Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 37
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 37
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 5171020
Opið:
mán. - föstud.11-18
laugard.11-15
Spennandi
gjafavörur og húsgögn
LÆRÐU AÐ HEKLA, PRJÓNA
& SAUMA BÚTASAUM
1. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á miðvikudögum 8. sept. til 13. okt.
2. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á mánudögum 27. sept. til 8. nóv.
3. PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ á miðvikudögum 27. okt. til 1. des.
1. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 9. sept., 16. sept. og 23. sept.
2. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 30. sept., 7. okt. og 14. okt.
3. HEKLNÁMSKEIÐ á fimmtudögum 21. okt., 28. okt. og 5. nóv.
1. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, byrjendanámskeið, barnateppi.
2 skipti á þriðjudögum 14. sept. og 28. sept.
2. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, dúkur og renningur.
3 skipti á þriðjudögum 21. sept. 5. okt. og 19. okt.
3. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, prjónataska og 2 prjónahulstur.
3 skipti á þriðjudögum 12. okt., 26. okt. og 9. nóv.
4. BÚTASAUMSNÁMSKEIÐ, jóladúkur.
2 skipti á þriðjudögum 2. nóv. og 16. nóv.
Innritun og allar nánari upplýsingar í Storkinum,
Laugavegi 59, sími 551 8258
Fjöldi Íslendinga hefur sóttBayreuth í Þýskalandi heimað undanförnu. Annars veg-
ar var hópur á vegum Richard
Wagner-félagsins á Íslandi við-
staddur sýningar í Festspielhaus á
óperum úr smiðju meistarans, en
hins vegar voru
nokkrir Íslend-
ingar staddir
þar í tengslum
við norræna
daga í Bay-
reuth, sem haldnir voru undir yf-
irskriftinni „Icelandic Myths – Rich-
ard Wagner’s Nordic
Inspiration“ eða „Íslenskar
goðsagnir – Norrænn inn-
blástur Richards Wagner“.
Hápunktur þessara daga
var sýningin á kamm-
eróperunni Gretti eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson við texta
Böðvars Guðmundssonar í
flutningi íslenskra söngvara
og hljóðfæraleikara, sem
hlaut afar góðar viðtökur
þar ytra.
Í tengslum við dagana var
ennfremur haldið málþing
þar sem fyrirlesarar víða að
héldu erindi, þar á meðal
Árni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur og Selma Guð-
mundsdóttir, formaður
Richard Wagner-félagsins á
Íslandi. „Sjálf talaði ég um
sýningu Listahátíðar árið
1994 á styttri útgáfu Nifl-
ungahringsins, sem unnin
var í samvinnu við Fest-
spielhaus í Bayreuth, og
áhrif hennar á rannsóknir
íslenskra fræðimanna á
áhrifum íslenskra forn-
bókmennta á Niflunga-
hringinn,“ segir Selma Guð-
mundsdóttir. „Árni
Björnsson fjallaði um bók sína
Wagner og Völsungar. Niðurstöður
hans, að um 80 prósent aðfenginna
mótíva Wagners í Niflunga-
hringnum ættu rætur í íslenska bók-
menntaarfinum og einungis um 5
prósent í þýska Niflungaljóðinu,
vöktu mjög mikla athygli.“
Danski rithöfundurinn LeneKaaberböl hlýtur í ár Norrænu
barnabókaverðlaunin fyrir æv-
intýrabækur sínar um dóttur hug-
lesarans. Verðlaunin voru afhent í
Kaupmannahöfn síðastliðinn föstu-
dag. Bækur þessar hafa náð
gríðarlegum vinsældum víða um
heim, þar á meðal í föðurlandi Harr-
ys Potters, Bretlandi. Bókaflokk-
urinn gerist á miðöldum og
fjallar um unglingsstúlkuna
Dinu, sem er dóttir hugles-
ara. Dina beitir hæfileika
sínum til að lesa hugsanir
fólks og hafa áhrif á það til
góðs í baráttu sinni gegn ill-
um öflum. Í umsögn dóm-
nefndar kemur fram að
einn helsti kostur bókanna
er hversu vel höfundurinn
fléttar saman yfirnátt-
úrulegri atburðarás, þar
sem drekar og galdramenn
eru á hverju strái, og hvers-
dagslegum vandamálum
sem aðalpersónan þarf að
glíma við.
Verðlaunin eru veitt ár-
lega af samtökum skóla-
safnskennara á Norð-
urlöndum, Nordisk
skolebibliotekarforening.
Af hálfu Íslands tilnefndi
Félag skólasafnskennara
Sigrúnu Eldjárn og höfund-
arferil hennar til verð-
launanna þetta árið og
hlutu verk hennar mikið lof
á fundi dómnefndar. Í fyrra
hlaut Kristín Steinsdóttir
Norrænu barnabóka-
verðlaunin fyrir bók sína
Engill í Vesturbænum.
