Morgunblaðið - 04.09.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.09.2004, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. R eykvíkingar geta verið stoltir af borginni sinni, höfuðborg Íslands. Reykjavík er falleg borg og í borgarbúum býr bæði vilji og kraftur til að takast á við ný viðfangsefni í þeim tilgangi að efla mannlíf og treysta byggðina í borg- inni. Borgarstjórn Reykjavíkur á að hafa forystu um að virkja þennan kraft með því að veita borgarbúum nauðsynlegt svigrúm til athafna og tryggja góða þjónustu, þann- ig að þeir kjósi fyrst og fremst að búa og starfa í Reykjavík. Störf og umræður okk- ar kjörinna fulltrúa í borgarstjórn eiga að taka mið af þessum skyldum við borg- arbúa. Mörg sóknarfæri Við sjálfstæðismenn erum þeirrar skoð- unar að ótal mörg sóknarfæri hafi verið og séu framundan í borgarmálunum, sem varða framtíð okkar miklu. Því miður hefur R-listanum ekki tekist að nýta þau sem skyldi. Allt bendir til þess að á því verði engin breyting því vandinn í stjórnsýslu borgarinnar liggur í því, að R-listinn er samsuða þriggja flokka, sem eiga fátt sam- eiginlegt annað en að halda völdum í Reykjavík. Það eru mörg spennandi verkefni fram- undan á vettvangi borgarmálanna. Þörf er á nýrri framtíðarsýn í skipulagsmálum. Við verðum að nýta betur ýmsa möguleika til uppbyggingar í borginni, þétta íbúða- byggðina í eldri hverfum og skapa mögu- leika á stóraukinni byggð meðfram strönd- inni. Framtíð stórra mikilvægra svæða, eins og Vatnsmýrarinnar, er óljós. Taka þarf upp viðræður við samgönguyfirvöld um framtíð flugvallarins, eins og reyndar aðalskipulag Reykjavíkur kveður á um að þurfi að gera. Stefnan í skipulags- og lóðamálum er ekki í samræmi við vilja og hagsmuni borg- arbúa og áhugi þeirra á að geta byggt sér sérbýli er hundsaður. Það er forgangsverk- efni að snúa af braut lóðaskorts og tryggja að allir sem vilja búa eða byggja sér hús- næði í borginni geti það. Vissulega eru já- kvæð teikn á lofti, til dæmis fyrirhuguð uppbygging í Kvosinni og á hafnarsvæðinu og bygging íbúða við Mýrargötu, sem sjálf- stæðismenn fluttu tillögu um að yrði skoð- að. Húsnæðiskostnað fjölskyldna þarf að lækka. Það gæti Reykjavíkurborg gert með því að lækka fasteignagjöld eins og við sjálfstæðismenn höfum lagt til. Gjöldin hafa hækkað óhemju hratt síðustu ár, með- al annars vegna stórhækkaðs lóðaverðs, sem síðan hefur leitt til hækkunar fast- eignagjalda. Reykjavíkurborg þarf að draga saman seglin þar sem hún á í samkeppni við einka- aðila. Malbikunarstöðin Höfði ehf. og Véla- miðstöðin e arinnar, er tíma, sem b sig við. Þá Orkuveita efnum, sem markaðarin Það er b Spennandi verkef Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Reykjavík á að vera fyrsti kostur fólks og fyrirtækja, seg ’Það evíkinga stór ha Þ annig hljóðar fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðs- ins 29. ágúst og það sem ekki stendur á Framsókn að selja er Síminn, áður Landssíminn. „Það er ekkert því til fyrirstöðu af hálfu iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins eða framsóknarmanna yfirleitt að selja Landssímann“ er haft orðrétt eftir Valgerði Sverr- isdóttur iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. „Ákvarðanir um að selja Landssímann liggja fyrir og það er stefnt að sölu allra bréfa Sím- ans til eins kaupanda. Það er beð- ið eftir réttu tilboðunum“ er haft eftir Hjálmari Árnasyni þing- flokksformanni á sama stað. Það er tímanna tákn að tveir forustumenn í Framsókn- arflokknum skuli sjá sérstaka ástæðu til að sverja af flokknum sínum alla tregðu við að einka- væða Landssímann. Ummæli Hjálmars eru ekki síst merkileg fyrir það að ekki verður annað af þeim ráðið en að framsóknarmenn séu sáttir við að Landssíminn verði seldur í heilu lagi og einum aðila. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því Framsókn var með þá stefnu að selja ekki grunnnetið með símanum til að koma í veg fyrir þá fákeppnis- eða einokunar- aðstöðu sem slíkt skapar. Voru menn þá ekki síst með áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Á tímabili lagði ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mikið upp úr nauðsyn þess að tryggja dreifða eignaraðild við sölu ríkisfyrirtækja. Menn höfðu að sögn áhyggjur af samþjöppun fjármagns og valda og vildu sporna gegn slíku með dreifðu eignarhaldi, a.m.k. í frumsölu. Þá var það einnig talið markmið í sjálfu sér að landsmenn almennt gerðust hluthafar. Aftur og aftur hefur síðan útfærslu einkavæðing- arstefnunnar verið kúvent. Í stað þess að innlent eignarhald væri æskilegt var allt í einu orðið kappsmál að fá erlendan banka eða erlent fjarskiptafyrirtæki til að kaupa. Í stað þess að dreifð eignaraðild væri keppikefli var markmiðið orðið að selja einum aðila. Hugtakið kjölfestufjárfestir var fundið upp og þar með rétt- læting fyrir því að selja völdum aðilum feitu bitana. Ótrúlegt hringl í vinnubrögðum og pólitískur geðþótti einkenna feril einkavæðingarstefnunnar en þó fyrst og síðast sigur nýfrjáls- hyggjuaflanna sem hafa ráðið ferðinni. Uppgjöf og niðurlæging Framsóknarflokksins er alger. Almannaþjónusta einkavædd í einokunarumhverfi Áform um að selja Landssím- ann í einu lagi að grunnneti fjar- skipta meðtöldu til eins kaupanda marka tímamót í einkavæðing- arofstækinu. Aðgangur að nútíma fjarskiptum skiptir sköpum. Möguleikar til fjarvinnslu, fjar- náms og hagnýtingar Netsins eru bundnir því að menn hafi jafnan aðgang að þessum tilvist- argrundvelli nútímasamfélags. Einungis hið opinbera getur tryggt slíkt jafnræði og að það viðhaldist til frambúðar samhliða tækniframförum og þróun. Megn „Ekki stendur á F Eftir Steingrím J. Sigfússon Samkvæmt skoðanakönnu 60% þjóðarinnar halda Sím BLÓÐUGAR LYKTIR Gíslatakan í bænum Beslan íNorður-Ossetíu í Rússlandifékk í gær blóðugan endi. Hryðjuverkamenn réðust inn í skóla í bænum á miðvikudagsmorgun og virðist nú sem þeir hafi haft allt að 1.200 manns í gíslingu. Rússnesk yf- irvöld höfðu lýst yfir því að þau myndu ekki beita ofbeldi. Ekki er vitað hvernig sú blóðuga atburðarás hófst sem leiddi til bana rúmlega 200 manna að talið er, en svo virðist sem sprengja, sem hryðjuverkamennirnir höfðu fest upp í loft með límbandi, hafi fallið niður og sprungið. Í kjöl- farið hafi brotist út átök, sem stóðu fram eftir degi í gær. Talið er að hryðjuverkamenn frá Tétsníu hafi verið að verki og í frétt- um í gær kom fram að í hópnum hefðu verið tíu arabar. Átökin um Tétsníu hafa verið blóðug og í lok síð- ustu aldar beittu rússnesk stjórnvöld her sínum þar af mikilli grimmd. Var höfuðborgin, Grosní, nánast jöfnuð við jörðu. Tétsenskir hryðjuverka- menn hafa gripið til sífellt örvænt- ingarfyllri aðgerða og tekur steininn úr þegar þeir gera börn að fórnar- lömbum sínum. Atburðirnir í gær eru hryllilegir. Markmið hryðjuverkamanna er að skapa ótta með ógnarverkum. Hryðjuverkum verður að svara af fullum krafti, en um leið verður að einangra þá með því að skera á líf- æðar hatursins, sem samtök þeirra nærast á. Baráttan gegn hryðjuverk- um fer fram um allan heim, en nú stendur umheimurinn með Rússum. BUSH BIÐLAR TIL KJÓSENDA George W. Bush Bandaríkjaforsetiflutti á fimmtudagskvöld útnefn- ingarræðu sína á flokksþingi repúbl- ikana í New York. Bush hefur verið gagnrýndur harkalega af andstæð- ingum sínum upp á síðkastið, ekki að- eins vegna átakanna í Írak, heldur einnig fyrir frammistöðu sína heima fyrir og var því mikilvægt fyrir hann að nota þá miklu athygli, sem lok- aræðan á flokksþinginu veitir, til