Morgunblaðið - 20.07.2004, Side 21

Morgunblaðið - 20.07.2004, Side 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 21 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FÖSTUDAG fyrir nokkru var ég viðstaddur frumsýningu á Hárinu í Austurbæ. Verð ég seint talinn mikill söng- leikjaaðdáandi og kom þessi sýning mér því skemmtilega á óvart. Eftir að hafa lesið leiklistargagnrýnanda Morgunblaðsins tjá álit sitt á upp- færslunni undir yfirskriftinni „Seið- urinn víðsfjarri“, get ég ekki látið hjá líða að segja ykkur frá minni upplifun þetta kvöld. Það fyrsta sem kom mér í hug eftir lesturinn var að gagnrýnandinn sjálfur hefði verið víðsfjarri. Strax í upphafsatriðinu varð manni ljóst að hér væru farnar aðrar leiðir en við fyrri uppfærslur á verk- inu. Þorvaldur Bjarni hefur fært lög- in sem við flest þekkjum í kraftmik- inn rokkbúning og að mínu mati þannig aukið enn við áhrifagildi lag- anna og textans. Það var hreinlega erfitt að hrífast ekki með taumlausri orkunni og leikgleðinni sem reyndir og óreyndari leikarar skiluðu til áhorfenda. Enda mátti svo dæma af undirtektum og fagnaðarlátum yfir 500 frumsýningargesta að fáir væru ósnortnir. Einföld leikmynd verksins er vel studd af einni mögnuðustu ljósadýrð sem ég hef séð í íslensku leikhúsi. Hljómsveitin og söngvarar skiluðu sínu hlutverki svo vel að á tíðum leið manni sem maður væri staddur á góðum rokktónleikum. Þrátt fyrir að sýningin, eðli málsins samkvæmt, einkennist aðallega af söng og tón- list, tekst leikstjóranum vel að tvinna inn í hana húmor, sem svo nær hámarki í óborganlegu atriði þar sem Selma Björns og Hilmir Snær túlka foreldra Claudes í hræðilegri upplifun hans af sýru- trippi. Ómögulegt er að færa söguþráð Hársins til nútímans þar sem hann fjallar um Víetnamstríðið og hippa- menningu þess tíma. Engu að síður er sýningin að vissu leyti færð nær okkur í tíma með kröftugum rokk- útfærslum laganna og vel útfærðum vísunum í Íraksstríðið í lokasenu sýningarinnar. Vil ég óska aðstandendum og leik- urum sýningarinnar til hamingju með að hafa magnað ógleymanlegan seið. EINAR EIÐSSON, Nýlendugötu 22, 101 Reyljavík Gagnrýnandinn víðsfjarri Frá Einari Eiðssyni, grafískum hönnuði: FLESTUM, ef ekki öllum, er kunn- ugt hvílíkur snillingur Sigmund get- ur verið í dráttlist og hafa myndir þær sem hann hefur teiknað fyrir Moggann jafnan verið í meira lagi athyglisverðar og oftar en ekki þótt hin besta skemmtun af þeim. Lista- maðurinn hefur oft viðhaft mjög beinskeytta ádeilu í myndum sínum og þegar slíkt fer saman við græsku- lausa glettni, fer ekki hjá því að oft er hæft beint í mark. En þó Sigmund sé áreiðanlega margt vel gefið, eins og kunnugt er, er það svo með hann eins og aðra, að þegar hann festist í því sama aftur og aftur, getur hann orðið allt að því leiðinlegur. Und- anfarnar vikur hefur hann verið svo fastur í ádeilu sinni á forseta lýðveld- isins að ekkert annað virðist geta komist að. Það er fullmikið að vera stöðugt með útfærslur út frá sama mottóinu og ég er farinn að óttast að Sigmund sé búinn að festa sig í einhverjum eineltisgír til frambúðar. Ef svo reynist vera, þá er þar illa farið með góða hæfileika. Vonandi áttar listamaðurinn sig á því innan skamms að hann geti gert eitthvað þarflegra með dráttlist sinni en að hamra í sífellu á forset- anum. Sumum virðist gleymast að forset- inn er þjóðkjörinn og að hann hefur fullt vald samkvæmt stjórnarskránni til að vísa máli í dóm þjóðarinnar. Þar er ekki um að ræða neina árás á þingið, eins og forsætisráðherra hef- ur svo ósmekklega komist að orði, heldur aðeins stjórnarskrárbundna heimild til notkunar beins lýðræðis. Það er með ólíkindum hvað margir hinna margyfirlýstu „lýðræðissinna“ á hægri væng íslenskra stjórnmála virðast vera ofsalega hræddir við dóm þjóðarinnar í fjölmiðlamálinu – við niðurstöðu hins beina lýðræðis! Það þyrfti eiginlega geðlækna til að rannsaka þá meinsemd til hlítar. Og hvað Sigmund varðar, hinn frábæra teiknara, þykir mér per- sónulega leitt að sjá hann þjóna í herbúðum slíkra manna, því að minni hyggju dregur það úr trúverð- ugleika hans sem málsvara fyrir réttlætismálum, eins og t.d. í barátt- unni gegn hinu alræmda kvótakerfi. Ég endurtek því þá frómu ósk mína, að teiknarinn hætti þessu fasta forsetaníði, sem er löngu geng- ið sér til húðar, og fari aftur að teikna eitthvað sem er skemmtilegt og virkilegt krydd í daglegt líf lands- manna. Það er hans verkefni og þar hefur hann vissulega þegar unnið sér orðspor sem lengi mun lifa. