Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingólfur Viktors-son fæddist í Flatey á Breiðafirði 16. apríl 1924. Hann lést á heimili sínu 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Viktor Guðnason póst- og símstjóri í Flatey, f. 10. septem- ber 1899 á Þingeyri, d. 5. ágúst 1964, og Jónína G. Ólafsdóttir húsmóðir í Flatey, f. 22. nóvember 1893 í Reykjavík, d. 13. jan- úar 1974. Bróðir Ing- ólfs er Ottó Svavar, f. 5. október 1927. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Unnur Fenger, f. 20. mars 1932 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru John Fenger stórkaupmaður í Reykjavík og Kristjana Fenger, fædd Zoëga. Sonur Ingólfs og Unn- ar er Guðni tölvunarfræðingur, f. 8. maí 1967. Eiginkona hans er Sig- rún Ámundadóttir. Dætur þeirra eru Unnur, Laufey og Auður. Son- gerðar Guðmundsdóttur er Ingólf- ur Hrafnkell félagsfræðingur, f. 8. janúar 1950. Eiginkona hans er Bärbel Schmid. Börn þeirra eru Vala Ragna, Arnar Benjamín og Anton Björn sem fæddist 16. júlí 1992 og lést sama dag. Sambýlis- maður Völu er Jóhann Steinn Ólafsson. Sambýliskona Arnars er Ingibjörg Sigurðardóttir. Dætur þeirra eru Anna Sigríður og Hel- ena Björk. Ingólfur Viktorsson ólst upp í Flatey á Breiðafirði. Hann var í Samvinnuskólanum 1943–44 og Loftskeytaskólanum 1945–46. Hann var verðlagseftirlitsmaður á Ísafirði 1944–45. Síðan loftskeyta- maður á flutningaskipum skipa- deildar SÍS frá stofnun hennar 1946 til vors 1969 og sigldi þá á Hvassafelli, Helgafelli og Hamra- felli. Eftir að Ingólfur hætti far- mennsku starfaði hann hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli, síðar hjá Tollvörugeymslunni og loks hjá Landssamtökum hjartasjúklinga þar til hann hætti störfum 1999. Ingólfur var einn af stofnendum Landssamtaka hjartasjúklinga 1983 og fyrsti formaður samtak- anna. Hann lét af formennsku 1990. Útför Ingólfs fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur Unnar Fenger er Guðmundur K.G. Kolka stærðfræðing- ur, f. 3. desember 1957. Eiginkona hans er Kristín Halla Sig- urðardóttir. Dóttir Kristínar Höllu er Kristrún Gunnarsdótt- ir. Sambýlismaður Kristrúnar er Hjálmar Rúnar Hafsteinsson. Börn þeirra eru Halla Líf og Jökull Mar. Fyrri eiginkona Ing- ólfs Viktorssonar er Margrét Jensdóttir. Synir þeirra eru Jens rekstrarhag- fræðingur, f. 18. desember 1953, og Viktor Arnar tæknifræðingur, f. 12. apríl 1955. Sambýliskona Jens er Brynhildur Bergþórsdóttir. Börn Jens eru Þóra og Hlynur Þór. Dóttir Brynhildar er Auður Áka- dóttir. Eiginkona Viktors Arnars er Valgerður Geirsdóttir. Dóttir þeirra er Margrét Arna. Dóttir Val- gerðar er Emilía Björt Gísladóttir. Sonur Ingólfs Viktorssonar og Val- Ingólfur Viktorsson, tengdafaðir minn, er látinn áttræður að aldri. Barátta Ingólfs við krabbameinið var stutt, hún hófst í byrjun sumars og henni lauk nú á síðustu dögum þess. Það eru liðin 15 ár síðan ég kom í fyrsta sinn inn á heimili tengdafor- eldra minna, óörugg yfir því hvernig mér yrði tekið sem kærustu Guðna, sonar þeirra Ingólfs og Unnar. Áhyggjur mínar voru óþarfar því frá fyrsta degi hafa hlýja og notalegheit einkennt heimsóknirnar á Lynghag- ann. Tengdafaðir minn var mikil fé- lagsvera, vildi hafa mikið að gera og hafði áhuga á fólki almennt. Hann gekk teinréttur og myndarlegur um Vesturbæinn. Þekkti svo að segja alla sem hann mætti, staðnæmdist og ræddi um daginn og veginn. Á mannamótum náði hann eyrum allra með skemmtilegum frásögnum frá Samvinnuskólaárunum, árunum á Helgafellinu eða jafnvel einstaka at- viki úr Vesturbæjarlauginni. Það