Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 20.07.2004, Síða 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 37 Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Bryndís Ragna Brynj-ólfsdóttir er einnþeirra fjölmörgu ís-lensku dansara sem vinna á erlendri grund. Síð- ustu fjögur ár hefur hún dans- að með hinum virta Scapino- dansflokki í Rotterdam og fékk nýverið afar lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína í dansverkinu Nocturne eftir Annabelle Lopez Ochoa. Þannig skrifaði Isabella Lanz gagnrýni í NRC Handelsblad undir fyrirsögninni „Brynj- ólfsdóttir dansar berskjölduð með Scapino“. Í dóminum sagði m.a.: „Það sem heldur þessu dansverki uppi er hin ómótstæðilega danstúlkun Bryndísar Brynjólfsdóttur, sem er hjartnæm og ber- skjölduð í barnanærfötum, í samspili við Mariëllu de Jong sem túlkaði móðurástina af miklu næmi.“ Í maíhefti danstímaritsins Dance Europe skrifaði Daniel Walton í dómi sínum: „Sér- staklega verð ég að minnast á Bryndísi Brynjólfsdóttur, sem var barnalega grallaraleg í óþekkt sinni meðan hún hvatti og storkaði hópnum. Vissu- lega hafna hinar stúlkurnar öfgakenndu yfirbragði henn- ar undir lok verksins, en ég er sannfærður um flestir áhorfendurnir hafi í laumi aðeins verið að klappa fyrir henni, svo lokkandi var nærvera hennar.“ Kvikmyndavélin gerir kröfur um enn meiri nákvæmni Þegar blaðamaður nær tali af Bryndísi er hún nýkom- in frá Frakklandi þar sem hún dvaldi ásamt hluta Scap- ino-dansflokksins við upptökur á stuttri danskvikmynd. „Myndin er samvinnuverkefni Ed Wubbe, stjórnanda Scapino, og leikstjórans Willem van de Sande Bakhuy- zen. Þeir gerðu dansstuttmyndina Lost árið 2001 og lík- aði svo vel samvinnan að þeir ákváðu að endurtaka leik- inn.“ Að sögn Bryndísar var verkið innblásið af Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler. „Dansverkið seg- ir einfalda sögu af eldri manni sem hugsar til baka og minnist ástarinnar í lífi sínu,“ segir Bryndís sem dansaði hlutverk stúlkunnar sem var ástin í lífi gamla mannsins. Aðspurð hvort hún finni mikinn mun á því að dansa fyrir kvikmyndavélina eða á sviði svarar Bryndís því ját- andi. „Það liggur allt önnur hugsun að baki því að dansa á sviði eða á kvikmyndasetti. Á sviðinu ertu alltaf að dansa fyrir áhorfendur frammi í sal, en á settinu ertu að dansa fyr- ir vélina og hún getur verið allt í kringum þig. Og þar sem kvikmyndin byggist að mikl- um hluta upp á nærmyndum þá krefst það enn meiri ná- kvæmni hjá dönsurunum.“ Að sögn Bryndísar verður mynd- in sýnd í hollensku sjónvarpi á næsta ári, en stefnt er að frumsýningu hennar á hol- lenskum dansdögum sem fram fara í Maastricht í Suð- ur-Hollandi í október. En Bryndís fór ekki aðeins með Scapino til Frakklands, því nú í vor fór hún með flokknum í sýningarferð til Indónesíu. „Scapino er far- andhópur og sýnir á bilinu 100–150 sinnum víðs vegar um Holland á ári hverju, auk þess að sýna í nágrannalöndum á borð við Lúxemborg og Sviss. Á nokkurra ára fresti gefst hópnum síðan kostur á því að fara í lengri ferðir líkt og í vor þegar við fórum til Indónesíu.“ Að sögn Bryndísar sýndi hópurinn tvö verk eftir Ed Wubbe, ann- ars vegar Rosary og hins vegar Kathleen sem er eitt frægasta verk Wubbe, en þess má geta að Íslenski dans- flokkurinn dansaði hluta verksins árið 1998 undir heitinu Kate’s Gallery. „Við sýndum þrjár sýningar í höfuðborginni Jakarta og bænum Jogyakarta. Fyrirfram höfðum við ákveðnar efasemdir um hvernig áhorfendur myndu taka verkinu, því þótt sterk danshefð sé í Indónesíu þá höfðu fæstir áhorfendanna nokkurn tímann séð nútímadansverk,“ segir Bryndís og bætir við að áhyggjur þeirra hafi reynst ástæðulausar því áhorfendur tóku verkinu tveim hönd- um og fannst greinilega spennandi að sjá nýja hluti. Dans | Bryndís Ragna Brynjólfsdóttir fær góða dóma Ómótstæðileg danstúlkun Morgunblaðið/Árni Torfason „Fyrirfram höfðum við ákveðnar efasemdir um viðbrögð áhorfenda sem fæstir höfðu nokkurn tímann séð nútímadansverk,“ segir Bryndís Ragna um sýningarferð til Indónesíu. Manneskjan er siðræn vera ogtelur oft að einmitt siðvitið skilji milli hennar og annarra dýrategunda. Það gefur henni ekki rétt til að traðka á þeim. Miklu fremur vekur það skyldu til að hlúa að þeim og rækta tillits- semi, ábyrgðarkennd, umhyggju, ást og virðingu fyrir öðrum líf- verum.