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd Ekki meira, Sigmund! Frá Rúnari Kristjánssyni: HANNES Hólmsteinn Giss- urarson endurtekur í pistli í Morg- unblaðinu 17. júlí skæting um mig og störf mín fyrir Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna á síð- ustu öld, sem ég hef áður svarað, og bætir nú hótfyndni við. Hann segir þar m.a. að Ólaf- ur Hannibalsson virð- ist telja að „lífið sé eins og sól sem snúist í kringum hann sjálfan“. Ekki veit ég hvað gef- ur Hannesi tilefni til þeirra orða; ég hef beitt mér á síðustu vikum í umfjöllun um þau málefni sem heitast brenna nú í þjóðfélaginu og hef ekki gert sjálfan mig þar sérstaklega að umfjöllunar- efni. Tvö síðustu greinarkorn Hann- esar fjalla hins vegar ekki um neitt annað en mína persónu og meinta galla á henni. Þar er ekki einu sinni gerð tilraun til að vísa í nein mál- efni, sem gefi tilefni til skrifanna. Ég hygg að það stappi nærri eins- dæmi á síðari árum, að birt sé hreint persónuníð í Morgunblaðinu án nokkurrar tilvísunar í mál- efnalega umræðu, – en veit að rit- stjórar blaðsins leið- rétta mig ef þessi er ekki raunin. Hannes skipar sér á bekk með Hriflu- Jónasi, Nixon og Göbb- els þegar hann beitir þessari gamalkunnu aðferð, sem Nixon kall- aði „Let them deny it“ – ljúgðu bara nógu miklu og nógu oft, þá tekst þér að draga andstæðinginn niður á þitt plan. Auðvitað er tilefni og tilgangur með skrifum Hannesar, þótt hann geti þess hvergi. Tilefnið er umræð- an um fjölmiðlafrumvarpið og sú staðreynd að upp er risin öflug and- staða gegn geðþóttavaldi, sem Hannes er handgenginn og telur sig hafið yfir lýðræðislegar leikreglur. Tilgangurinn er sá að sýna mönnum fram á, að þeir sem beita sér í því andófi megi búast við rógi og skít- kasti. Ekki lái ég mönnum ef þeir hika við að leggja á það forað, þar sem helsti mykjudreifari valdaklík- unnar skreytir sig með prófess- orsnafnbót við iðju sína og skýtur fyrir sig skildi Háskóla Íslands, eins og hann tali í nafni þeirrar stofn- unar. Ég mun halda áfram mál- efnalegri umfjöllun um fjölmiðla- frumvarpið og eftirhreytur þess eftir því sem ég sé ástæðu til. Hann- esi læt ég eftir mykjuaustur hér eft- ir sem hingað til og lesendum eftir að dæma hvort hann sóðar fremur út sjálfan sig eða aðra við þá iðju. Málflutningur á háskólastigi Ólafur Hannibalsson svarar Hannesi Hólmsteini ’Hannes skipar sér ábekk með Hriflu-Jónasi, Nixon og Göbbels þegar hann beitir þessari gam- alkunnu aðferð.‘ Ólafur Hannibalsson Höfundur er talsmaður Þjóðarhreyf- ingar með lýðræði. UMRÆÐAN um fjölmiðlalögin, sem í upphafi var einungis að hluta til um stjórnarskrármál, snýst núna eingöngu um Stjórnarskrána. Ég vil fagna þessu, því að hrein og djúp umræða um mörg stjórn- arskrárákvæði er nauðsynleg. Þetta er öll þjóðin orðin með- vituð um, eftir tilraunir ríkisstjórnarinnar til að fara á sveig við Stjórnarskrána. Með ólíkindum er að sjá hversu djúpstæður ágreiningur hefur komið í ljós varðandi sum atriði Stjórn- arskrárinnar og er engu líkara en menn tali ekki sama tungu- mál, svo ekki sé spurt hvort menn lúti sömu lögum. Hér verður ein- göngu fjallað um það afmarkaða atriði, sem núna skiptir öllu máli. Spurningin er: mun yf- irstandandi átökum ljúka með þjóð- aratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið? Sniðganga ríkisstjórnar? Eins og öllum er kunnugt, vilja ákveðnir valdaaðilar forðast að stjórnarskrárbundinn málskots- réttur forsetans vakni til lífsins. Eftir að viðraðar voru ótrúlegar hug- myndir um mismunandi at- kvæðavægi landsmanna, var haldið í dæmafáa sniðgöngu sem enn stendur yfir. Ríkisstjórnin kaus að reyna þá leið