Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 33
Dansíþróttin er meðal þess fjölbreyttatómstundastarfs sem margir leggjafyrir sig á veturna. Hjá DansskólaSigurðar Hákonarsonar hafa orðið
þær breytingar að Edgar K. Gapunay hefur tekið
við rekstri skólans, en hann hefur stundað þar
nám frá fimm ára aldri. Sigurður sjálfur mun þó
enn vera í hópi kennara skólans.
Edgar er spurður út í tengsl sín við skólann.
„Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar er gamalt
og gott fyrirtæki sem hefur verið starfandi í hátt
í þrjá áratugi. Sjálfur hef ég verið hér í tæpan
aldarfjórðung og hef verið viðloðandi kennsluna í
ein þrettán ár – allt frá 16 ára aldri. Allan þenn-
an tíma er ég þá líka búinn að vera hér í dans-
námi sama hvort ég hef verið að kenna eða ekki.“
Er dansinn eilífðarnám?
Ég held að það sé engin spurning, dansinn er
eilífðarnám og maður getur stöðugt verið að
bæta við sig og læra eitthvað nýtt. Það sýnir sig
líka að margir sem koma á dansnámskeið ílengj-
ast í dansinum og halda jafnvel áfram árum sam-
an og það sýnir kannski einna best hvað fólk hef-
ur gaman af þessu. Svo er þetta líka góð íþrótt
fyrir pör og í raun ein fárra íþróttagreina sem
pör geta stundað saman. Ef við berum þetta t.d.
saman við golfið þá er auðvelt að stunda þá íþrótt
saman en vera samt sem áður hvort í sínu horn-
inu að slá kúluna. Þegar kemur að dansinum hef-
ur fólk hins vegar ekkert val, þar verður það að
vera saman.“
Er algengt að fólk byrji ungt í dansinum?
„Já, það er mjög algengt að krakkar byrji í
dansinum um 4–6 ára gömul. Þegar þau eldast
þróast dansinn svo oft meira út í keppnisíþrótt og
okkar nemendur hafa hlotið mörg verðlaun í ald-
ursflokkum 7–12 ára barna.“
Er einhverjar nýjungar að finna á haust-
dagskránni?
Þetta haustið munum við bjóða upp á „free-
style“-dans sem er nokkuð sem við höfum ekki
kennt áður, og verða þar kenndir „fame“- og
„grease“-dansar, sem og aðrir tískudansar sem
njóta vinsælda meðal krakka í dag. Dagskrá eldri
nemenda er hins vegar með hefðbundnu sniði og
þar verða í boði samkvæmisdansar á borð við
vals, foxtrott og quickstep og svo suður-
amerískir dansar eins og samba, rúmba og jive.“
Geta allir lært að dansa?
Já, það geta allir lært að dansa. Það er hægt
að æfa allt og aðalatriðið er að fólk hafi gaman af
því sem það er að gera, þó svo að það dansi í sínu
horni og eftir eigin takti. Við leggjum þó að sjálf-
sögðu áherslu á að kenna fólki að gera hlutina
rétt, enda er dans með tæknilegustu íþróttum
sem til eru og því skiptir grunnurinn miklu máli.“
Dans | Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
„Það geta allir lært að dansa“
Edgar K. Gapunay er
fæddur 1975 og hefur
lengst af verið búsettur
í Kópavoginum. Hann
öðlaðist danskenn-
araréttindi frá Dans-
skóla Sigurðar Há-
konarsonar á árunum
1997–98. Edgar hefur
kennt við Dansskóla
Sigurðar Hákonarsonar
frá 16 ára aldri, en hefur
þess utan einnig kennt dans í Bretlandi,
Bandaríkjunum og Hong Kong. Hann er vara-
formaður Dansíþróttafélags Kópavogs. Eig-
inkona Edgars er Ellen Dröfn Björnsdóttir við-
skiptafræðinemi og eiga þau soninn Elvar
Kristin þriggja ára.
Hver þekkir kvæðið?
Oft var hermanns örðug ganga,
eitt sinn hlaut ég reyna það.
Með sollið brjóstið, sveittan vanga,
síðla fjarri næturstað.
Eftir mæðu eg komst langa,
eitt sitt litlum kotbæ að.