Fyrsta bókin um Dinu er vænt-anleg hjá PP-forlagi í sept-
ember, í íslenskri þýðingu Hilmars
Hilmarssonar. „Þetta er lifandi og
skemmtileg ævintýrabók um tíu ára
stelpu, Dinu, sem hefur erft sér-
stæða eiginleika móður sinnar. Þeg-
ar hún horfist í augu við fólk horfist
það í augu við það sem það hefur
gert af sér,“ segir Erla Sigurð-
ardóttir, ritstjóri hjá PP-forlagi.
„Bókin hefur notið mikilla vinsælda
og komið út í sautján löndum. Það
var því í raun kominn tími til að hún
kæmi loksins til Íslands.“
Norrænn inn-
blástur Wagners
’Höfundurinn fléttarsaman yfirnáttúrulegri
atburðarás, þar sem
drekar og galdramenn
eru á hverju strái, og
hversdagslegum
vandamálum.‘
AF LISTUM
Inga María
Leifsdóttir
ingamaria@mbl.is
Selma
Guðmundsdóttir
Árni Björnsson
Lene Kaaberböl
FELIX Bergsson og félagar í leik-
hópnum Á senunni ætla svo sann-
arlega að leggja allt undir í vetur þeg-
ar æfingar hefjast á söngleiknum
Kabarett. Leikstjóri verður Kolbrún
Halldórsdóttir sem verið hefur sam-
starfsmaður Felix við flest verkefni
leikhópsins til þessa.
Söngleikurinn Kabarett rekur upp-
runa sinn til Berlínarsagna banda-
ríska rithöfundarins Christopher Is-
herwood sem komu út á 4. áratug
síðustu aldar. Á sjötta áratugnum
skrifaði leikritahöfundurinn John van
Druten leikritið I am a Camera sem
byggðist á sögum Isherwoods. Á sjö-
unda áratugnum var svo gerður
söngleikur eftir leikritinu og loks
fylgdi kvikmynd í kjölfarið sem
margir þekkja þar sem Liza Minelli
fór svo eftirminnilega með hlutverk
Sally Bowles.
„Við ætlum að hverfa aftur til upp-
hafsins við uppsetningu söngleiksins,
skoða sögur Isherwoods og leikrit
Drutens en seinni tíma uppfærslur á
söngleiknum hafa tekið mið af kvik-
myndinni í mörgum atriðum sem var
ólík að mörgu leyti,“ segir Felix.
Kabarett hefur verið sviðsettur af
öllum þremur opinberu atvinnuleik-
húsum landsins, fyrst af Þjóðleikhús-
inu, þá af Leikfélagi Akureyrar og
loks af Leikfélagi Reykjavíkur. „Það
eru samt orðin 10 ár síðan og okkur
finnst alveg kominn tími til að skoða
þetta verk að nýju.“
Spurður um hlutverkaskipan segir
Felix það óráðið en „ hlutverk Sally
Bowles er hiklaust eitt mest spenn-
andi hlutverk sem fjölhæf söng- og
leikkona gæti hugsað sér.“
„Karl Olgeirsson verður hljóm-
sveitarstjóri og þetta verður stór sýn-
ing, með fullskipaðri hljómsveit og
10–15 manna leikhópi. Enn er óráðið
hvar við sýnum en við vonumst til að
ná samningum við eitt af stærri leik-
húsunum.“
Paris at Night í
Borgarleikhúsinu
Á senunni er með ýmis járn í eld-
inum þar til kemur að Kabarett því
um aðra helgi, hinn 9. september,
hefjast aftur sýningar á Paris at
Night, þar sem Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir syngur lög við ljóð franska
skáldsins Jacques Prévert. „Þessi
sýning fékk gríðarlega góðar við-
tökur í fyrravor og við ætlum að
bjóða upp á nokkrar sýningar í sept-
ember á Litla sviði Borgarleikhúss-
ins. Síðan munum við taka aftur upp
sýningar á barnaleikritinu Ævintýri
Augasteins sem við frumsýndum hér
heima í fyrra en var upphaflega frum-
sýnd í Drill Hall í London í desember
2002. Við förum með þá sýningu aftur
til London og sýnum nokkrum sinn-
um í Drill Hall rétt fyrir jólin. Eftir
áramót má svo eiga von á enn einu
verki sem ekki hefur enn hlotið nafn
og er reyndar á slíku frumstigi að lítið
er hægt að segja meira á þessu stigi,“
segir Felix.
Á senunni gerði fyrr á þessu ári
starfssamning við Reykjavíkurborg
til þriggja ára og segir Felix að starf-
semin hafi tekið geysilegan fjörkipp
við það. „Við erum í fyrsta skipti að
kynna heilt starfsár en til þessa höf-
um við aldrei getað gert ááætlanir
svo langt fram í tímann. Þetta eru
auðvitað frábær umskipti og við vilj-
um standa undir þeirri ábyrgð sem
slíkur samningur felur í sér.“
Leiklist | Á senunni ræðst í Kabarett
Ætlum að leggja allt undir
Morgunblaðið/Ásdís
„Hlutverk Sally Bowles er hiklaust eitt mest spennandi hlutverk sem fjölhæf söng- og leikkona gæti hugsað sér,“
segir Felix Bergsson sem hér sést ásamt Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur í París at Night.
