Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 27
man ég vel að móðir mín hafði á
orði að það væri nú sjálfsagt að
svona prúð og snyrtileg stúlka sem
gengi svona vel frá leikföngunum
væri hjá okkur systrunum. Þessi
kostur hefur fylgt Svönu alla tíð,
snyrtimennska og glæsileiki. Þó að
leiðir skildu í nokkur ár fylgdumst
við altlaf með hvor annarri og hitt-
umst svo við hátíðleg tækifæri. Eft-
ir að við eltumst, börnin flogin úr
hreiðrinu og við einar tókum við aft-
ur upp þráðinn. Nú síðustu ár höf-
um við átt margar góðar stundir
saman bæði hér í borginni og á
ferðalögum. Marga góðviðrisdagana
höfum við gengið niður Laugaveg-
inn sest á kaffihús og fylgst með ið-
andi mannlífinu. Ekki spillti nú fyr-
ir ef einhvers staðar var verið að
syngja eða dansa. Dansinn var
Svönu afskaplega hugleikinn og
notaði hún hvert gott tækifæri til að
taka sporið. Haustið 2003 fórum við
vinkonurnar saman á Hótel Örk
ásamt stórum hópi jafnaldra. Þar
dvöldum við í 5 daga og nutum
hverrar mínútu, við dans, söng og
fleira skemmtilegt. Svana var af-
skaplega góður ferðafélagi. Hennar
létta lund og mikla skopskyn gerði
það að verkum að ekki var hægt að
láta sér leiðast eða líða illa í návist
hennar.
Ferskust er minningin um 4 yndi-
legar vikur sem við áttum saman nú
í vor á Spáni. Þar nutum við lífsins,
sóluðum okkur, borðuðum góðan
mat, kíktum í verslanir þar sem
smekkvísi Svönu fékk notið sín, við
að kaupa falleg föt bæði á sjálfa sig
og ekki síst barnabörnin heima á Ís-
landi. Svana vakti alls staðar athygli
fyrir glæsileika. Þennan tíma mun
ég ávallt vera þakklát fyrir.
Ég á eftir að sakna æskuvinkonu
minnar, og þá er gott að ylja sér við
góðar minningar.
Elsku Sigrún og Gylfi, ég sendi
ykkur og fjölskyldum ykkar mínar
dýpstu samúðarkveðjur og veit að
þið eigið góðar minningar um ynd-
islega konu.
Guð blessi minningu Svönu
Sveinbjörnsdóttur.
Sigríður Grímsdóttir.
Það var brátt um mína mætu vin-
konu Svönu. Við áttum saman
margar ógleymdar stundir á árum
áður sem mér er ljúft að muna.
Svana var glæsileg kona, skjót til
svars, orðheppin og skemmtileg.Við
kynntumst fyrir 35 árum við bana-
beð Ingibjargar vinkonu minnar,
sem þá kornung barðist í rúmt ár
við þann ógnvald sem nú hefur lagt
Svönu að velli. Ég fór svo til dag-
lega að vitja um Ingibjörgu á Land-
spítalann þann tíma og Svana var
oftar en ekki til staðar á vaktinni að
hjúkra henni. Ingibjörg heitin leiddi
okkur saman og sagðist vita að við
yrðum góðar vinkonur. Það gekk
eftir. Í áranna rás hafa stundum lið-
ið vikur eða mánuðir að við höfum
ekki hist en einsog konum er tamt
þá gripum við gjarnan til símans að
minnast svo margs frá í denn og
hlæja saman. Svo var það fyrir 5 ár-
um að Svana tekur hús á mér og
segist vera að flytja á Klapparstíg í
nýja íbúð. Frænka mín Elín Hans-
dóttir var að flytja í sama hús og þá
lagði ég hart að þeim báðum að þær
yrðu að kynnast því þær myndu
smella saman, sem eftir gekk. Ég
hef í gegnum tíðina verið heima-
gangur hjá Ellu frænku og oft hef
ég skotist að hitta þær stöllur að
morgni dags á Klapparstíginn í
morgunandakt, en það er orðið yfir
skoðanaskiptin með morgunkaffinu
sem svo til daglega frá þeirra fyrsta
fundi var drukkið á annarri hæðinni
hjá Ellu. Þar var skegglaust rætt
um það sem markverðast stóð í
Mogganum þann daginn (þær
keyptu hann í félagi). Það hafa oft-
ast verið nokkuð fjörlegar umræð-
ur. Á þjóðmálum höfðum við allar
hver sitt vitið, það var hjá hverri
okkar það eina rétta. Gamanlaust
finnst mér á kveðjustund að horfa
fram á veginn, æ oftar ber að sárar
kveðjustundir, en sem betur fer veit
enginn hver annan grefur. Svana
var söm frá fyrstu kynnum uns yfir
lauk. Ég mun minnast Svönu sem
gleðigjafa, fyrir stolt hennar og
réttlætiskennd, og sem konu sem
var alltaf jafn raffineruð. Ég bið
Svönu góðrar heimkomu og er
þakklát henni fyrir samfylgdina.
