Morgunblaðið - 20.07.2004, Side 14

Morgunblaðið - 20.07.2004, Side 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ÁREKSTRAR skipa við hvali tengj- ast í næstflestum tilfellum hvala- skoðunum. Aðeins skip bandaríska flotans rekast oftar á hvali en hvala- skoðunarskipin. Engar reglur eru í gildi við Bandaríkin um það hve ná- lægt hvölum hvalaskoðunarskipin mega fara. Stofnun sú í Bandaríkjunum sem fer með málefni hafsins og and- rúmsloftsins. NOAA, er nú með til skoðunar reglur um það hvernig vernda megi hvali gegn árekstrum við skip, sem leitt geta til dauða þeirra. Þetta kemur meðal annars fram í skjölum, sem bandarísk sam- tök, starfsmenn í þágu umhverfis- ábyrgðar, (PEER) hafa kynnt. Þar kemur fram að nú sé mesta ógnin við hvali að þeir drepist í árekstrum við skip og í næstflestum tilfellum sé um að ræða hvalaskoðunarskip. Tekin eru nokkur dæmi úr skjölum NOAA, þar á meðal að 10. október 2001 hafi hvalaskoðunarskip sært hnúfubak norðvetsur af Stellwagen- banka þannig að 45 sentímetra rispa hafi komið á bægsli hans. Þá drapst hrefna við Barnstable í Massachu- setts 1998 eftir að hvalaskoðunar- bátur sigldi á hana á 25 hnúta hraða. Hrefnan synti undir bátinn, en kom úr kafi með mikinn áverka sem leiddi hana til dauða. Loks skaðaði tvíbytna sem notuð var til hvala- skoðunar við Hawaii hnúfubak árið 2001. Haft er eftir talsmanni PEER, Kyla Bennett, að það sé kaldhæðn- islegt að leiðangrar sem séu farnir til að dásama náttúruna skuli verða til að skaða hana. Nauðsynlegt sé að setja einhverjar skorður við hvala- skoðun og hún verði ekki til að valda hvölunum ónæði eða skaða þá. Reglur um umgengni hvalaskoð- ara við hvali hafa verið á tillögustigi hjá NOAA í nokkur ár. Meðal þess sem þar er lagt til er að sett verði ákvæði um hámarks siglingarhraða innan tveggja mílna fjarlægðar frá hvölum, en nú er 500 metra nálg- unarbann í gildi fyrir sléttbaka. Þá er lagt til að gefið verði út sérstakt leyfi til hvalaskoðunarskipa, en árið 2002 lagði NOAA til reglur til að banna siglingar á skipum og bátum í einkaeign eins og eintrjáningum upp að hvölum og til að banna mannskepnunni að synda með hvöl- um. Bennet segir að það sé kominn tími til að NOAA hætti að stinga upp á einhverjum reglum og setji þegar í stað reglur til að vernda hvalina. Hvalaskoðun ógnar hvölum Ljósmynd/Alfons Finnsson Mest af loðnu til Siglu- fjarðar ALLS hefur verið landað 44.000 tonnum af loðnu á sumarvertíðinni. Þar af eru um 15.850 tonn af erlend- um skipum. Íslenzku skipin hafa veitt um 28.000 tonn en leyfilegur afli þeirra hefur verið ákveðinn 224.000 tonn til bráðabirgða. Mestum afla hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Siglufirði, 17.550 tonnum. 8.700 tonnum hefur verið landað hjá Ísfélaginu í Krossa- nesi og tæpum 6.000 tonnum hjá Gná í Bolungarvík. Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hefur tekið á móti tæplega 5.000 tonnum en aðrar verksmiðjur hafa tekið á móti minni afla. Kolmunnafli íslenzkra skipa er nú orðinn 260.000 tonn, sem er mun meira en á sama tíma á síðasta ári. Leyfilegur heildarafli íslenzku skip- anna er 713.000 tonn, sem er um 200.000 tonnum meira en veiddist í fyrra. Erlend skip hafa landað hér 64.500 tonnum af kolmunna og því hafa verksmiðjurnar tekið á móti um 324.000 tonnum. Langmestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði, eða ríflega 90.000 tonn- um. Eskja á Eskifirði hefur tekið á móti 55.700 tonnum, Síldarvinnslan í Neskaupstað er með 50.700 tonn og 48.000 tonn hafa borizt til Loðnu- vinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Alls hafa verksmiðjur Síldarvinnslunnar tekið á móti 144.000 tonnum af kol- munna.              )"&(& ##! *+ && + 3>  ?0 ! , @ ?0 ! ,  ) $#)    &?3 0 % . %  +,?  4 %  ?. % 5  5 %> ?$ < ?#  ! <! ?  9 A # 9  ?$#)    & B , & *&&-  3?#)    C $    ?. % $   D ! #  D  #E ?,  & D  F &?(E A  G   + %  +@  4*  #E  6"A # 9.$ 9%    9) C ?9  % 9*!  9@ @?A  F A& 7  7 F   @  @  ( &?  -9*     &./ 3  $  % ?8F# #  4 % ?. %? 9) ? 7* * ) F  C ?. % 9    &          -    -    -   - - -  - - - - - -   -  - - - - - - -  , F  ? ) F ?  &  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - H?IJ H?-IJ H?-IJ - - H?-IJ H? IJ H?IJ H?IJ - H?IJ H?IJ - - - - - - - - - - H?-IJ - - - - - - - - - - - - - - - - - - D %   ! %   7 ?? ?% / + ! 9  & & &  & -  &   & &  &  - &  & & &  &  - - & - -  - - -  - - - & - & - - - - - - - &        -         -      - -   -                         - -             ! ??&? & 37D&?K?3A    $#@%   !  -  -    -  -  - -  - - -  - - -  -  - - - - - - -  HLUTAFJÁR- EIGN Íslands- banka í sjálfum sér hefur aukist um tæpar 169 milljónir króna að nafnvirði frá því fyrir mánuði. Hinn 19. júní sl. átti bankinn 639,6 milljónir króna að nafnvirði í sjálf- um sér, eða 6,396% alls hlutafjár í bankanum, en samkvæmt hluthafalista frá því í gær 808,5 milljónir að nafnverði, eða 8,085% hlutafjárins. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, segir að hreyfingar séu alltaf á hlutabréfaeign bankans í sjálfum sér og oftast sé um það að ræða að verið sér að kaupa bréf til að miðla áfram til viðskiptavina bank- ans. „Við höfum orðið vör við aukna eftirspurn eftir bréfum í bankanum og viljum geta orðið við þeim áhuga með því að eiga bréf til,“ segir Jón Þórisson. Í gær lækkaði gengi bréfa bank- ans um 2,2% en lokaverð bréfanna í gær var 8,8. Gengi bréfa í bankanum hækkaði um 2,3% í 1,5 milljarða króna við- skiptum sl. föstudag, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þar um að ræða kaup aðila vegna fram- virks samnings sem gerður var um kaup á bréfum í bankanum, en enn á eftir að tilkynna. Tilkynna megi um framvirka samninga hvort sem er í upphafi gildistíma eða á uppgjörs- degi þeirra samninga eins og hér sé líklega raunin samkvæmt heimildum blaðsins. Íslandsbanki annar stærstur í sjálfum sér Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjunum var óbreytt á milli maí og júní, en hækkaði um 0,5% fyrir Ísland, að því er fram kemur í frétt Hagstofunnar. Frá júní 2003 til jafnlengdar í ár var verðbólgan á þennan mæli- kvarða 2,3% að meðaltali í ríkjum EES, 2,4% á evrusvæðinu og 2,9% á Íslandi. Á þessu tólf mánaða tímabili mældist verðbólgan mest í Slóvakíu, 8,1%, en minnst í Finn- landi, þar sem verðhjöðnun var 0,1%. Verðbólga yfir meðal- lagi á Íslandi ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI HAGNAÐUR Norsk Hydro á fyrri hluta ársins nam 6,4 milljörðum norskra króna, um 67 milljörðum ís- lenskra króna, og er þetta ríflega þriðjungs aukning hagnaðar frá sama tímabili í fyrra. Velta fyrirtæk- isins var um 810 milljarðar íslenskra króna og jókst um 16% milli ára. Í fréttatilkynningu frá Norsk Hydro er haft eftir Eivind Reiten, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að afkoma fyrirtækisins hafi aldrei ver- ið betri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs og að hátt olíuverð og batnandi álmarkaður hafi haft áhrif þar á. Afkoma Norsk Hydro aldrei betri NÆRRI helmingur lyfseðils- skyldra lyfja sem