Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 17
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 17
Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
ARTISAN
5 gerðir - 7 litir
stærri skál, hveitibraut fylgir
Yfir 60 ára frábær reynsla
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Sílamáfar á förum | Bæjarráð
Garðabæjar hefur samþykkt að
kanna hvaða leiðir séu færar til að
halda fjölda sílamáfa í Garðahrauni
og nágrenni í skefjum, en brögð eru
að því að fuglinn geri aðsúg að fólki
sem á leið um hraunið að sumri til og
valdi ónæði í íbúðahverfum.
Áætlað er að á bilinu 100 til 150
sílamáfspör hafi verpt í Garðahrauni
í sumar, en einnig eru stór vörp síla-
máfa stutt frá. Heilbrigðiseftirlitið
leitaði ráða hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands, en þar telja menn það tíma-
spursmál hvenær mávarnir hætti að
verpa í hrauninu, þar sem uppbygg-
ing á svæðinu muni neyða fuglinn til
að finna annað varpsvæði.
Í bréfi Náttúrufræðistofnunar er
bent á að ef grípa eigi til aðgerða
þurfi þær að vera samstilltar og með
vel skilgreind markmið, og að skot-
mennska sé vænlegasta leiðin til að
fækka fuglinum.
Vesturbæ | Breyttar þarfir kirkjunnar kalla á
safnaðarheimili sem hægt er að nýta á sem fjöl-
breytilegastan hátt, og verður nýtt safnaðar-
heimili Neskirkju, sem og kirkjan sjálf, opið alla
daga fyrir gesti og gangandi.
Verktakar sem unnið hafa að byggingu nýs
safnaðarheimilis Neskirkju í rúmt ár afhentu í
gær sóknarnefnd kirkjunnar húsnæðið, en stefnt
er að því að taka það formlega í notkun 12. sept-
ember nk.
Guðmundur K. Magnússon, formaður sóknar-
nefndar Neskirkju, segir að þetta nýja safnaðar-
heimili verði nýtt með talsvert öðrum hætti en
önnur safnaðarheimili. Stefnan er að hafa hús-
næðið opið alla daga svo fólk geti litið inn, fengið
sér kaffisopa, litið í blöð og bækur og jafnvel á
Netið. Kirkjuskipið sjálft verður einnig opið
þannig að fólk getur átt rólega stund og beðist
fyrir þegar því hentar. Á kvöldin verða svo jafn-
vel ýmsar uppákomur í safnaðarheimilinu, en
Guðmundur tekur fram að ekki sé ætlunin að
leigja húsnæðið út.
Þessa starfsemi segir Guðmundur lýsandi fyr-
ir breytt hlutverk safnaðarheimilisins, og segir
hann viðeigandi að kirkja sem kölluð var fyrsta
nútímakirkjan á landinu fái fyrsta nútímasafn-
aðarheimilið. Í raun verður safnaðarheimilið
eins konar félagsmiðstöð fyrir unga sem aldna í
söfnuðinum.
Nýja safnaðarheimilið er samtals um 820 fer-
metrar með kjallara. Á jarðhæð er stór, bjartur
salur sem þilja má niður eftir þörfum í þrjá
minni sali. Þar verða einnig vinnuherbergi og
skrifstofur fyrir presta, auk eldhúss.
Guðmundur segir að kostnaðurinn við bygg-
inguna muni ekki verða söfnuðinum erfiður.
Heildarkostnaður er um 180 milljónir króna. Þar
af þurfti að taka lán fyrir 40 milljónum, en 140
milljónir voru til í sjóðum.
Safnaðarheimilið styðji við kirkjuna
Richard Briem arkitekt hefur haft umsjón
með byggingu hússins, en hönnuðir voru VA
arkitektar. Richard segir að hugsunin á bak við
skipulag hússins hafi verið að hafa það mjög
opið og bjart, sem sést m.a. með glerveggjum og
ljósu gólfi og veggjum. Þannig myndar safn-
aðarheimilið nokkurs konar andstæðu við kirkj-
una, sem þykir nokkuð lokuð af.
Richard segir að lagt hafi verið upp með að
safnaðarheimilið dragi ekki að sér athygli fólks
á kostnað kirkjunnar, sem verði í aðalhlutverki.
Safnaðarheimilið eigi þess í stað að styðja við
hana og vera hvetjandi fyrir starfsemi hennar.
Nýtt safnaðarheimili opið alla daga
Morgunblaðið/Þorkell
Ánægja: Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, Hanna Johannessen og Guðmundur Magnússon, formaður sóknarnefndar Neskirkju, fyrir miðri mynd
ásamt fólki úr sóknarnefnd, arkitekt og verktökum fyrir framan nýja safnaðarheimilið.
