takt við breytta tíma. Matarsmekkur Íslendinga hefur þróast frá því staðurinn var opnaður en það hefur Austur- Indíafjelagið líka. Breytingarnar ganga upp og Austur-Indíafjelagið blómstrar í matargerðinni sem aldrei fyrr. MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON STÖÐUGLEIKI OG STÖÐUG ÞRÓUN Matargerðin á Austur-Indíafjelaginu blómstrar sem aldrei fyrr og „róttækar“ breytingar fyrr á árinu ganga upp Hverfisgötu 56. Sími: 5521630. www.austurindia.is ANDRÚMSLOFT: Matsalurinn hefur fengið andlitslyftingu og er léttari og nútímalegri. Austurlensk vin í höfuðborginni. ÞJÓNUSTA: Sömu andlitin ár eftir ár, þægileg þjónusta og vel að sér um matseðilinn. VÍNLISTI: Það er ekki auðvelt að finna vín er falla að ind- verskum kryddum. Vínin á listanum eru hins vegar vel valin. Þá fær staðurinn stóran plús fyrir góð glös. EINKUNN:  Viðunandi  Góður  Mjög góður  Frábær  Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags. AUSTUR-INDÍAFJELAGIÐ ★★★ L jó sm yn d: G ol li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.