seld eru í Dan- mörku eru samheitalyf, að því er kemur fram í frétt danska blaðsins Børsen. Danmörk er það Evrópu- land þar sem hlutfall samheitalyfja er hæst, næst í röðinni eru Þýska- land og England. Í fréttinni segir að á síðustu tveimur árum hafi verð á sam- heitalyfjum lækkað um 21% og sala á þeim aukist um 80%, en verð frumlyfja hafi hækkað um 6% og sala þeirra aukist um 6,5%. Hálffimm fréttir greiningar- deildar KB banka gera grein danska blaðsins að umtalsefni. „Í blaðinu er haft eftir Hans Henrik Raith, forstjóra dótturfélags Act- avis í Danmörku og formanns sam- taka samheitalyfjaframleiðenda, að afkoman sé undir miklum þrýst- ingi og hann spáir enn frekari samruna í greininni. Haft er eftir honum að samkeppnin sé hvergi meiri í Evrópu en í Danmörku og að enginn hagnaður sé í grein- inni.“ Segir í fréttabréfinu að um- mæli Raiths nú séu á svipuðum nótum og Hálffimm fréttir vitnuðu til í desember síðastliðnum. „Þar kom fram að verð samheitalyfja er borið saman á 14 daga fresti og apótekum ber að framvísa ódýr- asta lyfinu næstu 14 daga. Þetta hefur leitt til undirboða og óheil- brigðs samkeppnisumhverfis sam- heitalyfjafyrirtækja.“ Búast má við áframhaldandi þrýstingi Greiningardeild KB banka segir ekki hægt að draga víðtækar ályktanir um samheitalyfjamark- aðinn í heild af Danmörku, að auki sé einungis lítið brot af veltu Act- avis í Danmörku, þannig að vægi Danmerkur í rekstri Actavis er lít- ið. Á hinn bóginn sé umhugsunar- vert að á kynningafundi Actavis eftir uppgjör fyrsta fjórðungs hafi Róbert Wessman sagt að afkoman hafi verið undir áætlunum í Tyrk- landi og í Búlgaríu á fyrsta fjórð- ungi vegna breytinga á endur- greiðslukerfi lyfja á þessum mörkuðum. „Þegar sá fundur var haldinn þann 17. maí, sagði í texta með uppgjörinu að ró hefði skap- ast á Tyrklandsmarkaði en hins vegar hafa ekki borist fréttir af lausn mála í Búlgaríu.“ Í fréttabréfinu er að lokum minnt á að vert sé að hafa í huga að við setningu núverandi reglu- verks um samheitalyf var markmið löggjafans t.d. í Bandaríkjunum að tryggja neytendum aðgang að ódýrum lyfjum. „Það er því við því að búast að áframhaldandi þrýst- ingur verði frá stjórnvöldum um lægra verð lyfja og því sé eðlilegt að líta á uppákomur sem þessar sem venjulegan hluta af rekstrar- afkomu þessara fyrirtækja fremur en einangruð atvik eða óreglulega liði.“ Harður heimur danskrar lyfsölu 6 % L 9MN? '())* '('+' +,+ +,+ I I $798 O3P *(-.' -()'- /+,* /+,0 I I 131? <5P -(1'+ 111 +,+ /',' I I +$P 6 .10 ''(*-1 +,+ 2+,. I I 218P? OQ?G  -(+3* '+(+0* 2+,' /+,4 I I ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu tæpum 2,6 milljörðum króna í gær, þar af voru mest viðskipti með hluta- bréf fyrir 949 milljónir og með rík- isvíxla fyrir 720 milljónir. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,05% og stendur nú í tæpum 3.074 stigum. Mest hækkun varð á verði bréfa í Act- avis Group, 2,1%, og voru mest við- skipti með þau bréf, eða fyrir 171 milljón króna. Mest lækkun varð á bréfum í Íslandsbanka, 2,2%, og gengur þar að hluta tilbaka sú hækk- un sem hefur orðið á verði bréfanna að undanförnu. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkj- unum hafa lækkað að undanförnu. Í fréttabréfi Landsbankans segir að ekki sé alfarið hægt að kenna slæm- um uppgjörum um því mörg þeirra hafi verið umfram væntingar markaðarins. Hins vegar eigi breyttar rekstraráætl- anir sumra þeirra sökina. Actavis hækkar mest

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.