Nýr leikskóli | Leikskólinn Stekkj-
arás í Hafnarfirði verður opnaður í
september, en leikskólinn Krumma-
kot við Hrafnistu hefur verið lagður
niður, svo segja má að Stekkjarás sé
nokkurs konar arftaki hans. Um 100
börn munu fá pláss á Stekkjarási á
fjórum deildum. Í leikskólanum
verður áhersla á að búa börnunum
námsumhverfi í anda félagslegrar
hugsmíðahyggju, þar sem góð
umönnun og sjálfráðaréttur vekur
virkni og námsvilja barnanna, að því
er fram kemur á vef Hafnarfjarðar.
Með í vinnuna | Dagur fjölskyld-
unnar verður haldinn í Vinnuskóla
Garðabæjar á miðvikudag, en þá eru
forráðamenn starfsmanna Vinnu-
skólans hvattir til að koma með
krökkum sínum í vinnuna og eiga
með þeim ánægjulegan dag við leik
og vinnu. Tekið verður til hendinni
fram eftir morgni, en að því loknu
verður brugðið á leik og fylgst með
skemmtiatriðum frá unglingunum,
ásamt því sem boðið verður upp á
grillaðar pylsur.
BLÓMASKÁLINN Vín í Eyja-
fjarðarsveit er 20 ára í dag og
verður haldið upp á daginn að
sögn Hreiðars Hreiðarssonar
sem rekur skálann ásamt fjöl-
skyldu sinni. „Við ætlum að
selja ís á sama verði og hann
var á þegar við opnuðum,“
sagði hann, en í þá daga kostaði
stór ís 50 krónur og lítill 30
krónur. „Við erum búin að
birgja okkur vel upp,“ sagði
hann en búist er við að fjöldi
gesta leggi leið sína í Vín og
fagni tímamótunum. Um 10
kílómetrar eru frá Akureyri
fram í Vín og sagði Hreiðar að
bæjarbúar væru duglegir að
sækja staðinn. „Þetta er mest
fólk frá Akureyri og nágrenni,“
sagði hann en þá teygði hann
sig um allan fjörð og allt austur
á Húsavík í þeirri skilgrein-
ingu. „Það er hefð hjá mörgum
fjölskyldum að hittast hérna,
sumar fjölskyldurnar eru með
sinn dag, þá mæta allir sem
geta og spjalla saman yfir kaffi
eða ís,“ sagði Hreiðar.
Tvítugur blómaskáli
Ísinn á
50 kall
ÞAÐ var líf og fjör í Kjarnaskógi í
gær, þar sem foreldrar stúlku-
barna sem ættleidd voru frá Kína
árið 2002 komu saman með börn
sín. Alls komu 10 stúlkur frá Kína í
maí þetta ár, í þessum fyrstu ætt-
leiðingum íslenskra foreldra á kín-
verskum börnum. Tvær stúlkn-
anna eru búsettar á Akureyri en
hinar á höfuðborgarsvæðinu og
Suðurnesjum. Hjalti Jón Sveinsson,
skólameistari VMA, og kona hans,
Svanhvít Magnúsdóttir, eiga dótt-
urina Jóhönnu Lan og þau voru
með hópnum í Kjarnaskógi. Hjalti
Jón sagði að stúlkurnar væru táp-
miklar og frískar. Allar eru þær
komnar í leikskóla og una hag sín-
um vel. Stúlkurnar 10 eru orðnar
þriggja ára gamlar, fæddar á tíma-
bilinu janúar til júní árið 2001 og
koma allar frá sama barnaheimili í
Suður-Kína. Hjalti Jón sagði að
foreldrarnir, sem fóru saman út,
hefðu reynt að hittast tvisvar á ári
með stúlkurnar sínar en að þessu
sinni vantaði eina fjölskyldu í hóp-
inn. „Stelpurnar ná vel saman og
hafa mjög gaman af því að hittast.
Þær eru aðeins farnar að skilja
uppruna sinn en hafa aðlagast vel
hér á landi.“ Hópurinn dvelur sam-
an í nokkra daga og skoðar sig
m.a. um á Akureyri og næsta ná-
grenni.
Morgunblaðið/Kristján
Stúlkurnar gáfu sér tíma til þess að stilla sér upp fyrir myndatöku. Aftari röð f.v. Jóhanna Lan, Áslaug Rún, Hild-
ur Björg, Lára og Ragnhildur. Fremri röð f.v. Sunna Líf, Tinna, Líney Rut og Stella Tong.
Skemmtu sér vel í Kjarnaskógi
Vatnshaninn heillaði stúlkurnar.
Fréttir í tölvupósti