Morgunblaðið - 20.07.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Veldu náttúruliti
frá Íslandsmálningu
Allar Teknos vörur framleiddar
skv. ISO 9001 gæðastaðli.
ÍSLANDS MÁLNING
akrýlHágæða
málning
Íslandsmálning
Sætúni 4
Sími 517 1500
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Veggfóður og borðar
Skandinavísk hönnun
„ÞAÐ fæli í sér stórsigur fyrir þá
sem hafa barist gegn fjölmiðlalög-
unum yrðu þau dregin til baka. Um
leið væri forsætisráðherra að stað-
festa að ákvörðun forsetans, Ólafs
Ragnars Grímssonar, um að stað-
festa ekki fjölmiðlalögin hefði verið
hárrétt. Sömuleiðis væri þar með
staðfest endanlega að málskotsrétt-
urinn hefur haft afgerandi áhrif í
mesta deilumáli síðari ára,“ sagði
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, eftir fund í alls-
herjarnefnd í gær.
Hann hafði þann fyrirvara á af-
stöðu sinni að ekkert lægi fyrir um
hver niðurstaðan yrði. Þetta mál
væri stjórnarflokkunum svo erfitt að
hugsanleg lending væri að draga
það til baka.
„Ég á eftir að sjá þetta gerast því
þetta væri svo mikið áfall fyrir for-
ystumenn beggja stjórnarflokkanna
og svo mikill sigur fyrir þá sem hafa
andæft lögunum að ég trúi því ekki
fyrr en ég legg höndina í sárið eins
og Tómas forðum,“ bætti hann við.
Þriðja tilraunin
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstri-grænna, sagði að í dag
yrði líklega kynnt þriðja tilraun rík-
isstjórnarinnar til að bregðast við
þeirri ákvörðun forseta Íslands að
synja lögunum staðfestingar. Júní-
mánuður hefði farið í að undirbúa
þjóðaratkvæðagreiðslu, sunnudag-
inn 4. júlí hefði „brellufrumvarpið“
verið lagt fram og nú væri þriðja út-
gáfan í vændum. „Stjórnarflokkarn-
ir gáfust upp í síðustu viku með að
afgreiða sitt stjórnarfrumvarp,
a.m.k. óbreytt. Forræði málsins var
tekið af nefndinni og ný samninga-
lota hófst milli stjórnarflokkanna.
Þeir munu svo væntanlega fá grænt
ljós á niðurstöðuna á ríkisstjórnar-
fundi í dag.“
Steingrímur sagði að ef ríkis-
stjórnin gæfist upp og kallaði fjöl-
miðlalögin aftur væri það gríðarleg-
ur pólitískur sigur fyrir þá sem
hefðu andæft þessum málatilbúnaði
frá byrjun. „Að sama skapi yrði það
herfilegt niðurlag fyrir ríkisstjórn-
arflokkana og þá sérstaklega þá per-
sónulega Davíð Oddsson og Halldór
Ásgrímsson.“ Hann biði þó eftir að
fá þetta staðfest og hvernig það yrði
útfært.
Vildu ekki afgreiða
frumvarpið
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
lögðu til á fundi allsherjarnefndar
Alþingis í gær að frumvarp þeirra
um framkvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslu 14. ágúst yrði afgreitt út úr
nefndinni til annarrar umræðu. Var
því hafnað af meirihluta nefndar-
manna. Ekki var gerð grein fyrir
breytingum á fjölmiðlafrumvarpinu
á fundinum.
„Með þessu er ljóst að það er ver-
ið að ganga á bak yfirlýsinga fimm
ráðherra um að þjóðaratkvæða-
greiðsla verði haldin í kjölfar synj-
unar forseta Íslands. Það eru ákaf-
lega sorglegar lyktir á þeim
yfirlýsingum,“ sagði Össur Skarp-
héðinsson eftir fundinn. Forsætis-
ráðherra hefði einnig tilkynnt for-
setanum 10. júní að
þingið yrði kvatt
saman beinlínis til
þess að fjalla um lög
um þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ríkisstjórn-
in væri svo lafhrædd
við úrslit kosning-
anna að hún gerði
hvaðeina til að sneiða
hjá þeim.
