Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
ÓVÍÐA er kórastarf með jafnmiklum blóma og
á Íslandi. Á þriðja hundrað kóra er starfrækt í
landinu og gera má ráð fyrir að þá skipi á milli
átta og tíu þúsund manns. Í vetrarstarfi kór-
anna nú gætir óvenjumikillar fjölbreytni.
Mikil áhersla er á nýsköpun; Dómkórinn
efnir til tónsmíðakeppni, en að auki eru margir
kórar að frumflytja ný verk, bæði eftir íslensk
tónskáld og erlend. Fjölbreytni í efnisvali er
mikil; íslenskir kórar syngja auk íslensku tón-
listarinnar og stóru verka Bachs, bæði djass
og blús, kvikmyndatónlist, verk íslenskra al-
þýðutónskálda jafnt sem verk virtustu erlendu
tónskálda samtímans.
Meðal meðleikara íslenskra kóra í vetur eru
Sinfóníuhljómsveit Íslands, kammersveitir,
barrokksveitir, djassbönd, saxófónkvartett og
jafnólíkar hljómsveitir og Sigur Rós og Mezzo-
forte. Útgáfa á kórtónlist hefur færst í vöxt, og
fjölmargir kórar leggja í landvinninga, með
tónleikaferðum þar sem bæði er keppt og
sungið á kóramótum og listahátíðum og al-
mennum tónleikum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kór Langholtskirkju á æfingu.
Tíu þúsund
manns í kórum
Vantar alltaf / 35
LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar-
manna (LV) hefur ákveðið að
bjóða verðtryggð lán með föst-
um 4,3% vöxtum án fjárhæð-
artakmarkana. Vextirnir eru
0,1% prósentustigi lægri en
vextir á íbúðalánum bankanna
og 0,05 prósentustigum lægri en
vextir á lánum Íbúðalánasjóðs
sem gilda í septembermánuði.
Þá lækkar sjóðurinn vexti á
eldri lífeyrissjóðslánum um 0,6
prósentustig.
„Með þessum breytingum er
sjóðurinn að bregðast við þeirri
ánægjulegu þróun sem orðin er
0,6 prósentustig og verða því
vextir þeirra 4,53% frá og með
1. september. Þeir vextir taka
mið af vöxtum 30 ára íbúðabréfa
á hverjum tíma með 0,75% álagi.
Sjóðfélögum stendur jafnframt
áfram til boða hefðbundið lífeyr-
issjóðslán án þess að krafist sé
fyrsta veðréttar. Þau eru með
ofangreindum 4,53% vöxtum, en
lánsskilyrði þeirra hafa verið
rýmkuð, þannig að hámarksfjár-
hæð lánanna hefur verið afnum-
in. Þeir sem greitt hafa í fjóra af
síðustu sex mánuðum til sjóðsins
geta fengið lán hjá honum.
issjóði verslunarmanna með
4,3% vöxtum er að lánið sé á
fyrsta veðrétti. Það er án fjár-
hæðartakmarkana og getur
numið allt að 65% af markaðs-
verði eignar, sem er hámark
þess sem leyfilegt er samkvæmt
lögum um lífeyrissjóði, en þó
ekki hærra en sem nemur
brunabótamati viðkomandi eign-
ar. Lánstími getur verið allt að
því 30 ár. Íbúðalán bankanna
geta numið allt að 80% af mark-
aðsverði.
Þá hefur sjóðurinn ákveðið
lækkun á vöxtum eldri lána um
á lánamarkaði með lækkun
vaxta samhliða þátttöku bank-
anna,“ sagði Þorgeir Eyjólfsson,
forstjóri LV, í samtali við Morg-
unblaðið.
Ætlum að viðhalda
okkar hlutdeild
„Sjóðfélagalánin hafa ætíð
skipað traustan sess í eignasafni
lífeyrissjóðsins, enda afskriftir
vegna þeirra hverfandi, og við
ætlum okkur að viðhalda okkar
hlutdeild á þessum markaði,“
sagði hann ennfremur.
Skilyrði fyrir láni frá Lífeyr-
LV býður verðtryggð lán
með 4,3% föstum vöxtum
BANKARNIR styrkja nemendafélög fram-
haldsskólanna, sumir með því að veita þeim
umbun fyrir hvern nemanda sem bætist við í
viðskipti. Landsbanki Íslands er með samninga
við nokkur nemendafélög sem m.a. kveða á um
að ákveðnar upphæðir renni til nemendafélag-
anna fyrir hvern nemanda sem bætist í hóp við-
skiptavina bankans. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins eru upphæðirnar sem bankinn
greiðir misjafnar, en eitt nemendafélag
menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu kveðst fá
70 þúsund krónur frá Landsbankanum ef 50
nemendur fara í viðskipti við hann. Það þýðir
að bankinn greiðir nemendafélaginu 1.400
krónur á hvern nemanda sem hann fær til sín í
viðskipti.
Tveir bankar bítast um nemendur Mennta-
skólans í Reykjavík en þar eru starfrækt tvö
nemendafélög, Skólafélag MR og Framtíðin.
