Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sumri hallar og senn fer að hausta þó erfitt sé að greina þessi árstíðaskipti í veðurfars- legu tilliti. Það sem segir manni þessi tíðindi er sú staðreynd að náttmyrkrið verður mátt- ugra með hverjum degi, grösin missa æsku- ljómann og gangnamenn eru lagðir af stað í leitir. Með þó nokkurri vissu má fullyrða að velflestir Húnvetningar hafa ekki lifað hlýrra sumar þó einn og einn sem lifað hefur lengi og hefur að geyma gott veðurminni nefni sumarið 1939 í sömu andrá. Sem dæmi um þá mildu tíðarfarshönd sem skaparinn hefur rétt okkur þá hefur heyfengur verið með allra mesta móti og ein magnaðasta af- sökun fyrir því að leggja ljáinn á hilluna þrátt fyrir nægt gras í túni er sú að tíma ekki að leggja meira land undir heyrúllurnar. Fyrstu réttir í A-Húnavatnssýslu verða í Auðkúlurétt um helgina. Síðan tekur hver réttin við af annarri. Bændur heimta fé og stóð úr afrétti, korn er skorið, og kartöflur koma í hús, haustið er tími uppskerunnar. Húnvetningar eru sáttir við tilveruna þó svo hjón úr Reykjavík eftir vikudvöl í París, borg smekkleikans, hafi orðið fyrir menn- ingarsjokki við að fylgjast með „jogg- ingklæddum þéttvöxnum konum í kaup- félagi úti á landi.“    Grunnskóli Blönduóss hefur fengið and- litslyftingu í sumar því gamli skólinn sem er syðsta álma skólahússins hefur verið end- urgerður í sinni upprunalegu mynd, þeirri mynd sem Guðjón Samúelsson gaf skólanum á sínum tíma. Má með sanni segja að líkt sé farið með París og Blönduósbæ, þetta eru bæir smekkleikans. Verið er að byggja lyftu- hús utan á skrifstofu sýslumanns og ull- arþvottastöð er að rísa.    Danskir dagar eru í Stykkishólmi, franskir dagar á Stöðvarfirði svo eitthvað sé nefnt en mörgum kom á óvart að Blönduóslöggan heldur ítalska daga í ágústmánuði. Skýr- ingin er sú að flestir Ítalir taka sumarfrí í ágúst og þeir sem ferðast hingað til lands virða ekki allir þær hraðatakmaranir sem í landinu gilda og þar sem ekki eru nær dag- lega fréttir af afrekum Blönduóslögregl- unnar í umferðarhraðaeftirliti í ítölskum fjölmiðlum þá vara Ítalirnir sig ekki á þess- ari vösku sveit. Gjaldmiðill Ítala var á sínum tíma lírur og gálausir gárungar hafa kallað lögregluna á Blönduósi „löggan með líru- kassann“ því útlendingar verða að stað- greiða sekt við umfrerðalagabrotum. En eitt er víst að þetta landsfræga aðhald Blönduós- löggunnar við ökumenn er mikilvægt því takmark lögreglunar er ekki ítalskir dagar heldur glaðir dagar fyrir þá sem um veginn fara. Úr bæjarlífinu BLÖNDUÓS EFTIR JÓN SIGURÐSSON Tæplega 160 börneru skráð í Frí-stundaskóla Reykjanesbæjar á haust- önn. Er það liðlega 20% fjölgun frá síðasta hausti og er búist við frekari fjölgun, að því er fram kemur á upplýsingavef Reykjanesbæjar, www.rnb.is. Frístunda- skólinn er fyrir börn í 1.– 4. bekk og er rekinn í öll- um fjórum grunnskólum bæjarins. Flest börnin koma úr yngri bekkj- unum. Frístundaskólinn er fjölmennastur í Heið- arskóla en þar eru skráð rúmlega 50 börn, í Myllu- bakkaskóla um 40 en ör- lítið færri í Holtaskóla og Njarðvíkurskóla. Frí- stundaskólinn er opinn frá 13 til 17 virka daga Frístundaskóli Húsavík | Tónlist- arveislan 2004 var haldin fyrir skömmu í Íþrótta- höllinni og var dagskráin helguð dægurperlum Magnúsar Eiríkssonar. Tónlistarveislan hefur verið haldin undanfarin ár til auðgunar menningar- lífi. Ungir tónlistarmenn og söngvarar koma fram á sviðið í bland við þá eldri. Þar á meðal voru nú söng- konan Ína Valgerður Pét- ursdóttir sem hér sést og bassaleikarinn Bjarni Sig- uróli, en þau eru aðeins 16 ára gömul. Morgunblaðið/Hafþór Veisla með dægurperlum Hagyrðingakvöldverður haldið íStapa í Reykja- nesbæ fimmtudags- kvöldið 2. september og tónninn sleginn fyrir Ljósanótt. Fluttir verða inn landskunnir hagyrð- ingar. Friðrik Steingrímsson yrkir um Ljósanótt og sér lífið í Reykjanesbæ sínum augum: Eyðslu rafmagns ei ég skil en þó fer að gruna að líklega þá langi til að lýsa upp rigninguna. Pétur Pétursson á Ak- ureyri yrkir hringhendu: Víst á þrætur verum spör, vonglöð mætum saman. Látum bæta lund og kjör Ljósanæturgaman. Ljósanótt TENGLAR ................................. pebl@mbl.is