Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 35
MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 35 Þriðjudagstónleikar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is 31. ágúst kl. 20:30 Gruppo Atlantico ásamt Signýju Sæmundsdóttur sópran. Píanótríó í G dúr eftir Haydn, Vocalise eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Impressions for Cello eftir Zaretsky og Píanótríó nr. 1 í H dúr eftir Brahms. Síðustu tónleikar sumarsins Kórar landsins eru hver aföðrum að hefja vetr-arstarf sitt um þessarmundir. Vel á þriðja hundrað kóra og sönghópa starfa í landinu, og má gera ráð fyrir að um átta til tíu þúsund manns syngi í kór- um. Hjá mörgum kórum hefur skap- ast hefð fyrir því að flytja stærri kór- verk í tengslum við stórhátíðir, aðrir velja sér þema að starfa eftir, og enn aðrir syngja jafnvel mörg prógrömm smærri verka á bæði á eigin tón- leikum og tónlistarhátíðum. Í vetr- arstarfi kóranna nú eru áherslur afar fjölbreyttar; djass og blús, íslensk verk, franskar sálumessur, kvik- myndatónlist og svo auðvitað mik- ilfengleg verk barrokkmeistarans Jó- hanns Sebastians Bachs, sem reikna má með að hægt sé að heyra – eða syngja, á hverju ári. Kórferðir eru jafnan vinsæll fylgi- fiskur kórstarfsins, og íslenskir kórar hafa átt góðu gengi að fagna á kóra- mótum, í keppni og á tónleikaferðum erlendis. Hér starfa reyndar margir afbragðskórar, sem íslensk tónskáld hafa sinnt vel. Íslenskir kórar eru reyndar líka ötulir við að hvetja til nýsköpunar í tónlist, panta sjálfir verk til flutnings og íslensk tónskáld virðast enn sem áður hafa ærinn starfa af því að semja kórum ný verk. Þessi hefð einkennir kórastarf íslenskra kóra í vetur. Dómkórinn efnir að vanda til Tón- listardaga síðla hausts, og að þessu sinni verður frumflutt nýtt verk eftir enska tónskáldið Bob Chilcott, sem stjórnar kórnum á tónleikunum. Mar- teinn H. Friðriksson kórstjóri og dómorganisti segir að mikill fengur sé að því fyrir kórinn að fá tónskáldið til að stjórna hér eigin verki. „Strax morguninn eftir ætlum við að syngja messu eftir Knut Nystedt við afmæl- ismessu í kirkjunni,“ segir Marteinn, en á Tónlistardögunum verða jafn- framt tónleikar með nýju kórverk- unum úr samkeppni kórsins um verk til flutnings við hjónavígslur auk tón- leika Barnakórs Dómkirkjunnar og annarra tónlistarmanna. Á loka- tónleikum Tónlistardaganna, syngur Dómkórinn Te deum eftir Arvo Pärt. Þetta kann að virðast í mikið ráðist svo snemma á starfsárinu, en Mar- teinn segir að kórinn hafi byrjað að æfa verkefni þessa vetrar strax í vor. Hann gerir því ekki ráð fyrir að nýtt kórfólk verði tekið í kórinn nú í haust. Dómkórinn stefnir svo á tónleikaferð til útlanda í vor þar sem flutt verður stórt verk fyrir kór og hljómsveit. Söngsveitin Fílharmónía er að hefja sitt 45. starfsár um þessar mundir, og af því tilefni ætlar kórinn að bregða út af hefð sinni á aðventu. Að þessu sinni mun hún flytja tón- leika í þremur dómkirkjum landsins í nóvemberlok. Vorverkefni Söngsveitarinnar verður Carmina burana eftir Carl Orff, en verkið flutti Söngsveitin ein- mitt á sínu fyrsta starfsári. Það var vorið 1960 og voru tvennir tónleikar haldnir í Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi Söngsveitarinnar, Bernharður Wilkinson, var í leyfi síð- asta ár og mun verða það einnig í vet- ur. Óliver Kentish mun áfram stjórna kórnum í hans fjarveru. Fyrsta æfing haustsins verður 6. september kl. 20. Æft er á mánudags- og miðvikudags- kvöldum í Melaskóla og laus pláss eru í öllum röddum. Áhugasamir geta haft samband við formann kórsins, Lilju Árnadóttur. Kór Langholtskirkju syngur með Mezzoforte í nýju verki Kórstarfið í Langholtskirkju hófst um helgina, þegar Graduale Nobili hóf undirbúning ferðar sinnar á nor- ræna kirkjutónlistarmótið í Dan- mörku um miðjan september. Þar verður kórinn fulltrúi íslenskra kóra og kynnir þar það nýjasta í íslenskri kórtónlist fyrir samkynja raddir. Þar verður frumflutt stórt nýtt