Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 30
30 | 7.12.2003 Snöggt stökk, stang eða högg gæti auðveldlega gert út af við mig. Ég átti ekkivon á því að fara þarna í göngutúr – um náttúruleg heimkynni villtra dýraeins og ljóna, fíla, hlébarða, vísunda og nashyrninga. Hjartað barðist þó ekki átakanlega hratt þennan morgun í „myrkustu“ frumskógum Afríku – sem reyndust bjartir. Ég var nánar tiltekið í Malilangwe sem liggur tuttugu og eina gráðu suður og tilheyrir Zimbabve í sunnanverðri Afríku. Tylli mér undir tré við vatn með tilkomumiklu útsýni. Ósýnilegur afrískur gauk- ur kallar á annan – og ég rýni út á vatnið. Hinumegin stingst greinilega upp höfuð. Ég fæ lánaðan sjónauka og fylgist með en ekkert bærist. Eftir drykklanga stund skjótast augu upp – augljóslega hippopotamus, kallaður Hippo. Svo sígur flóð- hesturinn aftur niður í vatnið þar sem hann unir sér víst best og étur sjávargróður. Flóðhestar eiga fiskavini í vötnunum, það er fiskurinn Labeo sem strýkur búksár þeirra og hreinsar tennurnar með því að synda um gin þeirra. Ég hef ekki neðansjávarsjón þannig að förin heldur óttalaus áfram. Fararstjóri með hlaðinn riffil á öxl leiðbeinir fimm forvitnum um skóginn og segir að við lít- um út sem óárennileg skepna svo lengi sem við höldum hópinn. Við rekjum spor fíla, hýena, antilópa og komum við á „pósthúsi“ nashyrninga. Pósthúsið er einskonar salerni, en af þvagi og úrgangi getur nashyrningur þekkt ótal aðra einstaklinga sömu tegundar – og sent þeim skilaboð. Pósthúsið er fullt af upplýsingum sem hann kann að lesa úr: „Hver var þarna síðast, hvenær og hvar hann var.“ Nashyrningar skiptast á mikilvægum skilaboðum, það er fín leið fyrir þá sem vilja ekki hittast – en eins og kunnugt er eru nashyrningar einfarar. Keyrt um frumskóginn Eldsnemma annan morgun röðum við okkur í sérútbúna sjö manna safaríbifreiðina. Komondo sest í stól framan á húddinu en hlutverk hans er að skima eftir dýrum, en Mark fararstjóri leggur riffil við framrúðuna, sest við stýrið og rennur af stað. Það tekur mörg ár að fá leyfi til að fara með ferða- menn í skóg villtra dýra og rándýra. Lokaprófið felst í því að vera fimm daga í skóginum með hópi af prófdómurum. Þeir þurfa að vera náttúrufræðingar með sérþekkingu á bæði jurta- og dýraríkinu á þessum slóðum. Komondo er frá Malilangwe, eitt sinn var hann nautgripabóndi en nú hefur staðurinn verið friðaður og Malilangwe Trust hefur unnið undanfarin ár að því að endurheimta hina villtu Afríku í dýraríkinu en eins og annars staðar í heiminum hafa heimkynni hinna villtu spendýra átt undir högg að sækja. Það er bæði gert með framlögum víða um heim og með tekjum af vistvænni ferðamennsku. Zimb- abve er gríðarlega mikilvægt svæði fyrir hina villtu náttúru. Malilangwe spannar hundrað þúsund ekrur og er hluti af einu stærsta villta skógarsvæði Afríku. Það snertir nokkur önnur friðlýst svæði. Staðurinn sem ég dvaldi á heitir Pamushana og er meðal annars þekktur fyrir að þar geta ferðamenn mætt hinum fimm stórfenglegu dýrategundum, The Big Five, eða ljónum, hlébörðum, fílum, nashyrningum og vísundum (african buffalo). Þau eru kölluð þetta vegna þess að þau eru hættuleg en í raun er jafnmagnað að mæta gíröffum, sebrahestum og ýmsum tegundum af antilópum eða þá hýenum. Blettótt hýena Fyrsta dýrið sem við sáum var forvitin hýena. Henni fannst lykt- in af okkur, sem streymdi úr bifreiðinni, greinilega spennandi. Mark stöðvaði jeppann og hýenan nálgaðist okkur hægt og sígandi. Mark sagði okkur að vera al- veg kyrr og umfram allt ekki hrædd. Hýenan var blettótt (Spotted Hyena) og kom alveg að bílnum. Hýenur hafa fremur slæma ímynd í augun Vesturlandabúa. Þær hafa birst í kvikmyndum, sögum og teiknimyndum sem ljótar lífverur, slægar og tákn fyrir svik og illgjarnt hugarfar. Skýrt dæmi um það er Disneymyndin Konungur ljón- anna en þar slæst ófetið Skari í lið með hýenum til að fella konunginn. Hýenan sem nálgaðist okkur var fremur fallegt dýr þótt hún jafnist ekki á við stóru kettina. Hún lifir vissulega á hræjum en einnig termítum og hún veiðir sér einnig til matar. Hún stóð í tveggja metra fjarlægð en líkurnar á árás voru engar, aðeins stök manneskja á ferð þyrfti að óttast árás. Malilangwe geymir nokkrar sjaldgæfar lífverur, til dæmis svarta nashyrninga sem einungis er að finna á afmörkuðum stöðum í Zimbabve, Namibíu og Botsw- ana. Og hvíta nashyrninga sem eru á enn færri svæðum. Við komum auga á svarta nashyrninga með ungviði og þeir voru fljótir að láta sig hverfa. Fullorðinn nas- hyrningur er yfir tonn á þyngd en hvítur verður víst 1.600 kílógrömm. Ljón og hlébarðar Við keyrðum áfram eftir þröngum skógarstíg. Mark hafði komið auga á spor og sagði: „Tvö ljón gengu þennan veg í morgun.“ Svo fórum við á ljónaslóðir en skógurinn var gróðri vaxinn og mjög erfitt að koma auga á ljón eða hlébarða. Það var nóvember og nýlega hafði rignt þannig að gróðurinn hafði L jó sm yn di r: G un na r H er sv ei nn ENDURHEIMT VILLTRAR NÁTTÚRU Fíllinn kom hratt að bifreiðinni og Komondo skimari þurfti að beygja sig undan honum þar sem hann sat í stólnum á húddinu. FERÐALÖG L jó sm yn di r: G un na r H er sv ei nn Eftir Gunnar Hersvein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.