Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● ÞÝSKI bankinn WestLB hefur selt 43,4% hlut sinn í bresku bíókeðjunni Odeon til Terra Firma Capital Partn- ers, sem breski fjármálamaðurinn Guy Hands er í forsvari fyrir. WestLB neitar að gefa upp sölu- verð hlutarins en bankinn eignaðist hlut sinn í mars 2003, að því er segir á fréttavef BBC. Íranski athafnamaðurinn Roberts Tchenguiz bauð sl. vor rúmlega 360 milljónir punda, um 47 milljarða króna, í Odeon og naut hann til þess stuðnings WestLB en sjálfur átti hann 17,5% hlut í keðjunni. Til stóð að KB banki yrði eigandi að litlum hlut í keðjunni. Aðrir hluthafar féllust hins vegar ekki á tilboð Tchenguiz. Odeon var stofnað árið 1930 og er stærsta bíókeðjan í Bretlandi með 608 sýningarsali á 97 stöðum, þ.á m. á hinni eftirsóttu staðsetningu við Leicester-torg í London. Nýi eigandi hlutarins, Terra Firma, tilkynnti í síðasta mánuði að það hefði keypt evrópuhluta UCI- bíókeðjunnar af Viacom og Vivendi Universal. WestLB selur í Odeon ALÞJÓÐLEGA útgáfufyrirtækið Hollinger International hefur afhent bandaríska fjármálaeftirlitinu skýrslu um niðurstöður rannsóknar á fjársvikamáli fyrrum forstjóra og stjórnarformanns fyrirtækisins, Con- rads Black. Í skýrslunni er Black sak- aður um að hafa stórskaðað fyrirtæk- ið með óseðjandi græðgi og óhóflegum lífsmáta sínum. Á rúmlega 500 blaðsíðum skýrsl- unnar er farið í smáatriðum yfir það hvernig Black og samstarfsmaður hans um árabil, David Radler, eiga að hafa lagt á ráðin um að stela frá Holl- inger 400 milljónum dollara, sem svara til nær 29 milljarða íslenskra króna, á árunum 1997 til 2003. Er hér um að ræða 95,2% af hreinum rekstr- arhagnaði fyrirtækisins en það á m.a. bandaríska blaðið Chicago Sun-Tim- es og fleiri blöð í Chicago og The Je- rusalem Post í Ísrael, og nýlega seldi fyrirtækið breska blaðið Daily Tele- graph. Í inngangi skýrslunnar segir að ráðandi hluthafar í Hollinger hafi kerfisbundið misnotað fyrirtækið í sína eigin þágu og með slíkum hætti að brýtur gegn öllum fjármálalegum skyldum. Black og Radler eru sagðir hafa fengið greiddar um 14 milljarða króna í „óréttlætanleg laun“ í gegn- um kanadíska fyrirtækið Ravelston sem á ráðandi hlut í Hollinger og þetta hafi verið á tímabili sem Holl- inger stóð illa í samanburði við önnur útgáfufélög. Ennfremur hafi þeir greitt 6,5 milljarða króna til fyrrum stjórnenda hjá félaginu, sem áttu að tryggja að útgáfur sem seldar hefðu verið frá Hollinger, færu ekki í sam- keppni við fyrirtækið. 38 milljóna frí á Bora Bora Þá eru Black og eiginkona hans, dálkahöfundurinn Barbara Amiel, sökuð um að hafa, með „ránsfeng“ frá Hollinger, tileinkað sér lífsstíl millj- arðamæringa og leitast við að svala óseðjandi peningaþorsta sínum. Í skýrslunni segir m.a. frá því að einka- flugvél í eigu Hollinger hafi verið óspart notuð af þeim hjónum til að skutla þeim frá einu lúxusheimili þeirra til annars og hafi það kostað fyrirtækið 1.700 milljónir króna á ár- unum 2000 til 2003. Einkavélin var einnig notuð í 38 milljóna króna frí hjónanna til Bora Bora, á kostnað fyr- irtækisins. Að auki eru hjónin sögð hafa skipt á íbúð sinni við Park Avenue í New York, sem þau keyptu á 36 milljónir króna, og íbúð sem Hollinger keypti á 216 milljónir króna. Fyrirtækið greiddi einnig fyrir matvörur, far- síma, snyrtivörur, líkamsræktartæki, bílaviðgerðir og alls kyns önnur út- gjöld hjónanna, þ.m.t. þjórfé og veisl- ur. Frúin mun auk þess hafa fengið 80 milljóna króna stöðu við