Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þóra SvanaSveinbjörnsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 2. júní 1933. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Þóru Svönu voru Sveinbjörn Sighvats- son, f. í Reykjavík 14. sept. 1905, d. 5. okt. 1958 og Jarþrúður Jónasdóttir, f. á Hell- issandi 23. júní 1907, d. 8. apríl 1981. Systkini Þóru Svönu eru: Ragnheiður Erla, f. á Hellissandi 15. okt. 1929, d. 23. janúar 2004. Ingveldur Jóna Sveinbjörnsdóttir Kindel, f. í Reykjavík 16. júlí 1942 og Daði Elvar, f. í Reykjavík 31. okt. 1947. Þóra Svana giftist 18. ágúst 1958 Sigurði Kristjánssyni, f. í Reykjavík 18. ágúst 1928, foreldr- ar hans voru Kristján Guðmunds- son, f. á Villingadal í Mýrar- hreppi, V-Ís. 28. maí 1892, d. 30. ágúst 1972 og Sigrún Sveinsdótt- ir, f. á Læk, Vindhælishreppi í A.- Hún. 4. ágúst 1905, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Gylfi, f. 1958 í Reykjavík, maki Súsanna Þórkatla Jónsdóttir, f. 23. júlí 1959, Þverá, Eyja- og Miklaholtshreppi, börn þeirra eru a) Katrín, f. 1. ágúst 1993 og b) Nína Kol- brún, f. 27. des. 1997, c) sonur Sús- önnu og uppeldis- sonur Gylfa er Há- kon Örn Árnason, f. 5. júní 1986. 2) Sig- rún, f. 23. maí 1960 í Reykjavík, maki Hermann Ólason, f. 11. ágúst 1960 á Selfossi, þeirra börn eru a) Óli Andri, f. 26. des. 1988, b) Svana Rún, f. 1. mars 1993 og c) Helga Rún, f. 7. júlí 2001. Þóra Svana ólst upp í Reykja- vík. Hún vann verslunarstörf auk heimilisstarfa þar til hún hóf sjúkraliðanám við Landspítalann þaðan sem hún lauk námi 1971. Eftir það vann hún sem sjúkraliði á Landspítalanum óslitið í 30 ár. Útför Þóru Svönu fer fram frá Fríkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú þegar Svana Sveinbjörnsdótt- ir tengdamóðir mín er látin langar mig að minnast hennar með nokkr- um orðum. Ég kynntist Svönu fyrst fyrir um 18 árum þegar við Sigrún dóttir hennar byrjuðum að vera saman. Þá vann hún sem sjúkraliði á skurð- stofum Landspítalans þar sem hún vann þar til hún lét af störfum fyrir þremur árum. Á þeim tíma var vinnudagurinn oft langur og hefur sjálfsagt ekki veitt af, því hún bjó ein með tveimur börnum sínum eft- ir að hún og tengdafaðir minn skildu. Svana var sterk og drífandi kona sem kunni þá list að njóta líð- andi stundar. Hún var alla tíð sér- lega glæsileg og lét sér annt um út- lit sitt. Amma Svana, eins og við kölluðum hana eftir að börn okkar fæddust, lagði mikið upp úr því að gera huggulegt og hlýlegt í kring- um sig. Hún átti fallegt heimili, hafði dálæti á fallegum munum og hlustaði mikið á tónlist. Frá fyrstu tíð hefur verið ákaflega gott að koma í heimsókn til hennar og öll fjölskylduboðin og matarveislurnar sem hún hélt gleymast aldrei. Ekki er hægt að minnast ömmu Svönu án þess að nefna það sem að mínu mati einkenndi hana öðru fremur, en það var hin sterka rétt- lætiskennd sem hún hafði til að bera. Hún var ákaflega hreinskiptin kona og ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljós og gat því stundum verið nokkuð hvöss í tilsvörum. Á milli ömmu Svönu og Sigrúnar var alla tíð mjög náið samband. Heimsóknir hennar til okkar þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn eru sérlega minnisstæðar og eins allar stundirnar sem við áttum saman á ferðalögum okkar í sumarfríum inn- anlands. Hún lét sér annt um fjöl- skyldu sína, hugsaði sérlega vel um barnabörnin og veitti okkur alltaf mikinn stuðning. Amma Svana hefur haft mikil áhrif á líf mitt og kennt mér að meta það fallega í lífinu. Nú er hún farin frá okkur en eftir lifir minn- ingin um góða konu. Þinn tengdasonur, Hermann. Elsku amma. Við söknum þín mjög mikið og vonandi líður þér vel hjá Guði. Takk fyrir stundirnar sem við áttum með þér og góðu minningarnar sem þú gafst okkur sem ávallt munu eiga sinn stað í hjarta okkar. Allt verður öðruvísi án þín. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, er lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ástarkveðja, Óli Andri, Svana Rún og Helga Rún. