Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 46
46 | 7.12.2003 Ég held að fátt hafi orðið okk-ur til jafnmikils andlegstjóns nú um stundir og orð- ið: Hagræðing. Kannast hlustendur við það? Nú er ekkert að því að sýna stillingu í fjármálum, en fyrr má nú vera. Það snýst allt um hvað þjónustan kostar, skiptir engu hvaða gildi hún hefur eða hvernig hún á að vera. Þannig er einatt talað um fjár- hagsvanda Háskóla Íslands, frekar en hversu mikils virði það er að halda uppi mannsæmandi kennslu. Hins vegar finnst engum athugavert að risnukostnaður ríkisins blási út. Það heitir bara fjárþörf, á opinberu máli. Þetta er spurning um afstöðu, að liggja ekki ósjálfbjarga fyrir verk- efnum sem þarf að leysa og upp- nefna alla hluti vandamál. Er ekki líka óþægilega mikil athygli á leið- indunum í lífinu? Þannig var það stórfrétt um daginn, að tvö eða þrjú prósent framhaldsskólanema hefðu selt sig til að fjármagna annað en bókakaup. Mér fannst fréttin frekar vera að níutíu og sjö prósent að- spurðra hefðu ekki gert það. Það lif- ir líka í minningunni viðtal við ör- yrkja, sem hafði keypt hlutabréf í Decode fyrir alla bótaupphæðina sem honum var dæmd. Hann sagðist hafa tapað rækilega á fjárfestingunni og lýsti því í löngu máli að hann væri mjög ósáttur. Nú já? Hann var aldrei látinn svara þeirri spurningu, að kannski bæri hann einhverja ábyrgð sjálfur. Það er ekki alltaf hægt að kenna öðrum um, ekki einu sinni ríkisstjórninni. Það er einfald- lega lögmál að ríkisstjórnir eru frek- ar vondar. Það er eðli þeirra. Ástæð- an fyrir lágum launum í landinu er heldur ekki sú að Sigurður Ein- arsson og Hreiðar Már hafa mjög góð laun. Ef ég væri hluthafi í Bún- aðarbankanum, þá væri ég þeirrar skoðunar að þeir hefðu unnið fyrir þeim. Mér fannst áramótaskaupið koma óvenju snemma í ár, þegar launafólk rogaðist með skuldirnar sínar úr Búnaðarbankanum og yfir í aðrar bankastofnanir í mótmæla- skyni. Við lifum á tuttugu og eitt- hvað prósenta yfirdráttarvöxtum og í stað þess að gera eitthvað í því, þá veltum við skuldabagganum yfir í aðra lánastofnun. Það er hagræðing í lagi. Má ég þá frekar sækja ofurlít- inn innblástur í sálmaskáld eins og nú er í tísku í Stjórnarráðinu: (Með sínu lagi) Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn … og svo framvegis. Það líður að jólum og margir vilja hagræða meira í heim- inum. Jón Ársæll frændi minn tók sig til og málaði altaristöflu af nafna sínum Ólafssyni athafnamanni í sjónvarpsþætti. Kannski verður mannkynssögunni hagrætt þannig að Jón Ólafsson verði orðinn að dýr- lingi í Öldinni okkar eftir hundrað ár. Svo vantar líka lögreglustjóra með skambyssubelti við Kárahnjúka til að stilla til friðar, allt fremur ís- lenskt, já takk. Besta jólagjöfin sem ríkisstjórnin getur gefið okkur væri að setja bráðabirgðarlög á frekari hagræð- ingu, fyrir jól að minnsta kosti. Ann- að eins hefur nú Guðni Ágústsson gert, besti vinur húsdýranna og sá sem hagræddi lítillega vistkerfi ís- lenska laxins. Er ekki óþægilega mikil athygli á leiðindunum í lífinu? Eftir Þorstein J. Pistill STAÐURINN DUTNINCKA Í SÍBERÍU L jó sm yn d: Þ or ke ll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.