Engin sameiginleg
niðurstaða
Bjarni Benedikts-
son, formaður alls-
herjarnefndar, sagði
að þetta hefði verið
fundur sem stjórnar-
andstaðan óskaði eftir að yrði hald-
inn. Fátt nýtt hefði komið fram.
Kallað var eftir því hvort þingmenn
stjórnarandstöðunnar hefðu fram að
færa einhverjar breytingar á stjórn-
arfrumvarpinu. „Það kom ekki á
óvart að það voru engar hugmyndir í
þeirra röðum sem hægt var að
kynna í nefndinni. Þetta er í sam-
ræmi við þeirra málflutning frá því í
vor að þeir hafa ekki viljað fjölmiðla-
lög sem ganga út á takmarkanir á
eignarhaldi. Eftir þennan fund verð-
ur að mínu mati eng-
in sameiginleg niður-
staða í nefndinni um
meðferð þessa frum-
varps frá ríkisstjórn-
inni.“
Spurður af hverju
frumvarp stjórnar-
andstöðunnar um
þjóðaratkvæða-
greiðslu hefði ekki
verið afgreitt sagði
Bjarni að meirihlut-
inn hefði talið það
óeðlilegt. Valið stæði
á milli tveggja leiða;
annars vegar leiðar
ríkisstjórnarinnar að
fella brott lögin og
efna ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu
og hins vegar leiðar stjórnarand-
stöðunnar að efna strax til þjóðarat-
kvæðagreiðslu. „Þar sem vinnu
nefndarinnar er ekki lokið taldi
meirihlutinn óeðlilegt að síðari leiðin
yrði afgreidd út úr nefndinni á þessu
stigi málsins,“ sagði Bjarni eftir
fund í allsherjarnefnd í gær.
Hafnað að afgreiða frum-
varp um þjóðaratkvæði
Staðfestir að
ákvörðun forset-
ans var hárrétt
verði lögin dreg-
in til baka, segir
Össur Skarphéð-
insson
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sigurður K. Kristjánsson, Birgir Ármannsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon við upphaf fundar.
Össur Skarphéðinsson
FORMENN ríkisstjórn-
arflokkanna sögðust
vera samstiga um með-
ferð fjölmiðlafrumvarps-
ins eftir stuttan fund í
stjórnarráðinu í gær.
Niðurstaða þeirra yrði
kynnt nefndarmönnum
flokkanna í allsherjar-
nefnd og í ríkisstjórn
klukkan hálftíu í dag.
Eftir það gæti allsherj-
arnefnd að öllum líkind-
um afgreitt stjórnar-
frumvarpið frá sér á
fundi klukkan tvö. Þeir
vildu ekki svara í hverju
breytingarnar á frum-
varpinu fælust. Það
kæmi í hlut allsherjarnefndar að
ljúka málinu þótt frumvarpið væri
á forræði ríkisstjórnarinnar.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagðist aldrei hafa sett
sjálfstæðismönnum úrslitakosti í
þessu máli. Þannig væri ekki hægt
að vinna í stjórnmálum vildu menn
starfa saman að úrlausn mála.
Stjórnarsamstarfið stæði sterkum
fótum. Stefnt væri að því að nið-
urstaðan lægi fyrir á fundi rík-
isstjórnarinnar.
Davíð sagðist hafa greint Bjarna
Benediktssyni, formanni allsherj-
arnefndar, frá viðræðum þeirra
Halldórs og í nefndinni yrði farið
yfir þau sjónarmið, sem þeir hefðu
fram að færa. Þegar hann var
spurður hvort framsóknarmenn
hefðu stillt sjálfstæðis-
mönnum upp við vegg
sagði hann að enginn hefði
stillt neinum upp við vegg
og þannig væri ekki unnið
í samstarfi þessara flokka.