Er einhver sem þekkir þetta
kvæði í heild sinni eða veit eftir
hvern það er – eða hver hefur þýtt
það? Þeir sem gætu liðsinnt mér eru
beðnir að hafa samband við Mar-
gréti Halldórsdóttur í síma 553 1309.
Hver þekkir vísuna?
MIG langar til þess að vita hvort eft-
irfarandi vísa er rétt með farin og
eftir hvern hún er.
Stígur hún litla stuttfóta
með stutta sokka og hælótta
Hringa dokka hugprúða
hárs með lokka fallega.
Þeir sem gætu liðsinnt mér eru
beðnir að hafa samband við Guðrúnu
L. Magnúsdóttur í síma 424 6543.
Óskilakettlingur
5-6 mánaða bröndóttur fress með
bláa glitrandi ól en merki týnt er í
óskilum á Öldugötu 4 í Rvk síðan á
föstudag. Eigandi er beðinn um að
vitja hans. Frekari uppl. í símum
551 0854 og 824 5432.
Týndist í Fossvogi
KISAN okkar
hún Lukka
hefur ekki
sést síðan á
föstudaginn
20.8., þá í ná-
munda við
heimili sitt í
Giljalandi í
Fosvogi. Lukka er þriggja ára læða,
eyrnamerkt 01G250, hvít að lit, með
bröndótt skott og bröndótta bletti á
höfði. Hún er í frekar góðum holdum
og með þykkan feld. Ef einhver get-
ur gefið upplýsingar um Lukku þá
vinsamlegast hafið samband við
Bjarna og Annettu í síma 588 0120
eða 660 2038.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4
Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7. c3 c5
8. Re5 a6 9. Bg5 Dd5 10. Bxf6 gxf6 11.
Rc4 cxd4 12. Rb6 De4+ 13. Be2 Hb8
14. O-O dxc3 15. bxc3 Bc5 16. Hb1 Dc6
17. Bf3 Dc7 18. Da4+ Ke7 19. Da5 Bd6
20. Hfe1 Bxh2+ 21. Kh1 Be5
Staðan kom upp á atskákmóti sem
lauk fyrir skömmu í Sao Paulo í Bras-
ilíu. Stigahæsti heimamaðurinn, Giov-
anni Vescovi (2648) hafði hvítt gegn
fyrrverandi heimsmeistara Anatoly
Karpov (2682). 22. Rd5+! og svartur
gafst upp enda fellur drottningin út-
byrðis eftir 22... exd5 23. Dxc7+. Karp-
ov skrifaði fyrir margt löngu bók um
hvernig menn gætu lært af ósigrum
sínum og var þar m.a. skák sem hann
tapaði í franskri vörn fyrir Geller og af
þessu stutta tapi að dæma virðist hann
ekki hafa lært nóg um byrjunina.
Lokastaða mótsins varð þessi:
1. Viswanathan Anand (2782) 8½
vinning af 10 mögulegum.
2. Ivan Morovic (2573) 5½ v.
3. Rafael Leitao (2573) 4½ v.
4.-5. Anatoly Karpov (2682) og
Giovanni Vescovi (2648) 4 v.
6. Gilberto Milos 3½ v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Suzette Kaper, sjúkraþjálfari
hefur hafið störf hjá
Sjúkraþjálfun Styrk,
Stangarhyl 7, 110 Reykjavík.
Tímapantanir
í síma 587 7750.
Nýir heilsugæslulæknar
Nýir læknar koma til starfa á Heilsugæslunni Salahverfi
sem hér segir:
Rannveig Pálsdóttir - 1. september
Skúli Gunnarsson - 15. október
Þeir sem óska að njóta þjónustu þessara lækna og annarra
lækna Heilsugæslunnar geta skráð sig á Heilsugæslunni
Salahverfi, Salavegi 2, Kópavogi, alla virka daga kl. 8–17. Sími
590 3900.
Með kveðju starfsfólk Heilsugæslunnar Salahverfi
Haustönn Kvennakórs
Reykjavíkur 2004
Kórskóli:
Kórskóli er ætlaður konum sem hafa litla eða enga reynslu af söng eða
nótnalestri.