að leggja fram nýtt fjölmiðla- frumvarp, sem er lítt breytt frá því fyrra. Hluti af þessu frumvarpi er ákvæði sem fellir niður fyrra frum- varpið. Þessi bræðingur er heimsku- legur, því að vilji forsetinn halda fast við fyrri ákvörðun sína um þjóð- aratkvæðagreiðslu, er hann nauð- beygður til að vísa einnig hinu nýja frumvarpi í heild til þjóðarinnar. Í raun á forsetinn engan annan kost en neita frávísunarfrumvarpinu undir- skriftar. Fjölmiðlafrumvarpið nýja yrði þá einnig fellt, hversu gott sem það annars kynni að vera. Ríkisstjórnin átti annan kost, sem var að leggja fram sérstakt niðurfellingarfrumvarp og síðan nýtt fjölmiðla- frumvarp. Þetta getur ennþá orðið niðurstaða Alþings. Vert er að vekja athygli á, að til að fella lög úr gildi þarf Al- þingi að samþykkja sér- stakt frumvarp um nið- urfellinguna og samþykki forsetans þarf að koma til, á sama hátt og þörf er um öll önnur lög. Að sniðganga forsetann er því alls ekki mögulegt. Hvað gerir forsetinn? Ríkisstjórnin kaus að leggja fram bræðings- frumvarp um fjölmiðla, sem samtímis fellir úr gildi fyrstu gerð fjöl- miðlalaganna. Hinn kosturinn var að fella fyrst úr gildi lög númer eitt og leggja síðan fram frumvarp númer tvö. Eitt af því sem menn greinir á um, er hvort lögleg leið hafi verið valin. Hvað varðar framkvæmd, skiptir nákvæmlega engu máli hvor hátt- urinn er á hafður. Í báðum tilvikum fær forsetinn lagafrumvörp til stað- festingar, í öðru tilvikinu tvö frum- vörp, í hinu eitt. Til að þau öðlist lagagildi þarf staðfestingu forsetans, annars fara þau til þjóðaratkvæða- greiðslu. Þótt hendur forsetans séu ekki að neinu leyti bundnar, verður að telja ólíklegt að hann taki afstöðu til meints stjórnarskrárbrots. Að minnsta kosti mun hann aldrei vísa lagafrumvarpi til þjóðaratkvæðis vegna slíks gruns. Vísvitandi brot á Stjórnarskránni er auðvitað alvarlegur gerningur og ætla verður að allir aðilar stjórnkerf- isins forðist slíkt og láti Stjórn- arskrána njóta vafans. Á þessu stigi, skiptir hins vegar engu máli hvort lögin standast ákvæði Stjórnarskrár- innar. Hugsanleg brot á Stjórn- arskránni verður að kæra til dóm- stóla og niðurstöðu þeirra er ekki að vænta fyrr en þjóðaratkvæða- greiðslur hafa farið fram. Afstaða forsetans hlýtur að byggj- ast á þremur atriðum: a) Forsetinn vísaði fyrstu útgáfu frumvarpsins til þjóðaratkvæða- greiðslu. Önnur útgáfa hlýtur að hljóta sömu örlög, nema um gjör- breytt frumvarp sé að ræða. b) Forsetinn tók ekki málefnalega afstöðu til fyrstu útgáfu frumvarps- ins. Hann var hlutlaus. Þar af leiðir að hann getur ekki tekið málefnalega afstöðu til laga um niðurfellingu fyrstu útgáfu. Ef hann samþykkti niðurfellingarlög, væri hann að ganga á rétt þeirra sem eru fylgjandi fyrri lögunum. c) Til að festa málskotsrétt/ málskotsskyldu forsetans í sessi má hann ekki láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Ef forsetinn bregst á þessari stundu, getur þurft vopnaða baráttu til að endurheimta réttinn til þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir halda fram þeirri fullyrð- ingu að forsetinn geti ekki annað en samþykkt niðurfellingarfrumvarp, hvort sem það er hluti af síðara frum- varpi eða ekki. Þetta sé svo, vegna þess að þannig fái andstæðingar fjöl- miðlafrumvarpsins framgengt sínum vilja. Þetta er alrangt, vegna hlut- leysis forseta í málinu. Hvort sem niðurfellingaraðferð ríkisstjórn- arinnar er í samræmi við Stjórn- arskrána eða ekki, er hægt að full- yrða að öll frumvörp er þetta mál snerta, hljóta að enda hjá þjóðinni, í allsherjaratkvæðagreiðslu. Menn ættu því að hraða afgreiðslu Alþingis og láta þjóðina taka við þessu máli sem fyrst. Við munum kjósa! Loftur Altice Þorsteinsson fjallar um kosningar ’Menn ættu þvíað hraða af- greiðslu Alþing- is og láta þjóð- ina taka við þessu máli sem fyrst.‘ Loftur Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur, mennta- skólakennari og flokksbundinn sjálf- stæðismaður. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Sængur, koddar og dýnuhlífar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.