var aldrei dauf stund þar sem Ingólfur kom. Ingólfur var eldheitur stuðnings- maður KR og Manchester United. Ef leikir gengu vel var mikil gleði á Lynghaganum en að sama skapi voru leikmenn hundskammaðir heima í stofu þegar illa gekk. Stund- um gat Ingólfur ekki horft á leikina heldur beið frammi í eldhúsi þar til óhætt var að fara að horfa aftur. Það var að vonum mikil gleði þegar KR- ingar urðu Íslandsmeistarar árið 1999. Barnabörnum sínum var Ingólfur einstakur afi. Alltaf tilbúinn að ræða málin og hlusta á það sem afabörn- unum lá á hjarta. Hvert barnabarn einstakt, með sinn sér-sess hjá afa. Allar gjafir til barnabarnanna voru úthugsaðar, passað upp á að bækur og geisladiskar féllu að áhuga hvers barns. Afa verður sárt saknað. Ég kveð Ingólf tengdaföður minn með söknuði og þakklæti í huga. Blessuð sé minning hans. Sigrún Ámundadóttir. Ég sit og horfi yfir hafið. Ég horfi á sólina síga til viðar og hugsa til þín, elsku Ingólfur minn. Það hefur slokknað á skæru ljósi í lífi mínu, en það dimmir ekki því minningin um birtuna af ljósinu þínu veitir mér styrk og vísar mér veginn. Þegar við komum heim fyrr í kvöld þá tók á móti okkur blómailmur. Húsið okkar ilmar af hvítum rósum og liljum sem okkur hafa verið færð- ar undanfarna daga. Þegar ég horfi á þessar fallegu rósir þá átta ég mig á því að þær minna mig á þig. Hnar- reistar með hvítan koll eins og fal- lega hárið þitt. Veikindi þín voru okkur öllum mikið áfall, og hversu stuttan tíma þau stóðu. Það er mér mikils virði að hafa verið hjá þér daginn áður en þú kvaddir þennan heim. Þú fékkst að deyja heima hjá henni Unni þinni með þeirri reisn sem þér var í blóð borin. Við Guðmundur munum hugsa vel um hana fyrir þig. Það mun sjálfsagt taka okkur dá- góðan tíma að venjast fjarveru þinni. Við gátum tekist á um menn og mál- efni, og ég veit ekki hvort okkar skemmti sér betur, að minnsta kosti vildi hvorugt láta undan. Þú varst mikill gæfumaður í lífinu. Þú varst stoltur af strákunum þínum fimm og öllum barnaskaranum, en heiður- sessinn skipaði hún Unnur þín sem býr ásamt þér yfir mikilli fágun og glæsileika og það var falleg sjón að horfa á stjörnurnar í augum þínum þegar þú leist hana augum. Elsku Unnur mín, við erum ávallt til staðar fyrir þig. Við syrgjum, en brosum í gegnum tárin og yljum okkur í ljósinu sem Ingólfur veitti okkur af mikilli rausn. Ég kveð tengdaföður minn með djúpri virð- ingu og þökk fyrir samveruna. Við INGÓLFUR VIKTORSSON ✝ Sigurgeir Eiríks-son fæddist að Auðnum í Sæmund- arhlíð 10. maí 1926. Hann lést 18. ágúst síðastliðinn. Sigur- geir var sonur hjónanna Eiríks Sig- urgeirssonar, f. að Miðsitju í Blönduhlíð 24. september1891, d. 13. maí 1974, og Kristínar K. Ver- mundsdóttur, f. að Sneis í Laxárdal í A- Hún. 20. júlí 1898, d. 11. nóvember 1973. Sigurgeir var 7. í röðinni af 13 systkinum. Sex þeirra eru nú þeg- ar látin, þau voru: Skarphéðinn Jónas, f. 1917, Ragnheiður, f. 1920, Valdimar, f. 1921, Vermundur, f. 1925, Þórey, f. 1930 og drengur fæddur andvana 1937. Þau sem eftir lifa eru: Ólína, f. 1918, Árni, f. 1923, Sigríður, f. 1928, Dýrólína, f. 1932, Haukur, f. 1936 og Karl, f. 1938. sveit. Árið 1938 fluttist fjölskyldan svo að Vatnshlíð í Bólstaðarhlíð- arhreppi þar sem hann bjó fram að unglingsárum sínum. Þá fluttist hann til Akureyrar þar sem hann vann við ýmis búskaparstörf. Árið 1946 fluttist hann svo til Reykja- víkur og hóf þar nám í húsamálun við Iðnskólann í Reykjavík. Einnig var hann við nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur á árunum 1952–1955. Vann hann við