Ég votta börnum og ástvinum öll-
um mína dýpstu samúð.
Anna Agnars.
Nú er Svana vinkona mín dáin.
Þrátt fyrir að hálf öld hafi skilið að
fæðingarár okkar þá tókst strax
mikill vinskapur á milli mín og
hennar. Það er vandasamt verk að
fá 17 ára ungling til að stjórna í
vinnu og gera það svo listilega sem
Svana gerði. Hún var góður og
skilningsríkur hlustandi þó svo að
vandamál unglingsins hljóta að hafa
verið lítilsverð í augum þessarar
lífsreyndu konu. Svana var dugmik-
ill og röggsamur vinnukraftur. Hún
stjórnaði skolinu á skurðstofum
Landspítalans eins og hún væri
þinglesinn eigandi þess. Hún var
húmoristi að eðlisfari, vel gefin og
mikill heimspekingur. Hún var
hvers manns vinur með sín stóru
gleraugu sem mér þóttu alltaf svo
fyndin.
Ég minnist þeirra stunda á skol-
inu þegar hugmyndafræði nýja og
gamla tímans tókust á. Ég minnist
þeirra stunda þegar örlitlir hænu-
blundir voru teknir á meðan beðið
var eftir verkfærunum úr þvottavél-
inni. Ég minnist þeirra stunda þeg-
ar ég var frædd fram og tilbaka um
gang heimsmálanna og um hinar
ýmsu eldunaraðferðir á fiski.
Með söknuði kveð ég þessa
merku konu. Þennan mikla per-
sónuleika sem bræddi hjarta 17 ára
unglings við fyrstu kynni. Fyrir
mér verður Svana alltaf yfirskol-
dama.
Hvíl þú í friði mín góða vinkona.
Guðrún Dóra Bjarnadóttir.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Kæra vinkona.
Mig langar að senda þér nokkur
þakkarorð að lokinni lífsgöngu
þinni. Það er erfitt að kveðja góðan
vin. Minningarnar hrannast upp.
Leiðir okkar hafa legið saman í nær
fimmtíu ár.
Við bjuggum í sama húsi í rúm
tíu ár og var mikill samgangur á
milli hæða. Á þessum árum mynd-
aðist ævarandi vinátta sem ég vil
þakka þér, Svana mín.
Við vorum báðar ungar og nýgift-
ar konur á þessum árum og var
mikill stuðningur í að leita ráða
hvor hjá annarri ef mikið lá við.
Skipst var á að passa börnin og
margt annað gert okkur til gagns
og gamans. Þetta voru skemmtileg
og lærdómsrík ár.
Það sem kemur fyrst í hugann er
ég lít yfir farinn veg er þessi leiftr-
andi húmor sem þú bjóst yfir og við
fengum að njóta í svo ríkum mæli
er áttum samleið með þér, þú varst
með skemmtilegri konum er ég
þekkti, einstaklega smekkleg og
glæsileg kona, dugleg og atorkusöm
við öll þín störf. Já það sópaði af
þér.
Það er stutt stórra högga á milli.
Erla systir þín lést fyrr á þessu ári.
Elín svilkona okkar fyrir rétt rúmu
ári og nú þú sem allir héldu að vær-
ir hraustust af okkur öllum. Eða
eins og þú sagðir við mig stuttu fyr-
ir andlát þitt, mér finnst svo mikið
eftir af mér Sigrún, það fannst mér
líka og trúðu við báðar að þú ættir
eftir að komast heim og eiga þokka-
legan tíma framundan. Við vorum
svo heppnar svilkonurnar hve mikill
og náinn vinskapur myndaðist með
okkur, og áttum við saman svo
margar ánægjustundir sem ég rifja
nú upp og ylja mér við.
Elsku Gylfi, Sigrún og fjölskyld-
ur. Það er gott þegar kveðjustund
okkar nánustu rennur upp að vita
að maður hefur gert eins vel og
hægt er. Það vissi ég að þið gerðuð
með einstakri umhyggju og ástúð
fyrir mömmu ykkar. Megi Guð
blessa ykkur öll fyrir það og gefa
ykkur styrk í ykkar miklu sorg.
Þakka þér samleiðina, kæra vin-
kona, far þú í friði.
Sigrún Oddgeirsdóttir.