“ Þannig fórust Gunnari Her- sveini, blaðamanni og heimspek- ingi, orð í grein hér í Morg- unblaðinu fyrir tæpu ári, 29. júlí 2003. Hann velti þar fyrir sér réttindum og réttleysi þeirra dýra sem byggja hálendið norðan Vatnajökuls, þess svæðis sem fyr- irhugað er að sökkva undir Háls- lón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkj- unar.    Ég átti þess kost í fyrri viku aðganga með gljúfrum Jöklu og inn í Kringilsárrana, friðlandið undir jökli, sem afmarkast af Jöklu í austri og Kringilsá sem kemur undan Brúarjökli og fellur í sveig í Jöklu. Þarna er nátt- úrufar einstakt og það jafnast á við kynngimagnaða listræna upp- lifun að ganga þar um ríki dýr- anna sem umgangast land sitt af sannri auðmýkt og umburðarlyndi fyrir umferð gestkomandi manna. Þau verða brátt svipt réttindum sínum og landi og munu þurfa að hörfa og reyna að hasla sér völl á öðrum stöðum og þykir sumum ekki tiltökumál. Þess er þó að gæta að tæpast er tilviljun að þetta svæði hefur orðið fyrir val- inu enda náttúran þekkt að öðru en rasa um ráð fram og taka skammtímahagsmuni fram yfir þá lengri.    Tvær listakonur, þær Ásta Arn-ardóttir leikkona og Ósk Vil- hjálmsdóttir myndlistarmaður, hafa gert það að köllun sinni að kynna umhverfi Jöklu og Kringils- árrana fyrir þeim sem vilja, með skipulögðum gönguferðum um svæðið. Í leiðsögn þeirra fer sam- an staðgóð kunnátta í fjallaleið- sögn, yfirgripsmikil þekking á náttúrufari, dýralífi og sögu svæð- isins og síðast en ekki síst bjarg- föst sannfæring að með Kára- hnjúkavirkjun og Hálslóni sé verið að eyðileggja stórkostleg verð- mæti sem aldrei verði bætt að nýju ef af verður. Köllun þeirra, sem er mörkuð sannri auðmýkt listamannsins fyr- ir verki sínu, birtist í umgengni þeirra um svæðið sem allt bendir til að muni brátt hverfa að eilífu undir aur; þrátt fyrir það er hvergi rótað við grastoppi eða hnikað við steini á ferð þeirra um fyrirhugað botnstæði Hálslóns.    Í leiðsögn þeirra er lögð höf-uðáhersla á þá óendanlegu feg- urð sem fólgin er í ósnortnu landi, fegurðina sem blasir við í hverri lautu og hverjum skorningi. Feg- urðina sem birtist í lífsbaráttu og lífsvilja allra þeirra fjölmörgu en smáu lífvera sem byggja þetta svæði. Og svo sorgina sem birtist í fullkomnu réttleysi þegna þessa fjölbreytta lífríkis gagnvart mann- inum sem af gjörðum sínum að dæma virðist ekki telja sig hluta af lífríkinu heldur hátt yfir það hafinn. Af öllu því mikla lífi sem þetta svæði veitir skjól og lífs- magn skín takmarkalaust varn- arleysi. Ábyrgð þeirra sem ráða ferðinni er meiri en svo að þeir muni nokkurn tíma rísa undir henni. Ábyrgðarleysi þeirra er al- gjört.    Æðruleysi listakvennanna semganga um ríki dýra og jurta á Kringilsárrana er aðdáun- arvert. Þær hafa snúið krafti sín- um og sköpunargáfu upp í að opna augu fólks fyrir því lifandi listaverki sem hálendi Íslands er þeim sem taka því með auðmjúku hjarta. List og málstaður renna saman í nýju hugtaki, sem Sigríð- ur Þorgeirsdóttir heimspekingur hefur smíðað með dyggri aðstoð alþjóðamálsins, og það á ein- staklega vel við: „Þið Ásta og Ósk eruð ekki aktivistar heldur arti- vistar.“ Þetta má einnig orða svo að hér séu á ferðinni listamenn sem taka fulla ábyrgð á umhverfi sínu og samtíma. Þroski og auð- mýkt eru hugtök sem koma fyrst upp í hugann. Ábyrgir listamenn ’Tvær listakonur, þærÁsta Arnardóttir leik- kona og Ósk Vilhjálms- dóttir myndlistarmaður, hafa gert það að köllun sinni að kynna umhverfi Jöklu og Kringilsárrana fyrir þeim sem vilja, með skipulögðum gönguferðum um svæð- ið.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Sængur, koddar og dýnuhlífar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.