Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 1
Fé kemur af fjalli Réttað verður víða um land næstu helgar | 10 Nýtt útlit vinkvenna Íþróttir í dag KA skorar eftir 610 mínútur án marks  Lyftingar teknar af dagskrá ÓL?  Eftirsjá að sir Bobby Robson STOFNAÐ 1913 236. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is SAUTJÁN ára kanadískur piltur var í eina og hálfa klukkustund í sjónum eftir að skúta sem hann var á ásamt 49 ára föðurbróður sínum, sökk um 25 sjómílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi á fimmta tímanum í gær. Eldri maðurinn lést og hélt dreng- urinn honum á floti þar til að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og hífði þá um borð. Menn- irnir eru báðir frá Toronto í Kanada. Drengnum varð ekki meint af og bar sig ótrúlega vel á leiðinni heim, að sögn Jakobs Ólafssonar, flugstjóra. Talið er að leki hafi komið að skút- unni og hún því sokkið en dælur hennar voru bilaðar og réðu ekki við sjóinn sem flæddi inn. Mjög hvasst var og aðstæður til leitar ekki góðar. Skútan sökk á skömmum tíma og höfðu mennirnir lítinn tíma til að koma sér frá borði. Yngri maðurinn náði að komast í flotgalla en sá eldri ekki og er talið að það hafi ráðið úr- slitum. Mennirnir voru á leiðinni frá Kanada til Noregs. Er leki kom að skútunni kom drengurinn boðum til föður síns í Kanada. Það símtal barst um klukk- an 16.10 og kom faðirinn skilaboð- unum áleiðis. Skútan sökk um hálf- tíma síðar. Landhelgisgæslan fékk símhringingu frá Björgunarstjórn- stöðinni í Halifax í Kanada klukkan 17. Jakob segir það mikla heppni að mennirnir hafi fundist í sjónum. Þeir voru ekki á þeim stað sem var Gæsl- unni var gefinn upp fyrst enda nokk- uð um liðið frá því að neyðarkallið barst. Önnur staðsetning var fundin út frá síma sem mennirnir hringdu úr og var hún í um 35 kílómetra fjar- lægð frá fyrstu staðsetningunni. Jakob segir að þeir hafi hins vegar ákveðið að kanna radarmerki sem þeir sáu áður en þeir lögðu af stað á seinni staðinn. „Einhver tilviljun réð því að okkur fannst við sjá einhver merki á rad- ar,“ segir Jakob. Þegar þeir komu að staðnum sáu þeir brak úr bátnum fljótandi á sjónum og svo mennina tvo. „Þetta var eins og að finna nál í heystakki. Báturinn var löngu farinn niður þannig að það var ekki hann sem við sáum á radar. Þetta var leið- beining einhvers staðar annars stað- ar frá,“ segir Jakob. Mennirnir fund- ust klukkan 18.13 og búið var að hífa þá um borð klukkan 18.20. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 19.06 og var drengurinn fluttur í LHS í Fossvogi til aðhlynningar og síðan á Barnaspítala Hringsins. Einn maður lést og annar komst lífs af þegar kanadísk skúta sökk í Faxaflóa Bjargaðist eftir einn og hálfan tíma í sjónum Morgunblaðið/Þorkell Áhöfn TF-LIF bjargaði drengnum úr sjónum í gær. F.v.: Einar Valsson stýrimaður, Auðunn F. Kristinsson stýri- maður, Jakob Ólafsson flugstjóri, Jón Magnús Kristjánsson læknir og Reynir Garðar Brynjarsson flugvirki.                                           SJÍA-klerkurinn Moqtada Sadr fyr- irskipaði í gær stuðningsmönnum sínum í Írak að virða vopnahlé í öllu landinu. Hann tilkynnti að vopnuð hreyfing sín myndi taka þátt í stjórn- málum landsins og hætta margra mánaða uppreisn gegn bandarískum hersveitum og írösku bráðabirgða- stjórninni. Þessi tíðindi urðu til þess að verð á hráolíu lækkaði um 90 cent í 42,28 dollara á fatið í New York og um tíma fór það niður fyrir 42 dollara í fyrsta skipti frá því í lok júlí. Slæðubannið verði afnumið Arabíska sjónvarpið Al-Jazeera sýndi í gær myndbandsupptöku þar sem tveir franskir fréttamenn, sem rænt var í Írak, skoruðu á frönsk stjórnvöld að verða við kröfu mann- ræningjanna um að afnema bann við íslömskum höfuðslæðum í frönskum ríkisskólum. „Verði það ekki gert getur það kostað okkur lífið,“ sögðu fréttamennirnir. Þeir hvöttu einnig frönsku þjóðina til að mótmæla slæðubanninu. Sadr fyrir- skipar vopnahlé Bagdad. AFP.  