✝ Margrét Þor-grímsdóttir
fæddist í Reykjavík
8. desember 1913.
Hún lést á Elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 18. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru þau
hjónin Guðrún Jóns-
dóttir húsmóðir, og
Þorgrímur Sigurðs-
son útgerðarmaður
og skipstjóri. Mar-
grét var elst af 7
systkinum. Margrét
giftist Þóroddi
Oddssyni menntaskólakennara,
16. júní 1951. Dætur þeirra eru
1) Guðrún meinatæknir, gift
Birni Helga Jónas-
syni deildarstjóra.
Börn þeirra eru
Margrét, Ingibjörg
og Þóroddur. 2)
Sigrún hjúkrunar-
fræðingur, gift
Árna Þór Björns-
syni lækni. Dætur
þeirra eru Svan-
laug, Theodóra og
Sólveig. Áður eign-
aðist Margrét Ólöfu
Guðrúnu Jónsdótt-
ur, sem lést á öðru
ári.
Útför Margrétar
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Í dag er kvödd hinstu kveðju
Margét Þorgrímsdóttir, sem lengi
átti heima í Drápuhlíð 43. Með
henni er gengin mæt og merk kona.
Hún var Reykvíkingur, alin upp í
Vesturbænum, ætt hennar get ég
ekki rakið, til þess skortir mig
þekkingu, hitt veit ég að að henni
stóðu sterkir stofnar.
Hún var gift Þóroddi Oddssyni
menntaskólakennara, ættuðum frá
Hrísey, en missti hann 1986. Þau
eignuðust tvær dætur, Guðrúnu og
Sigrúnu.
Ég kynntist Margréti þegar
Björn, sonur minn, gekk að eiga
Guðrúnu, dóttur hennar.
Margrét bjó við mikla rausn á
fallegu og gamalgrónu heimili, þar
hélt hún öllu í horfinu með sinni al-
kunnu smekkvísi. Hún var fagur-
keri, húsbúnaðurinn var fallegur og
naut sín vel. Hver hlutur á þeim
stað sem hentaði honum best. Þó að
hún yrði ekkja hélt hún heimili sínu
með sömu reisn og áður.
Ekki ætla ég að rekja æviferil
þessarar ágætu konu en kynni mín
af henni voru þannig að fyrir þau er
ljúft að þakka og alls góðs að minn-
ast.
Margrét var stórbrotin kona og
sannur vinur vina sinna. Hún var
bráðvel gefin, hafði lesið margt og
ferðast æði víða. Þó að aldurinn
væri orðinn nokkuð hár var minni
hennar traust og gaman að heyra
hana rifja upp frásagnir af liðnum
atvikum.
Margrét var gestrisin, þess nut-
um við hjónin oft. Að vera boðin í
Drápuhlíðina, þar sem húsfreyjan
fagnaði manni í dyrunum og inni
biðu veitingar, ekki aðeins góðar
heldur búnar til og framreiddar af
mikilli smekkvísi, svo við gestirnir
stöldruðum við til að horfa á áður
en gengið var til borðs. Allt þetta
lék í höndum hennar og ég er viss
um að dætur hennar fengu það í
arf.
Fyrstu barnabörn Margrétar
voru agnarsmáar tvíburasystur,
börn Björns og Guðrúnar. Þegar
móðir þeirra þurfti aftur að hverfa
til vinnu sinnar var það Margrét
sem annaðist þessar litlu systur.
Allt fórst henni þetta með svo mikl-
um ágætum að í engu var að
merkja að þar væri roskin amma að
ala upp smábörn.
Nú eru þær fullvaxta ungar kon-
ur og þess vildi ég óska þeim að
þær erfðu þrautseigju ömmu sinn-
ar.
Þegar ég horfi til baka og rifja
upp minningarnar er þar engan
skugga að finna. Margrét reyndist
okkur og okkar fjölskyldu vel.
Við kveðjum hana með virðingu
og þökk, þar mæli ég fyrir hönd
okkar beggja hjónanna.
Ingibjörg Björnsdóttir.