Kennt er á miðvikudögum frá klukkan 18.00 til 19.30
í Sjómannaskólanum við Háteigsveg.
Kennsla hefst miðvikudaginn 8. september.
Áhugasamar hafi samband í síma 896 6468 eftir klukkan 16.00.
Kvennakór:
Æfingar hefjast miðvikudaginn 1. september kl. 20.00
í Sjómannaskólanum.
FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykja-
vík hefur undanfarin fjögur ár
veitt styrki til náms í félagsráð-
gjöf við Háskóla Íslands. Styrk-
irnir eru eingöngu ætlaðir karl-
mönnum sem stefna að
starfsréttindanámi í félagsráðgjöf
og hafa lokið a.m.k. eins árs námi
á háskólastigi. 27. ágúst sl. var
þessi námsstyrkur fyrir karla
veittur í fimmta sinn og hlutu
tveir styrkinn að þessu sinni, þeir
Hallgrímur Þór Gunnþórsson og
Þorsteinn Sveinsson.
Styrkveitingin er liður í jafn-
réttisáætlun Félagsþjónustunnar
og markmiðið með henni er að
stuðla að því að auka hlut karla í
ráðgjafarstörfum hjá stofnuninni.
Það skilyrði fylgir úthlutun
styrksins að styrkþegi skuldbind-
ur sig til að starfa hjá Fé-
lagsþjónustunni í Reykjavík í
a.m.k. eitt ár eftir að starfsrétt-
indanámi lýkur.
Jafnframt er styrkurinn hluti af
viðameira samstarfi Félagsþjón-
ustunnar og námsbrautar í fé-
lagsráðgjöf við Háskóla Íslands,
en þar má nefna starfsþjálfun
nema í félagsráðgjöf, rannsókn-
arsamstarf og kostun tímabund-
innar lektorsstöðu í félagsráðgjöf.
Styrkurinn er kenndur við Þóri
Kr. Þórðarson, prófessor og fyrr-
um borgarfulltrúa, en hann var
brautryðjandi nútíma félagsþjón-
ustu í Reykjavík.
Sussana Gunnþórsson, Hallgrímur Þór Gunnþórsson, Lára Björnsdóttir fé-
lagsmálastjóri, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við HÍ, og Þorsteinn Sveinsson.
Námsstyrkur Félagsþjónustunnar
EKIÐ var á bifreiðina YF-119, sem
er grár Volkswagen Golf, á bifreiða-
stæðinu vestan við slysadeildina í
Fossvogi. Tjónvaldur, ökumaður á
dökkblárri fólksbifreið, fór af vett-
vangi án þess að tilkynna um óhapp-
ið. Þeir sem geta gefið upplýsingar
um atvikið eru beðnir að hafa sam-
band við umferðardeild lögreglunn-
ar í Reykjavík í s. 444-1130.
Lýst eftir
vitnum
SAMBAND ungra framsóknar-
manna (SUF) fagnar því að banka-
kerfið bæti þjónustu sína við al-
menning í landinu með því að bjóða
húsnæðislán fyrir allt að 80% af
kaupverði og á vöxtum sem eru sam-
bærilegir við lánskjör Íbúðalána-
sjóðs. SUF telur löngu tímabært að
bankakerfið taki á þennan hátt þátt í
fjármögnun íbúðahúsnæðis lands-
manna, segir í ályktun félagsins.
„Það er enginn vafi á því að meg-
inskýringin á þessari bættu þjón-
ustu bankakerfisins er sú þróun sem
orðið hefur frá því að Framsókn-
arflokkurinn hóf baráttu sína fyrir
90% almennum húsnæðislánum í
landinu. Frá myndun núverandi rík-
isstjórnar hefur verið unnið ötullega
að framkvæmd ákvæðis stjórnar-
sáttmálans um 90% húsnæðislán.
Ljóst er að ríkisstjórnin stefnir að
því að leggja fram frumvarp um 90%
lán strax á haustþingi. Sú umræða
sem kosningaloforð Framsóknar-
flokksins skapaði um húsnæðismál í
landinu er forsenda þeirra bættu
kjara sem bankarnir eru nú að bjóða
almenningi í landinu,“ segir í álykt-
uninni.
Fagna húsnæðis-
lánum banka