verk, Vesper, eftir Tryggva M. Baldvins- son. Kórinn syngur þrenna tónleika ytra auk þátttökunnar í mótinu. Kór Langholtskirkju æfir í vetur nýtt stórt verk sem Árni Egilsson tónskáld skenkti kórstjóranum Jóni Stefánssyni í tilefni af 40 ára starfs- afmæli Jóns. „Það er samið fyrir stór- an kór og hljómsveitina Mezzoforte,“ segir Jón, en verkið verður frumflutt í nóvember. Í tilefni af starfsafmæl- inu fékk Jón einnig nýtt verk frá Hreiðari Inga Þorsteinssyni, sem verður æft og frumflutt í vetur. „Þetta er sálumessa fyrir blandaðan kór, englaraddir, drengsrödd, gítar, hörpu og orgel. Það er hugsanlegt að við frumflytjum það í dymbilviku,“ segir Jón. Lokahnykkur starfsárs Kórs Langholtskirkju verður flutn- ingur á Sacred Concert eftir Duke Ellington á Djasshátíð Austurlands á næsta ári. Gradualekórinn, sem er barnakór kirkjunnar, hyggur á tónleikaferð til Spánar næsta sumar, og verkefni Kammerkórs kirkjunnar er ekki ákveðið að svo stöddu. Nýja kór- söngvara vantar bæði í Kór Lang- holtskirkju og í Gradualekórinn, en valið er inn í hina kóra kirkjunnar. Bach í öndvegi í Hallgrímskirkju Hrafnagaldur, Listahátíðarverk- efni Sigur Rósar og Hilmars Arnar Hilmarssonar, verður flutt á íslensk- um menningardögum í Frakklandi í byrjun október, en þar er kamm- erkór Hallgrímskirkju, Schola cant- orum, meðal flytjenda. Í sömu ferð syngur kórinn jafnframt tvenna tón- leika, hvora með sinni efnisskrá með stjórnanda sínum Herði Áskelssyni. Á öðrum þessara tónleika verða flutt- ir Óttusöngvar á vori eftir Jón Nor- dal. Á aðventu syngur Schola cantor- um Jólaóratoríu Bachs ásamt hollenskri barrokksveit. Í febrúar flytur kórinn nýja tónlist ásamt Rascher-saxófónkvartettinum, þar á meðal verk eftir Huga Guðmundsson. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur sína fyrstu vetrartónleika á allraheil- agramessu í byrjun nóvember, þar sem sungnar verða sálumessur eftir Duruflé og Fauré. Mótettukórinn syngur á jólatónleikahátíð kirkjunnar á aðventu, en gestir kórsins verða Sigurður Flosason saxófónleikari og Ísak Ríkharðsson sópran, en á efnis- skránni verða íslensk og erlend að- ventu- og jólalög. Eftir áramót hefur Mótettukórinn æfingar á Mattheus- arpassíu Bachs, sem verður flutt á Kirkjulistahátíð sem þá verður í fyrsta sinn haldin í ágúst. Drengjakór Reykjavíkur hefur flutt sig um set og verður í vetur starfræktur við Hallgrímskirkju und- ir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Drengjakórinn, sem hefur starfað undanfarin þrjú ár í Neskirkju og þar áður í Laugarneskirkju, færir um leið út kvíarnar, því áformað er að stofna undirbúningsdeild þar sem 6 til 8 ára gamlir drengir njóta leiðsagnar og kennslu sem á að búa þá undir að syngja í drengjakórnum. Nýir kór- félagar verða teknir inn í kórinn í haust. Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik kórstjóri í síma 896 4914. Kammerkór Suðurlands hefur starfsárið með því að endurtaka tón- leika sína með verkum enska tón- skáldsins sir Johns Taveners frá ný- liðnum Sumartónleikum í Skálholti. Þá tekur sérstakt verkefni við hjá kórnum, að sögn kórstjórans, Hilm- ars Arnar Agnarssonar. „Við ætlum að æfa og hljóðrita lög eftir eldri mann hér í sveitinni, Guðmund Gott- skálksson, sem bjó lengi í Hvera- gerði. En það er þó ýmislegt fleira í undirbúningi hjá kórnum, þótt ekki sé alveg tímabært að segja frá því.“ Þeir Sunnlendingar sem hafa áhuga á að syngja með Kammerkórnum geta haft samband við Hilmar Örn. Djass og blús í Hafnarfirði og bíómúsík hjá Hljómeyki Kammerkór Hafnarfjarðar verður með árlega jólatónleika sem farið er að undirbúa að hausti, en í febrúar syngur kórinn Sacred Concerto eftir Ellington ásamt djassbandi. Kórinn stefnir einnig að því að æfa ameríska negrasálma í vetur, sem ætlunin er að syngja á Blúshátíð í Reykjavík á föstudaginn langa. Kórinn er fullskip- aður og nýju kórfólki því ekki bætt við að sinni. Hildigunnur Rúnarsdóttir tón- skáld hefur sungið með Hljómeyki árum saman, en fyrsta