Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 34
DAGBÓK 34 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hætt við að þú farir fram úr sjálfri/sjálfum þér í dag og því ættirðu að fara varlega í að lofa nokkru eða skuldbinda þig til nokkurs. Þú þarft sem sagt að gæta þess að tala ekki af þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú kannt vel að meta lífsins lystisemd- ir. Þú gætir freistast til að eyða mikl- um peningum í einhvern munað í dag. Reyndu að gera ekkert sem þú munt sjá eftir síðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er góður dagur til að njóta sam- vista við aðra. Þú munt njóta þess að bjóða fólki heim til þín og að vera með fjölskyldunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sólin er að fara út úr merkinu þínu og því finnurðu fyrir mikilli þreytu í dag. Þig langar mest af öllu til að fela þig fyrir umheiminum og ættir því að reyna að gefa þér tíma til hvíldar og einveru. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú færð mikið út úr því að vera með öðrum í dag. Dagurinn er því tilvalinn til hópvinnu eða fundahalda. Farðu svo endilega með vinum þínum í mat. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er góður dagur til að ræða málin við yfirmann þinn. Foreldrar þínir, yf- irmenn og aðrir yfirboðarar ættu að vera sérlega jákvæðir í þinn garð í dag. Notaðu tækifærið á meðan það varir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ferðaáætlanir þínar virðast ætla að ganga upp. Ekki telja sjálri/sjálfum þér trú um að hlutirnir séu of góðir til að vera sannir. Stundum ganga hlut- irnir einfaldlega upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu opin/n fyrir greiðvikni annarra í dag. Þú munt að öllum líkindum njóta góðs af auði og velvild einhvers hvort sem það er í gjöfum eða einhvers kon- ar fyrirgreiðslu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn í dag hefur allt það til að bera sem þér finnst einkenna góðan dag. Fólk er afslappað, hlýlegt og opið. Samræður þínar við maka þinn og nána vini ættu því að verða sérlega gefandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta ætti að verða góður dagur í vinnunni. Vinnufélagar þínir eru sam- starfsfúsir og hjálplegir og framkoma þeirra kallar fram sama viðhorfið hjá þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert tilbúin/n að taka áhættu í ást- armálunum í dag. Þú ert létt/ur í lund og í skapi til að leika þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður dagur til að gera upp gömul deilumál innan fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimir eru hlýlegir og opnir í garð hver annars. Notaðu tæki- færið og njóttu þess að vera með fjöl- skyldunni. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbörn dagsins: Eru jarðbundin og fáguð. Þau eru áræð- in og vinnusöm og ná því yfirleitt góðum árangri í því sem þau taka sér fyrir hend- ur. Það verður mikið um að vera hjá þeim á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bað og vinnustofa kl. 9, hárgreiðsla, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, leikfimi kl. 9, ganga og spil kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Ásgarður, Glæsibæ | Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–13, bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16, fótaað- gerð kl. 9–17, boccia kl. 15. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45, félagsvist kl. 14, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan, vefnaður kl. 8–16, myndband kl. 13.30. Gerðuberg | Lokað vegna sumarleyfa til 17. ágúst. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 10– 17, ganga kl. 14, boccia kl. 14.45. Brids kl. 19 þriðjudaga. Hraunbær 105 | Boccia kl. 10, verslunarferð kl. 12.15, hárgreiðsla. Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 10 ganga, kl. 14–16 pútt á Hrafnistuvelli. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 9. 30–10.30, fótaaðgerð, hárgreiðsla. Hæðargarður 31 | Vinnustofa kl. 9–16.30, pútt, leikfimi kl. 10–11, verslunarferð kl. 12.40, hárgreiðsla kl. 9–12. Fjögurra kvölda námskeið verður í teikningu 20., 22., 27., 29. júlí frá kl. 20–23. Kennari Halla S. Mar- grétardóttir grafískur hönnuður og teiknari. S. 696 0975. Langahlíð 3 | Hárgreiðsla kl. 10, leikfimi kl. 11, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Hárgreiðslustofan lokuð til 10 ágúst, ganga kl. 10–11, leikfimi kl. 14. Vinnustofur lokaðar í júlí. Vesturgata 7 | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, hannyrðir kl. 9–15.30, spil kl. 13–16. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, handmennt kl. 9.30–16, leikfimi kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–16, fé- lagsvist kl. 14–16.30. Sléttuvegur 11 | Opið í júlí og ágúst frá kl. 10–14. Ferðaklúbbur | eldri borgara. Miðvikudag- inn 21. júlí Landmannalaugar, Fjallabaksleið niðri, Eldgjá, Skaftártungur. Föstudaginn 23. júlí Fjallabaksleið syðri, Álftavatn, Emstrur, Fljótshlíð. Nokkur sæti laus. S. 892 3011. Fréttir Mæðrastyrksnefnd | Fannborg 5. Lokað vegna sumarleyfa til 10. ágúst. Fundir Félag ábyrgra feðra | Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20. GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl.18.15 í Seltjarnarneskirkju. NA (Ónefndir fíklar) | Opinn fundur kl. 21 á í Héðinshúsinu. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Vídalínskirkja | Opið hús kl. 13–16. Spilað og rabbað. Akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja | Foreldramorgnar kl. 10– 12. Borgarneskirkja | Helgistund kl. 18.30–19. Þorlákskirkja | Bænastund kl. 09. Krossinn | Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Kefas | Bænastund kl. 20.30. Nánari upp- lýsingar á www.kefas.is Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Þykkvabæjarklausturskirkja | í Álftaveri. Guðsþjónusta í tilefni af Þorláksmessu á sumri kl. 20. Kaffi í Herjólfsstaðaskóla til styrktar byggingu þjónustuhúss, að lokinni guðsþjónustu. Mannamót Hólar í Hjaltadal | Barnadagar kl. 15. Kaffi Reykjavík | Skáldaspírukvöld kl. 21. Tónlist Sigurjónssafn | Sumartónleikar í Sigurjóns- safni. B-Sharp kvintett leikur. Kvintettinn skipa: Simon Jermyn djass-gítarleikari, Jóel Pálsson og Ólafur Jónsson tenórsaxófón- leikarar, Þorgrímur Jónsson kontrabassa- leikari og Erik Qvick trommuleikari. Efnis- skráin samanstendur af nýjum djasstónverkum eftir Reid Anderson, Per „Texas“ Johansson og flytjendur sjálfa. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Staðurogstund idag@mbl.is Meira á mbl.is. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Evrópumótið í Málmey. Norður ♠Á96 ♥ÁK5 ♦KD6 ♣ÁK109 Vestur Austur ♠-- ♠D1083 ♥107432 ♥986 ♦2 ♦10743 ♣D876532 ♣G4 Suður ♠KG7542 ♥DG ♦ÁG985 ♣-- Þetta spil var mikill örlagavaldur í tíundu umferð og skóp sveiflu í nán- ast hverjum leik. Hinir hógværu spiluðu hálfslemmu, en mjög víða reyndu menn alslemmu og þá skipti höfðumáli hvort hún var spiluð í spaða eða grandi. Austur á öruggan slag í spaðasamningi, en í grandi þarf sagnhafi aðeins einn aukaslag á spaðann, svo það dugir að svína gos- anum. Stærstu sveiflurnar urðu til þar sem annað parið spilaði sjö spaða, einn niður, en hitt parið sjö grönd – 100 plús 2220 gerir 20 IMPa. Ungverjar voru mótherjar Íslend- inga í þessari umferð og þeir unnu betur úr spilinu: Vestur gefur; NS á hættu. Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Magnús Honti Matthías Harangozó 4 lauf Dobl Pass 6 spaðar Pass 7 grönd Pass Pass Pass Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Kemény Þröstur Trenka Bjarni 4 lauf 4 grönd Pass 6 lauf Pass 6 grönd Ekki var alls staðar vakið á hindr- unarsögn í vestur og eitt par fékk að melda óáreitt upp í sjö grönd. Sá sagnhafi fór hins vegar einn niður þegar hann byrjaði á því að leggja niður spaðakóng! Hvers vegna? Jú, hann hafði fyrst prófað tígulinn og komist að því að vestur átti aðeins einn. Þar með var líklegra að spaða- lengdin væri í vestur og hugsanlega TÍAN stök í austur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 brotsjór, 8 stika, 9 lykt, 10 skaut, 11 láta af hendi, 13 jarðeign, 15 búa litlu búi, 18 matarsamtíningur, 21 blóm, 22 erfiðið, 23 hagur, 24 egghvasst plóg- járn. Lóðrétt | 2 hljóðfæri, 3 búa til, 4 ökumaður, 5 barin, 6 lof, 7 megna, 12 hestur, 13 bókstafur, 15 hörfa, 16 tóg, 17 rík, 18 yfirhöfn, 19 ílát, 20 numið. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 kúgar, 4 kenna, 7 útlát, 8 fífls, 9 tel, 11 asna, 13 bann, 14 kalla, 15 bana, 17 kepp, 20 ann, 22 læpan, 23 aldan, 24 iðrar, 25 garri. Lóðrétt | 1 kjúka, 2 golan, 3 rótt, 4 kufl, 5 nefna, 6 ausan, 10 eðlan, 12 aka, 13 bak, 15 belti, 16 napur, 18 eldur, 19 penni, 20 anar, 21 nagg. 80 ÁRA afmæli. Ídag, 20. júlí, er áttræður Ólafur H. Flygenring, Hjalla- braut 33, Hafnarfirði. Í tilefni þess er fjöl- skyldu og vinum boðið til veislu í Lionshús- inu, Sóltúni, föstudag- inn 23. júlí milli kl. 17 og 20. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 19. júlí 2003 í Æsnes í Danmörku þau Lone Holm Hansen og Matthías Rún- arsson. Börn þeirra eru Carolina og Bjarki. 60 ÁRA afmæli.Hinn 19. júlí hélt Sölvi Steinberg Pálsson upp á 60 ára afmæli sitt í Hamborg þar sem hann dvaldi hjá syni sínum. Í STAÐ hefðbundinnar þriðjudagsgöngu í Viðey verður siglt í kringum eyjuna og hún skoðuð frá sjó. Í siglingunni verða skoðuð helstu kennileiti og athygli gesta vakin á fallegum bergmyndunum í strönd Við- eyjar. Ef veður er ekki hagstætt fyrir sigl- ingu verður farið í gönguferð. Ferðin hefst kl. 19.30. Morgunblaðið/Ómar Viðey skoðuð frá sjó BÓKAVERSLUN Þórarins Stef- ánssonar á Húsavík hefur gefið út myndabók undir heitinu Húsavík og Demantshringurinn. Í henni eru myndir frá Húsavík, Ásbyrgi, Detti- fossi, Mývatnssveit, Goðafossi, Öskju, Kverkfjöllum o.fl. stöðum á svokölluðum Demantshring. Ljós- myndirnar tók Haukur Snorrason ljósmyndari en texta bókarinnar skrifaði Guðni Halldórsson, for- stöðumaður Safnahúss Þingeyinga. Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri bókaverslunarinnar, segir að fyrir löngu hafi verið kominn tími á bók af þessu tagi á markaðinn. Eft- irspurn hafi bæði verið frá ferða- mönnum og eins heimamönnum, texti bókarinnar er skrifaður á ís- lensku, ensku, frönsku, þýsku og ítölsku. En hvað er Demantshringurinn spyrja sig sjálfsagt margir, Friðrik segir hann samanstanda af 215 km hring um þá staði sem eru helsta aðdráttarafl Þingeyjarsýslu. Hring- urinn samanstendur af Húsavík, Ás- byrgi, Dettifossi og Mývatni. Á þess- ari leið eru margir viðkomustaðir enda óvíða eins margar náttúru- perlur og í Þingeyjarsýslu, sagði Friðrik að lokum. Húsavík og Dem- antshringurinn komin á bók Friðrik Sigurðsson ánægður með bókina um Húsavík og Demants- hringinn. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.