Morgunblaðið - 20.07.2004, Page 2

Morgunblaðið - 20.07.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓVELKOMINN Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er ekki velkominn til Frakk- lands fyrr en hann skýrir hvað hann eigi við með því að hvetja franska gyðinga til að koma sér úr landi og setjast að í Ísrael, að sögn Jacques Chiracs Frakklandsforseta. Vilja breytt útlendingalög Róttæki Vinstriflokkurinn í Dan- mörku hefur krafist þess að dönsku útlendingalögunum verði breytt eft- ir að mannréttindafulltrúi Evrópu- ráðsins sagði þau brjóta í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Fjölmiðlafrumvarp til baka Lög um eignarhald fjölmiðla verða afturkölluð og hið nýja fjöl- miðlafrumvarp dregið til baka. End- anlegt samkomulag um þetta náðist á fundi formanna ríkisstjórnarflokk- anna í gær. Samhliða þessu má bú- ast við að lýst verði yfir vilja til end- urskoðunar 26. greinar stjórnar- skrárinnar um synjunarvald forseta. Samtengd æðakerfi aðskilin Æðakerfi íslenskra tvíburasystra voru samtengd í gegnum fylgju fram að miðri meðgöngu þegar þau voru aðskilin á belgísku sjúkrahúsi. Sam- tengingin varð vegna blóðflæð- isröskunar sem rekja má til sjúk- dóms í fylgjunni. Verðlaunafé jafnað KSÍ hefur ákveðið að jafna verð- launafé í Landsbankadeildum karla og kvenna með stuðningi Lands- banka Íslands. KSÍ og Landsbank- inn segja framfaraspor stigið hvað varðar jafnrétti í knattspyrnu. Dalbrautarskóli víkur Dalbrautarskóli verður lagður niður í núverandi mynd og mestur hluti starfsemi hans sameinast Brú- arskóla við Vesturhlíð í haust. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 24 Viðskipti 14 Umræðan 20/21 Erlent 15 Minningar 24/30 Höfuðborgin 17 Bréf 21 Akureyri 17 Dagbók 32/34 Suðurnes 18 Kvikmyndir 37 Austurland 18 Fólk 38/41 Daglegt líf 19 Bíó 38/41 Listir 35/37 Ljósvakar 42 Forystugrein 22 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #     $         %&' ( )***                +   ÞRÍR kafarar leituðu í gær í grugg- ugum sjónum fyrir utan grjótnám- urnar í Geldinganesi í tengslum við hvarf 33 ára gamallar konu, Sri Rhamawati, sem ekkert hefur spurst til síðan 4. júlí sl. Leitin bar ekki árangur. Gæsluvarðhald yfir barns- föður hennar og fyrrverandi sam- býlismanni, sem er grunaður um að hafa orðið henni að bana, rennur út á morgun og má telja víst að lögreglan krefjist framlengingar. Búist er við að niðurstöður úr DNA-rannsókn á lífsýnum sem fundust í íbúð konunnar í Stórholti og í jeppa hins grunaða liggi fyrir um miðja vikuna. Kafararnir, tveir frá sérsveit rík- islögreglustjóra og einn frá tækni- deild lögreglunnar í Reykjavík, leit- uðu á um 400 metra löngu svæði út frá lítilli bryggju við grjótnámurnar. Dýpið þar er allt að 10–12 metrum. Skyggni var hins vegar aldrei meira en tveir metrar og aðstæður til leitar því erfiðar. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að leitað sé við grjótnámurnar í Geldinganesi þar sem þar hafi fund- ist hjólför eftir 44 tommu hjólbarða, samskonar og þá sem eru undir jeppa hins grunaða. Aðrar vísbend- ingar hafi einnig leitt lögreglu á þennan stað. Hann segir misjafnt frá degi til dags hversu margir taki þátt í leit- inni, suma daga komi allt að 15–20 manns að henni en aðra daga færri. Að sögn Sigurbjörns Víðis hefur maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi engar upplýsingar gefið sem geta skýrt hvarf konunnar. Leitað í gruggugum sjó við Geldinganes Morgunblaðið/Júlíus Þrír kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjórans og tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru hér við leit við bryggjuna í grjótnáminu í Geldinganesi. TUTTUGU og níu ára nígerísk kona var í gær dæmd í átján mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa reynt að smygla til landsins tæpum 500 grömmum af kókaíni. Var hún stöðvuð við komu til landsins 