Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 22
22 | 7.12.2003 asta ári, heldur væri nær lagi að áætla að fjöldi þeirra væri nær þeim sem fara í and- litslyftingu, þ.e. ekki fleiri en 100. Lýtalæknar benda á að Bandaríkjamenn séu nokkuð ýktir á þessu sviði og telja að ekki sé hægt að draga allar ályktanir af bandarísku tölunum og yfirfæra á Ísland. Það er ljóst að fegrunaraðgerðir geta oft orðið ýktar í Bandaríkjunum, þ.e. varir og brjóst verða mjög stór og strekkingar miklar, enda hefur komið í ljós að brjóstapúðarnir sem notaðir eru í Bandaríkjunum eru miklu stærri en þeir sem notaðir eru í Evrópu. Hvað varðar fegrunaraðgerðir án skurðar vandast nokkuð samanburðurinn á milli Bandaríkjanna og Íslands þar sem mismunandi er hvaða efni eru leyfð í hvoru landi fyrir sig. Í Bandaríkjunum er botox langvinsælasta efnið en því var sprautað í hrukk- ur Bandaríkjamanna yfir milljón sinnum á síðasta ári, í alls 1.123.510 skipti. Botox er ekki leyft hér á landi nema í lækningaskyni og þá t.d. til að að draga úr vöðvakrömp- um. Einhverjir lýtalæknarnir hafa farið formlega fram á að Lyfjastofnun samþykki skráningu lyfs sem inniheldur efnið Botulinum A, þ.e. sama virka efni og Botox, til fegrunaraðgerða og sú umsókn liggur fyrir Lyfjanefnd. Þar fengust þær upplýsingar að lyfið verði skráð leyfilegt til nota fyrir húðlækna og lýtalækna á næstu mánuðum. Hér á landi er hins vegar leyft fylliefnið Restylane/Perlane sem ekki er leyft í Bandaríkjunum. Þar er enn notað kollagen til að fylla upp í hrukkur en það getur valdið meiri ofnæmisviðbrögðum. Kollagensprautur eru þó ekki á meðal fimm al- gengustu aðgerðanna án skurðar í Bandaríkjunum, heldur eru það auk botox, húð- slípun með efnum (920.340), venjuleg húðslípun (900.912), háreyðing með leysi (587.540) og eyðing æðahnúta (511.827). Hér á landi eru Restylane-sprautur algeng- astar af einföldu aðgerðunum. Photoderm-leysimeðferð til að eyða æðasliti er þar á eftir og svo leysimeðferð til háreyðingar. Líklega er ekki hægt að spegla bandarísku tölurnar yfir á Ísland hvað varðar einföldu aðgerðirnar. Hvað varðar Restylane-sprautur er misjafnt hversu oft lýtalæknarnir nota þær, sumir aðeins einu sinni til tvisvar á ári en aðrir mun oftar. Þrír lýtalæknar af átta gisk- uðu á hversu oft þeir sprauta Restylane og var það mjög mismunandi. Meðaltal af þeirra svörum er 22 skipti á ári. Ef gert er ráð fyrir því meðaltali fyrir átta lækna, má áætla að Restylane-meðferðir séu um 180 á ári hér á landi. Hver Restylane-sprauta er 0,7 ml og oftast er gefin ein eða tvær sprautur en yfirleitt ekki fleiri en þrjár í einu, samkvæmt upplýsingum eins læknis. Ísmed flytur Restylane inn og þar fengust þær upplýsingar að ætla mætti að um 330 manns fái eina eða fleiri Restylane-sprautu á ári, til uppfyllinga í hrukkur eða varir. Innflutningur á efninu hófst í árslok 1998 og hefur farið vaxandi allar götur síðan, sérstaklega á síðustu tveimur árum. Það ber að hafa í huga að fleiri en lýtalæknar geta notað Restylane. Einföldum aðgerðum fer fjölgandi Varanleikinn af einföldum aðgerðum er ekki sá sami og af skurðaðgerðum en við- komandi jafnar sig aftur á móti strax. Að sögn Jens eru lagfæringar í kringum augu al- gengustu skurðaðgerðirnar í fegrunarskyni. „Þessar aðgerðir gefa fólki einna mest og fólk er fljótt að jafna sig eftir þær,“ segir hann. Leysiaðgerðum fer einnig fjölgandi að sögn Jens sem og öðrum aðgerðum sem krefjast ekki skurðar, þ.e. fylliefnasprautum og þ.u.l. Að auki er fitusog á ýmsum hlutum líkamans; kviði, rassi eða lærum, nokkuð al- gengt. Jens segir að enginn noti óbeislað sílikon í fegrunaraðgerðir á Íslandi, þó það sé stundum gert t.d. í Bandaríkjunum. „Það er stórhættulegt og mjög varasamt.