„Það eru vinstristjórnir
sem gera það og þess
vegna springa þær alltaf.“
Treystu ekki sínu fólki
Davíð sagðist hafa
heyrt haft eftir Steingrími
J. Sigfússyni, formanni
Vinstri-grænna, að þeir
Halldór hefðu tekið for-
ræðið af allsherjarnefnd.
„Mér finnst þetta dálítið
merkilegt því formenn
stjórnarandstöðuflokkanna hafa
rutt sínum mönnum öllum út úr
nefndinni og hafi einhverjir tekið
forræðið af sínum mönnum í
nefndinni eru það þessir formenn,“
sagði hann og í þingsköpum segði
að hægt væri að setja nýja menn í
nefndir í forföllum nefndarmanna.
„Þeir bara ruddu þeim út, treystu
þeim ekki.“
Formenn stjórnarflokkanna ræddu fjölmiðlafrumvarpið
Niðurstaðan kynnt í
ríkisstjórn í dag
Davíð Oddsson Halldór Ásgrímsson
RÓBERT Marshall, formaður
Blaðamannafélags Íslands, tekur
heilshugar undir áhyggjur Evrópsku
blaðamannasamtakanna (EFJ) af
samþjöppun á fjölmiðlamarkaði í
Frakklandi og segir að almennt
styðji hann aðgerðir sem miði að því
að draga úr samþjöppun. Hann
kveðst þó ekki þekkja ástandið í
Frakklandi nægilega vel til að hann
geti borið það saman við þróunina á
Íslandi.
Fyrirtækjasamsteypa í eigu Mar-
cel Dassault lagði í síðasta mánuði
undir sig meirihluta í Socpresse,
einu helsta fjölmiðlafyrirtæki
Frakka sem gefur út um 70 dagblöð.
TF1, helsti einkarekni ljósvakamið-
ilinn, lýsti því nýlega yfir að fyrir-
tækið myndi renna inn í fjölmiðla-
veldi Dassault.
„Ég er almennt sammála því að
menn eigi að gjalda varhug við sam-
þjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum.
Það er ekki æskilegt að eignarhaldið
safnist á fáar hendur, segir Róbert.
Aðspurður kveðst hann þó ekki
þekkja ástandið í Frakklandi nægi-
lega vel til þess að hann treysti sér til
að segja á hvern hátt ástandið þar sé
ólíkt fjölmiðlamarkaðnum á Íslandi.
„En ég veit hvað hentar íslenskum
fjölmiðlamarkaði og þetta yrði bara
eins og að bera saman epli og appels-
ínur,“ segir hann. Sú löggjöf um fjöl-
miðla sem nú sé í smíðum hér á landi
yrði sú strangasta á Evrópska efna-
hagssvæðinu. Um þetta hafi gagn-
rýni Blaðamannafélagsins að mestu
snúist, verið væri að reyna að setja
lög sem líti miklu frekar út fyrir að
vera árás á tjáningarfrelsið heldur
en að vera sett því til varnar.
Róbert segir að taka verði mið af
aðstæðum í hverju landi fyrir sig.
Hann minnir m.a. á að þar sem víxl-
eign á dagblöðum og ljósvakamiðlum
er bönnuð, t.d. í Ástralíu og Banda-
ríkjunum, séu ekki til staðar öflugar
ríkisreknar fréttastofur. Það geti því
aldrei orðið svo að sami aðili eignist
alla öflugustu fréttamiðlana hér á
landi. Lög um eignarhald á fjölmiðl-
um verði að taka mið af því en svo sé
ekki nú.
Róbert Marshall,
formaður BÍ
Deilir
áhyggjum af
samþjöppun
í Frakklandi