Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTU fjárréttir haustsins voru um síðustu helgi, meðal annars Bald-
ursheims- og Hlíðarréttir í Mývatnssveit. Réttað verður víða um land um
næstu helgi og síðan taka hverjar réttirnar við af
öðrum, fram eftir septembermánuði.
Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðu-
nautur Bændasamtaka Íslands, hefur tekið sam-
an lista yfir helstu fjárréttir, allar stóðréttir og
sérstakan lista yfir réttir í Landnámi Ingólfs.
Fjöldi fólks hefur áhuga á að komast í réttir og
nýtir sér þessar upplýsingar til þess.
Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi, A-Hún. laugardag 4. sept.
Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang. fimmtudag 24. sept.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 19. sept.
Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós. sunnudag 19. sept.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 18. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. þriðjudag 14. sept. og
sunnudag 19. sept.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 11. sept.
Fossrétt á Síðu, V-Skaft. föstudag 10. sept.
Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvk./Kóp.) sunnudag 19. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 19. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 21. sept.
Grófargilsrétt í Skagafirði, Skag. föstudag 3. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V-Hún. laugardag 11. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 18. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 20. sept.
Hlíðarrétt í Bólstaðarhlíðarhreppi, A-Hún. sunnudag 15. sept.
Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing. sunnudag 5. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 10. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V-Hún. laugardag 4. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 18. sept.
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. sunnudag 19. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. sunnudag 19. sept.
Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. miðvikudag 15. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði laugardag 11. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardag 4. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V-Hún. laugardag 4. sept.
Mælifellsrétt í Skagafirði, Skag. sunnudag 5. sept.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Borg. laugardag 4. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 15. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 19. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, Rang. laugardag 18. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardag 11. sept.
Reynistaðarrétt í Skagafirði, Skag. laugardag 4. sept.
Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 20. sept.
Selvogsrétt í Selvogi, Árn. mánudag 20. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 20. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhreppi, V-Skaft. laugardag 11. sept.
Skaftártungurétt í Skaftártungu, V-Skaft. laugardag 11. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 10. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 4. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 18. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudag 20. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudag 19. sept.
Skrapatungurétt í Vindhælishreppi, A-Hún. sunnudag 12. sept.
Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún. laugardag 4. sept.
Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. laugardag 11. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. föstudag 10. sept.
Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún. föstudag 10. sept.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. laugardag 11. sept.
Þórkötlustaðarétt í Grindavík, Gullbr. sunnudag 12. sept.
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit, Eyjaf. sunnudag 15. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V-Hún. laugardag 11. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 20. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. þriðjudag 21. sept.
Fjöldi fjárrétta á næstunni
Helstu réttir í landnámi Ingólfs Arnarsonar
Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnudag 12. sept. kl. 10
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit laugardag 18. sept. e/hádegi
Húsmúlarétt við Kolviðarhól laugardag 18. sept. e/hádegi
Dalsrétt í Mosfellsdal sunnudag 19. sept. e/hádegi
Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudag 19. sept. kl. 10
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós sunnudag 19. sept. kl. 16
Selvogsrétt í Selvogi mánudag 20. sept.
Selflatarrétt í Grafningi mánudag 20. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi þriðjudag 21. sept.
Seinni réttir verða þremur vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 9.–
12. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á
fé á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft sem mest í
haldi eftir réttir.
Stóðréttir haustið 2004
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugard. 18. sept. e/hádegi
Reynistaðarrétt í Skagafirði, Skag. laugard. 18. sept. kl. 16
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnud. 19. sept. kl. 16
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A-Hún. sunnud. 19. sept. e/hádegi
Skrapatungurétt í A-Hún. sunnud. 19. sept. kl. 10
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugard. 25. sept. kl. 13
Þverárrétt í Vesturhópi, V-Hún. laugard. 25. sept. um kl. 13
Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. laugard. 2. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugard. 2. okt. kl. 11
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit, Eyjaf. sunnud. 3. okt. kl. 10
STJÓRN Strætó bs. hefur ekki sam-
þykkt nýtt leiðakerfi. Það var lagt
fram til kynningar á síðasta fundi í
stjórn byggðasamlagsins, en hefur
ekki verið afgreitt þar, og var síðan
sent sveitarstjórnunum sem eiga að-
ild að byggðasamlaginu til umsagnar,
að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, sem
eru fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó
bs.
Ármann sagði að stjórn Strætó bs.
ætti eftir að fara endanlega yfir leiða-
kerfið og samþykkja það. Fyrirliggj-
andi áætlanir um nýtt leiðakerfi sýni
að það hafi aukinn kostnað í för með
sér og það hafi ekki verið lagt upp
með það. Þvert á móti hafi verið
reiknað með að hægt yrði að ná fram
hagræðingu í kerfinu með þessum
breytingum og kostnaður yrði ekki
umfram það sem sveitarfélögin væru
nú þegar að leggja til almennings-
samgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Ármann sagði að hann og fulltrúar
fleiri sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu hefðu tekið það fram á
stjórnarfundinum að þeir sæju ekki
að það væru forsendur fyrir útgjalda-
aukningu í þessum efnum.
„Ég sé það ekki fyrir mér að Kópa-
vogur samþykki leiðakerfi miðað við
þessa 150–200 milljóna króna út-
gjaldaaukningu. Krafan þar er lækk-
un framlagsins,“ sagði Ármann.