HVAÐ eru dansstuttmyndir Helenu
Jónsdóttur? Dans? Kvikmyndir?
Myndlist? Við veltum því fyrir okkur
hvort sýning hennar í Orkuveitunni
væri kannski allt eins umfjöllunar-
efni dansgagnrýni eða kvikmynda-
rýni. Niðurstaðan varð sú að fjalla
um sýningu hennar sem myndlist og
þegar ég hugsa um það þá kristallast
hér það sem kemur svo oft upp;
myndlistin rúmar allt, hún rúmar
bæði dans, kvikmyndir, tónlist, hljóð
og ótal margt fleira. Það er reyndar
einmitt þessi margbreytileiki verka
Helenu sem gerir það að verkum að
það er ómögulegt að nálgast þau
öðru vísi en á þeirra eigin for-
sendum, nokkuð sem er afar eft-
irsóknarverður eiginleiki listaverka.
Helena hefur á síðustu árum unnið
að dansstuttmyndum við góðan orðs-
tír og hlotið verðlaun fyrir myndir
sínar. Í þessum miðli finnur hún allri
sinni sköpun farveg og hefur að auki
fundið gott samstarfsfólk. Verk
hennar eru þannig ekki aðeins henn-
ar eigin sköpun heldur samstarf við
Eísabetu Ronaldsdóttur klippara,
við dansara, tónskáld, kvikmynda-
tökumenn osfrv. Dansinn býr í öllu
segir Helena og það er meira og
minna inntak verka hennar. Í sal
Orkuveitunnar sýnir hún allnokkrar
stuttmyndir sem flestar sýna mann-
eskjur við hversdagslegar aðstæður.
Hún beinir athygli sinni og okkar að
rytma og mynstri í daglegu um-
hverfi og nær að skapa grípandi og
heillandi myndverk. Dansstutt-
myndin hefur verið að koma fram
sem vinsæll miðill sl. ár en saga
hennar er þó lengri, í bæklingi kem-
ur fram að frumkvöðull á þessu sviði
hafi verið Maya Deren árið 1945.
Myndbandið hefur án efa nýst döns-
urum vel í gegnum tíðina en það er
umhugsunarvert að nútímadans á
sér ekki tungumál líkt og klassískur
ballet sem á orð yfir margar hreyf-
ingar. Það má ímynda sér að dans-
höfundar hafi gripið myndbandið
fegins hendi bæði til einkanota og
síðan einnig sem miðil til tjáningar.
Dansstuttmyndir Helenu ná þó yfir
breiðara svið en aðeins dansinn, þær
eru líkari litlum leikritum, td. koma
leikrit Samuels Beckett upp í hug-
ann við áhorf sumra þeirra, sér-
staklega þau sem byggjast á einföld-
um rytma og hreyfingum leikenda
eins og td. Quad, eða What Where.
Fókusinn á hversdaginn er áberandi
í myndlistinni nú um stundir og hef-
ur verið um þó nokkurt skeið, þannig
má td. nefna að fyrir áratug var sýn-
ing á Kjarvalsstöðum sem nefndist
Eins konar hversdagsrómantík og
enn er verið að nota hversdaginn
sem þema á samsýningar. En Hel-
enu tekst að skapa ferskar myndir
úr efnivið sínum, þannig að hvers-
dagurinn hverfur og annar veruleiki
kemur fram, rytmískur og abstrakt.
Myndir Tati koma líka upp í hugann
og sjálf talar Helena um Chaplin.
Það er spennandi að skoða þessi
verk Helenu og staðsetning þeirra í
sýningarsal Orkuveitunnar er með
ágætum, myndirnar henta vel sem
innskot í hversdaginn hjá þeim sem
þarna eru á ferð, kannski flestir í
öðrum erindagerðum. Á sýningunni
eru einnig sýndar erlendar dans-
stuttmyndir en hér truflar birtan
eins og svo oft því miður og erfitt að
greina hvað þar fer fram. Framsetn-
ing sýningar Helenu er að öðru leyti
fín í alla staði, henni tekst að skapa
mismunandi andrúmsloft og rými í
salnum allt eftir inntaki myndanna
og gerir það mikið fyrir þær. Verk
hennar eiga erindi til dansara,
myndlistarmanna sem kvikmynda-
gerðarfólks auk þess að höfða á auð-
skiljanlegan hátt til almennings og
vonandi að fólk geri sér ferð upp í
Orkuveitu til að skoða.
MYNDLIST
Orkuveita Reykjavíkur
Til 15. september. Sýningarsalur Orku-
veitunnar er opinn alla virka daga frá kl.
8-16.
DANSSTUTTMYNDIR,
HELENA JÓNSDÓTTIR
Ragna Sigurðardóttir