þess að snúa vörn í sókn. Ræðan minnti um margt á mál- flutning forsetans fyrir fjórum árum þegar hann talaði um „brjóstgóða íhaldssemi“. Hann lagði í upphafi máls síns áherslu á mjúk gildi. Talaði um að bæta þyrfti hag þeirra, sem ættu undir högg að sækja í þjóðfélag- inu, og tryggja aðgang þeirra að heilsugæslu. Hann fjallaði sérstak- lega um það að hlúa ætti að börnum og veita þeim tækifæri til að komast til mennta og nýta sín tækifæri. Þungamiðja ræðunnar var þó ástandið sem skapast hefur eftir hryðjuverkin 11. september 2001 og baráttuna gegn hryðjuverkum. „Við munum halda áfram að sækja – með árásum á hryðjuverkamenn erlendis – svo að við þurfum ekki að mæta þeim hér heima,“ sagði hann. „Og við vinnum að því að efla frelsi í Mið- Austurlöndum og nágrenni vegna þess að frelsi mun færa okkur þá framtíð vonar og friðar, sem við vilj- um öll. Og við munum hafa sigur.“ Bush réttlætti þá ákvörðun sína að leggja til atlögu gegn Saddam Huss- ein. Hann lýsti því hversu erfitt það væri að taka þá ákvörðun að fara í stríð, en hann hefði ekki átt annars kost: „Átti ég að gleyma áminning- unni frá 11. september og treysta brjálæðingi eða grípa til aðgerða og verja land okkar,“ sagði hann. „Þegar ég stend frammi fyrir þeim kosti mun ég alltaf verja Bandaríkin.“ Hann minntist hins vegar ekki orði á það að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak, en í aðdraganda innrásarinnar var sagt að vegna þeirra stafaði um- heiminum ógn af Saddam Hussein. Einn sterkasti kaflinn í ræðunni var þegar hann fjallaði um mátt jafn- réttis, réttlætis og frelsis andspænis málstað hryðjuverkamanna og stuðn- ingsmanna þeirra. „Ég trúi á breytingarmátt frelsis- ins,“ sagði hann. „Skynsamlegasta beiting styrks Bandaríkjanna er að breiða út frelsi. Nú þegar borgarar í Afganistan og Írak grípa tækifærið mun fordæmi þeirra vera boðberi vonar í mikilvægum heimshluta. Palestínumenn munu heyra þau boð að lýðræði og umbætur séu innan seilingar og sömuleiðis friður við okk- ar góðu vini, Ísraela. Ungar konur í Mið-Austurlöndum munu fá þau skilaboð að sá dagur nálgist að þær njóti jafnréttis og réttlætis. Ungir menn munu heyra þau skilaboð að framfarir þjóða og reisn er að finna í frelsi, ekki einræði og ógnarstjórn. Umbótasinnar, pólitískir fangar og útlagar munu fá þau skilaboð að þeim verði ekki neitað um að draumur þeirra um frelsi rætist um alla fram- tíð. Og um leið og frelsið breiðist út, frá manni til manns, frá þjóð til þjóð- ar, eykst öryggi Bandaríkjamanna og friðvænlegra verður í veröldinni.“ Það er reisn yfir þessum orðum Bush, en hins vegar er erfitt að sjá að þau séu í samræmi við raunveruleik- ann. Átök og hryðjuverk eru daglegt brauð í Írak. Ætli Bandaríkjamenn að vera raunverulegir boðberar friðar, jafnréttis og réttlætis í heiminum verða þeir að fara fram með góðu for- dæmi. Framferði þeirra í Írak eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli hefur ekki verið í anda þeirra orða Bush, sem vitnað var til hér að fram- an. Bush og John Kerry, frambjóðandi demókrata, hafa samkvæmt skoðana- könnunum verið hnífjafnir í kosninga- baráttunni undanfarnar vikur. Venj- an er sú að flokksþing hafi áhrif á fylgi frambjóðanda og líklega verður engin undantekning á því nú. Bush hefur ýmislegt á móti sér þessa dag- ana. Minnst hefur verið á Írak. Þróun efnahagsmála hefur heldur ekki verið Bush hagstæð. Engu að síður hefur hann haldið sínu og samkvæmt fyrstu skoðanakönnuninni, sem birt hefur verið eftir flokksþingið, nýtur Bush nú stuðnings 52% líklegra kjósenda, Kerry stuðnings 41% og óháði fram- bjóðandinn Ralph Nader 3%. Staða Bush virðist því vera sterk þegar lokasprettur kosningabaráttunnar er að hefjast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.