verkefni kórs- ins verður að hljóðrita verk hennar sem flutt voru á Sumartónleikum í Skálholti í sumar. „Við syngjum verk eftir Richard Einhof með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á kvikmynda- tónleikum hljómsveitarinnar 11. nóv- ember, undir sýningu myndar Vantar alltaf góða tenóra Morgunblaðið/Sigurgeir Sönghópurinn Hljómeyki saman kominn í Skálholti. PRESTAR landsins lenda af og til í vanda þegar brúð- hjón standa frammi fyrir því að velja sér lag til flutnings við hjónavígsluna. Þannig hefur prest- ur einn frá því sagt að hjónaefni hafi viljað láta flytja „Please release me, let me go“ sem er þó augljóslega ekki í takti við tilefnið. Dómkórinn í Reykjavík hefur ákveðið að efna til verðlauna- samkeppni um tónlist til flutnings við hjónavígslur. Er leitað eftir sönglögum, sem höfða til ungs fólks. Tónmenntasjóður þjóð- kirkjunnar veitti nýlega styrki til nýsköpunar og ákvað Dómkórinn að nota það fé sem hann fékk út- hlutað til að auðga úrval kirkju- legrar, íslenskrar brúðkaups- tónlistar. Dómkórinn vill með þessu auka það úrval kirkjulegrar tónlistar sem hægt er að benda ungu fólki á þegar ákveðið hefur verið að ganga í hjónaband. Í því skyni er nú auglýst eftir nýrri tónlist, sem líkleg er til að falla ungu fólki í geð, en hefur þó það yfirbragð sem sæmir flutningi í kirkju. Leit- að er eftir lögum fyrir kóra eða einsöngvara og hljóðfæri. Prest- ar Dómkirkjunnar – sr. Jakob Hjálmarsson og sr. Hjálmar Jóns- son – geta verið tónskáldum inn- an handar með að finna hentuga sálmatexta eða kvæði og einnig er hægt að leita ráða hjá Marteini H. Friðrikssyni dómorganista. Skilafrestur í samkeppninni er til 15. október nk. en laugardag- inn 13. nóvember stendur til að flytja verðlaunaverkin, auk ann- arrar brúðkaupstónlistar. Verða tónleikarnir hljóðritaðir og út gefinn sýnisdiskur með tónlist- inni, en með því er leitast við að gera verðandi brúðhjónum auð- veldara að velja tónlist við hjóna- vígsluna. Verðlaun verða veitt fyrir þau verk sem flutt verða á tónleikunum 13. nóvember. Leiddu mig í lundinn … Tónlist | Mikil fjölbreytni, en fastir liðir á sínum stað þegar kórarnir hefja vetrarstarf Dreyers, Píslarsögu Jóhönnu af Örk. Á jólatónleikunum okkar ætlum við að syngja amerísk jólalög með nýja ameríska stjórnandanum okkar, Keith Reed, sem er fluttur suður eftir að hafa starfað lengi á Austfjörðum.“ Hildigunnur segir að á teikniborði Hljómeykis sé Ameríkuferð næsta sumar, en þá verði að líkindum flutt íslensk tónlist. „Við leitum alltaf að góðum tenórum, en að öðru leyti er Hljómeyki vel sett,“ segir Hildigunn- ur. Eins og sagt var frá í blaðinu fyrir nokkru syngur Óperukórinn í Carn- egie Hall í New York í haust ásamt fleiri kórum og hljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Jólatónleikar verða með hefðbundnu sniði, en stóra verkefni kórsins eftir áramót verður sviðsuppfærsla á óperu Berlioz, For- dæmingu Fásts, með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þriðji kórinn sem syngur með Sin- fóníunni í vetur er Hamrahlíðarkór- inn, sem syngur Magnificat eftir Bach á tónleikum 2. desember, en stjórnandi kórsins er Þorgerður Ing- ólfsdóttir. Þriðja starfsár Kammerkórs Mos- fellsbæjar er að hefjast. Kammerkór Mosfellsbæjar er að hefja sitt þriðja starfsár nú í byrjun september, en kórinn getur bætt við áhugasömu söngfólki í allar raddir. Í vetur ætlar kórinn meðal annars að æfa spænsk lög auk íslenskra og fær- eyskra þjóðlaga og verka eftir Händ- el og Mozart. Í vetur býður kórinn al- menningi upp á kennslu í grunnatriðum tónfræðinnar og létt- um söng. Stjórnandi kórsins er Sím- on H. Ívarsson. Þingeyingakórinn hefur fengið nýj- an kórstjóra og hefur Arngerður M. Árnadóttir tekið við af Kára Friðriks- syni. Í kjölfar breytinganna mun kór- inn bæta við söngvurum í allar raddir. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu kórsins www.this.is/kor. Schola cantorum í Hallgrímskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.