Slæðubann/14 GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti viðurkenndi í gær að hann teldi ekki að sigur gæti unnist í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum en hét því að halda stríð- inu áfram í því skyni að gera heim- inn öruggari fyrir komandi kyn- slóðir. „Ég held ekki að við getum sigrað í því,“ sagði Bush um stríðið í sjón- varpsviðtali. „En ég held að hægt sé að skapa þannig aðstæður að þeir sem nota hryðjuverk sem bar- áttutæki njóti minni vinsælda sum- staðar í heiminum.“ Atburðirnir 11. september 2001 setja mikinn svip á dagskrá flokks- þings repúblikana sem hófst í New York í gær. Ræðumenn kvöldsins ræddu um hryðjuverkaógnina og lýstu Bush sem öflugum leiðtoga á stríðstímum en sökuðu forsetaefni demókrata um linkind í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush telur stríðið ekki vinnanlegt New York.  Æfing/23 Repúblikanar á flokksþingi í gær. SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins hefur bandaríska álfyrir- tækið Alcoa sýnt því áhuga að reisa álver á Norðurlandi, til við- bótar við Fjarðaál sem fyrirtækið mun reisa á Reyðarfirði. Bæði Landsvirkjun og stjórn- völd hafa verið að kynna virkj- unar- og stóriðjukosti á Norður- landi fyrir stórum álfyrirtækjum, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í júlí sl. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra vildi í samtali við Morg- unblaðið ekki staðfesta hvaða áhugasömu álfyrirtæki þetta væru en heimildir blaðsins herma að auk Alcoa séu þetta BHP-Billiton, Rio Tinto og Russal. Þau hafa ekki fjárfest hér á landi áður en sýndu þó álveri á Austurlandi áhuga á sínum tíma, einkum BHP-Billiton, sem er breskt/ástralskt fyrirtæki eftir samruna BHP og Billiton árið 2001. Rio Tinto er stærsta námufyrirtæki heimsins Rio Tinto, sem er með höfuð- stöðvar í Ástralíu og á Bretlandi, er stærsta námufyrirtæki heims og rekur málmvinnslur, verksmiðj- ur og orkuver víða um heim. Í gegnum dótturfyrirtæki sín kemur Rio Tinto að rekstri ellefu fyr- irtækja sem tengjast úrvinnslu á súráli, hrááli og fullunnu áli. Hefur fyrirtækið, samkvæmt upplýsing- um blaðsins, verið að leita sér að ákjósanlegum stað í heiminum til að reisa stórt álver en Rio Tinto skoðaði á sínum tíma möguleika á að reisa kísilmálmverksmiðju í Reyðarfirði. BHP-Billiton er sömuleiðis stórt fyrirtæki á heimsvísu, með höf- uðstöðvar í Ástralíu, S-Afríku og London. Um 60 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu, sem veltir um 20 milljörðum dollara á ári hverju. Kynna virkjunar- og stóriðjukosti á Norðurlandi Alcoa, BHP-Billiton og Rio Tinto sýna áhuga AUÐUNN F. Kristinsson stýrimað- ur á TF-LÍF seig niður á slysstað í og hífði mennina upp úr sjónum í gær. Auðunn segir drenginn hafa haldið ró sinni og verið hissa á því hvað þyrlan fann þá snemma en þegar þeir fundust hafði dreng- urinn haldið hinum látna á floti í um eina og hálfa klukkustund. „Hann var ótrúlega rólegur og greinilega feginn,“ segir Auðunn. „Lukkan var með honum úr því sem komið var.“ „Ótrúlega rólegur“ ♦♦♦ Vinkonurnar Guðný Erla og Stef- anía skipta um ham | Daglegt líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.