“ Af- leiðingarnar eru t.d. að sílikonið getur hlaupið í kekki og ofnæmisviðbrögð komið fram. Sílikon sem notað er til að stækka brjóst er í sérstökum púðum sem komið er fyrir í brjóstinu, oftar undir vöðva en stundum yfir vöðva, þ.e. undir kirtli. Fylliefnið sem notað er á Íslandi og sprautað er beint undir húð heitir Restylane/ Perlane og að sögn Jens verður hugsanlega farið að nota svokallað Cosmoderm sem er framleitt á tilraunastofum úr frumum úr fósturvef. Cosmoderm og Restylane er svipað en hið síðarnefnda endist lengur. Jens segir að þegar efnin eru komin í notkun, komi stundum enn meira í ljós um eiginleika þeirra. Í fyrstu var Restylane talið án allra auka- verkana en með aukinni notkun hafa komið fram ofnæmisviðbrögð í einstaka tilfellum. Cosmoderm er sagt án áhættu í skýringarmynd í nýlegu tölublaði tískuritsins Vogue en Jens telur það mjög svipað efni og Restylane, bara með styttri endingartíma. Jens telur það einnig möguleika að farið verði að nota Artecoll hér á landi en það eru örlitlar perlur sem er þjappað saman. „Það gæti hugsanlega náð mikilli út- breiðslu þegar það hefur verið rannsakað og prófað að fullu.“ Botox er óvirkt eitur sem lamar taugar. Jens segir að það hafi ekki enn verið sam- þykkt til fegrunaraðgerða hér á landi. Efnið er þó notað um allan heim, að hans sögn. Afleiðingar þess eru að hrukkur sem oft myndast vegna ofvirkni í ákveðnum vöðvum hverfa. Ekki fæst staðfest að botox sé notað til hrukkumeðferðar hér á landi en marg- ir hafa þó heyrt af því. Í nýju fréttabréfi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) kemur fram að bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) sé þeirrar skoðunar að auglýsingar á botoxi séu misvísandi þar sem ekki komi fram að notkun efnisins hafi áhættu í för með sér. Þ.e. þá áhættu að fjórir af hverjum tíu sem sprautaðir eru með botoxi upplifi einhverjar aukaverkanir eins og höfuðverk og ógleði. Sílikonfyllingar hér á landi eru á bilinu 200–400 ml í hvort brjóst en algengast er að notaðar séu fyllingar á bilinu 260–300 ml. Í Bandaríkjunum er algengara að nota fyllingar allt upp í 500 ml. F yrir 350 þúsund krónur hefur brosmild 56 ára kona fengið sléttara andlit ogháls. Hún fór í andlitslyftingu á neðri hluta andlitsins þar sem tveir sentí-metrar voru teknir hvorum megin, við eyrun þar sem skorið er. Hún er enn marin fram á kinnar, dofin og aðeins bólgin nú þremur vikum eftir að- gerðina. „Læknirinn útskýrði mjög vel fyrir mér hvað yrði gert og ég var hræddust við að verða of strekkt en hann fullvissaði mig um að svo yrði ekki. Hann sagði markmið sitt vera að sagt yrði við konuna: „Mikið líturðu vel út“ en ekki „Varstu að koma úr andlitslyftingu?“ Það er mjög mikill munur þar á milli. Þegar maður er kominn á minn aldur minnkar teygjanleikinn í húðinni og vöðvar slakna. En þetta er auðvitað bara pjatt í mér,“ segir hún hugsandi. Viðmælandi okkar lenti í veikindum um fimmtugt og aukaverkanir urðu m.a. slakari húð. „Mér fannst húðin á mér vera orðin allt of stór.“ Hún segir að hluta þess megi rekja til veikindanna og hluta til aldurs hennar. Hún segist þá hafa orðið ákveðin í að fara einu sinni á ævinni í smáandlitslyftingu. „En mér finnst nóg að gera svona einu sinni, ég vil ekki láta kippa í skinnið á mér aftur. Þetta var eitt af því sem ég var búin að ákveða að gera í lífinu og nú er það afgreitt mál.