Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 29 UM miðjan maí birtist greinarkorn eftir rektor Listaháskóla Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson, í Frétta- blaðinu. Voru skrifin svar við grein aðstoðarskólastjóra Söngskólans sem skýrt hafði frá háskólagráðum í söng og söngkennslu sem nemendur Söng- skólans hafa útskrifast með um ára- bil. Orðrétt sagði rektor, „Stað- reyndin er sú að engir aðrir en háskólar geta veitt háskólagráður. Til að fá viðurkenningu sem háskóli verður viðkomandi skóli að uppfylla skilyrði laga um háskóla (nr. 136/ 1997) og hafa starfsleyfi frá stjórn- völdum. Hver námsbraut er metin af stjórnvöldum og birtir Mennta- málaráðuneytið lista í Stjórnartíð- indum yfir þær háskólagráður sem teljast fullgildar“. Ógerningur er að skilja mál rektors öðruvísi en svo að hér hafi ekki verið neinn háskóli í tón- list þar til Tónlistardeild Listahá- skóla Íslands (LHÍ) tók til starfa árið 2001 og því engar háskólagráður fyr- ir þann tíma. Það er fjarri sanni. Hér var háskóli með heilsteyptum náms- brautum, jafnvel fleiri en einn, og því háskólagráður. Það eina sem skorti var fullgilding af hálfu ríkisins. Grein rektors kastar rýrð á alla há- skólakennslu í tónlist sem hér hefur átt sér stað fram að stofnun Tónlist- ardeildar LHÍ og þá kennslu á þessu stigi sem fram fer eftir þann tíma; hún kastar einnig rýrð á þann merg sem Tónlistardeild LHÍ stendur al- farið á og ekki síst á Tónlistarskólann í Reykjavík (TR) og þá sem þaðan hafa útskrifast, en TR gegndi hlut- verki háskóla og framhaldsskóla þar til Tónlistardeild LHÍ tók til starfa. Grein rektors lætur líta svo út sem grundvallarbreyting hafi orðið til framfara í tónlistarkennslu við stofn- un Tónlistardeildar LHÍ. Svo er ekki. Er sönnu nær að bæði háskóla- og framhaldskennsla í tónlist hafi sett töluvert niður við stofnun Tónlist- ardeildar, þegar TR var höggvinn í sundur og háskólanámið slitið frá framhaldsskólanáminu. Meginröksemd rektors fyrir því að í LHÍ sé raunverulegt háskólanám í tónlist, sem hafi ekki verið hér til staðar áður, er sú að Mennta- málaráðuneyti meti námsbrautir í LHÍ og samþykki þær á grundvelli ágætis þeirra. Þessi röksemd stenst ekki vegna þess að Mennta- málaráðuneyti Íslands hefur ekki á sínum vegum þá sérfræðinga á sviði tónlistarkennslu að það geti lagt sjálfstætt mat á inntak tónlistarnáms við hinar ýmsu menntastofnanir. Það verður að reiða sig á sjálfsmat þeirra stofnana er hafa getið sér orð á þessu sviði og framlag þeirra til samfélags- ins. Tónlistarskólinn í Reykjavík út- skrifaði tónlistarkennara í hljóðfæra- leik og söng, einleikara og einsöngv- ara, tónfræðinga og tónskáld, og síðast en ekki síst tónmenntakenn- ara, um margra áratuga bil. Öll voru próf þessara nemenda í grunninn Bachelor of Music gráður utan þess síðasttalda sem var Bachelor of Education gráða. Kennarar Tónlist- arskólans voru nánast allir háskóla- menntaðir, margir með próf frá virt- um erlendum háskólum, og allnokkrir með meistara- og dokt- orsgráður eða jafngildi þeirra, auk þess að vera meðal fremstu tónlistar- manna þjóðarinnar. Þessi hópur stóð að baki trúverðugleika lokaprófa frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og var hér á landi ekki á öðrum stað samankominn dómbærari flokkur í þessum efnum. Lokapróf frá TR hafa verið metin til launa hér á landi sem fullgild há- skólapróf. Hafa þau legið til grund- vallar launamati tónlistarkennara og verið grundvallarviðmið í kjarasamn- ingum stéttarinnar. Tónmenntakenn- arapróf skólans er lögverndað sam- kvæmt lögum nr. 86/1998 og lagt í þeim lögum að jöfnu við ýmis Bachel- or-próf annarra háskóla á Íslandi. Töluvert minni tónlistarmenntun lá að baki tónmenntakennaraprófi held- ur en öðrum lokaprófum TR. Má því fullyrða að önnur lokapróf skólans séu ekki minna virði. Lausleg könnun undirritaðs hefur leitt í ljós að prófin frá TR hafa notið fullrar virðingar við fjölmarga er- lenda háskóla, svo sem helstu tónlist- arskóla á Norðurlöndunum og há- skóla í Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Banda- ríkjunum. Það er því ómögulegt að segja að prófin í TR hafi ekki verið háskólagráður þrátt fyrir að opinber ríkisvottun hafi því miður ekki verið á þeim. Tónlistardeild LHÍ er reist á þeim af- leitu forsendum að kljúfa háskólanámið frá framhalds- skólanáminu í TR. Af- leiðingin er fámenni í deildinni. Gegn þessu reynir LHÍ að hamla með að sækja inn á framhaldsskólastigið, lækka inntökukröfur frá því eð var í TR og jafnvel þær er Tónlist- ardeildin lagði fyrst upp með. Þetta dugir ekki til. Á skólaári 2003-2004 voru einungis 17 í hljóðfæraleik og 8 í söng í Tónlistardeild LHÍ. Slík deild er ekki til stórræðanna í tónlistarflutn- ingi ein og sér og á mjög mikið undir samvinnu við aðra skóla eins og dæm- in sanna. Það skýtur því skökku við að rektor LHÍ skuli senda óum- beðna náðun til aðstoð- arskólastjóra sem gerir ekki annað en skýra frá gildi prófa við Söngskól- ann í Reykjavík. Á sú stofnun þó mun stærri innistæðu bak við sína starfsemi heldur en ný- stofnuð Tónlistardeild LHÍ, sem ennþá á vart nokkuð annað en það fyrirheit sem býr í góðu kennaraliði, einn fá- mennan árgang sem er nýútskrif- aður, og svo nokkrar línur í Stjórn- artíðindum. Fjarri sanni Guðmundur Hafsteinsson fjallar um tónlistarmenntun ’Lausleg könnun und-irritaðs hefur leitt í ljós að prófin frá TR hafa notið fullrar virðingar við fjölmarga erlenda háskóla.‘ GuðmundurHafsteinsson Höfundur er kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.