fyrirtækið, án þess að þurfa að sinna þeirri stöðu. Aðrar þóknunargreiðslur munu hafa farið í gegnum félög skráð á Barba- dos, en arðgreiðslur frá þeim félögum eru ekki skattskyldar á Barbados. Skildi ekki samþykkt viðskipti Endurskoðunarnefnd fyrirtækis- ins er í skýrslunni sögð hafa verið sof- andi fyrir þeim staðreyndum að stjórnendur færu sífellt fram á hærri og óviðeigandi launagreiðslur. Enn- fremur hafi endurskoðendur fyrir- tækisins, KPMG og Torys, ekki bent nefndinni á óeðlilegar og mögulega ólöglegar fjárhagsfærslur. Stjórn Hollinger, sem samanstóð af stórlöxum úr stjórnmála- og fjár- málaheimunum, er líka harðlega gagnrýnd í skýrslunni fyrir að hafa ekki tekið græðgi æðstu stjórnend- anna fastari tökum. Sér í lagi er þó Richard Perle gagnrýndur en sam- kvæmt hans eigin lýsingum las hann venjulega ekki yfir pappíra sem hann samþykkti með undirskrift sinni og skildi ekki þau viðskipti sem sam- þykki hans tók til. Að auki fjárfesti Hollinger 180 milljónir króna í einka- fyrirtæki Perle og hann fékk greiddar ríflega 200 milljónir króna í bónusa á meðan hann var stjórnarformaður dótturfélagsins Digital, þrátt fyrir að tap fyrirtækisins af fjárfestingum þess næmi nálægt 5 milljörðum króna. Conrad Black var þó ekki sér- lega hrifinn af hátterni Perle og grun- aði hann um að vera að stinga undan, auk þess sem hann setti ofan í við hann vegna einkafærslna á kreditkort frá fyrirtækinu. Black var sjálfur neyddur til að segja af sér í fyrra eftir að upp komst um fjármálamisferli hans, þó svo að umfang þess hafi ekki verið talið af þeirri stærðargráðu sem segir í nýju skýrslunni. Black ræður þó enn meirihluta atkvæða í fyrirtækinu. Nefnd á vegum Hollinger Interna- tional hefur höfðað mál á hendur Black, Radler og fleirum þar sem krafist er 90 milljarða króna í skaða- bætur. „Óseðjandi peninga- græðgi“ Conrads Black AP Spilltur Conrad Black er sakaður um spillingu og að hafa fjármagnað óhóflegan lífsstíl sinn með ránsfeng frá alþjóðlega útgáfufyrirtækinu Hollinger. ● TÖLUR um greiðslukortaveltu fyrstu sjö mánuði ársins sýna öran vöxt en greiðslukortavelta í júlí var að raungildi 6,6% meiri en fyrir ári. Það er reyndar nokkru minni breyting en undanfarna 5 mánuði. Þetta kemur fram í nýjum Hag- vísum Seðlabankans. Þar segir einnig að vöxtur greiðslukortaveltu erlendis hafi verið til muna meiri en heima fyrir. Þá segir að samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum hafi velta aukist á fyrsta þriðjungi ársins um 12,2% að raunvirði, og var aukn- ingin nokkru meiri í innanlands- greinunum. Dagvöruvelta í júlí jókst um tæplega 7% að raungildi frá sama tíma í fyrra og nýskráðar bifreiðar í júlí voru 16% fleiri en fyrir ári. Ör vöxtur í greiðslukortaveltu ● GESTUR G. Gestsson, fram- kvæmdastjóri Margmiðlunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Og Vodafone. Ráðningin er með fyrirvara um sam- þykki samkeppn- isyfirvalda um samruna Marg- miðlunar við Og Vodafone, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Og Vodafone. Fyrst í stað mun Gestur sinna verkefnum tengd- um samruna Og Vodafone og Marg- miðlunar í nánu samráði við Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs smásölu, en tekur svo við af Liv í nóvember þegar Liv fer í hálfs árs leyfi. Gestur til Og Vodafone Gestur G. Gestsson FJÖLLIN, áin mín ehf. í eigu stjórnarfor- manns Opinna kerfa Group hf. Frosta Bergssonar, keypti tæpa 3,4 milljón hluti í félaginu í gær á geng- inu 26,516. Kaupverðið var því nálægt 