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Með þessum sálmi viljum við kveðja Þóru Svönu systur okkar. Nú höfum við misst báðar okkar eldri systur á einu og sama árinu. Það má segja að Svana hafi gengið okkur yngri systkinunum í föður- stað þegar við ung misstum föður okkar. Hún var ákveðin og ströng, en alltaf fundum við að hún hafði velferð okkar að leiðarljósi. Kærast þykir okkur hvað hún sýndi börnum okkar og barnabörnum ætíð mikinn áhuga og hlýhug. Við eigum kærar og góðar minningar um tvær ljúfar systur sem hlúðu vel að fjölskyldum okkar allra. Inga systir og Daði bróðir. Kær vinkona og vinnufélagi okk- ar á skurðdeild Landspítalans v/ Hringbraut, Svana Sveinbjörnsdótt- ir, er látin, eftir stutta en harða sjúkdómsbaráttu. Svana var sönn Reykjavíkurmær, flott, elegant og sjarmerandi. Hún setti svip sinn á deildina með skemmtilegheitum og lífsgleði auk þess sem hún hafði einstaklega góð- an húmor. Hún var lífsins lysti- semdakona og kunni að njóta augnabliksins og lét sig varða menn og málefni og hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Hún var óþrjót- andi viskubrunnur um allt sem við- kom veisluhöldum og matargerð og átti alltaf einhverja nýja og flotta uppskrift sem passaði fyrir sauma- klúbbinn í kvöld. Hún hafði ríka réttlætiskennd, var hlý og umhyggjusöm. Það var alltaf gott að vinna með Svönu og var hún vinsæl meðal vinnufélagana og vaktirnar með henni voru aldrei leiðinlegar. Hún var sjúkraliði að mennt og vann störf sín af alúð og nutu skipulagshæfileikar hennar sín þar vel. Það var sjónarsviptir þegar hún hætti á deildinni fyrir fjórum árum vegna aldurs. Svana var heimskona og hafði gaman af því að ferðast, nú er hún farin í sína hinstu för. Hennar er sárt saknað. Við sendum Gylfa, Sigrúnu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur Skurðhjúkrunarfræðingar, skurðdeild Landspítalans v/Hringbraut. Æskuvinkona er fallin frá, svo snöggt og svo óvænt. Á slíkum stundum reikar hugurinn aftur, fyrst til bernskuáranna á Bragagöt- unni þar sem við kynntumst. Svana var ætíð mjög prúð og kurteis stúlka. Við lékum okkur mikið saman og það var ætíð auð- sótt mál að hún væri í heimsókn, ÞÓRA SVANA SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.iswww.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR HANNESSON, Giljalandi 12, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 27. ágúst sl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 6. september nk. kl. 13.30. Guðrún Árnadóttir, Hannes Pétursson, Júlíana Sigurðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Kristinn Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt laugardagsins 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. september kl. 15.00. Þórarinn Guðmundur Þorsteinsson, Þórunn Játvarðardóttir, Steinunn Erla Þorsteinsdóttir, Sigvaldi Þorsteinsson, Kristín Mogensen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR (Haddý), Suðurreykjum 3, Mosfellssveit, lést föstudaginn 27. ágúst. Ásta Jónsdóttir, Ragnar Björnsson, Bjarni Ásgeir Jónsson, Margrét Atladóttir, Kristján Ingi Jónsson, Einar Bogi Sigurðsson, Baldur Jónsson, Hugrún Svavarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR SIGURVINSSON, Safamýri 56, verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðviku- daginn 2. september kl. 15.00. Eyjólfur Harðarson, Sigþrúður Sæmundsdóttir, Hulda Harðardóttir, Anna Sess Harðardóttir, Ólafur Harðarson og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI STEFÁNSSON bifreiðarstjóri, Víðinesi, áður til heimilis á Hringbraut 109, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fimmtu- daginn 26. ágúst sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. september kl. 13.30. Guðrún Stefánsdóttir, Auður Stefánsdóttir, Ágústa Stefánsdóttir, Rakel Björg Ragnarsdóttir, Katrín Einarsdóttir, Ragnar Valur Björgvinsson, Fríður Sólveig Hannesdóttir, Sigríður Helgadóttir, Guðjón Ingi Eiríksson, Brynja Helgadóttir, Bergsteinn Gunnarsson, Helga Helgadóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.