Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 6
6 | 7.12.2003 Áhrifa hnattvæðingarinnar gætir í ólíkustu kimum til-verunnar og er þar sífellt færra undanskilið. Hug-myndir manna um hvers konar útlit þykir fallegt (og þar með æskilegt) eru á meðal þess sem þróast hefur í átt til einsleitni sem gjarnan er talin fylgifiskur alþjóðlegrar samþjöppunar. Sífellt stærri hluti heimsins horfir til sömu fyrirmyndanna hvað fegurð varðar og við sem horfum á sjónvarp, förum í bíó og lesum tímarit með ljósmyndum vitum um hvað ræð- ir. Og við sem verðum fyrir því öðru hvoru að vilja líta vel út (alltaf jafnvandræðalegt að játa á sig dauðasyndina hé- góma), hefðum ekkert á móti því að líta út eins og Julia Ro- berts eða Cameron Diaz og kemur jafnvel fyrir að við skoð- um hvernig þær greiða sér eða hvaða gloss þær nota til að gera varir sínar svona ómótstæðilegar (það stendur við hlið- ina á myndunum í blöðunum). Sumum nægir svo jafnvel ekki glossið og þær fara þá með tímaritið til lýtalæknisins og biðja um varir à la Jennifer Lopez (vinsælust í vörum) eða nef eins og Nicole Kidman (vinsælust í nefjum.) Aðgerðir af þessu tagi hafa verið algengar í Bandaríkjunum (þaðan sem fyrirmyndirnar eru flestar) um þó nokkurt skeið, en nú eru vinsældir lýtaaðgerða þar sem markmiðið er að öðlast Hollywood-fegurðarstandard að verða æ meiri í löndum sem eru fjær landfræðilega en færast sífellt nær dægur- menningarlega. Í Asíu flykkjast konur í aðgerðir með það í huga að verða „vestrænni“ í útliti“. Þar eru vinsælastar að- gerðir sem stækka augu og hækka kinnbein og sækjast kon- ur í auknum mæli eftir því að verða lang- leitari og með hvassari kinnbein og hafna þar með hinum mjúku andlitsdráttum og kringlótta andliti sem áður þótti eftirsókn- arvert og fagurt í þeim heimshluta. Tíma- ritið Newsweek fjallaði nýlega um þetta í forsíðugrein og kom þar fram að fjöldi lýtalækna hefur margfaldast í Asíu á und- anförnum árum og í Suður-Kóreu eru þeir flestir í heimi miðað við höfðatölu. Talið er að milljónir fegr- unaraðgerða hafi verið gerðar í Kína á síðasta ári og slíkum aðgerðum fer einnig ört fjölgandi í Japan og á Indlandi. Vestrænir fegurðarstaðlar hafa um árabil haft áhrif í Asíu en talið er að með sífellt meira framboði af lýtalæknum og lækkandi verðskrá þeirra séu þessi áhrif að ná nýjum hæð- um. Og þó að fólk í vestri hafi upp til hópa vestrænt útlit er ekki þar með sagt að það uppfylli ströngustu fegurðarstaðla og hefur fjöldi fegrunaraðgerða á Vesturlöndum einnig margfaldast á undanförnum árum. Slíkar aðgerðir eru meira að segja orðnar að skemmtiefni, samanber sjónvarps- þættina Extreme Makeover (sem sýndir eru á Stöð 2). Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvort slík stöðlun á því sem telst fallegt og allt þetta fikt við andlit og líkama í því skyni að búa til hið eina rétta útlit, geti haft áhrif á það hvernig við skynjum fegurð. Í gegnum aldirnar og árþús- undin hefur fólk valið sér þá maka sem það telur álitlegasta og þannig hefur fegurð mannkyns þróast með náttúruvali. En með öllum þessum manngerðu útlitsbreytingum er hætt við að þetta ferli raskist, segja vísindamenn, og þá gæti kom- ið að því að allt þetta „breytta“ fólk lenti í því að finnast börnin sín ófríð (að minnsta kosti áður en þau ná aldri til að fara í lýtaaðgerðir). Um leið er óttast að fegurðarskynið verði æ einsleitara og þar með sjái fólk enn frekari ástæðu til að leggja mikið á sig til að öðlast hið æskilega útlit og þar með myndast vítahringur. Á endanum yrðu svo allir nokk- urnveginn eins. Allir fallegir og hégómi úr sögunni. Nema að hégómi færi þá að snúast um að „skera sig úr fjöldan- um …“ Allir eins Birna Anna En með öllum þessum mann- gerðu útlits- breytingum er hætt við að þetta ferli raskist. H eiðrún Lind Marteinsdóttir er fædd 1979 og er ofan af Akra- nesi. Hún flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur þegar hún hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík. Árið eftir stúdentspróf starfaði hún sem verslunar- stjóri í skóbúð Sautján á Laugaveginum. Hún stefndi á nám við Háskóla Íslands en var óviss um hvað hún ætti að læra. „Ég fór til London og hugðist dvelja þar í hálft ár meðan ég gerði upp hug minn. Fyrir einskæra heppni fékk ég verslunarstjóra- stöðu í versluninni Pied á Terre, sem rekin er af stærsta skófyrirtæki á Bretlandi. Þessi skóli lífsins varð því tæp tvö ár í stað sex mánaða, líkt og ráðgert var,“ segir Heiðrún Lind. Hún sér þó ekki eftir tímanum í London þar sem borgin heillaði hana upp úr skónum. Heiðrún frétti svo af nýja lögfræðinám- inu í Háskólanum í Reykjavík og fannst það hljóma spennandi. Hún var í fyrsta hópnum sem hóf nám við lagadeild HR. „Mér líkar námið mjög vel, reyndar vonum framar, því ég hélt því einu sinni fram að lögfræði væri eitt af því leiðinlegasta sem hægt væri að læra,“ segir Heiðrún og að hún hafi fyrst smitast af lögfræðiáhuga þegar hún stundaði ræðumennsku. Heiðrún var fyrsti formaður Lögréttu, félags laganema við HR, sem var stofnað 8. mars 2003 – þann sama dag árið 1843 var Alþingi endurreist og því álitu laganemar daginn tilvalinn. Hún er nú ritari í stjórn Heimdallar – félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík og skrifar pistla um stjórnmál á www.frelsi.is. Heiðrún ætlar sér að grípa þau tækifæri sem gefast í framtíðinni. „Ég set markið hátt og tel mig hafa bein í nefinu til að fara í sömu störf og karlar, á sömu launum og karlar – án þess að til komi kynjakvótar,“ segir hún. Áhugamálin fyrir utan stjórnmál eru nokkur. „Ég reyni að fara í ræktina daglega – og ég er forfallinn krossgátufíkill,“ segir Heiðrún. Krossgáturnar leysir hún milli anna, en auk náms og stjórnmála starfar hún í fyrirtækjaþjónustu Sjóvár-Almennra. guhe@mbl.is Heiðrún Lind Marteinsdóttir LOFAR GÓÐU L jó sm yn d: G ol li Hélt að lögfræði væri það leiðinlegasta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.