Morgunblaðið - 20.07.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.07.2004, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10. Bi 16. Sýnd kl. 3.50. Íslenskt tal Sýnd kl. 5.15 kl. 5.30, 8.30 og 11.30 3 barnalegir menn - 3 börn 3-falt gaman! Léttgeggjuð grínmynd Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.Sýnd kl 4 alla virka daga Norðurljósin Mynd sem byggir á nýrri íslenskri tækni til að mynda norðurljósin. Loksins er hægt að sjá þetta stórkostlega náttúrufyrirbrigði í allri sinnidýrð ákvikmyndatjaldi. lj i ir rri í l ri t i til r rlj i . i r t j tt t r tl tt r f rir ri i í llri i i r i tj l i. Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 11.  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ .ÞÞ.FBL. ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“ 29 þúsund gestir á 11 dögum Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  ÞÞ.FBL. „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“ 29 þúsund gestir á 11 dögum VÍSINDASKÁLDSAGAN I, Robot hreppti efsta sætið á lista yfir þær kvikmyndir sem besta aðsókn hlutu í norður-amerískum kvikmynda- húsum um helgina. Will Smith leikur aðalhlutverkið í I, Robot. Tekjur af sýningu myndarinnar námu 53,3 milljónum dala en kvikmyndin Köngulóarmaðurinn 2, sem verið hefur í efsta sæti undanfarnar helg- ar, aflaði 24,2 milljóna dala um helgina. Nútímaútgáfa af ævintýrinu um Öskubusku fór beint í 3. sætið. Ung- lingastjarnan Hillary Duff leikur þar aðalhlutverkið. I, Robot er gerð eftir sögu Isaacs Asimovs og fjallar um lögreglumann árið 2035 sem grunar að vélmenni hafi framið morð, þrátt fyrir fullyrð- ingar um að vélmenni geti ekki unn- ið mönnum mein. Í fjórða sæti á aðsóknarlistanum var myndin Anchorman: The Leg- end of Ron Burgundy, sem er gam- anmynd með Will Ferrell í aðal- hlutverki. Í fimmta sæti var myndin Fahrenheit 9/11 eftir Michael Moore. Kvikmyndir | Mest sóttu kvikmyndirnar í Norður-Ameríku um helgina Reuters Will Smith var keikur á blaða- mannafundi í Sidney á dögunum. I, Robot vinsælust 0'1203, +,-.+,/+!' /0'1203, +#  !  /0'1203,  +,-.+,/+!' /0'120 +#  , 0  ( ) -  / 1 ,2              3 3 3 3 3 3 3 3 3 3  3 3 3 3 3 3 3 3 3 3                  ! " #  $ %$ & ! ' "(  !                  ) + * * - / ) * * * ) *. * )/ * *- )* /* .+ - EINAR BJÖRN Hall- dórsson er nemandi í ís- lensku við Háskóla Íslands. Hann vantaði sumarvinnu og sótti um styrk hjá Ný- sköpunarsjóði námsmanna til vinnslu slangurorða- bókar og hóf störf nú í byrjun júlí. 22 ár eru síðan slík bók leit dagsins ljós hér á landi í fyrsta og eina sinn og fannst Einari kominn tími til að endurnýja slang- urorðaforðann. „Þetta er rosalega mikil vinna og ég næ ekki að klára hana á þessum tveim- ur mánuðum sem ég fékk styrk til,“ segir Einar. „Hugmyndin er að gefa af- raksturinn út á Netinu í lok sumars og þá er hægt að bæta endalaust við. Slang- urorðabókin kemur því ekki út á prenti, allavega ekki til að byrja með.“ Einar segir vefi af þessu tagi fyrirfinnast víða er- lendis. Hann segist þó ætla að sjá um ritstjórn á vefn- um svo ekki verði stjórn- laust flæði inn á hann. Þar sem rúmir tveir ára- tugir eru síðan síðasta slangurorðabók kom út má búast við að ýmislegt hafi breyst í slangurorðanotkun, ekki satt? „Jú, það er margt í gömlu bókinni orðið úrelt þó að sum orðanna séu vissulega enn í notkun,“ segir Einar. „Slangur úreldist ansi fljótt og er í sífelldri endurnýjun. Það má segja að það bætist við nýtt orð á hverjum degi.