Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 8

Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÚ FÁ SÉR ALLIR ÁSKRIFTARKORT! ÞÚ ÞARFT EKKERT AÐ GERA NEMA AÐ MÆTA - OG NJÓTA. MIÐASALA: 4 600 200 • WWW.LEIKFELAG.IS HÁRIÐ DEFEANING SILENCE Uppsetningar la á árinu: Gestasýningar: KODDAMAÐURINN AUSA OG STÓLARNIR K G SVIK BRIM PAKKIÐ Á MÓTI Með áskriftarkorti Leikfélags Akureyrar geturðu bæði valið allar fjórar uppsetningar la eða valið þrjár þeirra og eina gestasýningu. Verðið er ótrúlega lágt, þú færð áskriftarkortið á 6.500 kr. en fullt verð er 11.100 kr. LANDSBANKINN OG LEIKHÚSIÐ - FYRIR UNGA FÓLKIÐ: Landsbankinn greiðir niður áskriftarkort fyrir ungt fólk, svo nú geta allir verið flottir á því og verið fastagestir í leikhúsinu. Áskriftarkort á fjórar sýningar kostar aðeins 3.250 kr. fyrir 25 ára og yngri. ÓLIVER! Ég veit það, Guðni minn, það er bara svo sárt, hann er bara svoddan gaddaskata. Nýtt fiskveiðiárhófst um síðustumánaðamót. Sú veigamikla breyting varð á stjórnkerfi fiskveiða um fiskveiðiáramótin að hið svokallaða sóknardaga- kerfi krókabáta var lagt af. Alls voru nærri 300 smábátar í sóknardaga- kerfinu og fengu þá árlega úthlutað ákveðnum fjölda daga, eða öllu heldur ákveðnum tíma, sem þeir máttu nýta til sjósóknar innan fiskveiðiársins. Sóknardagabátarnir stóðu þannig nokkuð utan þess kerfis sem almennt er not- að til að stjórna fiskveið- um við Ísland en hafa nú verið færðir undir svokallað krókaafla- mark og fá, rétt eins og önnur ís- lensk fiskiskip, úthlutað aflamarki eða kvóta til að veiða innan fisk- veiðiársins. Alls verða 722 bátar gerðir út á krókaaflamarki á fisk- veiðiárinu, 262 bátum fleiri en á því síðasta. Margir ætla á línu Gera má ráð fyrir að margir þeirra dagabáta sem nú heyra undir krókaaflamark hyggi á línu- útgerð, en dagabátum var óheim- ilt að stunda línuveiðar og máttu auk þess aðeins stunda handfæra- veiðar á tímabilinu frá 1. apríl til 1. október ár hvert. Flestir dagabátarnir fengu út- hlutað 20–40 tonna krókaafla- marki um fiskveiðiáramótin en miðað var við aflareynslu bátanna eftir sérstökum reglum. Þó að mörgum þyki nóg um er ljóst að slíkar aflaheimildir duga tæpast til að halda út heils árs línuútgerð. Jafnan er miðað við að ein trilla þurfi a.m.k. 50 tonna kvóta til að geta gert út á línu á ársgrundvelli. Þannig er viðbúið að einhverjir trillukarlar sameini útgerðir sínar og færi þá veiðiheimildir á einn bát í stað tveggja eða jafnvel fleiri. Í sóknardagakerfinu var algengt að sami aðilinn ætti fleiri en einn bát og í slíkum tilfellum munu veiðiheimildir án efa verða sam- einaðar á einn bát. Þá eru nú þeg- ar dæmi þess að eigendur fleiri en tveggja báta stefni á að sameina veiðiheimildir sínar á einn bát og hafi þá jafnvel hug á að ráðast í smíði nýs 15 tonna báts en sam- kvæmt lögum er heimilt að gera út allt að 15 tonna báta í krókaafla- markskerfinu. Ljóst er að ef mikið verður um sameiningu trilluútgerða í þessu skyni mun framboð af kvótalaus- um smábátum aukast til muna og spá skipasalar lækkandi verði. Sérstaklega er búist við að hrann- ist