Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 41
SKAGAMENN eru margir synir Harðar, enda eru margir Skaga- menn Herðir. Einn sonur Harðar af Skaganum er Geir, tónelskur mjög og snjall á gítar og radd- bönd. Geir var að senda frá sér hljómplötu, Landnám, með að- stoð Orra. Svo vill til að Orri er einnig frá Akranesi og sonur Harðar líka. Ekki sama Harðar, þó. Þegar blaðamaður hringdi var Geir staddur á bílaverkstæði, þar sem hann beið eftir því að gert yrði við púströr bifreiðar sinnar. Það stöðvaði hann ekki í að svara nokkrum spurningum. Hvað rak þig til að senda frá þér þessa plötu núna? „Einhver þörf fyrir að koma efninu frá sér, held ég bara.“ Ertu búinn að vera að safna á lager lengi? „Já, ég hef alltaf verið að spila á gítar og semja í gegnum tíð- ina.“ Er þetta þín uppáhaldsiðja, að semja? „Já, ég myndi segja það. Sennilega er þetta það sem ég hef mestan áhuga á.“ Hve lengi hefurðu stundað þessa iðju? „Ætli ég hafi ekki fengið fyrsta gítarinn þrettán eða fjórtán ára. Þá byrjaði maður að semja.“ En þú hefur ekkert verið að koma tónlistinni á framfæri fyrr en núna? „Nei, ekki á skipulegan hátt. Frekar í litlum hópi.“ Þetta er þjóðleg tónlist. Hver er innblásturinn? „Ég veit ekki hvað skal segja. Lífið, held ég bara. Hið íslenska líf.“ Og ekki bara í höfuðborginni… „Nei, þótt það komi fyrir á plötunni.“ Hvort er mikilvægara hjá þér, textinn eða melódían? „Ég get ekki gert þar upp á milli. Oft er textinn góður og lag- ið síðra; stundum öfugt, þannig getur annar þáttur lagsins vegið hinn upp.“ Ertu skyldur Orra Harðar? „Ég held ekki. Við erum gaml- ir skólafélagar og tróðum upp á bekkjarkvöldum í gamla daga. Við höfum verið að taka upp þráðinn og það hefur verið afar gott að vinna með honum. Hann er mjög klár.“ Hafði hann æskileg áhrif á tón- listina? „Já, hann gerði það, enda mjög hugmyndaríkur. Við náðum alltaf millilendingu. Samstarfið var til fyrirmyndar.“ Eru Skagamenn með músíkina í blóðinu eins og fótboltann? „Já, það er gott tónlistarfólk á Akranesi. Margir hafa þó ekkert verið að trana sér fram, eins og gengur.“ Ætlarðu að halda útgáfu- tónleika? „Já, en ætli það verði nokkuð fyrr en í október. Nú er ég að skipuleggja tónleikaferð í sept- ember, en þar mun ég spila víðs vegar um landið, einn með kassa- gítarinn. Hilmar Garðarsson, sem gaf líka út plötu ekki alls fyrir löngu, ætlar með mér. Þegar þessari ferð er lokið setur maður svo saman band og tjaldar öllu til á útgáfutónleikunum.“ Tónlist | Geir Harðarson sendir frá sér plötuna Landnám Hið íslenska líf sonar Harðar Ljósmynd/Ómar Lárusson Geir Harðarson er með tónlistina í blóðinu eins og fleiri Skagamenn. ivarpall@mbl.is ’Ætli ég hafi ekkifengið fyrsta gítarinn þrettán eða fjórtán ára. Þá byrjaði maður að semja.‘ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 41 www.thjodmenning.is 28.08. 2004 Þrefaldur 1. vinningur í næstu viku 18 1 9 0 5 9 5 1 4 2 1 20 25 27 33 36 25.08. 2004 6 11 12 13 26 34 4 16 KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8 49.000 gestir ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20 AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50 og 6. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. Kl. 8 Enskt tal. Ofurskutlan Halle Berry er mætt klórandi og hvæsandi sem Catwoman sem berst við skúrkinn Laurel sem leikin er af Sharon Stone. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára. Frábær rómantísk gamanmynd með Julia Stiles. Hvað ef draumaprinsinn væri raunverulegur prins? ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i 14 ára.  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I . KRINGLAN kl. 6. Ísl tal. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. AKUREYRI Sýnd kl.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 HALLE BERRY ER S.V. Mbl. S.V. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.