Það fyrrnefnda er með samning við KB banka
og fær greidda ákveðna krónutölu fyrir hvern
nemanda sem bætist í hóp viðskiptavina bank-
skólanum í Kópavogi, segir bankana hafa sótt
það stíft að fá að vera með kynningarbása í
skólanum en ekki sé um það að ræða að skólinn
fái greiðslu fyrir að leyfa slíkt. „Þeir hafa sótt í
þetta á undanförnum árum að fá að koma hérna
og við höfum leyft þeim að koma en þó þannig
að hver og einn banki fær bara einn dag. Það
fær enginn meira en það. Ég held að þetta hafi
verið fjórir bankar, KB banki, Landsbankinn,
Íslandsbanki og svo Sparisjóður Kópavogs.“
Helgi segir að ákveðið hafi verið að leyfa
þeim aðeins að vera með kynningu í einn dag
hverjum þar sem þetta trufli daglegan rekstur
skólans. Ólafur Sigurjónsson, skólameistari við
Fjölbrautaskólann við Ármúla, tekur undir að
bankarnir hafi sóst töluvert eftir að fá að kynna
starfsemi sína í skólanum. Í haust hafi fulltrúar
frá Sparisjóði vélstjóra, sem sé með útibú á
næsta horni, Landsbankanum og Íslandsbanka
komið í skólann.
ans. Markmið bankans er að fá helming nem-
enda skólans í viðskipti. Náist það fær skóla-
félagið ákveðna upphæð greidda frá bankanum.
Náist það ekki fær félagið engu að síður
greidda ákveðna krónutölu á hvern nemanda
sem fer í viðskipti við KB banka. Hitt félagið,
Framtíðin, er með samning við Landsbankann.
Sækjast eftir að kynna
starfsemina í skólunum
Mikil ásókn hefur verið af hálfu banka og
sparisjóða í að fá að kynna starfsemi sína fyrir
nemendum í framhaldsskólum. Helgi Krist-
jánsson, starfandi skólameistari í Mennta-
Nemendafélög fá greitt
fyrir nýja viðskiptavini
Landsbanki og KB
banki greiða fyrir
hvern nýjan viðskipta-
vin úr hópi nemenda
Algengt að/miðopna
KARLMAÐUR á þrítugsaldri strauk af Litla-
Hrauni í gærkvöldi en tilkynning barst lögreglu
um atvikið laust fyrir klukkan 19. Allt tiltækt lið
lögreglunnar á Selfossi leitaði strokufangans
fram eftir kvöldi auk þess sem lögreglan í
Reykjavík var með eftirlit á Suðurlandsvegi við
Rauðavatn og við Vesturlandsveg og leitaði í bif-
reiðum á leið til höfuðborgarsvæðisins.
Þá var lögreglan í Hafnarfirði með eftirlit á
Krísuvíkurvegi og lögreglan á Selfossi leitaði í
bifreiðum á mótum Gaulverjabæjarvegar og
Eyrarbakkavegar og við Óseyrarbrú.
Að sögn Erlends S. Baldurssonar, deildar-
stjóra hjá Fangelsismálastofnun, var maðurinn
á leið í íþróttasal þegar honum tókst að koma sér
undan og klifraði yfir girðingu sem umlykur
fangelsið. Atvikið uppgötvaðist skömmu síðar
og var þá kallað út aukastarfsfólk sem leitaði
mannsins við fangelsið án árangurs.
Maðurinn, sem er 28 ára, er dæmdur fyrir
þjófnaðarbrot og afplánar 22 mánaða fangels-
isdóm en hann hefur áður fengið dóm fyrir rán.
Seint í gærkvöldi bárust lögreglu upplýsingar
um að til mannsins hefði sést í höfuðborginni.
Hann er krúnurakaður og klæddur í dökkbláan
samfesting með endurskin á herðum og baki.
Morgunblaðið/Þorkell
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifreiðar sem
leið áttu um Suðurlandsveg við Rauðavatn.
Strokufanga af
Litla-Hrauni
ákaft leitað
ELDUR kviknaði í 12 hæða fjölbýli við Aust-
urbrún 6 í Reykjavík laust fyrir klukkan 23 í
gærkvöld. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
barst tilkynning um eld í húsinu kl. 22.59 og
var allt tiltækt lið slökkviliðs sent á staðinn auk
lögreglu- og sjúkrabíla.
Að sögn Guðmundar Halldórssonar, stöðv-
arstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins,
kviknaði eldur í íbúð á 3. hæð hússins, og logaði
í íbúðinni þegar slökkvilið kom á staðinn.
Reykkafarar voru sendir inn í húsið og björg-
uðu eldri konu úr íbúðinni þar sem eldurinn var
laus en svartur reykjarmökkur var þá á stiga-
gangi þriðju hæðar svo vart sást út úr augum.
Konan var flutt á slysadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi með reykeitrun.
Slökkviliði tókst fljótlega að slökkva eldinn
og þótti ekki ástæða til að rýma nema neðstu
hæðir hússins og héldu því fjölmargir íbúar
kyrru fyrir á efri hæðum þess. Brunavarna-
kerfi hússins fór í gang og hafði fjöldi fólks
safnast saman í anddyri á neðstu hæð og utan
við húsið en að sögn Guðmundar skapaðist
aldrei öngþveiti meðal íbúa sem héldu ró sinni.
Í húsinu eru 75 íbúðir.
Eldsupptök voru ókunn þegar Morgunblaðið
fór í prentun. Morgunblaðið/Þorkell
Eldur í 12
hæða fjöl-
býlishúsi