upp hraðfiskibátar sem búnir eru svokölluðu hældrifi en þeir þykja óhentugir til línuveiða. Merkja skipasalar nú þegar meiri spurn eftir dekkuðum smábátum með beinu öxuldrifi. Hvað sem þessu líður má engu að síður ætla að meirhluti fyrrum dagakarla muni eftir sem áður sækja kvóta sinn á handfæri. Bent hefur verið á að færafiskirí síðustu ára hafi verið með miklum ólík- indum og ekki sanngjarnt að miða við þau. Segja sumir að aflabrögð í sumar hafi víða minnt á gamla daga og í raun verið eðlileg. Því muni mörgum duga sá kvóti sem þeir nú hafa fengið úthlutaðan í stað sóknardaga, jafnvel þó að kvótinn sem minni en meðalafli síðustu ára. Eins hafa margir fyrr- um dagakarlar stundað trilluút- gerð með annarri atvinnu og munu halda því áfram. Kvótaverð lækkar ekki Þá munu einnig vera brögð að því að fyrrum dagakarlar vilji kaupa kvóta til að auka við veiði- heimildir sínar til að geta gert út á línu, bæði þorskveiðiheimildir og ekki síst veiðiheimildir í svoköll- uðum aukategundum. Margir dagabátanna voru lítið skuldsettir og með kvótasetningunni eykst veðrými þeirra til muna, einkum þeirra kvótahæstu. Margir eru því í góðri stöðu til að kaupa veiði- heimildir. Þannig er óvíst að verð á krókaaflamarki muni lækka með kvótasetningu dagabátanna, líkt og spáð var þegar ljóst var hvert stefndi. Að sögn kvótamiðlara eru a.m.k. ekki mörg dæmi þess ennþá að fyrrum dagakarlar selji útgerð- ir sínar, bæði báta og kvóta. Mikil spurn hafi verið eftir þorskkvóta í krókakerfinu fyrir fiskveiðiára- mótin og aukið framboð anni henni varla. Þeir gera því ekki ráð fyrir mikilli, ef nokkurri, lækkun á kvótaverði í þorski. Aftur á móti gera kvótamiðlar ráð fyrir að verð ýsukvóta í krókaaflamarki muni hækka nokkuð vegna kvótasetn- ingar dagabátanna. Dagabátarnir voru með afar litla viðmiðun í ýsu, rétt eins og í öðrum svokölluðum aukategundum, og fengu því ekki úthlutað miklum kvóta í þessum tegundum. Hins vegar má ljóst vera að þeir dagabátar sem nú hyggja á línuútgerð geta ekki stundað hana nema verða sér úti um kvóta í aukategundunum. Verð á varanlegum ýsukvóta í krókaaflamarki lækkaði mikið á síðasta fiskveiðiári, var komið nið- ur í um 170 krónur kílóið en verðið fór hæst upp í 650 krónur fyrir þremur fiskveiðiárum. Þegar ákveðið var að leggja af sóknar- dagakerfið og færa dagabátana undir krókaaflamark hækkað verðið um leið upp í 290 krónur. Fréttaskýring | Smábátar Sóknardagar úr sögunni Sóknardagakerfi smábáta var lagt niður um síðustu fiskveiðiáramót Flestar trillur heyra nú undir sama kerfi. Afli dagabáta tæp 10 þúsund tonn  Sóknardagar voru alls 19 tals- ins á síðasta fiskveiðiári og þrátt fyrir að þeim hafi fækkað um tvo frá fyrra ári var lítil minnkun á þorskafla sóknardagabáta. Ætla má að afli dagabáta hafi orðið tæp 10 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. Það er meiri afli heldur en gera hefði mátt ráð fyrir þegar litið er til framan- greindrar fækkunar sóknar- daga, sem og ördeyðu á ýmsum góðum veiðislóðum svo sem í Breiðafirði. hema@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.