Hún var Reykjavíkurmær úr
Vesturbænum hún Gréta og mér
fannst eitthvað heimskonulegt við
hana strax þegar ég sá hana fyrst
sem smástelpa. Ég man þegar hún
kom í sumarleyfi með Þóroddi
Oddssyni, föðurbróður mínum, til
Hríseyjar og var kynnt fyrir ætt-
ingjunum. Kannski var þetta bara
frásögn, en kannski minning. Ég sé
hana alla vega fyrir mér með ljósa
hárið og hýra svipinn, létta í spori
og í aðskorinni kápu leiða minn
góða frænda upp bryggjuna í Hrís-
ey. Líklega fannst henni, borgar-
dömunni, þetta skrýtið „pláss“ og
Eyfirðingar trúlega ekki síður
skrýtnir. Það eru auðvitað áratugir
síðan, meira en hálf öld! Mér finnst
samt núna að ég hafi velt þessu fyr-
ir mér þá, man ennþá fiðringinn og
hvað mér fannst hún spennandi,
nýja kærastan.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
þau Þóroddur í Sörlaskjólinu og
það var mikil viðurkenning að fá að
fara ein í strætó til að heimsækja
hana austan úr bæ og vera
barnapía hjá Guðrúnu litlu smá-
stund þegar mamma hennar þurfti
að skreppa eitthvað. Gréta kom
mér alltaf fyrir sjónir sem öðruvísi
en hinar „frúrnar“ í fjölskyldunni,
m.a. af því hún hafði sína eigin siði
og smekk. Í matarboðum hjá henni
var oft óhefðbundinn stíll, bæði á
framreiðslunni og matnum sjálfum.
Á þessum tíma hittust fjölskyldur í
sunnudagskaffi og konur skruppu í
morgunkaffi hver til annarrar. Það
var alltaf gaman að hlusta þegar
þær mamma, svilkonurnar, töluðu
saman, því Gréta hafði sínar sér-
skoðanir á málunum og lét þær op-
inskátt í ljósi.
Áhugi Grétu á ferðalögum,
menningu annarra landa og ekki
síst tryggðin við Kaupmannahöfn
er mér minnisstæð og ég hafði
gaman af að spjalla við hana, m.a.
af því að hún spurði þannig spurn-
inga að smástelpunni fannst hún
hafa eitthvað að segja. Það spannst
snemma á milli okkar einhver þráð-
ur sem alltaf hélst. Frá mennta-
skólaárum eru minnisstæðar marg-
ar góðar stundir á heimili Grétu og
Þórodds í Drápuhlíðinni, bæði með
fjölskyldunni í afmælum og jóla-
boðum og líka þegar ég kom ein og
naut stærðfræðileiðsagnar frænda
míns. Tímarnir voru einu sinni í
viku milli kl. 6 og 7. það var tvöföld
ánægja þegar Gréta kallaði í mat-
inn á mínútunni 7, og þá hófust
skemmtilegar samræður yfir kvöld-
verðinum sem alls ekki var sjálf-
sagt að bjóða mér til. Þetta var
hugmynd Grétu og ég mat það mik-
ils. Það var óneitanlega meira gam-
an að borða með heilli fjölskyldu en
heima þar sem við mamma bjugg-
um einar saman. Auk þess sagði
Gréta þá oftast eittvað sem fékk
mig til að hugsa málin öðruvísi.
Á námsárunum í Lundi átti ég
þess kost að hitta þau Grétu og
Þórodd í Kaupmannhöfn og buðu
þau mér stundum út að borða sem
var sannkölluð hátíð fyrir stúdent á
aumum námslánum sjöunda ára-
tugarins. Mest var þó um vert að fá
að njóta þessarar ræktarsemi og
Gréta laumaði þá líka gjarnan að
mér einhverju smálegu að skilnaði
– og áður en hún fór að líta í forn-
verslanir í Kaupmannahöfn. Af því
hafði hún mikið yndi.
Eftir að ég kom heim frá námi
héldum við áfram góðu sambandi
og ég hef grun um að margt af því
sem hún spjallaði um við mig hafi
ekki verið orðað annars staðar.
Þessar minningar hafa snortið mig
og rifjast upp núna þegar komið er
að því að kveðja hana. Allra síðustu
árin var Gréta orðin södd lífdaga
og oft leið. Ég heimsótti hana
nokkrum sinnum á Grund og
reyndi að fá hana til að rifja upp
æskuárin í vesturbænum og ímynd-
aði mér að henni þætti ekki verra
að ég byggi í næstu götu. Nú hefur
hún kvatt og var áreiðanlega sátt
við það. Það er mikils virði að hafa
kynnst fólki eins og Grétu sem átti
bæði hjartahlýju og viðkvæmni en
líka þor til að vera hún sjálf. Með
brotthvarfi hennar fækkar enn í
hópi þeirra sem settu mark sitt á
bernsku- og uppvaxtarárin en
minningarnar ylja og verða enn
dýrmætari.
Ég þakka Margréti Þorgríms-
dóttur fyrir samfylgdina, vináttu og
tryggð sem ekki gleymist. Við Þor-
steinn sendum frænkum mínum
þeim Guðrúnu og Sigrúnu og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur.
Sigrún Júlíusdóttir.
MARGRÉT
ÞORGRÍMSDÓTTIR
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.