iðnina frá 1952 til 1993 nema á árunum frá 1966 til 1970 er hann var bóndi í Efra-Nesi í Stafholtstungum. Einnig greip hann í ýmis önnur störf á milli þess sem hann vann við málaraiðnina. Sigurgeir var listhneigður mjög, var t.d. söngmaður mikill og var hann t.a.m. í Iðnskólakórnum á námsárum sínum svo og í kirkju- kór er hann bjó í Borgarfirði. Einnig var myndlistin honum hug- leikin og málaði hann mikið í tóm- stundum sínum. Annað áhugamál hans var hestamennskan og átti hann hesta mestallt sitt líf. Frá árinu 1989 áttu þau hjón jörðina Litla-Bakka í Miðfirði, sem var þeirra annað heimili og þar lést hann. Útför Sigurgeirs fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sigurgeir kvæntist 28. desember 1958 eft- irlifandi eiginkonu sinni Jóhönnu Gunn- arsdóttur, f. að Gest- stöðum í Mýrasýslu 22.október 1931. Hún starfaði lengst af bú- skapartíð þeirra ásamt húsmóðurstörf- unum sem starfs- stúlka á Vífilstaða- spítala. Börn þeirra Sigurgeirs og Jó- hönnu eru: 1) Þórdís skrifstofumaður og nemi, f. 30. apríl 1963, sambýlismaður Jónas Kr. Þ. Krist- jánsson bílstjóri, f. 23. apríl 1960, börn þeirra eru Arnar Geir, f. 26. október 1992 og Hanna Rún, f. 21. september 1995. 2) Vermundur Arnar bílstjóri, f. 19. október 1967. 3) Gunnar Sigurgeirsson verka- maður, f. 30. nóvember 1971. Sigurgeir flutti með foreldrum sínum að Varmalandi í Skagafirði og síðar að Bessastöðum í sömu Elsku pabbi minn. Nú er þinn tími kominn og þú far- inn frá okkur yfir móðuna miklu. Þó svo við vissum vel að þetta kall gæti komið á hverri stundu er áfallið mik- ið og stórt skarð höggvið í fjölskyld- una. Fyrir um tæpum tveim árum barðistu hatrammlega við manninn með ljáinn, en hann þurfti að láta í minni pokann í það skiptið. Þú sigr- aðir þann bardaga, sennilega á þrjóskunni einni saman ef ég þekki þig rétt. Þú lést mig líka vita af því strax í byrjun þess bardaga að þú ætlaðir að vinna. „Hafðu engar SIGURGEIR EIRÍKSSON Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar Sambýlismaður minn, GÍSLI GUÐBRANDSSON, Kleppsvegi 138, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 2. september kl.13.30. Fyrir hönd systkina hins látna, Anna Sveinsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SNÆBJÖRNS ÁRNASONAR, Vesturgötu 76, Akranesi. Guðbjörg Árnadóttir, Anna Snæbjörnsdótttir, Snædís Snæbjörnsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Melkorka Kristjánsdóttir, Sólrún Kristjánsdóttir. Ástkær eiginmaður, faðir og sonur, VALDIMAR JEROME WELLS, lést á Englandi þriðjudaginn 24. ágúst sl. Katie Wells, Merrie Elísabet, Well Gyða Jónsdóttir Wells, David Wells. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI INGÓLFUR IBSEN fyrrv. skipstjóri og framkvæmdastjóri, Leynisbraut 10, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 3. september kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti Sjúkrahús Akraness eða Slysavarnadeild kvenna á Akranesi njóta þess. Þorbjörg Laufey Þorbjörnsdóttir, Anna Mýrdal Helgadóttir, Hafsteinn Guðjónsson, Lúðvík Ibsen Helgason, Þorbjörg Helgadóttir, Heiðar Sveinsson, Björgvin Ibsen Helgason, Helgi Helgason, Þóra Þórðardóttir, Kristján Helgason, Hjördís Frímann, barnabörn og langafabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN TH. BJARNASON, Laugarnesvegi 102, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 26. ágúst. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 3. september kl. 15.00. Þorsteinn Bjarnason, Kristinn Bjarnason, Guðlaug Haraldsdóttir, Emil Karl Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.