“ Andlitslyfting er alvöru aðgerð sem fylgir áhætta. „Þetta er í raun heilmikið inngrip í líkamann og aðgerðin tók um þrjár klukkustundir.“ Hún var síðan send heim strax eft- ir aðgerðina og var þá með bómullarvafninga um höfuðið til að halda öllu á sínum stað. Með þessar umbúðir var hún í fimm daga og tók sýklalyf, verkjalyf og bólgueyðandi lyf. Hún tók ekki veikindaleyfi heldur notaði orlofsdaga á meðan hún var að jafna sig heima. Hún svaf mest í Lazyboy-stól þann tíma þar sem henni hafði verið ráðlagt að sofa með hátt undir höfðinu til að forðast of mikinn þrýsting þar. Í aðgerðinni var skorið í kringum eyrun, farið undir skinnið og það dregið til og aukahúð skorin af. Í hennar tilviki voru það 2 cm hvorum megin. „Þetta er miklu meiri aðgerð en maður heldur. Ég hef farið í ýmsar aðgerðir og veit að allar svona aðgerðir hafa vissa áhættu í för með sér. Aukaverkanir geta komið upp og mistök átt sér stað, en ég held að ef vel er að öllu staðið þá sé ekki meiri hætta við þetta en margt annað sem maður gerir í lífinu. Læknirinn útskýrði allt fyrir mér og fór vel í gegnum allt ferlið. Ég skildi það allt saman en samt fannst mér þetta svolítið mikið þar sem ég fór í þessa aðgerð út af pjatti. „Hvað er ég búin að koma mér í bara út af pjatti?“ hugsaði ég.“ Og komst hún að niðurstöðu? „Ja, þetta hvarflaði nú bara að mér svona fyrstu dagana.“ En var þetta þess virði? „Já, já, ég sé gífurlegan mun og er mjög ánægð með útkomuna.“ Hún telur sig ekki undir áhrifum frá hugsanlegri æsku- eða útlitsdýrkun í samfélag- inu. „Þetta er bara spurning um að líta svolítið betur út, vera frísklegri.“ Hún þekkir engan sem hefur farið í fegrunaraðgerð en segist líklega ekki verða sú síðasta í sínum vinahópi sem fer í svona aðgerð. „Ég er á móti svona aðgerðum hjá ungu fólki. Allt of margar ungar stúlkur eru farnar að hafa áhyggjur af útliti sínu mun fyrr en áður var.“ Hún hefur talað opinskátt um aðgerðina við vini og ættingja og bauð þeim að koma heim og fylgjast með sér og sjá umbúðirnar, marið, skurðina og hvað þessi aðgerð hefði í för með sér. „Mjög margir í kringum mig tala um að þá langi til að fara í svona að- gerð. Ég vildi sýna þeim að maður væri veikur í viku, þetta væri ekkert smámál og maður þyrfti að hugsa sig vel um áður en lagst er undir hnífinn.“ Hún segir að áhugi viðkomandi á að fara í svona aðgerð virðist ekki hafa minnkað. Vinkonur hennar hafa fylgst með öllu ferlinu og vita nú aðeins betur hvað andlitslyft- ing er. Nú þremur vikum eftir aðgerð er hún enn nokkuð marin og dofin. Marið kemur fyrst fram í kinnunum og sígur svo niður á hálsinn. Aðgerðin tókst vel og svona ferli er eðlilegt að hennar sögn. Búast má við þessum dofa í nokkurn tíma og einhverjir mán- uðir líða þar til allt er orðið eðlilegt. Hún fór í vinnu eftir eina viku og huldi marið með farða. Sumir vinnufélagar hennar vissu af aðgerðinni, aðrir ekki, og einn þeirra spurði af hverju hún væri svo marin. „„Ég var aðeins að láta kippa í skinnið á mér,“ sagði ég og hann varð alveg miður sín að hafa verið að hnýsast en sagði mér svo að hann hefði kannski haldið að ég hefði verið barin.“ Hún segist ekki ætla að fara í aðrar fegrunaraðgerðir. „Ég hef engan áhuga á að laga augun því mér finnst augnhrukkur bara sjarmerandi og ég myndi alls ekki vilja breyta augnsvipnum. Það sem er best fyrir mína húð er góður svefn og að borða þann mat sem mér hentar. Þetta er margfalt áhrifaríkara en öll fínu kremin sem ég hef keypt og prófað,“ segir þessi frísklega kona sem fór í pjattaðgerð, eins og hún kallar það. ANDLITSLYFTING Pjattaðgerð í kjölfar veikinda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.