8. júlí sl. og hefur setið óslit- ið í gæsluvarðhaldi síðan. Játaði hún greiðlega sök sína fyrir héraðsdómi í gær. Fram kom í þinghaldi í gær að konan fengist ekki við dreifingu eða sölu hér á landi, heldur gegndi ein- ungis hlutverki burðardýrs. Hún ákvað að una dóminum og er nú komin í afplánun. Að lokinni af- plánun má konan eiga von á því að verða vísað úr landi. Á föstudag handtók tollgæslan á Keflavíkurflugvelli mann frá Kongó sem hafði falið um 50 grömm af kók- aíni í skóm sínum. Maðurinn er bú- settur í Belgíu og var að koma frá Amsterdam. Ekki liðu nema tveir dagar þar til Héraðsdómur Reykja- ness hafði dæmt hann í þriggja mán- aða óskilorðsbundið fangelsi. Átján mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl SVIFDÝR og furðufiskar voru í aðalhlutverki í rannsóknarleið- angri sem Ástþór Gíslason, sjáv- arlíffræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, tók þátt í fyrir nokkru. Um er að ræða fjöl- þjóðlegt rann- sóknarverkefni með þann til- gang að kanna magn og út- breiðslu svifdýra og fiska á miðatlantshafs- hryggnum, en þetta er viðamesta rannsóknarverkefni af þessu tagi sem hefur verið lagst í á svæðinu. Ástþór segir að í ferðinni hafi verið vísinda- og tæknimenn frá níu löndum auk norsks myndlist- armanns sem bæði málaði fólkið um borð og sjávardýrin sem voru skoðuð. Svæðið sem var skoðað nær frá Reykjaneshrygg í norðri og að Azor-eyjum í suðri. Farkost- urinn var nýtt norskt rann- sóknaskip, G.O. Sars, en Ástþór segir það vera afar glæsilegt og búið margs konar tækjum og tól- um til sjávarrannsókna. „Við fórum yfir allan hrygginn og tókum rannsóknarstöðvar á ólíkum stöðum. Það er talið að það sé mjög fjölbreytilegt lífríki á hryggnum og jafnvel meira en ut- an við hann,“ segir Ástþór og bæt- ir við að miðatlantshafshryggurinn hafi mikil áhrif á strauma og sjó- gerðir sem hafi svo aftur áhrif á lífríkið. „Við sáum ýmsa merkilega fiska, svifdýr og rækjur sem mað- ur hafði kannski aðeins lesið um í bókum. Norðarlega á svæðinu var lífríkið fábreyttara en sunnar en hins vegar virtist magnið vera meira norðar.“ Tekur mörg ár að vinna úr gögnum Ástþór segir að á miðju svæðinu sé brotabelti sem kallast Charlie- Gibbs og að þar séu talsverð skil í sjógerðum. „Sjórinn fyrir sunnan skilin er mun hlýrri en sá fyrir norðan en það hefur mikil áhrif á lífríkið.“ Hafrannsóknastofnun hefur milligöngu um verkefnið hér á landi og gerði m.a. athuganir tengdar verkefninu á Reykjanes- hryggnum í fyrrasumar. Að sögn Ástþórs er nú verið að safna gögn- um, sem gæti tekið mörg ár að vinna úr. „Skipið er sérlega vel búið til togveiða og líka til umhverfisrann- sókna. Það er hægt að setja út mælitæki til að skrá hita og seltu. Á hverri rannsóknarstöð settum við út tæki sem tekur vídeómyndir í sjónum. Með því er að vissu marki hægt að greina svifdýr og fleira,“ segir Ástþór og bætir við að á skipinu sé jafnframt fjar- stýrður kafbátur, sem býður upp á mikla möguleika í athugunum. Ástþór hefur yfirgefið skipið en það verður þó á ferð fram í ágúst. „Í seinni hluta ferðarinnar er lögð mest áhersla á að skoða syðri hluta hryggjarins,“ segir Ástþór. Viðamikil rannsókn á lífríki á miðatlantshafshryggnum Ástþór Gíslason tók þátt í fjölþjóðlegum rannsóknarleiðangri Bjúgtanni. Þessi ófrýnilegi djúpsjávarfiskur kom oft í trollið. Ástþór Gíslason LÖGREGLUNNI í Borgarnesi hef- ur tekist að upplýsa innbrot á fimm stöðum í Borgarfjarðarhéraði í fyrri- nótt. Að verki voru tveir 19 ára drengir sem handteknir voru í gær. Þeir brutust inn í sundlaugar í Húsafelli, á Kleppjárnsreykjum og að Varmalandi og verslanir í Reyk- holti og á Hvanneyri. Þegar þeir voru gripnir fundust í fórum þeirra á annað hundrað þúsunda í peningum auk ýmiss smáþýfis. Lögreglan telur að mest allt þýfið sé komið fram. Brutust inn á 5 stöðum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.