250 milljónir króna. Eftir viðskiptin á Frosti 16,99% í félaginu en hann átti 13,88% fyrir. Frosti segir að ástæða kaupanna sé að Opin Kerfi séu spennandi fjárfest- ingakostur og hann hafi trú á félaginu. Frosti stofnaði fé- lagið fyrir 20 árum síðan. Þá störfuðu hjá félaginu 5 manns, en í dag starfa þar 640 manns í fjórum löndum. Frosti er annars stærsti eigandi fé- lagsins á eftir Kögun sem á 35,77% hlut í Opnum kerfum. Frosti Bergsson Fjöllin, áin mín keypti 250 milljónir í OK HALLI á viðskiptum við útlönd nam 27,8 milljörðum króna á fyrri helm- ingi ársins samanborið við ríflega 14,3 milljarða króna á sama tímabili í fyrra, samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri Seðlabanka Íslands. Sextán milljarða og sjö hundruð milljóna halli varð á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi ársins, samanborið við 14,5 milljarða króna halla á sama tímabili árið áður. Útflutningur vöru og þjónustu var 7,1% meiri á fyrri árshelmingi 2004 en á sama tímabili í fyrra en inn- flutningur var um 17,7% meiri reikn- að á föstu gengi. „Hallinn á þáttatekjum (laun, vextir og arður af fjárfestingu) og hreinum rekstrarframlögum var 4,9 milljarðar króna á fyrri árshelmingi en 7,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Hreint fjárinnstreymi var 29,1 milljarður króna á fyrri árshelmingi 2004. Það skýrist að stærstum hluta af skuldabréfaútgáfu í útlöndum, en áhugi erlendra aðila á verðbréfum útgefnum á Íslandi minnkaði til muna og nam endursala þeirra á slíkum bréfum þá 10 milljörðum króna,“ segir í frétt frá Seðlabank- anum. Þá segir að fjárútstreymi vegna kaupa Íslendinga á erlendum verð- bréfum hafi numið 33,6 milljörðum króna og bein fjárfesting Íslendinga erlendis 40,2 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Þá hafi verið mikið fjárútstreymi vegna annarrar eigna- myndunar í útlöndum. 27,8 milljarða viðskiptahalli                          !!"        # $% &$'"     ● ÚRVALSVÍSITALAN stóð í stað í gær frá deginum áður. Mest hluta- bréfaviðskipti voru með bréf Opinna kerfa hf. fyrir um 573 milljónir króna en alls skiptu hlutabréf að andvirði 2.100 milljónir króna um hendur í gær. Helstu vísitölur í Bandaríkj- unum lækkuðu í gær, en Nasdaq þó langmest, eða um 1,55%. Ástæðan er einkum tilkynning frá Intel um lægri tekjur á þriðja fjórðungi. Icex stóð í stað                   () *  +,$-. / !! *0, +,$-. /-,1 ,2 32,4") '5 ,46 )$,! +, ' 78 '9 '! / 9 '! : '9 '! 78 '  ,"8 "( ," 8 5 5 43 ,! .) . ' !",4 ;<",3 ), -;-, 32,4") '5 96 =-,     48 432,4") '5 4>8 5?  !; ,! 1-, 78 ' 8-58" 1 , @ ;. 13 ' @8-) 9,3A1-, /B' 1 ,96 @, 14,C) )6 DA,< 4' , & ,19$, ' ,  89 !-, 05-' :E4)F!' 3A1-, '' G<",3 7 E8 ,* ''8 ' 82)-,4>8 5 -1-,8 ' F.8 ) 08-; 1)01 <, 14,C) <6  '5 ,C55 '5 ; 1)01 ' H ''8-)01 ' D$,;6 , ;; ? F9",5   !  "# -)-,9 !!  !"8 C3 43 ,1 , : 'E; 78 ' F! 4F, H2),C55 '5 4>8 5 78 ' E1 ) * 1!6*",1               ?  ? ?   ? ? ? ? ? ?   ? ? ? ? ?  /,"C) '5 4,2 4C,, * 1!6*",1 ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? I ? J I J I ? J I J I J ? ? ? ? I J I J I J ? ? I ?J ? ? I J ? I ? J ? I ?J ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? I  J ? ? ? ? ? ? ? @" 8 ,* 1! .)  5 '  89$1 E 8$!  5K  -. 8 6  6 6 6  6 6  6 6  6   6 6  6  6  6  ? 6 ? 6  ? 6   ? ? 6 ? ? ? ?  6 ? ? ? ? ? 6                 ?    ?  ?                 ?   ?          ?   H 1! .) E LB6 !,6 @6 M )<-5-' ,8 ) 308 * 1! .)     ?  ? ?    ? ?  ? ? ? ?   ?  ? ? ? ? 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.