Mývatnssveit | Réttað var á Hlíðarrétt við Reykjahlíð á sunnudag og Baldursheimsrétt en göngur hófust bæði á Suð- ur- og Austurafrétt á föstudag. Í Mývatnssveit eru ríflega 5.000 vetrarfóðraðar kindur en margir bændur eru komnir með sitt fé í lokuð hólf og þurfa ekki að leggja til menn í göngur. Á Hlíðarrétt voru um 2.000 kindur og gekk greiðlega að draga féð sundur. Mikið fjölmenni var á réttinni og fer fjölgandi ár frá ári, ekki síst erlendum ferðamönnum. Fjár- tala er nú svipuð síðustu ár. Lömbin eru misvæn og mun þurrkatíð í sumar valda frem- ur litlum vexti þeirra. Jafnvel þóttust menn sjá frekar lítinn ullarvöxt á fénu og kenna þurrkinum einnig um það. Morgunblaðið/BFH Féð dregið á Hlíðarrétt Réttir Húsavík | Fyrri áfangi glúkósamínverk- smiðju á Húsavík verður boðinn út í haust ef áætlanir eigenda Glucomed ehf. ganga eftir. Fram kemur á vef Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga að í þessum áfanga verð- ur reist hráefnisverksmiðja sem framleiðir kítín úr rækjuskel. Kítínið er síðan notað í glúkósamínframleiðsluna en glúkósamín er m.a. talið styrkja bandvefi líkamans. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokk- uð langan tíma en nú hillir loksins undir að framkvæmdir hefjist á lóð fyrirtækisins sem er sunnan við rækjuverksmiðju Íshafs ehf. Að þessu verkefni standa ýmsir aðilar, meðal annars norskir og þýskir fjárfestar, ásamt fagaðilum auk heimamanna á Húsa- vík. Um tuttugu ný störf munu skapast á Húsavík með tilkomu þessarar verksmiðju. Undirbúa útflutning á tækni til raforkuframleiðslu Þá segir ennfremur á vefnum að fyrir- tækið X-Orka ehf. sé þessa dagana að setja upp bækistöðvar sínar á Húsavík og hefur Magnús Gehringer viðskiptafræðingur verið ráðinn framkvæmdarstjóri þess. Orkuveita Húsavíkur hefur undanfarin ár framleitt rafmagn í Orkustöð sinni með sérstakri tækni sem kennd er við Kalina og felst í því að framleiða rafmagn úr yfirheitu vatni. Við þróun og prófanir á þessari tækni hefur orðið til mikil þekking og reynsla, tilgangur X-Orku er markaðssetn- ing og sala á þessari þekkingu ásamt bún- aði sem byggir á Kalina-tækni til fram- leiðslu á raforkuverum og rafstöðvum. Markaðssvæðið er Evrópa og Suður-Am- eríka en þar hefur fyrirtækið tryggt sér leyfi og rétt til sölu á tækninni. Stærsti hluthafi X-Orku er verkfræðistofan VGK en meðal annarra hluthafa eru Orkuveita Húsavíkur og Tækniþing. Aðstandendur X-Orku telja orkumarkaðinn í heiminum vera opnast, aukin áhersla sé á umhverf- issjónarmið og stöðugt hækkandi olíuverð skapi gríðarlega markaðsmöguleika fyrir búnað sem X-Orka hannar og selur. Eins og áður segir er aðsetur X-Orku á Húsavík og þar mun fyrirtækið í samstarfi við starfandi Kalina-rafstöð Orkuveitu Húsavíkur, háskóla, fyrirtæki og fleiri að- ila starfrækja menntunar- og þjálfunar- miðstöð. Gríðarleg þekking og reynsla á sviði raforkuframleiðslu leynast í bakhjörl- um X-Orku, hæfu starfsfólki, samstarfi við heimsþekkta orku- og búnaðar-framleið- endur auk leyfa á sölu Kalina-tækninnar. Tuttugu ný störf skapast á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hvammstangi | Fjarnámsstofa hef- ur verið opnuð að Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Húnaþing vestra leigir þar til þriggja ára aðstöðu af Forsvar ehf, sem hefur búið stofuna góðum hús- og tækjabúnaði. Tvær fastar starfsstöðvar eru í stofunni, fjarfundarbúnaður, mynd- varpi og sjónvarp. Gert er ráð fyrir að nemendur noti þráðlausan búnað við fartölvur sínar. Stofan er tengd ADSL símalínum. Gott rými er fyrir 12-15 manns og er stofan hin vistleg- asta. Gunnar Sveinsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er umsjónarmaður stofunnar. Gestir komu vítt að við opnunina, stjórnendur skóla, alþingismenn og fleiri. Ólafur Proppé, rektor Kenn- araháskóla Íslands, lýsti mikilli ánægju með framkvæmdina og Bryndís Þráinsdóttir færði stofunni bókargjöf frá Farskóla Norðurlands vestra. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Opnun: Ólafur Proppé flytur hvatningarorð og árnaðaróskir. Hjá standa Þóra Sverrisdóttir Blönduósi og Valgeir Bjarnason Hólum. Vel búin fjarnámsstofa opnuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.