Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 26
26 | 7.12.2003 Hlutverk Þjóðminjasafns mikilvægt Ég lít svo á að Þjóðminjasafnið gegni mjög mikilvægu hlutverki í nútíma- samfélagi sem einkennist af hraða og sjálfsímyndarkreppu. Mikilvægt er að þekkja sögu sína í þesskonar nútíma - það gefur okkur jarðsamband. Ég hef líka mikinn áhuga á alþjóðamálum – fjölþjóðasamfélaginu. Ísland hefur alltaf haft tengsl við umheimin, það var ekki einangrað eins og margir halda og er það því síður í dag, sögu þess ber því að skoða í víðara samhengi. Ég er formaður heimsminjanefndar ráðuneytisins sem hefur ásamt Þingvalla- nefnd undirbúið tilnefningu ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum á heimsminja- skrá. Þetta er langur og flókinn ferill sem er í góðum farvegi. Niðurstaðan verður ljós í lok júní á næsta ári í Kína. Þar verður þá at- kvæðagreiðsla á fundi UNESCO um hvort Þingvellir séu, vegna sögu sinnar og náttúru, einstakur staður á jörðinni. Nokkrir slíkir eru á heimsminjaská á jörðinni þeirra á meðal skakki turninn í Piza, Akropolis, Kínamúr- inn, Pýramídarnir, Galapagos- eyjar og Eiffelturninnn.“ Það er auðheyrt af fram- angreindu að Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður hugsar hátt, ekki síður en meintur forfaðir hennar Grímur Thomsen legationsráð gerði á sínum tíma. Hart blik í augum hennar, þegar hún ræðir áætlanir sínar, vitnar um sterkan vilja – en skyldi list- æðin hafa ratað til hennar í gegnum völundarhús erfðanna? Margrét hlær. „Nei, ég yrki ekki og mála ekki heldur. Það gera systur mínar hins vegar, það er listamannsblóð sem rennur í æðum þeirra og for- eldra minna beggja og barnanna minna – hvaðan sem það kemur,“ segir hún sposk og bendir mér á ýmis listaverk á veggjum stofunnar, þau reynast öll eftir ættingja henn- ar. Þótt Margrét sé í þessu við- tali nánast í sögulegu hlut- verki og hafi fornleifafræðina að sínu aðalviðfangsefni segist hún eigi að síður hafa framtíð- ina að leiðarljósi. „Ég hugsa alltaf talsvert langt fram í tímann og hef skýr markmið að stefna að, mér finnst spennandi að vinna og lifa þannig, ef maður horfir skammt fram á veginn er maður alltaf að detta um alls kyns hindranir. Ef horft er lengra fram eru vandamálin yfirstíganlegri,“ segir hún. En hver er þá hennar framtíðarsýn? „Nú eru álagsár og ég nýt þessara ára, ég er að koma börnunum mínum á legg og gegna mínu hlutverki fyrir Þjóðminjasafnið. Þegar sá ferill er á enda runninn tekur annað við. Ég hólfa líf mitt niður, hef vinnuna í einu hólfi og einkalíf mitt í öðru og reyni að hafa jafnvægi þar á milli, en læt börnin mín hafa forgang. Ég á góða vini og reyni að rækta vel vináttu við þá og fjölskyld- una. En seinna, þegar ég hef lokið fyrrnefndum verkefnum, þá langar mig að sitja, laus við streitu, úti í náttúrunni og tyggja strá og vera til - og fá að stunda rannsóknir. Draumurinn er að skrifa bók um fornleifarannsóknir í Viðey.“ gudrung@mbl.is „Sumir vilja meina að svo sé en engar rannsóknir hafa verið gerðar í þessu máli. Og kannski er slíkt rétt viðhorf – spennandi ættarleyndarmál er vafalaust meira kitlandi en erfðafræðileg vissa, mál sem er skemmtilegt að ræða um í ár- anna rás og velta fyrir sér á samkomum fjölskyldna, þetta er fjarri því eina dæmið um meinta rangfeðrun á Íslandi. Einu sinni sagði mér gamall ættfræð- ingur að í þeirra hópi væri talið að sjöundi hve Íslendingur væri rangfeðraður. Ég sel þessa kenningu ekki dýrar en ég keypti. „Fjölskyldusögur af ýmsu tagi eru hluti af menningarsögu okkar allra. Ég kem úr samheldinni fjölskyldu og legg áherslu á samheldni í uppeldi barna minna,“ segir Margrét. „Börnin mín hafa mikið sam- band við foreldra mína og eldri dætur mínar tvær voru svo lán- samar að hafa alla tíð náið og gott samband einnig við ömmu sína og afa í föðurætt, þau Bettý og Þráin Löve. Á heimili þeirra voru þær daglegir gestir. Þetta samband var þeim mikils virði og mótaði þær að hluta.“ Börn Margrétar eru Arndísi Sue-Ching og Kolbrún Þóra Löve, 19 og 15 ára og Auður og Brynjar Guðlaugsbörn, sem eru 8 ára. Latína, klassísk fræði og fornleifafræði En hver skyldu hafa verið til- drög þess að Margrét lagði fyrir sig fornleifafræði í stað þess að helga sig læknisfræðinni eins og ætlunin var á menntaskólaárun- um? „Ég lærði latínu í mennta- skóla til að undirbúa mig fyrir nám í læknisfræði og þegar ég kom til Svíþjóðar hafði ég skráð mig í tannlækningar. En um þetta leyti eignaðist ég fyrstu dóttur mína og hóf í framhaldi af því nám í latínu. Það nám leiddi út í klassísk fræði og fornleifafræði. Eftir að ég út- skrifaðist bætti ég við mig sagn- fræði. Minn starfsferill hefur hins vegar þróast þannig að frá 25 ára aldri hef ég verið í stjórnun. Síðustu árin hef ég verið að þroska mig sem stjórnanda, fremur en fræðimann. Mér finnst stjórnun skapandi, aðal- atriðið er ekki síður hin mann- legu samskipti en hin fjöl- breyttu verkefnin. Á því byggir góður árangur. Ég er svo heppin að eiga skipti við gott fólk og ráðgjafa í mínu starfi. Mikilvægast í fari fólks finnst mér vera heiðarleiki. Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað heiðarleiki er mik- ilvægur en baktjaldamakk og „plott“ á bak við tjöldin óheppilegt atferli. Kannski er það veikleiki í mínu fari en ég trúi á heiðarleika í fari fólks þangað til annað kemur í ljós. Framsýni er annað lykilorð í mínu starfi. Það er einkar spennandi að starfa á Þjóðminjasafninu, þeirri virðulegu 140 ára gömlu stofnun þar sem mjög mikið er að gerast. Jafnframt því að hús safnsins við Suðurgötu verður opnað á næsta ári er verið að endurskoða hlut- verk safnsins og fyrirkomulag. Tengsl þeirra hluta sem varðveittir eru í safninu við fortíðina finnast mér heillandi, sem og hafa samskipti við fólk um allt land varðandi starfið veitt mér lífsfyllingu, ég hef eignast vini víða um land, ekki síst meðal þeirra sem starfa við þjóðminjavörslu. FJÖLSKYLDA OG ÆTTARLEYNDARMÁL Grímur Thomsen skáld á æskuárum. Síðar varð hann hátt settur embættismaður í Danmörku og enn síðar bóndi á Bessastöðum. Margrét ásamt börnum sínum, Arndísi Sue-Ching, 19 ára, Kolbrúnu Þóru Löve, 15 ára, og tvíburunum Brynjari og Auði Guðlaugsbörnum, 8 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.