“ Einar segir breytinguna vera mesta í orðum sem lúta að tölvum, farsímum og öðrum tækninýj- ungum. „Dæmi um orð sem breytt hafa um merkingu með tækniframförum er til dæmis orðið „smass“. Fyrir 22 árum var „að smassa“ notað um að slá fast, til dæmis í badminton eða tennis. Í dag er þetta sama orð notað um að senda SMS-smáskila- boð,“ upplýsir Einar. Aðspurður um efnisöflun og hvaðan helstu orðin koma svarar Einar: „Í upphafi ætlaði ég að einbeita mér að blöðum fyrir ungt fólk á borð við Undirtóna og Orðlaus en svo komst ég að því að það er langmest að finna á Netinu, á spjallrásum og blogg-síðum. Slangrið er þar í nýju afbrigði af talmáli þar sem fólk skrifar orðin eins og þau eru borin fram.“ Einar segist þó ekki notast við svokölluð SMS-orð þar sem orð eru stytt niður til hagræðingar þegar skilaboð eru send. Sem dæmi um það má nefna orðið „gegt“ í stað „geðveikt“ og „kadda- gera“ í stað „hvað ertu að gera“. Einar safnar þessum orðum þó og segir aldrei að vita hvort þau verði einhvern tíma gefin út með hinu slangrinu, þegar þau verða orðin nógu mörg. Að gúggla og ówna Slangurorð eiga oft upp- tök sín í gríni á milli vina en ná svo að festa sig í sessi í málnotkun fólks. Það hljóta því að vera mörg orð sem rekur á fjörur Einars sem hann ekki hefur heyrt fyrr. „Já, það eru nokkur orð sem ég er að heyra í fyrsta skipti,“ segir Einar. „Um daginn sá ég orðið „ówna“ notað á sama hátt og enska orðið „own“ eða „að eiga“. Ég sá fyrirsögn á einhverri heimasíðu svohljóðandi: „Metallica ównuðu Egils- höllina“ og var þá átt við að Metallica hefðu átt salinn. Einnig má nefna sögnina að „gúggla“ en það er notað þegar einhver er að leita sér upplýsinga á leit- arvefnum www.google- .com.“ Þær gagnrýnisraddir hafa oftar en ekki heyrst að slangur sé ófínt mál og eigi að reyna að varast að festa það í sessi í íslensku máli. „Það sést til dæmis vel á íslenskri orðabók að aðeins lítið brot af þessum orðum eru tek- in inn sem góð og gild íslensk orð,“ segir Einar. „Í nýjustu útgáfunni af íslenskri orðabók eru þó örfá slanguryrði sem slæðast inn, til dæmis „sjitt“ og að „eipa“. Nokkur slangurorð ná svo að festast eins og til dæmis orðið „gemsi“ sem upphaflega var slangur en ég tel að sé búið að festa sig í sessi í mál- inu.“ Einar segist nú þegar hafa safn- að 3–400 orðum og vonast til að þau skipti nokkrum þúsundum þegar yfir lýkur. „Allar ábendingar um nýtt slangur eru rosa vel þegnar,“ segir Einar og geta þeir sem luma á ein- hverju slíku sent honum tölvupóst á netfangið einarma@hi.is. „Slangrið er alls staðar,“ segir Einar að lokum. „Þetta er alls ekki bara bundið við unglinga. Fullorðið fólk notar slangur alveg jafnmikið. Sem dæmi má nefna stjórn- málamenn sem komið hafa á orð- unum „Baugstíðindi“ þegar átt er við Fréttablaðið og „Bláskjár“ þeg- ar átt er við Sjónvarpið.“ Fólk | Einar Björn Magnússon vinnur að slangurorðabók Slangrið er alls staðar Morgunblaðið/Sverrir Einar Björn Magnússon skrásetur slangrið í íslensk- unni sem töluð er í dag. birta@mbl.is Á DÖGUNUM voru veitt verðlaun í Cocoa Puffs og Skrekks 2-leiknum. Að sögn Christofs Wehmeiers, kynningarstjóra Sam-bíóanna, var mikil þátttaka í leiknum og fengu allir sem sendu inn strikamerki Skrekks 2-armbandsúr. Það var svo Bjarki Jóhannesson sem hreppti stærsta vinning keppn- innar, árskort fyrir sig og fjölskyldu sína á fjölskyldumyndir Sambíó- anna. Aðrir vinningar voru árskort í Húsdýragarðinn fyrir fjóra, 100 bíó- miðar á Shrek 2, 100 bolir og 500 veggspjöld. Vinningar verða sendir út til vinn- ingshafa. Sigurvegari í Skrekks 2-leiknum Morgunblaðið/Þorkell Bjarki Jóhannesson tók við verðlaununum úr hendi Christofs Wehmeiers, kynningarstjóra Sambíóanna, ásamt félaga sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.