Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 11 Álfkonuhvarf 63-67 - Sérinngangur af svölum - Frábært útsýni - Frábær staðsetning með óbyggðu svæði í nánd við blokkina. - Náttúrukyrrð - Glæsilegar íbúðir með vönduðum innréttingum. - Traustur byggingaraðili = Vandaðar íbúðir Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 www.borgir.is LANDVERÐIR og skálaverðir flögguðu í hálfa stöng á nokkrum stöðum á hálendinu í gær en 19. júlí fyrir tveimur árum undirrit- uðu forsvarsmenn Alcoa og stjórn- völd viljayfirlýsingu um byggingu álvers í Reyðarfirði. Að sögn Sigríðar Óladóttur, skálavarðar í Kverkfjöllum, var tilgangurinn að minna fólk á þau óafturkræfu náttúruspjöll sem Kárahnjúkavirkjun hefur í för með sér. Flaggað var í Kverk- fjöllum og Snæfelli og var þetta þriðja árið í röð sem flaggað er í hálfa stöng á þessum stöðum. Eigin flaggstangir Skálaverðir í Herðubreið- arlindum og Öskju voru ekki með áform um að flagga og fór skála- vörður úr Kverkfjöllum í býtið í gærmorgun og hugðist reisa eigin flaggstangir við þessa staði og í Hvannalindum. Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur reka skála í Kverk- fjöllum og gerðu að sögn Sigríðar ekki athugasemdir við uppátæki skálavarðanna. Ferðafélag Fljóts- dalshéraðs rekur einnig skála í Snæfelli. Sigríður sagði að ekki væru gerðar athugasemdir við að fólk kæmi með eigin flaggstangir og flaggaði í hálfa stöng við Herðubreiðarlindir og Öskju. Að sögn hennar vakti það at- hygli ferðamanna að sjá íslenska fánann dreginn í hálfa stöng við komuna í Kverkfjöll í gær og spurðu margir hvort einhver hefði dáið. Þegar skálaverðir útskýrðu hvers vegna fáninn væri dreginn í hálfa stöng hefðu flestir haft skilning á sjónarmiðum skálavarð- anna. Ljósmynd/Auður Elva Kjartansdóttir Skálaverðirnir Elísabet Kristjánsdóttir og Agnes Brá Birgisdóttir und- irbúa mótmælaaðgerðir við Einarsskála við Grágæsavatn. Land- og skálaverðir flögguðu í hálfa stöng á nokkrum stöðum á hálendinu Ferðamenn spurðu hvort ein- hver hefði dáið NÁTTÚRUVAKTIN, baráttuhópur fyrir náttúruvernd og virkara lýð- ræði, kom saman fyrir utan stjórn- stöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg í gærdag og dró fjóra fána í hálfa stöng til að mótmæla virkjanaframkvæmd- um stjórnvalda og Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Þá tilnefndu við- staddir daginn 19. júlí sérstakan há- lendisdag en þann dag fyrir tveimur árum undirrituðu Alcoa og stjórnvöld viljafirlýsingu um byggingu álvers í Reyðarfirði. Þegar Elísabet Jökulsdóttir, rit- höfundur og ein af forsvarsmönnum Náttúruvaktarinnar, hafði lokið máli sínu mætti forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, á staðinn og féllst á að hlýða á erindi Þorleifs Hauks- sonar en minnti viðstadda jafnramt á að sækja þyrfti um leyfi til að draga fánana að húni. Tveir fánanna til- heyrðu raunar lóð Veðurstofu Ís- lands. Límdu flaggstangir og stungu veifu í handarkrika Kristjáns IX Mótmælendur létu engan bilbug á sér finna og límdu fánaböndin með einangrunarlímbandi til að erfiðara yrði að losa þau og blöktu fánarnir við hún á meðan mótmælendurnir voru á staðnum. Kveikt var á rauðum blys- um og Friðrik