Hann sagði að það verkefni sem
þeir í stjórn Strætó hefðu fengið væri
að bæta leiðakerfið og auka skilvirkni
þess. Verkefnið hefði verið að sam-
eina SVR og AV og menn hefðu talið
að áhrif þeirrar sameiningar ætti að
geta orðið betri þjónusta við lægra
verði.
„Það er það sem við lögðum af stað
með og við höfum ekkert umboð til að
samþykkja annað,“ sagði Ármann
ennfremur.
Fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó bs.
Nýja leiðakerfið
hefur ekki verið
samþykkt
VEGFARENDUM, sem áttu leið um Sölvhólsgötu í vik-
unni sem leið, gæti vel hafa fundist þeir vera komnir í
annan heim. Jafnvel gætu einhverjir haldið að þeir
væru komnir til stríðshrjáðra landa eða á vettvang nátt-
úruhamfara, en svo var ekki. Verið var að rífa gamalt
húsnæði Landssímans til að rýma fyrir nýbyggingum.
Björgunarsveitin Ársæll nýtti sér tækifærið sem
þarna skapaðist til að æfa rústabjörgun og voru liðs-
menn rústahópsins önnum kafnir við að brjótast í gegn-
um veggi og grjóthrun ýmiss konar. „Aðstæður sem
þessar minna mjög á hrunin hús, líkt og gerist í jarð-
skjálftum,“ segir Daníel Gunnlaugsson, annar tveggja
hópstjóra rústahóps Ársæls, sem er önnur af tveimur
sveitum sem mynda alþjóða-rústabjörgunarsveit Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar. „Þetta gefur okkur því
raunhæfa mynd af þeim verkefnum sem er þjálfað fyr-
ir, og er því þarna um að ræða kjörið tækifæri til að efla
þekkingu hópsins.“
Ljósmynd/Þórdís Jóhannesdóttir
Rústabjörgun æfð í hálfrifnu húsi
HJÁLPARSTARF kirkjunnar hef-
ur sent eina milljón króna til
neyðaraðstoðar í Darfur í Súdan.
Þangað hefur ACT, Alþjóðaneyð-
arhjálp kirkna sem Hjálparstarf
kirkjunnar er aðili að, flutt 200
tonn af hjálpargögnum á síðustu
mánuðum og ráðið 39 starfsmenn
til hjálparstarfa.
Neyðarbeiðni ACT til aðild-
arfélaga hljóðar upp á 1,3 millj-
arða króna til að dreifa mat, plast-
dúkum, hreinlætis- og
eldunarvörum, útvega vatn og sjá
um frárennsli og hreinlæt-
isaðstöðu fyrir 500.000 manns.
Markhópurinn er ýmist í flótta-
mannabúðum, býr ennþá í nið-
urbrenndum þorpum sínum eða er
fólk sem býr heima og hefur tekið
að sér flóttamenn. Meðal þeirra
eru 50.000 börn yngri en 5 ára
sem ACT ætlar að sjá fyrir við-
bótarnæringu. ACT ætlar einnig
að sjá börnum í þessum hópi sem
eru á skólaaldri, fyrir kennslu en
áætlað er að þetta verkefni spanni
tímann til ársloka 2005.
Í síðustu viku dreifði ACT
plastdúkum og eldunaráhöldum í
El Muhajeria utan við Nyala þar
sem fáar hjálparstofnanir eru að
störfum.
Þeim sem vilja hjálpa þeim sem
líða þessar miklu hörmungar í
Darfur er bent á hlaupareikning
nr. 27 í SPRON (1150 26 27) og
merkja greiðsluna DARFUR.
Neyðaraðstoð til
Darfur í Súdan
NÝ gjaldskrá VISA tekur
gildi 1. september nk. og
hækka þá þjónustugjöld á
söluaðila sem hafa verið
óbreytt síðustu þrjú ár. Meðal
breytinga er að lágmarksgjald
á hverja debetkortafærslu
hækkar úr í 5 í 7 kr. hjá að-
ilum sem aðeins taka við deb-
etkortum. Hjá flestum sölu-
aðilum, sem bæði taka debet-
og kreditkort, verður lág-
marksgjaldið 6,50 og hámarks-
gjald verður 180 kr. á hverja
færslu.
Þá hækkar útskriftargjald
úr 150 kr. í 220 kr. auk þess
sem finna má ýmsar nýjungar
í gjaldskránni, t.d. vikulegt
uppgjör.
Þær upplýsingar fengust
hjá Kreditkortum hf. umboðs-
aðila MasterCard og Maestro
á Íslandi, að gjaldskrá fyrir
söluaðila hefði tekið breyting-
um í byrjun sumars, þegar bil-
ið milli hæstu og lægstu þjón-
ustugjalda var breikkað en
það hafi þá staðið óbreytt frá
1994. Engin ákvörðun hafi
verið tekin um frekari breyt-
ingar á gjaldskrá.
VISA
hækkar
þjónustu-
gjöld á
söluaðila
KARLMAÐUR var sleginn í
andlitið með bjórglasi á
skemmtistaðnum Traffic í
Keflavík í fyrrinótt og hlaut
hann við það talsverða áverka.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Keflavík þurfti
að sauma 40 spor til að loka
sárunum. Maðurinn missti
talsvert blóð en fékk þó að
fara heim af sjúkrahúsi fljót-
lega. Árásarmaðurinn var
handtekinn.
Sauma
þurfti 40
spor í andlit