fékk afhenta táknræna gjöf, fjóra fána í hálfa stöng á birki- undirstöðu. Af Bústaðavegi hélt hópurinn í um- hverfisráðuneytið og kom sams konar gjöf á framfæri við umhverfisráð- herra og þaðan í Stjórnarráðið þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra var á leið til fundar við Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. Við- staddir stungu fjórum fánum í gras- svörðinn fyrir framan lóð Stjórnarráðsins og báru forsætisráð- herra þau skilaboð að þeir væru ósátt við virkjanaframkvæmdir á hálend- inu. Lítill drengur í hópnum klifraði upp á styttuna af Kristjáni níunda Danakonungi, „manninum með fjar- stýringuna [stjórnarskrána]“ eins og hann nefndi hann, og stakk einum fána til viðbótar í vinstri handarkrika Kristjáns. Náttúruvaktin mótmælti virkjanaframkvæmdum Drógu fána í hálfa stöng við hús Landsvirkjunar Morgunblaðið/Þorkell Á bilinu 20–30 manns komu saman framan við stjórnstöð Landsvirkj- unar til að mótmæla virkjunarframkvæmdum stjórnvalda við Kára- hnjúka. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, mætti á staðinn og hlýddi á erindi gesta. Ljósmynd/Herdís Helga Náttúruvaktin afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra mótmæli gegn virkjanaframkvæmdum á hálendinu norðan Vatnajökuls. Drykkjarvöruframleiðandinn Vífil- fell hefur sent Morgunblaðinu eftir- farandi yfirlýsingu: „Að gefnu tilefni vill drykkjarvöru- framleiðandinn Vífilfell taka fram að í júnímánuði urðu mistök við fram- leiðslu á nokkru magni af Svala og Trópí appelsínusafa. Vegna bilunar í kjölfar flutnings tækjanna milli verk- smiðjuhúsa tókst gerilsneyðing ekki nægilega vel á framleiðslu á þremur blöndum þessara drykkja, sem leiddi til gerjunar í takmörkuðu magni af drykkjarfernum. Öllum birgðum þessara drykkja var eytt og óseldar vörur innkallaðar um leið og mistökin komu í ljós. Strax var kallað á sérfræðing frá Tetra Pak í Svíþjóð, sem heitir Mathias Jo- hannsson, til að fara yfir framleiðslu- ferlið. Hann kom til landsins daginn eftir útkallið og aðstoðaði Vífilfell við að laga það sem úrskeiðis hafði farið í tækjabúnaði verksmiðjunnar. Ávaxtadrykkir, eins og Svali og Trópí, hafa verið hitaðir upp í 90 gráðu hita í 15-20 sek. í drykkjarvöru- iðnaði til gerilsneyðingar. Eftir lag- færinguna í verksmiðju Vífilfells eru þeir nú hitaðir í 95 gráður af öryggis- ástæðum. Ýmsar tæknilegar lagfær- ingar hafa einnig verið gerðar á tækjabúnaðinum samkvæmt fyrir- byggjandi ráðleggingum Tetra Pak. Þó að nú ætti að vera búið að eyða umræddum birgðum þá fer gæðaeft- irlit Vífilfells fram á að fólk kanni hvort það eigi í fórum sínum Svala appelsín sem merkt er „Best fyrir 12.6.2005 “ eða „Best fyrir 19.6.2005 “ eða Tróbí appelsínusafa merkt „Best fyrir 14.10.2004“. Þeir sem eiga fern- ur með þessum dagsetningum eru beðnir að hafa samband við Pétur Helgason hjá Vífilfelli í síma 525 2500 sem fyrst. Vífillfell hefur áratuga reynslu í framleiðslu fyrsta flokks drykkjar- vara og hefur ætíð notið mikils trausts viðskiptavina sinna. Vífilfell biður viðskiptavini sína innilega fyr- irgefningar á þessum framleiðslumis- tökum.“ Yfirlýsing frá Vífilfelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.